Morgunblaðið - 01.05.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 01.05.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 37 ) á útgerðinni Eins og málin standa er ekki hægt að reka. fyrirtækið með hagnaði Rætt við Ivar Magnússon — Það hefur verið nægilegt hráefni hér í allan vetur — Hraðfrystihúsið gerir út tvo tog- ara, en við höfum ekki keypt neitt af bátum í vetur. Ég get því miður ekki sagt, að ég líti alltof björtum augum á framtíðina hjá fyrirtæk- inu — maður á auðvitað ekki að vera með svartsýni, en staðan er ansi erfið, sagði ívar Magnússon, yfirverkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. — Ég hefði viljað endurnýja og bæta við vélum hér og einnig þyrfti að bæta aðstöðu starfs- fólksins — hér gæti allt gengið miklu betur með aukinni hagræð- ingu og vélvæðingu. Það vantar bara peningana til að framkvæma þessa hluti. — Já, það er svolítið skrítið, að það sé nógur fiskur en samt geti fyrirtækið ekki byggt sig upp. Staðreyndin er sú, að peningarnir skila sér ekki til fyrirtækisins — þeir fara allir í útgerðina. Ég hugsa, að það væri vel hægt að reka svona frystihús með hagnaði, ef við keyptum aflann af öðrum en værum ekki að gera út sjálfir. Olíukostnaðurinn við útgerð togaranna er alveg geysilegur — ég held, að hann éti upp um það bil helminginn af aflaverðmætinu í meðal veiðitúr. Ef ríkið gæfi eftir nokkuð af þeim sköttum sem það hefur á olíunni, yrði mun auðveld- ara að eiga við þetta — eins og málin standa, held ég, að ekki sé hægt að reka þetta með hagnaði. Svona fyrirtæki þurfa hins vegar nauðsynlega að geta skilað arði, svo þau geti byggt sig upp og búið í haginn fyrir fólkið sem hjá þeim vinnur. Það þyrfti líka að vera meiri stöðugleiki í fjármálunum, þannig að menn hefðu möguleika á að gera áætlanir sem hefðu mögu- leika á því að standast. Verðbólg- an og öll vitleysan í sambandi við hana hefur aukið vaxtabyrðina á fyrirtækjunum og valdið okkur niargvíslegum skaða. En hvernig líst þér á framtíð byggðarinnar hér á Suðurnesjum? — Mér líst vel á hana fyrir hönd Keflavíkur, ef okkur tekst að halda atvinnufyrirtækjunum ívar Magnússon gangandi. Keflavík er bær á upp- leið og það er mikið byggt hérna. Fólkið hérna er mjög duglegt og vinnur yfirleitt mikið. Ég vona bara, að fjármálin fari að færast í betra horf og við getum farið að skila meiri árangri í rekstri fyrir- tækjanna — á því hvílir náttúr- lega velferð fólksins sem býr hérna. Dagvinnan ekki ann- að en skítur á priki Rætt við Ómar Baldvinsson Ég starfa hér í móttökunni — við tökum á móti fiskinum, gerum að honum, flokkum hann og kom- um honum í kæliklefa en þaðan fer hann svo í frekari vinnslu. Það hefur verið nokkuð mikil vinna, sérstaklega síðasta mánuðinn, það hefur verið unnið frameftir á kvöldin og eins um helgar. Eins var unnið um páskana nema á föstudaginn langa og páskadag, sagði Omar Baldvinsson starfs- maður Hraðfrystihúss Keflavíkur hf., í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. — Kaupið er ágætt þegar vinn- an er svona mikil þótt grunnkaup- ið sé náttúrulega allt of lágt — það er ágætt að fá svona skorpur í þetta og hafa það svo rólegra á milli. — Nei, af átta tíma vinnu myndi maður aldrei lifa — það er ekkert nema skítur á priki. Fólk kemur til að vinna hér í saltfiskn- um og skreiðinni vegna yfirvinn- unnar fyrst og fremst. Þetta er ekki skemmtileg vinna — alltaf sama rútínan og engin tilbreyting. Finnst þér að verkalýðsfélögin séu nógu virk í því að berjast fyrir bættum kjörum fyrir verkafólk? — Það hefur alltaf verið mikið baráttumál verkalýðsfélaganna að fá betri kjör en hitinn í því er ekki eins mikill og áður. Mér finnst verkalýðsfélögin ekki standa sig alveg nógu vel — en baráttan virðist líka heldur vonlaus, því ef kaupið hækkar þá sér verðbólgan til þess að allt annað hækki í samræmi við það. — Þá finnst mér að verkalýðsfélögin hér hafi ekki staðið vel í stykkinu gagnvart okkur hérna því afgreiðsla á kvörtunum sem héðan hafa borist hafa iðulega verið dregnar á langinn eða þeim jafnvel ekki verið sinnt. Þessar kvartanir hafa að vísu fæstar verið alvarlegs eðlis en mér finnst ekki hægt að ganga svona framhjá þeim. Hvernig er vinnu aðstaðan hérna? — Hún var mjög slæm hér áður, en það hefur mikið verið gert til að bæta hana og í þeirri deild sem ég vinn í er hún að ýmsu leyti til sóma. Það mætti þó auðvitað gera betur og ég held að það sé fullur vilji fyrir því hjá fyrirtækinu að koma til móts við kröfur okkar að þessu leyti. Ég held að allir í minni deild séu þakklátir fyrir það sem þegar hefur verið gert og það er mikill munur að vinna hérna fyrir bragð- ið. STRAX í FYRSTA FLOKKI BASSS Vinningar strax í 1. flokki eru: íbúðavinningur á 250.000 Peugeot 505 á 137.000.-. 8 bílavinningar á 30.000.-. 25 utanferðir á 10.000.-. 565 húsbúnaðarvinningar á 700 og 2.000.- krónur hver. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki iLGUN OG iRHÆKKUN VINNINGA Mánaðarverð miða er kr. 25.-, ársmiða kr. 300.-. Dregið verður í 1. flokki þriðjudaginn 5. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.