Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
Á Eyriimi
„Verður ekki allt mor
andi í rauðum fánum
með hamri og sigð?“
„IIvaA viljið þið á MoKKanum
vera að Kcra tilstand útaf 1. maí.
Vrrður ekki allt morandi i rauð-
um (ánum með hamri ok sÍKð?
I»ar fyrir utan er én einhleypur.
I>ú ættir frekar að tala við
fjolskyldumennina hér. Astandið
hjá þeim er sjálfsaKt verra en hjá
mér. Við erum hér með eitthvað
um 1100 krónur á viku fyrir átta
stunda vinnudaK. En hér erum
við flest kvold til 10 ok iðuleKa á
lauKardoKum. Allir vinna fram-
eftir; hver þarfnast ekki pen-
inKanna.** sa^ði IlallKeir SÍKurðs-
son þeKar hlaðamaður hitti hann
á Eyrinni en hann vann við að
Rætt við
Hallgeir
Sigurðsson
lesta Coaster Emmy. leÍKUskip
Ríkisskips.
„Ek hef verið hér á Eyrinni í 25
til 30 ár,“ — og lætur engan bilbug
á þér finna skaut blaðamaður inní.
„Eg veit það ekki. Maður er nú
orðinn lúinn. Þetta er hundavinna.
Það getur orðið næðingssamt að
standa hér frá klukkan 8 á morgn-
ana til 10 á kvöldin í nístings-
kulda. Það er svosem ekkert sér-
lega eftirsóknarvert . En meðan
maður finnur ekkert annað, verð-
ur maður að láta sig hafa það. Ég
væri farinn ef ég gæti — heilsan
maður, heilsan. Það er varla að
maður geti sveiflað höndum leng-
ur,“ — og sveiflaði þeim eins og
unglingur — kjarnakarlar á Eyr-
inni.
Finnst þér verða meira úr laun-
um nú en áður? „Ég veit það ekki.
Við vinnum svo mikla næturvinnu
þannig að erfitt er um samanburð.
Þó er ég ekki frá því, að það sé
tiltölulega verra nú og þá vegna
þess að kröfurnar eru allt aðrar og
meiri. Hér á árum áður áttu fáir
bíla og það þótti ekkert tiltöku-
mál; nú verða allir að eiga bíl og
taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu
á fullu. Fólk á meira nú, en er það
ánægðara?
Nú er Dagsbrún bara svipur hjá
sjón. Gvendur jaki er aldrei við.
Hann er alltaf niðri í þingi og
aldrei hægt að hitta á hann. Það
var þó hægt hér áður fyrr. Eðvarð
Sigurðsson er orðinn gamall; þeir
sem stjórna mega ekkert vera að
þessu lengur og allir eru að ganga
í Verslunarmannafélagið. Þar ku
taxtarnir vera hærri. Annars er
enginn munur á kommum og
íhaldi. Það er nú Chicago-svipur á
þessum Svavari Gestssyni og engu
máli skiptir hverjir eru í stjórn."
Hvað um vinnuna, hefur hún
mikið breyst hér frá því þú
byrjaðir? „Já, hún hefur mikið
breyst, sérstaklega síðustu árin.
Vinnan hefur meira færst inní
skálana. Það er vegna geymanna.
Þar vinna menn við að fylla þá og
vinnan hefur því mikið til horfið
úr skipunum. Nú eru 10 tonn hífð í
hífi en áður tók það kannski 20
híf. Það tekur enga stund að lesta
skipin og losa. Þetta er auðvitað
hagræðing fyrir skipafélagið og
gott því skipin staldra svo stutt
við í höfn, en það er skítavinna að
fylla þessa gáma,“ sagði Hallgeir
Sigurðsson.
Hallgeir Sigurðsson ... Allir vinna frameftir; hver þarfnast ekki
peninganna.
Kristinn Pálsson hóf störf við Reykjavikurhöfn 1929.
„Krónurnar
fleiri en hvað
hefst með því?46
— Rætt við Kristinn Pálsson
„Það er ekki um annað að ræða
fyrir okkur íslendinga en að
herða sultarólina. Fólk er orðið
svo góðu vant, — það hefur
komist upp á þægilegheitin og
það er meira að segja það að
taka þægilegheitin frá fólkinu.
Ilvað mig snertir? Ék hef það
gott enda komin á eftirlaun hjá
Reykjavikurhöfn en sem betur
fer hannar enginn mér að vinna
hér hjá Rikisskip. — það væri
líka annað hvort,“ sagði Krist-
inn Pálsson þegar blaðamaður
hitti hann á röltinu niður við
höfn.
„Á næsta ári verð ég löggilt
gamalmenni," sagði Kristinn og
hló. „Ég verð 67 ára þá og fer á
eftiríaun hjá ríkinu. Ætli ég
verði þá ekki bara heimavinn-
andi húsmóðir og sendi konuna
út á vinnumarkaðinn. Hvernig
líst þér á það. Þú skrifar með
vinstri sé ég er. Þegar ég var
ungur, voru krakkar barðir í
lúkurnar ef þeir skrifuðu með
vinstri hendinni. Nú eru svo
margir örvhentir.
Árið 1929 byrjaði ég að vinna
hjá Reykjavíkurhöfn, skal ég þér
segja og þá fékk á 80 aura á
tímann; var þá í Hafnarsmiðj-
unni. Nú eru krónurnar orðnar
nokkuð fleiri í launaumslaginu
en hvað hefst upp úr því? I
nokkur ár hafði fólk það ágætt
en svo kom verðbólgan og hruna-
dansinn hófst. Krónunum fjölg-
ar stöðugt í launaumslaginu, en
hvað stoðar það? Þrátt fyrir
allar krónurnar hefði maður
varla í sig og á með dagvinnunni
einni saman. Því verður maður
að taka þátt í þessari gegndar-
iausu yfirvinnu, vinna til 10 á
kvöldin og um helgar. Ég segi
ekki að ég þurfi þess. Ég hef
eftirvinnulaunin hjá Reykjavík-
urhöfn. En ég hef tekið eftir-
vinnunni.
1. maí skal ég þér segja er nú
bara svipur hjá sjón, miðað við í
gamla daga. Það var líf í tuskun-
um 1. maí þegar ég var strákl-
ingur. Vestur í Verkamannabú-
stöðum voru haldnar stórhátíðir.
Stórkarlar eins og Héðinn Valdi-
marsson, Ólafur Friðriksson og
Jón Baldvinsson héldu ræður og
menn rifust hressilega til að
lífga upp á daginn; 1. maí er
svipur hjá sjón.“ sagði Kristinn
Pálsson.