Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 13

Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1981 13 , \ Sýning Eddu Jónsdóttur Gallerí Langbrók er tilvalið fyrir hinar minni sýningar svo sem fram hefur komið undanfar- ið með hverri sýningunni á fætur annarri. Hér eru það konur, er sýna afrakstur dugnaðarsíns á mynd- og listiðnaðarvettvangi og er mjög vandað til sýninganna. Hér er hvergi kastað til höndum svo sem á hinum ýmsu sýningum karlpeningsins og það jafnvel í nafni listarinnar. Nýverið opnaði Edda Jóns- dóttir sýningu á nokkrum verka sinna á þessum stað, en frúin hefur á undanförnum árum ver- ið afkastamikil á sviði grafík- listarinnar, nánar tiltekið málmgrafíkinnar, sem enn er vinsælust á landi hér. Þetta er önnur einkasýning Eddu en hún sýndi fyrst í Suðurgötugalleríinu svo sem margir munu minnast enda hlaut sú sýning ágætar viðtökur. Að þessu sinni sýnir hún collage-myndir ásamt klipptri og fléttaðri grafík og mun það síðastnefnda vera nýjung á landi hér. Það er þó engin nýjung, að menn verði leiðir á eintóna þrykktæknivinnu svo sem grafík er og reyni að víkka sviðið með ýmsum tilraunum, jafnvel á kostnað hinna sígildu tækni- bragða. A þessari sýningu virðist mér Edda fyrst og fremst leggja áherzlu á blæbrigðaríkdóminn og jafna, hæga og rólega þenslu Myndllsl eftir BRAGA ÁSGEIRSSON á myndfletinum. Sumsstaðar staðsetur hún ljósmyndir inni í myndheildinni og beinir það athyglinni óneitanlega frá öðr- um og auðugri eðlisþáttum myndbyggingarinnar. Þetta er mjög þokkaleg sýning og vandvirknisleg og er auðséð að listakonan er að þreifa fyrir sér um nýjar leiðir í listsköpun sinni og mætti ætla að þetta sé eins konar millibilsástand og að vænta megi umtalsverðra breyt- inga og umbrota frá hálfu henn- ar í náinni framtíð. Sýningin staðfestir, að Edda er leitandi listakona, sem sættir sig ekki við stöðugar endurtekn- ingar né lognmollu og þorir að taka dálitla áhættu. Ég slæ þessu fram, vegna þess að ég gæti trúað að ýmsum starfs- bræðrum hennar þyki hún kom- in á villigötur með þessari flétt- uðu grafík. Að öllu samanlögðu er þetta notaleg en naumast atkvæða- mikil sýning og nú er einungis að bíða næsta leiks frá hálfu lista- konunnar. Sýning Einars Þorlákssonar Það er mikil hógværð og lítil- læti í kringum sýningu Einars Þorlákssonar, sem hann heldur í Norræna húsinu um þessar mund- ir og sem lýkur hinn 10. maí. En sú hógværð gildir einungis varð- andi hinn ytri ramma því að í myndunum sjálfum er mikil gerj- un, — í sumum hrá og umbúða- laus, en i öðrum fáguð og stílhrein. Og þó ber hann ekki á neinar bumbur í myndgerð sinni því að hún er nánast sígild í sinni óhlutbundnu mynd. Hér er sem sagt á ferð einn þeirra listamanna, er kýs að rækta sinn garð hávaðalaust, en þó af mikilli kostgæfni og natni og sannast sagna verður afrakstur slíkra vinnubragða ósjaldan drjúgur í tímanum. Heldur velli á sama tíma og margt það er stórum meira bar á, burtmáist, týnist. Einar er enginn nýgræðingur í íslenzkri myndlist, hefur haldið nokkrar stórar sýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess að láta til sín taka á vettvangi félagsmála ísl. myndlistarmanna, — Var um skeið í sýningarnefnd FÍM og formaður í eitt ár, gullöld Haustsýninganna. Það eru 92 myndir sem hanga uppi í kjallarasölum Norræna hússins, hvorki meira né minna, og skiljanlega er nokkuð þröngt um þær því að innan um eru einnig nokkur allstór málverk. Allar myndirnar eru málaðar í Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON akryl, á léreft og pappír. Papp- írsmyndirnar, sem eru undir gleri eru saga út af fyrir sig fyrir fágæta fjölbreytni þótt sviðið kunni að virðast afmarkað og þröngt. Það sem athygli vekur, er að ekki ein einasta þessara mynda getur talist misheppnuð, heldur má frekar orða það svo, að þær séu misjafnlega góðar og margar gullfallegar. Hér kemur fram mik- ið og magnað litnæmi, sem Einar hefur verið lengi að þróa ásamt með tilfinningunni fyrir samspili ólíkra forma. — Jón Stefánsson listmálari, sem var frændi Einars, spáði þvi við mig eftir að hafa litið á myndir er hann gerði heima fyrir, árið sem hann stundaöi nám við Listaskólann í Kaupmannahöfn (1955—’56) að styrkur Einars í framtíðinni myndi liggja á sviði litnæmninnar. Hér hefur Jón reynst sannspár svo sem í mörgu öðru enda bjó hann yfir yfir- gripsmikilli þekkingu á sviði myndlistar samfara djúpu and- legu innsæi. Hann sagði þetta í sambandi við tilraunir Einars, sem voru ekki mjög ósvipaðar þeim er hann gerir á pappír og eru á sýningunni í Norræna húsinu, en á þeim tíma voru þetta einungis ómótaðar hugdettur. Ég var fyrr í þessum pistli, að ræða um „óhlutbundnar“ myndir, en það er raunar umdeilanlegt hvort það sé alskostar réttnefni, því að það er meira en auðséð, að listamaðurinn sækir hughrif til náttúrunnar í myndgerð sinni. En það sjá þeir einungis er geta lesið í myndir og upplifað fleira en yfirborð þeirra. Hér er málari, er málar með kenndum sínum og tilfinningu fyrir umhverfinu og mannlífinu, — lífsins púls, gæti maður nefnt það. Hann hefur ferðast mikið um óbyggðir lands- ins og uppgötvað það á annan hátt en í útlínum þess og yfirborði, — kortagerðarmaður er hann enginn í list sinni. Af myndum er sérstaka athygli mína vöktu vil ég nefna „Tveir á tali“ (8), er Listasafn íslands festi sér, „Tilraunaflug" (12), „Fær- eyskur dans“ (13), „Milljónagufan mjóa“ (17), en sú mynd er mjög flókin og fjölbreytt í uppbyggingu og þó furðulega rökrétt, „Úr viðj- um“ (18). Allar þessar myndir eru málaðar á léreft en í þeim mynd- um er Einar nokkuð mistækur. — Það hefur hins vegar næsta lítinn tilgang, að telja upp ein- stakar myndir varðandi þær sem eru málaðar á pappír svo jafngóð- ar sem þær eru, en ég vil þó nefna nokkrar er höfðuðu sérstaklega til mín persónulega, en það voru: „Fjara" (28), „Katanesdýrið" (31), „Blámóða" (41), „Gluggi í norður" (43), „Form í rauðu" (45), „Mann- fagnaður“ (46) og „Nótt“ (57). Ég segi fyrir mig, að ég er furðu lostinn yfir því, hví þessar hrif- miklu myndir skuli ekki hafa runnið út líkast rjómabollum en það kann að stafa af því hve tærar og látlausar þær eru í allri gerð, lausar við hvella fagra og dísæta liti. Ég myndi ráðleggja listamann- inum, að sýna úrval þessara mynda á erlendri grund því að þær eiga erindi sem víðast, — illt að hugsa til þess að slík list skuli lenda í geymsluhirzlum í stað þess að verða virkar í tíðinni. Ég þakka svo Einari fyrir ágæta sýningu og hvet sem flesta að leggja leið sína í Norræna húsið og skoða sýninguna vel og gaum- gæfilega. Eiríkur Smith við verk sín á Kjarvalsstööum. samanlagður hagnaður af þessari sýningu. - 0 - Það er mikill fjöldi mynda á þessari sýningu Eiríks Smith, eða 114 talsins, allar gerðar í olíu- og vatnslitum. Listamaðurinn hefur hagnýtt sér það snjallræði frá síðustu sýningu á sama stað, er hægri hluti eystri gangs var lokaður af, til að skapa aukið sýningarrými. Þannig verður ekki eins þröngt um myndafjöld- ann og annars hefði orðið þótt hér sé teflt á tæpasta vaðið. í heild undirstrikar sýningin óvenjulegan feril Eiríks, og má segja, að hann sé kominn heim á hlaðvarpann aftur, eftir langa og stranga vegferð, en stórum sjó- aðri en er hann hélt á brott með mal sinn úttroðinn af hugsjónum og vonum. Sýningin ber vott um þá miklu tækni er hann hefur viðað að sér í gegnum árin og einnig hve víða hann hefur komið við. Naumast verða myndirnar flokkaðar undir einhverja ákveðna listastefnu því að fram kemur ósjaldan í sömu myndun- um samruni margra stílbragða og þá einkum realisma, expressj- ónisma og súrrealisma og á það einkum við í málverkunum. Eitt eiga þeir Eiríkur og Kjar- val sameiginlegt annað en sölu- met og mikla aðsókn, og það er staðsetning lifandi fólks sem hulduvera inn í myndheim sinn. Engan veit ég, sem hefur gert þetta í jafn ríkum mæli á eftir Kjarval og Eiríki Smith, og þótt á annan veg sé þá er hugsunin að baki keimlík. Oft falla þessar verur vel inn í myndbygginguna en á köflum er sem um ofnotkun hugmyndar sé að ræða einkum í olíumálverkunum. Auðsær er skyldleikinn við myndhugsun Andrews Wyeth, en Eiríkur vinnur myndir sínar á allt annan hátt, hefur ekki þolin- mæði og þrautseigju Wyeth, er að eigin sögn er stundum mánuðum saman að mála eina litla brekku. Þá notar Wyeth ekki ljósmynda- vélina á sama hátt og Eiríkur, afneitar henni raunar með öllu, sem þó kann að orka tvímælis. Eiríkur er án efa fremstur allra hérlendra er mála í þessari tækni og hefur enda gert mest af því. Hann er einnig einn af þeim fáu er hafa getað helgað sig mál- verkinu að öllu leyti um árabil. Margir eru á því, að vatnslita- myndirnar beri uppi sýninguna og víst er að þær eru margar ágætar og magnaðar í útfærslu svo sena „Kerran hans Héðins" (10), „Hrísla og klettur" (18), „Vetrardraumur" (21), er minnir sterkt á stílbrögð Wyeth, og svo „Sumar í garðinum" (31), sem mér þykir ein stílhreinasta myndin á sýningunni. Af olíumyndunum vöktu eink- um athygli mína myndir svo sem „Minning" (34), „Tvær verur" (40), í þeirri minnir stóra andlitið mjög á þýsku leikkonuna Lilli Palmer, „Haust" (41), „Á sandin- um“ (42) og „Kyrrð" (47), en þá mynd tel ég eina af þeim hrif-. mestu á sýningunni og e.t.v. heilsteyptasta olíumálverkið. Að sjálfsögðu væri hægt að telja upp ótal fleiri myndir en það yrði of langt mál en þessar hafa orðið mér minnisstæðastar eftir margar ferðir á sýninguna. Þó er ónefnd röð þjóðsagna- mynda en þar þykja mér þrjár myndir í sérflokki sem eru „Djákninn á Myrká" (5), „Kölski ber vatn í hripum" (8), „Tungu- stapi" (11) og „Sálin hans Jóns míns“ (15), sem mér þykir miklu best. Allar þessar ofangreindu myndir eru heilsteyptari og stíl- hreinni í útfærslu hinum mynd- unum og sýna ljóslega, að Eiríkur getur unnið vel án aðstoðar ljósmynda og myndvörpu — þó sést það, að drauga og huldufólk er ekki hægt að fella undir þessa tækni. í heild tel ég þetta sterkasta framlag Eiríks í myndlistinni síðan hann yfirgaf óhlutbundna málverkið alfarið og verður næsta fróðlegt að fylgjast með framvindu mála hjá þessum listamanni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.