Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 13

Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 45 InKÍ Bjarnason ... Við megum þakka fyrir að fá milljón i mai. Mynd Kristján „Ríkið hirðir allt aftur, þó að ári sé“ Rætt við Inga Bjarnason á Reykjaborginni „Við mejíum þakka fyrir að fá milljón í maí fyrir vertíðina. Þetta er ekki alltaf dans á rósum.“ sajfði InKÍ Bjarnason á ReykjaborKÍnni þejfar blaðamað- ur spjallaði við hann i vikunni skömmu eftir að báturinn kom að landi. „Við fengum 7 tonn i netin út af Þormóðsskeri. Það hefur Kengið illa í vetur. Ék held að það hafi verið nón af fiski en óttæftir hafa leikið okkur svo j?rátt og svo hófum við ekki verið i formi. Við vorum að láta okkur detta i hug, að þetta væri vestanganga. Það er allavega steinbitur i bland. Það virðist voðalet? ferð á fiskn- um. Hann virðist ekki hafa staldrað við i Flóanum, eins og hann gerði i fyrra. Þá var afli mun betri á gömlu Reykjaborg- inni; það var góð vertíð. Allt annað lif, það ttaf allan marz og apríl.“ Nú segja þeir, að stórpening sé að hafa í Eyjum og í verstöðvum á Suðurlandinu. „Já, segja þeir það. Við erum ekki ofsælir af launum okkar. Og auk þess hirðir ríkið allt aftur; þó að ári sé, þegar vel fiskast og vel þénast." Hvað um fiskverð, er það of lágt? „Nei, ætli það, en það mætti vera hærra fyrir góðan fisk. Ann- ars er ég ekki nógu kunnugur þessu málum.“ Og nú skerða þeir vísitöluna. „Já, þetta er allt á sömu bókina lært. En annars verða þeir a finna upp eitthvað annað en vísitöluna. Það verður sífellt minna úr krónunni. Við sjómenn erum ekki ofsælir, svo mikið er víst. Já, þeir ætla að heimila drag- nótaveiðar í Flóanum. Misjafn er smekkur manna. Eg held að það sé svosem í lagi. Dragnótabátarnir eiga að fá fremur lítið athafna- svæði. Það er fremur lítið magn af fiski, sem þeir geta gengið í. Það er lítið varið í að keyra fram og aftur í Flóanum hífandi fram og til baka. Ef þeir vilja það þá mega þeir það,“ sagði Ingi Bjarnason. „Sama hvaða jeppar ráða ferðinni“ Ingi Ágústsson ... Þeir virðast hugsa fyrst og fremst um að halda fast i ráðherrastólana sína. Rætt við Inga Ágústs- son, háseta „Þetta hefur nú verið fremur lélegt í Flóanum. Veturinn hef- ur verið erfiður til sjósókna. miklar brælur. Við fórum út klukkan sex i morgun og kom- um 12 tímum síðar. Það var óvenju stutt — var bræla og lítið í netunum. Svo verður lagt i hann strax i býtið i fyrramál- ið. Það er stutt milli stríða,“ sagði Ingi Ágústsson háseti á Gunnvöru. skömmu eftir að þeir komu að landi i vikunni. Þeir komu með á þriðja tonn að landi, karlarnir á Gunnvöru, og ekki verða þeir ofsælir af því. „Ég mundi segja, að ekki værum við ofborgaðir. Fiskverð hefur farið lækkandi, ætli það sé ekki vegna þess að forusta okkar er svo lúin. Fiskverð mætti vera hærra. Það er til að mynda furðulegt, að fiskverð í Færeyj- um skuli vera miklu hærra en hér. Þeir selja m.a. gegn um Sölumiðstöðina. Hvernig má það vera? Ætli sé ekki eitthvað rotið í kerfinu, ætli milliliðirnir séu ekki of þurftafrekir." Og nú ætla þeir að skerða vísitöluna, eina ferðina enn. „Já, það er sama hvaða jeppar ráða ferðinni. Þeir virðast hugsa fyrst og síðast um að halda fast í ráðherrastólana sína.“ Hvað hefurðu verið lengi til sjós? „Ég hef nú verið í aldar- fjórðung. Jú, ég hef reynt fyrir mér í landi, en sjórinn laðar alltaf. Ætli sjómennskan sé ekki í blóðinu. Það er skemmtilegra að vera til sjós nú en í gamla daga. Þá var að vísu meiri fiskur í sjónum og styttra að sækja hann en bátarnir nú eru full- komnari og betri skip og svo er aðbúnaður allur betri.“ Nú gerið þið út á net í Flóanum og þeir ætla að sleppa dragnótinni lausri í Flóann. „Það yrði algjört brjálæði. Fiskur á Islandsmiðum er ekki offriðaður í dag. Ætli þeir séu ekki að sleppa dragnót- inni lausri fyrir einhverja ridd- ara í Keflavík. Dragnótin hefur hrakið fiskinn í burtu. Hann forðar sér þegar hann verður var við þetta morðtæki. Fiakur hefur verið að koma upp í Flóanum eftir að þeir bönnuðu dragnót- ina. En sleppi þeir henni lausri þá eyðileggja þeir Flóann á ný; það eru hreinar línur." En fiski- fræðingarnir mæla með þessu. „Já, það eru mistök. Hvort þeir séu alvondir? Nei, þeir eru ágæt- ir í bland. Mættu gjarna fara meir út á miðin og þeir mættu gjarna taka meira tillit til sjó- manna, sem standa í þessu allt árið um kring," sagði Ingi Ág- ústsson. „Eitt versta tíðar- far, sem ég hef kynnst á vertíð“ Spjall við Magnús Jónsson, vélstjóra Þegar Reykjaborgin lagðist að. gripum við Magnús Jónsson glMvolgan. Hann hefur verið sjúmaður frá unglingsárum, en ekki af neinni alvöru, sagði hann, fyrr en cftir tvitugt. — Þetta hefur verið tregt, maður lifandi, í allan heila vetur. Eitthvað skárra nú eftir páska hjá sumum, en í heildina er þetta hörmungarvertíð. Nei, það er hlutaskiptingin sem skiptir máli, og hún held ég sé svipuð og þegar ég byrjaði til sjós. Aftur á móti hefur trygg- ingin kannski hækkað eitthvað en hún hefur bara aldrei skipt neinu máli, fyrr en þá núna. En aðbúnaður er allur annar orðinn, og hefur breyst mikið til batnað- ar. Magnús er vélstjóri á Reykja- borginni og hefur því einn og hálfan hlut. — Ég veit ekki hvernig hásetar hafa farið útúr svona vetri, sagði hann, að ég nú tali ekki um séu þeir fjölskyldu- menn. Ég hef aldrei verið í því fyrr, að fiska ekki upp í trygg- „ ingu. Þetta er eitt versta tíðar- far sem ég hef kynnst á vertíð. Allt upp í viku gamalt hjá bátum af þessari stærð. Jú, ef vel gengur er hægt að hafa sæmilegt upp úr þessu. Það er ekkert fiskirí hjá bát af þessari stærð, ef hann fiskar ekki upp undir 150 tonn yfir mánuðinn. Jú blessaður vertu, það er alltaf gott hljóð í sjó- mönnum. En eins og ég segi þér, þá hefur þetta verið leiðin- legasta vertíð sem ég hef verið á. Rólegt að vísu, legið í landi 4—5 daga, en að sama skapi leiðin- legt. Jú ætli það ekki bara, maður endi ekki ævina í þessu. Allt sem maður kann er nú í sambandi við sjóinn og maður hættir Iíklega ekki að róa fyrr en í fulla hnefana. Þetta er líka heilbrigð vinna, allt annað en streðið í landi og maður fær góð frí inn á milli, sagði Magnús Jónsson á Reykjaborginni. Þeir áttu eftir að landa. Magnús við spilið ... Ljósm. Kristján

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.