Morgunblaðið - 01.05.1981, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.05.1981, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 _ 39 „Svo kom verðbólgan og hrunadansinn hófst“ Einar Einarsson ... Allir taka þátt i iífsgæðakapphlaupinu af lifi og sál. „Dagvinnan hrykki skammtu — segir Einar Einarsson „Ék hef unnið á cyrinni í 20 ár ok mér finnst kjörin ósköp svip- uð en í daK Kcrir fólk svo miklar kröfur ok þar lÍKKur mismunur- inn. Allir taka þátt i lífsKæða- kapphlaupinu af lifi ok sál,“ saKði Einar Einarsson en hann var að landa fiski úr ÖKra i vikunni. „Við erum 3—4 í heimili og það gengur mjög þokkalega að sjá fyrir því en þessi vinna er fremur vel borguð. Það gerir akkorðskerf- ið. Dagvinnan hrykki skammt er ég hræddur um. En nú ætla þeir að skerða vísitöluna eina ferðina enn en ætla þeir ekki að greiða það til baka í skattalækkunum. Ég ætla að vona að svo verði," sagði Einar Einarsson. I>eir eru nú að stela af okkur Skerða vísitöluna eina ferðina enn, segir Gunnar Snorrason, kokkur á Coaster Enuny Gunnar Snorrason ... Við lifum um efni fram, á þvi leikur ekki minnsti vafi. „Fólk á íslandi lifir allt of hátt. Við lifum um efni fram, á þvi leikur ekki minnsti vafi. Fólk tekur þátt í lifsgæðakapp- hlaupinu af lífi og sál; það sækist eftir veraldlegum gæð- um, sem gefa lítið nema streð þegar upp er staðið. Ég tek ekki þátt í þessu lífsgæðakapp- hlaupi. Á sjálfur nóg fyrir mig og mína ok mér líður vel,“ saKði Gunnar Snorrason, kokkur á strandferðaskipinu Coaster Emmy í spjalli við hlaðamann i vikunni. „Þeir eru nú að stela af okkur; skerða vísitöluna eina ferðina enn. Ég held að svo verði áfram á meðan þjóðfélaginu er stjórn- að eins og raun ber vitni. Nei, það sem þarf að gera er að minnka neysluna og ríkið verður að sýna gott fordæmi með því að draga úr ríkisútgjöldum. Það verður að eiga fyrsta leik og draga saman seglin. Það segir sig sjálft, að við getum ekki flutt inn meira en við öflum. Því verður að draga úr innflutningi; það verður að grípa til hafta. Það er eina raunhæfa svarið. Síðan verður að draga úr yfirbyggingu þjóðfélagsins. Það verður að loka óarðbærum fyrir- tækjum. Senda fólkið í atvinnu- greinar, sem standa undir sér. Kúpla öllu þessu óarðbæra fá- ráni út úr kerfinu. Líttu á bankana; þetta eru fínustu og flottustu hús lands- ins. Það á að leggja alla banka niður utan einn. Einn banki í okkar litla þjóðfélagi er yfrið nóg. Við höfum ekki efni á að halda öllum bankastarfsmönn- um að leik í þessum fínu og flottu húsum. Það verður að senda fólki út í framleiðsluat- vinnuvegina. Samdráttur á því óarðbæra er svarið. Háu vextirn- ir eru eitt svarið við því. Ef einhver hefur efni á að borga þessa háu vexti, þá segi ég að sá hinn sami hafi efni á að vera án lánsins. Það verður að draga úr neyzlunni; draga saman seglin," sagði Gunnar Snorrason. Kristinn Guðmundsson ... Ég sulla mátulega mikið i brennivini; það heldur mér við. „Sjómennskan átti 100% við mig“ — Kristinn Guðmundsson tekinn tali kontóristana í slorið“ „Ég var til sjós i 54 ár, íyrst á skútum ok síðan á togurum. Sjómennskan átti 100% við mÍK. Ék hefði helst viljað vera áfram til sjós. Það er leiðinlegt í landi en þrjú ár eru siðan éK kom i land. Ég sulla mátulega mikið i brennivini; það heldur mér við. En hvað viltu annars vera að tala við mÍK? Hvað hef éK að segja þér?“ spurði Kristinn Guð- mundsson þeKar blaðamaður spjallaði við hann i rÍKningar- suddanum í vikunni. „Ég er kominn á ellilaun og má hætta þegar ég vil. Konan vinnur einnig úti og ekki kvörtum við. Ég er alltaf að spekúlera í að hætta en ætli ég lafi ekki þangað til mér verður sagt að taka pokann minn. Kannski hætti ég í sumar en ég er nú orðinn 74 ára gamall — það er kominn tími til að hætta," sagði Kristinn Guðmundsson og var rokinn; hann hafði öðru að sinna en að eyða tímanum í snakk við blaðamann. „Sendu hingað „betta er erfið vinna og lýjandi en hún er vel borguð. Við erum í akkorðs- og bónusvinnu og það hleypir laununum upp. Annars er ekkert að standa hér uppi á dekki. Þeir þurfa að púla, sem eru niðri i lest, þar sem þeir moka fiskinum i silóin. Ég væri ekki i þessari vinnu ef það væri ekki fyrir akkorðið. Það eru launin, sem halda manni við efnið.“ sagði Jóhannes Ágústs- son. þegar blaðamaður hitti hann þar sem hann var að landa fiski úr togaranum Ögra i vikunni. „Ögri veiddi vel i þessari ferð. kom með tæp 370 tonn af þorski og ýsu.“ sagði Jóhannes, önnum kafinn við starf sitt. Þeir niðri í lest voru að moka í sílóið og ég vék mér að Jóhannesi. Hann hélt’áfram: „Nú er rétt ár síðan ég festi kaup á íbúð; og öll þau lán og vextir sem íbúðinni fylgja hvíla á mér eins og mara. Maður er alltaf á nálum hvort takist að standa í skilum. En með þrotlausri vinnu hefur það tekist hingað til. Ég tók að sjálfsögðu lífeyrissjóðslán, húsnæðismála- stjórnarlán og vaxtaaukalán og • hvað þetta nú allt heitir. Það stendur í járnum að standa í skilum; vextirnir eru aðalhöfuð- verkurinn. Maður þarf að borga tífalt það lán sem upphaflega var tekið. Það sér hver maður að fyrir ungan mann, sem er að koma sér upp heimili, er þessi vaxtabyrði ómanneskjuleg. Mér finnst, að það ætti að hliðra til fyrir fólki, sem stendur í þessu streði; að koma sér Rætt við Jóhannes Agústsson upp heimili. Nú ætla þeir að fara að skerða launin eina ferðina enn; ekki má maður við því. Þessir skrifstofukarlar ættu að koma hingað í slorið. Þá breyttist kannski hugsunarháttur þeirra. Ég hef unnið hér á Eyrinni í 10 ár. Byrjaði þegar ég var 16 ára gamall. Þetta er erfið vinna og óþrifaleg en eins og ég sagði, þá væri ég ekki í þessu ef bónusinn bættist ekki við. Það væri heldur ekki þess virði. Sendu kontórist- ana hingað í slorið; við skulum kenna þeim að vinna," sagði Jó- hannes og var um leið þotinn. Vinnan beið; karlarnir á Éyrinni verða að standa sína pligt. Jóhannes Ágústsson ... Maður er alltaf á nálum hvort takist að standa í skilum; vextirnir eru helsti höfuðverkurinn. Myndir Mbl. Emilia.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.