Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981 Bústnúir Petur Björn Petursson víðskfr Fasteignaseljendur Hötum kaupendur aö eftirtöldum eignum. Mosfellssveit Höfum kaupanda aö einbýlis- húsi, má vera á byggingastigi, þó helst tilbúið undir tréverk eða lengra komiö. Mosfellssveit Höfum kaupanda að raðhúsi á 2 eða 3 hæðum. Hafnarfjöröur Höfum kaupanda að raðhúsi á einni hæö. Möguleiki á skiptum á 136 fm. íbúð 6—7 herb. í Norðurbæ. Hafnarfjörður ’Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð með bílskúr eða bílskúrs- rétti. Kópavogur Höfum kaupanda að sérhæð í austurbænum. Kópavogur Höfum kaupanda aö raöhúsi á einni hæð. Kópavogur Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð. Reykjavík Vesturberg Höfum kaupanda að einnar hæöar raöhúsi. Skiptamögu- leiki á 2ja hæöa raöhúsi í Norðurbæ í Hafnarfiröi. Seljahverfi Höfum kaupanda aö 2ja íbúöa einbýlishúsi. Álfheimar Höfum kaupanda að 4ra herb. íbúð. Eignir sem ekki hafa veriö auglýstar áöur Skólageröi Kópav. Tveggja hæða parhús ca. 160 fm. ásamt góðum bíl- skúr. Baldursgata Einbýlishús ca. 60 fm. að grunnfleti, húsið er kjallari, hæð og ris. Eign sem gefur mikla möguleika. Klausturhvammur Hafn. Fokhelt raöhús á úrvalsstaö, ca. 260 fm. Húsiö er á 2 hæöum. Glæsileg teikning. Alftamýri 3ja herb. íbúö á jaröhæö íbúðin er 96 fm. snyrtileg eign. Kvistaland Einbýlishús á einni hæö sem er 205 fm. Skiptamöguleiki á sér- hæð eöa raöhúsi á einni hæö. Reykjavíkurbyggö Mosfellssveit Fokheld 172 fm. eínnar hæöar timburhús. Brekkubyggð 3ja herb. 85 fm. keðjuhús á einni hæð. Skemmtileg sér- eign. Æsufell 7 herb. 150 fm. á 2. hæð. íbúðin er 5 svefnherb. 2 samliggjandi stofur. Bilskúr. Gott útsýni. Vífilsgata 2ja herb. íbúð á 2. hæö, ca. 65 fm. Allar stærðir og geröir fast- eigna óskast á söluskrá. 2ja herb samþykkt jarðhæð viö Engja- sel, ásamt fullfrágengnu bíl- skýfi. 2ja herb. 65 fm. 7. hæð við Þverbrekku í Kópavogi. Fallegt útsýni. 2ja herb. 60 fm. kjallaraíbúð viö Hjalla- veg. 2ja herb. 70 fm. kjallaraíbúð viö Klepps- veg 2ja—3ja herb. 70 fm. samþykkt kjallaríbúð viö Holtsgötu. Sér hiti og inngang- ur. 3ja herb. 90 fm. 3. hæð við Kríuhóla. 3ja herb. 95 fm. 2. hæð ásamt herbergi í kjallara við Hraunbæ. 3ja—4ra herb. 87 fm. samþykkt jarðhæð við Nýlendugötu. 3ja herb. samþykkt kjallaraíbúð viö Laugateig. Laus strax. 3ja herb. 80—85 fm. 4. hæð við Engjasel. Vönduö íbúð. Fallegt útsýni. 3ja herb. vönduð 1. hæð við Æsufell. 3ja herb. 2. hæð viö Eyjabakka. Þvotta- hús og búr innaf. 4ra herb. 115 fm. jarðhæö viö Ásbraut í Kópavogi. Vandaðar innrétt- ingar. Falleg íbúð. 4ra herb. 110 fm. 3. hæð (efsta) við Hraunbæ. 4ra—5 herb. 4. hæð og ris við Kaplaskjóls- veg. Suður svalir. 4ra herb. 108 fm. 3. hæð við Eyjabakka. 4ra herb. inndregin 100 fm. rishæð við Þinghólsbraut í Kópavogi. 4ra herb. 113 fm. 4. hæð ásamt bílskúr við Stórageröi. Hús viö Njálsgötu í húsinu eru nú 2 3ja herb. íbúöir, báðar meö sér inngangi. Hægt aö sameina og gera að einbýlishúsi. í smíðum raöhús á 2 hæðum ásamt 48 fm. plássi í risi. Bilskúr á 1. hæð. Húsinu veröur skilað til- búnu aö utan. öll sameign og lóð fullfrágengin, meö malbik- uðum bílastæöum. Tvöfalt verksmiöjugler í gluggum. Úti- hurðir og bflskúrshurð. Húsið er uppsteypt nú þegar. Teikningar á skrifstofunni. AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆO Sfmi 24850 og 21970. Helgi V. Jónsson hrl., Kvöld- og helgarsími sölu- manns 38157. Tónlistar- skóla Skaga- fjarðar- sýslu slitið Varmahlíð. i. mai. TÓNLISTARSKÓLA Skaifaíjarð- arsýslu var slitið i »ía‘r, sunnudaií 3. maf, með vortónleikum i Mið- Karði. bar með lauk 5. starfsári skólans. Á tónleikunum léku nemendur einleik or samleik á píanó. Kitar ok blokkflautu. t>á sontr Karlakórinn Heimir nokkur Iök. Tónlistarskóli Skagafjarðar- sýslu er rekinn sameiginlega af flestum hreppum sýslunnar. Kennslustaðir eru dreifðir, eða í Fljótum, Hofsósi, Hólum, Varma- hlíð, Melsgili og Steinsstöðum. Þetta veldur því, að kennarar verða að ferðast á milli kennslu- staða og hafa veður og ófærð vissulega oft skapað erfiðleika. I máli skólastjóra, Ingimars Páls- sonar, kom fram, að 126 nemendur hafi stundað nám við skólann í vetur og gengust allmargir undir próf, en það er í fyrsta sinn sem formleg próf eru haldin við skól- ann. 22 nemendur tóku próf á forstigi, 11 á 1. stigi og 4 á 2. stigi. Prófdómari var Guðjón Pálsson frá Siglufirði. Kennarar í vetur auk skóla- stjóra voru fjórir. Alltaf er nokk- uð erfitt að fá menntaða tónlistar- kennara til starfa út um land, hvað sem veidur. Leitað hefur verið út fyrir landsteinana og hefur norskt fólk stundað tónlist- arkennslu í Skagafirði frá stofnun tónlistarskólans. Síðastliðna þrjá vetur hefur Einar Schwaiger kennt píanóleik og hefur nú verið afráð- ið, að hann gegni störfum skóla- stjóra næsta ár ásamt Margréti Jónsdóttur. - PD Leiðrétting í Morgunblaðinu 16. apríl síð- astliðinn var frétt um sorgarhök- ul, sem Sigrún Jónsdóttir veflista- kona gerði. Hökullinn var gefinn Landakirkju af börnum og barna- börnum Jóhannesar J. Albertz og konu hans Kristínar Sigmunds- dóttur. Nafn Jóhannesar, sem var lögregluþjónn í Eyjum, misritað- ist í frásögn blaðsins og eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á því. GRUÍIDIG Góð kjör-einstök gæði 3000 kr. útborgun og eftirstöðvar á 7 mán. LAUGAVEG110 SÍMI 277 88 Lifað með Lennon Ný bók um John Lennon: Lif að með Lennon Eftir Cynthiu Lennon FJÖLVAÚTGÁFAN mun í þess- ari viku senda frá sér nýja bók um John Lennon. Bókin heitir „Lifað með Lennon“ og er skrifuð að Cynthiu Lennon, sem var eiginkona Lennons þegar sigur- för Bítlanna stóð sem hæst. Hún var þannig i einstakri aðstöðu til að fylgjast með því sem gerðist á bak við tjöldin. Bókin er 256 blaðsiður að stærð með mörgum myndum, auk teikn- inga eftir höfundinn, en Cynthia Lennon lagði stund á bókaskreyt- ingu í Listaháskólanum í Liver- jjool þegar hún kynntist Lennon. Þýðandi bókarinnar er Steinunn Þorvaldsdóttir. í nærri 9 ár var Cynthia unn- usta, fylgikona og eiginkona John Lennons. Lengi var reynt að halda hjónabandi þeirra leyndu. Þau eignuðust son Julian, og lýsir Cynthia því í bókinni hvernig hún reyndi stöðugt að vernda barnið fyrir ógnum frægðarinnar og fyrir öllu brjálæðinu og tryllingnum, sem fylgdi Bítlunum. í 9 ár fylgdist Cynthia með öllu sem var að gerast, frægðinni, vinsældun- um. Hún sá strákana vaxa úr grasi, og hvernig frægð og auður spillti sál þeirra og sinni, hvernig þeir leiddust út í eiturlyf og sífellt kvennafar, þangað til hún beið ósigur fyrir Yoko Ono. „Milljónir kvenna öfunduðu mig,“ segir hún. „En ég var svo sannarlega ekki alltaf öfundsverð." Um líkt leyti og hún fékk skilnað var ferill Bítlanna á enda. Prentstofa G. Benediktssonar prentaði. Arnarfell sá um bók- band. Kammertónleikar í Norræna húsinu í DAG, þriðjudag 5. maí, kl. 20.30, verða kammertónleik- ar í Norræna húsinu, en þá munu tveir finnskir tónlist- armenn, Okko Kamu og Eero Heinonen leika á fiðlu og píanó. Á efnisskrá tónleikanna á þriðjudagskvöld verður sónata í e-moll KV 304 eftir Mozart, sónata eftir finnska tónskáld- ið Einar Englund og Kreutzer- sónatan eftir Beethoven. Eero Heinonen heldur ein- leikstónleika laugardaginn 9. maí, kl. 16.00, og á efnisskrá þeirra tónleika verða verk eftir E. Englund, Sibelíus, Hannikainen, Mozart og Liszt. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Norræna hússins og við innganginn. Dvöl í orlofs- húsum Iðju Iðjufélagar, sem óska eftir að dvelja í orlofshúsum félagsins í Svignaskarði, sumarið 1981, verða að hafa sótt um hús eigi síðar en föstudaginn 15. maí nk. kl. 16.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins Skólavörðustíg 16. Dregið verður úr umsóknum, sem borist hafa, á skrifstofu félagsins 16. maí nk. kl. 17.00 og hafa umsækjendur rétt á að vera viðstaddir. Þeir félagar, sem dvaliö hafa í húsunum á 3 undanförnum árum, koma aöeins til greina ef ekki er full bókaö. Leigugjaldið veröur kr. 400.00 á viku. Sjúkrasjóður Iðju Sjúkrasjóöur löju hefur eitt orlofshús til ráðstöfun- ar handa löjufélögum, sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar og veröur það endurgjalds- laust, gegn framvísun læknisvottorös. Stjórn Iðju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.