Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 Herra forsætisráðherra, góðir gestir og félagar. Þegar við komum saman til þessa aðalfundar í dag eru aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar frá því að Alþingi samþykkti að hneppa stóran hluta atvinnu- rekstrarins í landinu í nýja fjötra. Frá 1. maí býr atvinnureksturinn við hörðustu og afturhaldssömustu verðlagshaftalöggjöf, sem um get- ur. Á sama tíma og stjórnvöld hneppa þannig atvinnureksturinn enn einu sinni í fjötra laga og reglugerða er í mörgu tilliti hag- kvæm tíð. Ymis svokölluð ytri skilyrði í okkar þjóðarbúskap eru hagstæð. Það eru því fyrst og fremst heimatilbúin vandamál, sem í sólskininu varpa skugga á atvinnulífið. Að venju mun ég í upphafi þessa aðalfundar gera grein fyrir þróun kaupgjaldsmála, framvindu og horfum í efnahagsmálum og af- komu atvinnuvega. Jafnframt mun deilt niður á 12 mánuði reynast meðalmánaðartekjur vera 8.900 krónur hjá heimilum verkamanna en um 9.800 krónur hjá heimilum iðnlærðra og verslunar- og skrif- stofufólks. Ef litið er framhjá áhrifum mismikilla yfirvinnutekna og árstíðarsveiflna í tekjum má áætla að meðaltekjur heimila verkamanna séu á mánuði, miðað við kaupgjald í maí 1981, nær 11.700 krónur og ríflega 13.000 krónur hjá heimilum iðnaðar- manna og heimilum verslunar- og skrifstofumanna. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst, að raunverulegar tekjur eru yfirleitt miklu betri en kauptaxtarnir segja til um. Því má bæta við, að innan við 1% kvæntra verkamanna hafi lægri mánaðartekjur en sem svarar til hæstu taxta verkamanna sem sam- ið er um, þ.e. efsta aldursþrep í hæsta launataxta verkamanna Páll Sigurjónsson verðs frá 1. júní nk. Fyrir þann tíma þarf því að grípa til raun- hæfra aðgerða til að eyða þeirri óvissu sem frystingin stendur nú frammi fyrir. Og þær aðgerðir mega að sjálfsögðu ekki fela í sér mismunun á starfsskilyrðum ein- stakra greina. Iðnaðarframleiðsla hefur að lík- indum aukist um rúmlega 3% á árinu 1980. Framleiðsla stóriðjufyr- irtækjanna jókst meira eða 7—8%. Orkuskortur á liðnum vetri hefur takmarkað mjög framleiðslu þess- ara fyrirtækja. Ef þau hefðu getað starfað með fullum afköstum hefði framleiðsluaukningin getað orðið helmingi meiri en raun varð á, eða um 15%. Óljósara er um fram- leiðslu almenns iðnaðar en hún gæti hafa aukist um ríflega 2%. Hagnaður iðnfyrirtækja hefur undanfarin ár verið að meðaltali um 3% af tekjum. Á síðasta ári er um á þann veg samkvæmt áætlun- um, að einkaneyslan aukist um 1%, samneyslan um 2%, en fjármuna- myndun dragist væntanlega saman um 4%. Frá 1971 til 1981 hefur einka- neysla á mann aukist um 22% en samneyslan um 58%. Liðinn ára- tugur hefur því verið gífurlegt þensluskeið í opinberum umsvifum. Það má með sanni segja að aukning samneyslu hafi verið hraðari en góðu hófi gegnir. Og það hlýtur að vera hlutverk samtaka atvinnuveg- anna að knýja á um breytta stefnu í þeim efnum. Örlar ekki á vilja til að vinna sig út úr vandamálunum Ástæða er til að fjalla hér sérstaklega um fjármunamyndun- Atvinnustefna ríkisstjómarinnar í reynd vegvísir til stöðnunar og lakarí lífskjara ég gera grein fyrir kjarasamning- um síðastliðins árs og þeim verk- efnum, sem framundan eru á því sviði. Þróun kaup- gjaldsmála Á árinu 1980 hækkuðu kauptaxt- ar launþega að meðaltali um 51% frá meðaltali ársins 1979, að und- anskildum kauptöxtum sjómanna. Kauptaxtar verkamanna hækk- uðu að meðaltali um 52% frá fyrra ári, iðnaðarmanna um 52,2%, verzlunar- og skrifstofufólks um 52,3% og opinberra starfsmanna um 48,4%. Hækkun taxtakaups félags- manna Alþýðusambands Islands varð 57,1% frá upphafi til loka ársins 1980. Þar af var hækkun vegna verðbóta á laun 41,7% og vegna grunnkaupshækkana 10,9% Hækkun taxtakaups allra laun- þega, að undanskildum sjómönn- um, varð 54% frá upphafi til loka ársins, þar af varð hækkun vegna verðbóta á laun 41,7% og vegna grunnkaupshækkana 8,7%. Greitt tímakaup hækkaði heldur meira en taxtakaup á árinu 1980. Hjá verkamönnum varð hækkunin 55,6% og verkakonum 58%, hjá iðnaðarmönnum var hækkunin 53,8%. Athyglisvert er að greitt tímakaup verkakvenna hækkaði meira en greitt tímakaup karla. Kaupmáttur greidds tímakaups í dagvinnu varð að meðaltali heldur minni á árinu 1980 en meðaltal ársins á undan. Hjá verkamönnum rýrnaði kaupmáttur tímakaups í dagvinnu um 1,8%, hjá verkakon- um 0,4% og hjá iðnaðarmönnum um 3%. Hins vegar jókst kaupmátturinn í kjölfar nýrra kjarasamninga milli Alþýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambandsins, er undirrit- aðir voru hinn 27. október 1980 og varð kaupmáttur greidds tíma- kaups 5,5% hærri að meðaltali á fjórða ársfjórðungi 1980 en á þeim þriðja. I þessu sambandi er þó vert að hafa í huga, að ráðstöfunartekj- ur á mann munu hafa dregist saman um 2—3% milli áranna 1979 og 1980. Ef meðalheildartekjur heimila kvæntra karla eftir starfsstéttum skv. útreikningum Hagstofu ís- lands eru framreiknaðar í nýjum krónum fyrir árið 1980 kemur í Ijós, að meðalheildarárstekjur heimila kvæntra verkamanna á árinu 1980 eru um það bil 107.000 krónur, kvæntra iðnaðarmanna 118.000 krónur, kvæntra verzlunar- og skrifstofumanna 118.000 krónur og að meðaltali eru heildarárstekj- ur heimila kvæntra karla 112.000 krónur. Ef meðaltekjum ársins 1980 er samkvæmt launastiga kjarasamn- ings. Á árinu 1980 varð ekki, þegar litið er á árið í heild, teljandi breyting á skráðu atvinnuleysi. Á síðastliðnu sumri þrengdi þó mjög að rekstri útflutningsatvinnu- greina þannig að víða kom til tímabundinnar stöðvunar. En um leið og við fögnum því að skráð atvinnuleysi er innan við 14% af framboði vinnuafls megum við ekki gleyma þeirri staðreynd, að á undanförnum árum höfum við flutt út atvinnuleysi, auk þess sem um er að ræða dulið atvinnuleysi, sem oft áður hefur verið um rætt, og ég mun ekki fjölyrða um að þessu sinni, en það á m.a. rætur að rekja til of lítillar framleiðni íslenskra atvinnuvega. Þessar breytingar hafa orðið á launamálum á sama tíma og þjóð- arframleiðsla jókst um 2,5%. Vöxt- ur þjóðarframleiðslunnar varð þannig helmingi minni á síðasta ári en að meðaltali síðastliðin tíu ár. Það, sem hefur þó afdrifarík- asta þýðingu, er, að þjóðartekjur á mann hafa því verið því sem næst óbreyttar undanfarin ár og á þessu ári er gert ráð fyrir minnkandi þjóðartekjum. Það er þessi aftur- kippur í hagvextinum, sem sett hefur atvinnurekstrinum takmörk í kaupgjaldssamningum. Ef svo fer, sem líkur benda til, að þjóðartekjur á mann minnki um 1,5% á þessu ári, er ljóst að svigrúm þjóðarbús- ins til aukinna útgjalda er minna á þessu ári en síðasta. Afkoma at- vinnuveganna Ef við lítum þessu næst á afkomu atvinnuveganna á liðnu ári sést, að bráðabirgðatölur um fisk- afla á árinu 1980 benda til, að aflinn hafi í heild dregist saman um 8,5% frá árinu 1979. Veldur þar mestu, að loðnuafli varð verulega minni. Hins vegar jókst botnfisk- afli um nálægt 14% á árinu. Þessi aukning var borin uppi af tæplega 19% aukningu þorskafla. Þrátt fyrir samdrátt í magni jókst verð- mæti fiskaflans, metið á föstu verðlagi, um 7% á árinu 1980. Þó að afkoma útgerðarinnar hafi heldur skánað síðustu ár var tæp- lega 5% halli á rekstri botnfisk- veiðiflotans á árinu 1979. Á síðasta ári þurfti útgerðin að búa við miklar tímabundnar sveiflur í af- komu. Þannig stuðlaði óvenjumikill afli framan af árinu 1980 að bættri afkomu. Um mitt ár snöggversnaði afkoman, þegar saman fór að olía hækkaði og þorskveiðitakmarkanir voru hettar. Ört hækkaði verð á Ræða Páls Sig- urjónssonar formanns VSÍ á aðalfundi Vinnu- veitendasam- bandsins olíu er útgerðinni að sjálfsögðu þungt í skauti en verð á gasolíu hækkaði milli áranna 1979 og 1980 um 70% og verðhækkun á svartolíu var rúmlega 90%. Á sama tíma hækkaði fiskverð einungis um 41%. Þrátt fyrir aukið verðmæti fiskafl- ans má því gera ráð fyrir að afkoman hafi versnað á árinu 1980. Markaðsástand og verðþróun fyrir einstakar afurðir fiskvinnslu var afar mismunandi á síðasta ári og hafði það í för með sér miklar breytingar á hagnýtingu botnfisk- aflans. Verð frystra afurða í erlendri mynt stóð sem næst í stað og auk þess var veruleg sölutregða fram eftir árinu 1980. Stuðlaði þetta að því, að framleiðslan á árinu öllu varð um 4—5% minni en árið á undan. Markaðsverð á saltfiski og skreið hækkaði um 18% og jókst salt- fiskframleiðslan um nærfellt þriðj- ung en framleiðsla á skreið þre- faldaðist. Afkoma greinanna réðst að sjálfsögðu í verulegum mæli af þessum aðstæðum. Frystiiðnaður- inn átti í miklum erfiðleikum á árinu þó að mikið gengissig á síðustu mánuðum ársins bætti heldur úr. Afkoma í saltfiskverkun og skreiðarvinnslu var betri en undanfarin ár enda voru þau þess- um greinum afar erfið. Af bolfiskvinnslugreinunum er frystingin verst sett. Ekki er útlit fyrir neinar verðhækkanir á fryst- um afurðum í Bandaríkjunum á næstunni. í þessari grein verða því hráefnis- og launahækkanir að öllum líkindum ekki bornar upp af hækkuðu markaðsverði. Frysti- deild verðjöfnunarsjóðs fiskiðnað- arins getur í raun ekki heldur hlaupið undir bagga þar sem inn- stæða var þrotin um síðustu ára- mót. I efnahagsáætlun ríkisstjórn- arinnar segir, að verðjöfnunarsjóði skuli útvegað fjármagn til að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnsl- unnar. I ljósi þessa var tekin ákvörðun um að greiða skyldi úr sjóðnum sem samsvarar rúmlega 3% af heildartekjum frystingar. Nú í maíbyrjun er enn ekki ljóst hvernig þessa fjár verður aflað. Sá vandi sem nú steðjar að frysting- unni á svo enn eftir að aukast þegar kemur að ákvörðun hráefnis- hins vegar talið, að þetta hlutfall hafi lækkað um helming og hagn- aður því einungis verið ríflega 1%. Hagur einstakra greina er þó sem fyrr nokkuð misjafn og stendur útflutningsiðnaður lakar en þær greinar sem sinna innanlands- markaði. Gera má ráð fyrir að afkoma í verslun hafi verið svipuð á árinu 1980 og árið á undan og hafi hagnaður verið 0—1% af tekjum. Álagningarreglum var ekki breytt á árinu og mikil þensla í þjóðfélag- inu bætti upp áhrif hækkandi vaxtakostnaðar. Tölur um inn- flutning á fyrstu mánuðum þessa árs benda til nokkurs samdráttar sem að líkindum má m.a. rekja til rýrnandi kaupmáttar og áhrifa verðtryggingar á sparifé. Ég vék að því í upphafi að það væri einkum af heimatilbúnum ástæðum, sem skuggar féllu á ýmis hagstæð ytri skilyrði í atvinnu- rekstrinum. Þessar skuggahliðar koma m.a. fram í því, að við blasir að útflutningsframleiðslan dragist saman á þessu ári, viðskiptakjörin versni, þjóðartekjurnar minnki, kaupmáttur ráðstöfunartekna lækki eða standi í stað ef best lætur og verðbólgan verði eins og venjulega væntanlega yfir 50%. Atvinnuhorfur Mér þykir rétt að gera nokkra grein fyrir horfum í atvinnumálum á þessu ári. Reikna má með að framleiðsla sjávarafurða dragist saman um 2,5% á árinu 1981, þetta getur þó breyst vegna mikils afla undanfarið. Orkuskortur hefur dregið úr framleiðslu stóriðjuver- anna og jafnvel þó að úr rætist síðar á árinu er ekki gert ráð fyrir að afkastagetan nýtist að fullu. Búist er við að önnur iðnaðarfram- leiðsla aukist nokkuð. Utflutningur landbúnaðarafurða á að dragast saman. I heild má því reikna með 1% samdrætti í útflutningsfram- leiðslu. Eins og sakir standa eru ekki sjáanleg nein merki um almennar verðhækkanir á freðfiski í Banda- ríkjunum. Einhverjar hækkanir gætu þó orðið á öðrum sjávarafurð- um og nýlega náðist um 20% hækkun á þýðingarmestu saltfisk- mörkuðum okkar. Að því er iðnað- arvörurnar varðar er ekki reiknað með breytingum að neinu ráði, þegar á heildina er litið. Að því er innflutninginn varðar má búast við áframhaldandi hækkun á olíu. Óvissuþættirnir að því er við- skiptakjörin varðar eru auðvitað margir. En sú mynd blasir við okkur að þau rýrni á þessu ári um 1-2%. Ráðstöfun þjóðarframleiðslunn- ar á þessu ári verður í meginatrið- ina í tilefni nýútkominnar skýrslu ríkisstjórnarinnar um fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1981. Það sem einkum veldur því að reiknað er með að heildarfjárfest- ing dragist saman um 4%, er veruleg minnkun í fjárfestingu atvinnuveganna, eða 12,6%. Þéssi mikli samdráttur kemur í kjölfar einungis 4,5% aukningar árið 1980, stöðnunar 1979 og 4,3% samdráttar 1978. Þannig hefur fjárfesting at- vinnuveganna verð algjörlega stöðvuð á þremur síðustu árum. Til viðbótar algjörri stöðnun í fjárfest- ingu síðustu þrjú ár er þannig gert ráð fyrir umtalsverðum samdrætti á þessu ári. Á árinu 1981 er reiknað með 5% aukinni fjárfestingu í fiskvinnslu og álverksmiðju. í almennum iðn- aði er gert ráð fyrir um 20% aukningu, en þar af stafar um helmingur af auknum framkvæmd- um við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. í öllum öðrum greinum atvinnulífsins er gert ráð fyrir samdrætti. í opinberum framkvæmdum er gert ráð fyrir tæplega 3% aukn- ingu fjárfestingar en í fyrra jukust framkvæmdir hvorki meira né minna en um rúmlega 21%. Mest aukning er talin verða í byggingar- frámkvæmdum hins opinbera, einkum sjúkrahúsframkvæmdum. Ekki er reiknað með að um verði að ræða aukningu í íbúðarhúsa- byggingum. Á síðustu árum hefur stöðugt verið þrengt að afkomuskilyrðum atvinnuveganna með óraunhæfri gengisstefnu og sífellt strangari verðlagshöftum. Á sama tíma eru gerðar þær kröfur til atvinnulífs- ins, að framleiðni sé aukin. Það skýtur því óneitanlega skökku við að í fjárfestingaráætlun fyrir líð- andi ár er reiknað með verulegum samdrætti í fjárfestingu atvinnu- veganna og eingöngu gert ráð fyrir auknum umsvifum hins opinbera. Sú atvinnustefna sem birtist í lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar er í reynd vegvísir til stöðnunar og lakari lífskjara. Á vettvangi stjórnvalda, sem búa atvinnu- rekstrinum starfsskilyrði, ríkir ekki framfarahugur. Það örlar ekki á vilja til þess að vinna sig út úr vandamálunum. Atvinnufyrirtæk- in hljóta á hinn bóginn að líta á það sem höfuðskyldu sína að auka framleiðsluna og framleiðnina. í þeim efnum eiga fyrirtækin og starfsfólkið samleið. Tími er kom- inn til að menn geri sér grein fyrir því að við greiðum ekki úr efna- hagsringulreiðinni með reglugerð- um og höftum. Það er einvörðungu með auknu frjálsræði, sem við getum unnið okkur út úr ógöngun- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.