Morgunblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981
31
75 ára í dag:
Ráðstefna um Reykjavíkurflugvöll:
MIÐVIKUDAGINN 29. apríl sl.
var af FluKmálafélani fslands.
Fólasi islenskra atvinnuflug-
manna og flugmálastjórn, efnt til
ráðstefnu um framtið Reykjavík-
urflugvallar.
Tilefnið var sú umræða, sem
nú hefur verið vakin upp, um
hugsanlega nýtingu flugvallar-
svæðisins undir byggingalóðir.
Ráðstefnuna sóttu um 50
manns, fulltrúar frá aðilum, sem
allir eru tengdir málinu á ein-
hvern hátt, svo sem samgöngu-
ráðuneyti, flugráði, flugmála-
stjórn, flugrekstraraðilum (flug-
félög stór og smá), landshluta-
samtökum sveitarfélaga, bæjar-
stjórnum, borgarstjórn Reykja-
víkur, samgöngumálanefndum
efri og neðri deilda Alþingis,
almannavörnum ríkisins, Félagi
ísl. atvinnuflugmanna og Flug-
málafélagi Islands.
Ráðstefnuna setti forseti Flug-
málafélags íslands, Ásbjörn
Magnússon, og skýrði hann tildrög
ráðstefnunnar. Fundarstjóri var
Baldvin Jónsson hæstaréttarlög-
maður. Ræddi hann í upphafi
nokkur atriði úr 40 ára sögu
flugvallarins. Samgönguráðherra,
Steingrímur Hermannsson,
ávarpaði ráðstefnuna og kom inn
á þá helstu valkosti sem menn
hefðu á liðnum árum talið vera á
staðsetningu flugvallarins.
Framsöguerindi fluttu Agnar
Kofoed Hansen, flugmálastjóri.
Einar Helgason, forstöðumaður
flutningsdeildar Flugleiða hf. Jó-
hann T. Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Vest-
firðinga. Að framsöguerindunum
loknum hófust umræður og tóku
eftirtaldir fundarmenn til máls:
1. Gunnar Sigurðsson, flug-
vallarstjóri Reykjavíkurflug-
vallar.
2. Dr. Þorgeir Pálsson, flugvérk-
fræðingur, dósent við verkfr.deild
Háskóla íslands. Ræddi hann sér-
staklega um hávaðamengun í og
við borgina og gerði samanburð á
hávaða frá bílaumferð í borginni,
sem hefði stöðugt aukist og há-
vaða af flugumferð við Reykjavík-
urflugvöll sem hefði stöðugt
minnkað á síðustu árum. Minnti
hann á hver öryggisþáttur væri að
tilveru Reykjavíkurflugvallar þar
sem hann er nú, ef til átaka af
mannavöldum eða hamfara nátt-
úrunnar kæmi. Reykjavíkurflug-
völlur væri ekki síður nauðsyn-
legur í slíkum tilvikum en aðliggj-
andi vegir og svo Reykjavíkur-
höfn.
3. Haukur Hauksson, verkfræð-
ingur, framkvæmdastjóri flugör-
yggisþjónustunar, skýrði frá því
að alþjóðlegir staðlar Alþjóða
flugmálastofnunarinnar væru
haldnir hér og að kröfur flugmála-
stjórnar íslands væru jafnvel
harðari.
4. Haraldur Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum, benti á að
umferðaröngþveiti það sem nú
ríkir á köflum á Reykjanesbraut
myndi versna til muna ef flytja
ætti innanlandsflug til Keflavíkur
eða ef byggður yrði nýr flugvöllur
sunnan við Reykjavík og yrði því
að snúast gegn því með vegagerð.
5. Bjarni Einarsson, hagfræð-
ingur, forstöðumaður byggða-
deildar framkvæmdastofnunar
rikisins, ræddi nauðsyn þess að
flugvöllur Reykjavíkur væri sem
næst því miðsvæði þar sem stjórn-
sýslu- og þjónustustofnanir fyrir
allt landið væru.
6. Friðrik Pálsson, hagfræðing-
ur og framkvæmdastjóri, benti á
að staðsetning flugvallar væri
lykillinn að notagildi hans. Skýrði
hann frá því hvernig núverandi
Reykjavíkurflugvöllur hefði bein-
línis gert landsbyggðarmönnum
mögulegt að taka þátt í stjórn-
arstörfum stofnana og samtaka
sem störfuðu fyrir allt landið.
7. Kristján Egilsson, formaður
Félags ísl. atvinnuflugmanna
ræddi öryggismál og valkosti sem
verið hefðu á öðru fiugvallarstæði.
8. Egill Skúli Ingibergsson,
borgarstjóri, sagði frá umræðum
um mál Reykjavíkurflugvallar í
borgarstjórn. Taldi hann æskilegt
að öll rök með og móti kæmu
fram.
9. Eiður Guðnason, formaður
samgöngumálanefndar efri deild-
ar Alþingis, benti á að athuga
þyrfti þá lengingu flugtíma og
með henni kostnaðarauka sem
yrði því samfara að flytja innan-
landsflug til Keflavíkurflugvallar
og að það væri út í hött að tala um
lokun Reykjavíkurflugvallar þeg-
ar við byggjum við ónýtt vega-
kerfi.
10. Oddrún Kristjánsdóttir,
B.Sc.,fulltrúi í samgönguráðinu
ræddi um könnun er hún gerði á
hávaðamengun frá flugvellinum
árið 1978 og komst að þeirri
niðurstöðu að hún væri ekki stór-
vægileg.
11. Rúnar Guðbjörnsson, flug-
stjóri, skýrði frá því að hann hefði
á sínum tíma verið meðmæltur því
að flugvöllurinn yrði fluttur á
Álftanesið, en í dag myndi hann
ekki styðja slíkt.
12. Birgir Guðjónsson, lögfræð-
ingur, deildarstjóri í samgöngu-
málaráðuneytinu, ræddi lögfræði-
leg mál varðandi Reykjavíkur-
flugvöll og landið undir honum og
benti á að jafnræði væri milli ríkis
og borgar hvað það snerti.
Að loknum umræðum var borin
upp eftirfarandi ályktun, sem
samþykkt var með öllum greidd-
um atkvæðum:
Ráðstefna Flugmálafélags ís-
lands, Flugmálastjórnar og Félags
íslenskra atvinnuflugmanna hald-
in 29. apríl 1981, ályktar að nú
þegar hefjist virkt samstarf flug-
málayfirvalda, Reykjavíkurborg-
ar, samtaka sveitarfélaga, flug-
rekstraraðila og annarra sem
hagsmuna hafa að gæta um að
tryggja framtíð og þróun Reykja-
víkurflugvallar á núverandi stað.
Hugmyndir um breytta stað-
setningu Reykjavíkurflugvallar
eru andstæðar ákvörðunum borg-
aryfirvalda og samgönguráðu-
neytisins í svæðisskipulagi frá
1976.
Fullyrða má að fyllsta öryggis
sé gætt við flugumferð við Reykja-
víkurflugvöll í hvívetna.
Annað hentugt flugvaliarstæði
er ekki til á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu.
Sú staðreynd að Reykjavíkur-
flugvöllur er staðsettur í hjarta
borgarinnar, skapar umsvif, at-
vinnu og tekjur fyrir borgina.
Tíðar öruggar ferðir frá dreif-
býlinu til Reykjavíkur hafa orðið
til þess að íbúar dreifbýlisins hafa
sætt sig við að þurfa að sækja til
höfuðborgarinnar hvers konar
þjónustu sem ella yrði gerð krafa
um að dreift yrði um landið með
stórlega auknum kostnaði fyrir
ríkið og tekjuskerðingu hjá
Reykjavíkurborg.
(Fréttatilkynning)
Helgi J. Helgason
bóndi á Þursstöðum
Vilja tryggja framtíð og þróun
vallarins á núverandi stað
Það er greinilega ekki hentug
aðferð að mæla tíma eftir útliti og
atferli Helga á Þursstöðum. Það
er einfaldlega vegna þess að Helgi
hefur staðið sig betur í glímunni
við tímann en almennt gerist.
Fyrstu aðvörunum Elli kerlingar
hefur hann svarað með glettni- og
spaugsyrðum, þegar rósemin ein
hefur ekki. þótt henta. Frændi
minn hefur aldrei beygt sig fyrir
hótunum hvaðan svo sem þær
hafa komið.
Langlífi er afstætt orð og vissu-
lega eru árin ekki eini rétti
mælikvarðinn. Hér gildir að lifa
lífinu sjálfum sér og öðrum til
gagns og ánægju. Þegar hugur er
leiddur að því hvað helst valdi erni
Þursstaðabóndans gæti þetta
staðið eftir: Hann hlaut í vöggu-
gjöf andlegt og líkamlegt atgervi
foreldra sinna, rósemi athygli og
æðruleysi föðurins, Helga Jónasar
Jónssonar frá Bálkastöðum við
Hrútafjörð, og hressilegan mynd-
ugleik og glaðværð móðurinnar,
Guðrúnar Magnen Þórðardóttur
frá Gróttu á Seltjarnarnesi.
í æðum bóndasonarins rann því
sjómannsblóð. Faðir hans var
vanur og elskur að sjó og móðirin
af Engeyjarætt. Því var Helgi
ungur maður margar vetrarver-
tíðir á togurum til þess að bæta
sér í bú. Slíkt gefur þroska og
Iífsreynslu. Menn, sem kynnst
hafa kjörum fleiri stétta en sinnar
eigin, una betur hag sínum og líta
af raunsæi yfir þjóðmálagarðinn.
Sú var einnig gæfa Helga sem
fyrst og fremst hefur unnað
sveitabúskap og lífi hjarðsveins-
ins.
Sjómannsáranna með Jóni Otta
frænda sínum minnist Helgi alltaf
með mikilli ánægju. Hann lét líka
verða af því, sem menn á áttræðis-
aldri gera yfirleitt ekki, að fara í
veiðitúr með togara, þegar honum
bauðst það sem skemmtiferð. Varð
ferðin og samskiptin við strákana
um borð honum mjög til ánægju.
Ég veit að Helgi tekur undir það
að það stuðli að’langlífi að eiga sér
yngri konu, sem ekki einasta
gleður auga manns síns heldur
einnig stuðlar í hvívetna að hag
hans og sóma heimilisins. Margur
hefur notið gestrisni og mynd-
arskapar á Þursstaðaheimilinu.
Þar á kona Helga, Guðrún
Tryggvadóttir, ekki síðri hlut. Að
eiga slíka konu er ekki lítil gæfa.
Jafnaðargeð og æðruleysi hlýtur
að stuðla að langlífi. Maður, sem á
fyrsta búskaparári missir hús, hey
og skepnur í eldsvoða hefur þurft
á slíku að halda. Kominn af
sjómönnum tók Helgi þann kost
að leggjast fastar á árina í róðri
lífsbaráttunnar í átt til bjargálna.
Sá róður tókst. Bóndinn varð vel
bjargálna en gleymdi aldrei því að
til er fólk sem auðnast ekki eða á
ekki kost á að láta lífsróðurinn
takast. Hafa slíkir ætíð átt vísa
samúð og stuðning Þursstaða-
bóndans.
Fyrir þremur eða fjórum árum
varð Helgi fyrir því óhappi að
hljóta slæma byltu og var hann
því fluttur í sjúkrahús, meðvit-
undarlaus. Er hann kom til ráðs
var ung og falleg hjúkrunarkona
að stjana við hann. Komu þá
fyrstu orðin eftir slysið: „Mikið ert
þú falleg, vina mín.“ Auðvitað
kom Helgi fyrst auga á björtu
hliðina, enda ekki annað séð en
hann hafi náð sér að fullu.
Gott eiga þeir skilið sem gleði
valda, segir gamalt mátæki og á
öðrum stað er sagt, að hláturinn
lengi lífið. Já, því ekki það.
Kannski er þarna skýringin. Fleyg
eru mörg tilsvör og gamansögur
frá Helga. En ætíð hefur gilt einu
hver í hlut hefur átt. Sýslumenn
jafnt sem aðrir geta þurft að verja
sig á svelli glettninnar, ef svo ber
undir, enda flestar stéttir í kunn-
ingjahópnum.
Éinu „ellimörkin", sem ég tel
mig greina á frænda eru meiri
rósemi í stjórnmálabaráttunni, en
um langan tíma átti Sjálfstæðis-
flokkurinn hvergi ötuili baráttu-
mann. Áralöng barátta í hrepps-
mála- og landsmálapólitík varð þó
oft svo hörð að undan sveið. Nú er
horft meira úr fjarlægð til bar-
dagans og mildari augum.
Kannski væri það okkur fleiri
hollt.
Af mörgum trúnaðarstörfum
heldur Helgi enn í sæti sitt í
sýslunefnd Mýrasýslu. Segir hann
stundum í gamni að nú séu menn
hættir að reyna að fella hann, en
sagt hefur verið í móti, að sveit-
ungar hans séu tillitssamir við
gamla menn. Til forna hafi líka
verið venja í bardögum að láta
gömlu brýnin hafa einhverskonar
aukahlutverk. Sú vegtylla, sem
Helga hefur þó þótt vænst um, er
fjallkóngsstarfið, sem hann hafði
á hendi í fjölmörg ár. Rifjar hann
upp fjallferðasögur af barnslegri
gleði.
Kæri frændi!
Ur þessu má búast við að Elli
kerling fari að teygja hendur
sínar lengra í átt til þín. Ég vona
einlæglega, að hún handleiki þig
ekki af hörku heldur með mjúkum
höndum líkt og hjúkrunarkonan
fagra á Akranesi. Til slíks hefur
þú líka unnið með umhyggju við
þá, sem átt hafa á brattann að
sækja í lífinu. Þegar svo sá
fjallkóngur kemur, sem engan
þráan sauð skilur eftir, vona ég að
hlíðar dalsins verði enn grænar og
minningin um sumarið nái aldrei
að fölna.
Bestu kveðjur til þín og þinna í
tilefni dagsins.
Helgi Kristjánsson
fj, Törukynning
SS
a aleggi í SS búöinni
Glæsibæ í dag kl. 2
Komið og bragðið á