Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
r
Konurnar
til Belgíu?
HSÍ hefur fengið boð frá
Handknattleiks8ambandi
Hollands þess eðlis, að senda
kvennalandslið til Hollands
í október á þessu ári með
það fyrir augum að leika
einn eða fleiri landsieiki.
Reikna má með, að stúlkurn-
ar i íslenska liðinu hafi
mikinn áhuga á þessu ef
fjármagn fæst. Þá hafa farið
fram viðræður við Norð-
menn um samskipti og ár-
lega kvennalandsleiki. Hafa
þær umræður gefið góðar
vonir um samstarf.
Ótrúlegir
yfirburðir FH
FELULEIKUR einn fór
fram i 1. deild kvenna i
handknattieik i vikunni.
Var það viðureign Hafnar-
fjarðarliðanna FH og
Hauka. Úrsiit leiksins
skiptu engu máli í sjálfu sér,
FH haíði þegar tryggt sér
íslandsmeistaratitiiinn. en
Haukarnir voru failnir i 2.
deild. Sá getumunur kom
einnig i ijós, FH vann með
ótrúlegum yfirburðum,
25-5.
Fimleikasýning
í Hafnarfirði
Á SUNNUDAG fer fram
fimleikasýning i iþróttahús-
inu i Hafnarfirði. I>að er
Fimieikafélagið Björk sem
stendur fyrir sýningunni
sem hefst kl. 17.00. Sýnd
verða hópatriði og einstakl-
ingsatriði.
Vorleikur
kylfinga
Á MORGUN sunnudag
verða kylfingar hjá GR með
vorleik á túni Korpúlfs-
staða. Leiknar verða 9 hoi-
ur. Allir eru velkomnir. Þá
verður kvikmyndasýning i
golfskálanum i Grafarholti i
kvöld kl. 20.00. Sýndar
verða golfmyndir. Á eftir
verður svo diskótek.
Hart verður barist
á Skaganum um helgina
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í bad
minton fer fram um helgina á
Akranesi. Mótið hefst með setn-
ingu formanns BSÍ, Rafns Vigg-
óssonar, kl. 12 i dag. Verður
leikið fram f undanúrslit á laug-
ardag. Sunnudag kl. 10 f.h. fara
fram undanúrslit og siðan leikið
til úrslita kl. 2 e.h.
Keppt verður f öllum flokkum;
meistaraflokki, A-flokki, öðlinga-
flokki og æðsta flokki. Þátttak-
endur verða um 80 frá eftirtöld-
um félögum: TBR, KR, Val,
Gróttu, BII, ÍA, USHÖ og TBA.
Allir bestu badmintonleikarar
landsins eru meðal þátttakenda.
Má búast við hörkuspennandi
leikjum í einliðaleik karla, milli
núverandi íslandsmeistara,
Brodda Kristjánssonar, Jóhanns
Kjartanssonar, Guðmundar
Adolfssonar og fleiri, einnig í
tvíliðaleik karla.
í einliðaleik kvenna er Kristín
Magnúsdóttir, núverandi ís-
landsmeistari, áberandi sterkust í
kvennaflokki, og í tvíliðaleik hafa
Kristín Magnúsdóttir og Kristín
Berglind unnið öll undanfarin
mót.
I tvenndarleik verður hart bar-
ist; núverandi íslandsmeistarar,
Lovísa Sigurðardóttir og Haraldur
Kornelíusson, þurfa að taka á öllu
sinu til að halda íslandsmeistara-
titlinum.
í A-flokki er fjöldi þátttakenda
eins og venjulega, þar eru margir
ungir og efnilegir badmintonleik-
arar ásamt eldri og reyndari
keppendum.
I öðlingaflokki (40—49 ára) og
æðsta flokki (50 ára og eldri)
verður einnig mjög spennandi
keppni, enda hörkureyndir keppn-
ismenn þar.
Stjarnan endur-
réð Gunnar E.
Handknattleiksdeild Stjörn-
unnar i Garðabæ hefur endurráð-
ið FH-inginn Gunnar Einarsson
sem þjálfara fyrir meistara-
flokkslið félagsins. Gunnar þjálf-
aði Stjörnuna á nýloknu
keppnistfmabili og náði frábær-
um árangri með liðið. Sigraði
Stjarnan með miklum yfirburð-
um i 3. deildarkeppninni, tapaði
aðeins einu stigi á mótinu. Var
það i útileiknum gegn Þór frá
Vestmannaeyjum, liðinu sem fór
upp i 2. deild ásamt Stjörnunni.
Og Þórsarar skoruðu jöfnunar-
markið á siðustu sekúndu leiks-
ins.
— gg-
Páll undir
hnífinn á ný
- Óskar Valtýsson hættir
PÁLL Pálmason, hinn siungi
markvörður knattspyrnuliðs ÍBV
hefur lagst undir hnifinn á nýjan
leik, en hann var skorinn upp i
hné fyrr i vikunni.
Er verið að hlúa að sömu
meiðslum og Páll átti við að stríða
á síðasta keppnistímabili. Hann
var skorinn síðasta sumar, en það
er mál manna að hann hafi byrjað
að æfa og keppa of snemma og því
hafi meiðslin rifið sig upp. Páll
ætlar sér að vera með í slagnum í
sumar og ætti hann að vera orðinn
góður áður en Islandsmótið hefst.
ÍBV hefur orðið fyrir mikilli
blóðtöku rétt einu sinni, en óskar
Valtýsson, miðvallarleikmaðurinn
duglegi, hefur nú lagt skóna á
hilluna, en fáir knattspyrnumenn
á íslandi í dag hafa verið jafn
lengi í keppni. Ferill Óskars með
meistaraflokknum spannar aftur
til fyrri hluta sjöunda áratugsins.
Þess má að lokum geta, að ÍBV
hefur fengið liðsauka frá Vopna-
firði, en nýlega gekk Ingólfur
Sveinsson úr Einherja til liðs við
ÍBV. - gg.
Lækningamáttur slag-
arans með ólíkindum
LÆKNINGAMÁTTUR West
Ham-slagarans „líubbles" virðist
með ólikindum. Hinn 14 ára
gamli WH-aðdáandi, Martin Rob-
inson, varð fyrir vörubifreið á
leið sinni i skólann i Portadown á
írlandi fyrir nokkru. IHaut
strákurinn slæmt höfuðhögg og
hafði legið i dái i mánuð, er
fregnin spurðist til Upton Park í
Lundúnum, heimaslóðar West
Ham. John Lyall, framkvæmda-
stjóri West Ham, gekk í að senda
spólu með slagaranum til Porta-
down og er lagið var leikið á
sjúkrastofu hins unga West
Ham-aðdáanda gerðist undrið.
Hann vaknaði og náði sér innan
tiðar að fullu af meiðslum sinum.
Það kann að þykja undarlegt,
að Lyall skyldi detta i hug að
senda spóluna til trlands. Það er
þó i raun ekki svo undarlegt, því
fyrr i vetur vakti feikilega at-
hygli i Englandi, er sami slagar-
inn vakti annan ungan West
Ham-aðdáanda úr dái...
IS klekkti
á Víkingi
ÍS HREPPTI Ljómabikarinn í
kvennaflokkinum i blaki i fyrr-
akvöld, er liðið sigraði íslands-
meistara Vikings 3—2 i æsi-
spennandi viðureign. Gangur
leiksins var sem hér segir og eru
ÍS-tölurnar hafðar á undan: 16—
14, 12-15, 15-7, 8-15 og 15-
8.
Kvennalandsleikir
EINS OG frá var greint í Morg-
unblaðinu i gær, fara fram tveir
landsleikir i handknattleik
kvenna i LaugardaishöIIinni um
þessa helgi. Eru Norðmenn mót-
herjarnir i bæði skiptin og er
fyrri leikurinn i dag klukkan
17.00, en sá síðari á morgun
klukkan 20.00. Leikurinn f dag
er siðari leikur þjóðanna i undan-
keppni fyrir B-heimsmeistara-
keppni sem fram fer innan tiðar.
• Martfir hafa það að takmarki að taka þátt í einni eða fleiri kappRönRum. Fyrir ferðaKönRumenn er það mjög spennandi.
• Áður en þú tekur þátt í göngu, verður þú að fara til læknis. I>að er mikið öryggi í því.
’i