Morgunblaðið - 01.05.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.05.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 Rætt vid Jósef Borgarson verkstjóra í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja „Ríkisumsvifin undirrót þess ófremdarástands er ríkir í f jármálum þjóðarinnar“ — Sannleikurinn er nú þvi miður sá að miðað við þann boðskap er forsætisráðherra lét frá sér fara um síðustu áramót hefur alls ekki verið haldið nÓKU fast á málum. I>ví miður virðist fátt benda til að stjórn- völd muni taka málin fastari tökum í náinni framtið — þvert á móti er það einmitt rikis- stjórnin sem beinlinis stuðlar að aukinni verðbólxu með si- feldum hækkunum hjá ríkinu. Það er þessi geysilega fjár- þörf rikisins sem er aðal verð- bólKuhvatinn — rikisfyrirtæk- in eru alltaf þau fyrirtæki sem Kanjja á undan með hækkanir vegna þess að þau eru verst rekin. Rikisumsvif eru orðin allt of mikil i þessu þjóðfélaKÍ ok það er undirrót þess ófremd- arástands er rikir i fjármálum þj(>ðarinnar. Það er Jósef Borgarsson verk- stjóri í Sorpeyðingarstöð Suður- nesja sem hefur orðið og svarar þeirri spurningu hvernig honum lítist á ástandið eins og það er í dag. Jósef hefur verið verkstjóri hjá Sorpeyðingarstöðinni síðan hún tók til starfa fyrir rúmlega ári síðan og býr í Njarðvík. Hjá Sorpeyðingarstöðinni vinna alls níu manns en þar er eytt sorpi frá sveitarfélögunum sjö á Suð- urnesjum og einnig frá varnar- liðinu. Stöðin er rekin af sveit- arfélögunum og er í þeirra eigu. Jósef er nýfluttur til Njarðvík- ur. Hann er fæddur á Horn- ströndum en hefur lengst af búið í Höfnum og verið þar oddviti sl. 14 ár og sveitarstjórnarmaður u.þ.b. aldarfjórðung. Ég spyr Jósef hvað hann telji vera helztu leiðirnar til úrbóta eins og nú horfir. — Númer eitt er að draga markvisst úr umsvifum ríkis- sjóðs og reisa skorður við frekari útþenslu ríkisbáknsins. Það er megin forsenda þess að lífskjör- in hér í landinu batni. Það er orðið ansi margtuggið að tala um aðhald í ríkisrekstri — það sem gera þarf er að draga skipulega úr framkvæmdum á vegum ríkisins og það er vel framkvæmanlegt án þess að til atvinnuleysis komi, t.d. með því að draga árlega úr einum þætti ríkisframkvæmda. Það fjármagn sem þannig losnaði mætti svo nota til að byggja upp arðbæra atvinnuvegi í formi einkarekstr- ar og hlutafélaga. Hvað viltu segja um framtíð- arhorfurnar hér á Suðurnesjum? — Ef okkur Suðurnesjamönn- um tekst að standa saman um skynsamlega nýtingu jarðvarm- ans sem er til staðar hér á Reykjanesinu held ég að hér geti orðið bylting í atvinnumálum á næstu árum. Ef þetta á að takast verður að nást góð samvinna með þeim sjö byggðarlögum sem hlut eiga að máli og náist hún tel ég að framtíðarhorfurnar séu mjög bjartar. Atvinnulífið hér á Suðurnesj- um er alltof einhæft og mikil nauðsyn á að auka fjölbreytnina. Hér hefur yfirleitt verið þokka- legt atvinnuástand — að vísu var nokkuð atvinnuleysi í byrjun þessa árs en það varð úr sögunni fljótlega eftir að vertíðin hófst. Það verður ekki komist hjá þessum sveiflum meðan atvinnu- vegirnir byggjast einvörðungu á sjávarútvegi. Þá hlýt ég sem fyrrverandi sveitarstjórnarmaður að minn- ast á málefni aldraðra hér á Suðurnesjum. Þar þurfum við Suðurnesjamenn að gera mikið átak því að mikið vantar uppá að aðstaða aldraðra sé nógu góð og eins þarf að stórefla þjónustu við þá. En hvað með framtíð íslenzku þjóðarinnar? — Hver framtíðin verður ræðst fyrst og fremst af því hvort forráðamönnum þjóðar- innar tekst að halda skynsam- lega á málum, og okkur takist að hagnýta þá kosti sem landið hefur til að bera. Það hefur okkur ekki tekist nærri nógu vel hingað til. ísland er eitt auðug- asta land heims frá núttúrunnar hendi — það er hreint gósenland — þ.e.a.s. ef við höfum vit og samstöðu til að hagnýta okkur þá möguleika sem hér eru fyrir hendi. Ur því að þú minnist á pólitík þá dettur mér í hug að því fer fjarri að öll pólitík sé okkur jafn gagnleg og stundum virðist hún fara út í hreina ónáttúru. Mér fannst það t.d. meira en lítið kaldranalegt hér á dögunum, þegar var verið að safna undir- skriftum í því skyni að styrkja stórmeistarann Korchnoi í bar- áttu hans fyrir að fá fjölskyldu sína lausa frá Sovétríkjunum — að þá gat forseti borgarstjórnar ekki skrifað undir vegna þess að einhver pólitík þvældist fyrir honum. Ég leit á þetta sem hvert annað mannúðarmál og get ómögulega skilið hvaða pólitík átti að geta hindrað menn í að Ijá Korchnoi stuðning sinn í þessu máli — og ég held að ef þetta er pólitík þá á hún ekki eftir að verða okkur að miklu gagni og miklu betra að vera án hennar, sagði Jósef að lokum. — bó. _____________35_ Ökukennarafélag íslands: Notkun bílbelta verði lögleidd MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Ökukennar- afélagi Islands: Nýlega var haldinn aðalfúndur Ökukennarafélags Islands, þar sem eftirfarandi tillögur voru samþykktar: 1. Fundurinn samþykkir að mæla með því við Alþingi að það samþykki nú á þessu þingi að lögleiða notkun bílbelta á Is- landi. Alþingis að Umferðarráði verði tafarlaust séð fyrir nægilegu fjármagni, svo það get gegnt því hlutverki, sem því var upphaflega ætlað, sem sé að vera leiðandi og stefnumark- andi afl í umferðarmálum. 3. Fundurinn varar stjórnvöld og löggjafarþing við því að skertar séu fjárveitingar til löggæslu og þá alveg sérstak- lega til löggæslu, sem lítur að akandi umferð. 4. Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir til dómsmálaráðherra um breytingu á ljósatíma öku- tækja á þann veg að ekið skuli með ljósum allan sólarhringinn frá 15. okt. til 15. mars. Énn- fremur að endurskoðuð verði reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. 5. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til gatnamálastjórans í Reykjavík, svo og til bæjar- og sveitarfélaga og Vegagerðar ríkisins, að séð verði til þess að yfirborðsmerkingum á vegum sé ávalt haldið svo við, sem nokkur kostur er á. G. Fundurinn mótmælir hinum gífurlegu verðhækkunum á bensíni, sem orðið hafa að undanförnu og skorar á stjórn- völd að endurskoða nú þegar reglur um skattlagningu á bensíni. í stjórn var kosinn formaður Birkir Skarphéðinsson. Aðrir í stjórn eru Guðbrandur Bogason, Guðmundur G. Pétursson, Olafur Einarsson, Hallfríður Stefáns- dóttir, Eiður Eiðsson, Sigurður Gíslason. í varastjórn voru kosnir Stefán A. Magnússon, Selfossi, Jón Sævaldsson, Reykjavík og Finnbogi Sigurðsson, Hafnarfirði. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGCRÐ AÐALSTRAETI • SlMAR; 17152-17355 Vörusýningar œ ^ HIARNI II IHNI ST DUuekJorfer Mesten Húsgagnasýningin i Kaupmannahöfn 5-11 mai Verð með gistingu og morgunverði fra35l2kr_ INTERHOSPITAL 19-22 mai Múnchen Lækningatæki og sjukravörur______________ IFAT Múnchen 23-27 júni Hreinsitæki, eyðing úrgangsefna, hreinsun gatna INTERPACK Dússeldorf 14-20 mai Pökkunarvélar og efni Vélar fyrir sælgætisiðnað INTERZUM Köln 22-26 mai Vélar og tæki fyrir húsgagnaiðnað. t d til bólstrunar Innréttingaefni fyrir heimili og verslanir COSMETICS Múnchen 8-10 maí Heilsu-. snyrti- og fegrunarvórur BÓKASÝNING Varsjá 20-25 mai Alþjóðleg bókasýning__________ INTERSTOFF Frankfurt 5-8 mai Fataefni, áklæði, vélar til fataiðnaðar IfjjiFERÐA « MIDSTOÐIIM ADALSTRÆTI9 S.11255-12940

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.