Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981 35 tveggja, tækin og verkkunnátt- una, en á nóg af ónýttum fiski í sjónum, telur sér einmitt hag í slíkri samvinnu við erlenda að- ila, enda hafa báðir aðilar af því hagnað. Prófessor Vladimir Kaczynski hefir nýlega á vegum University of Washington gert könnun á starfsemi og viðskiptum liðlega 350 fyrirtækja, sem starfa að fiskveiðum, fiskvinnslu og mark- aðsmálum sjávarafurða. Er það sameiginlegt öllum þessum fyr- irtækjum, að starfsemi þeirra byggist á framlagi aðila frá fleiru en einu landi, þannig að um samvinnu ólíkra þjóða er að ræða, sem báðum aðilum er til hagsbóta. Þátttökuaðilar í rekstri af ólíku þjóðerni skipta með sér kostnaði, áhættu og hagnaði og byggja starfsemina upp með framtíðarhagsmuni beggja fyrir augum. Starfsemi þessari er skipt í tvo megin framkvæmdaflokka. í fyrsta lagi, þar sem fyrirtæki í landi, sem ræður yfir ófullnýtt- um fiskimiðum, semur við hinn erlenda samstarfsaðila um lausn á ákveðnum verkefnum, svo sem tilraunaveiðum og vinnslu afl- ans. Eru þá leigð skip og áhafnir og fólk til að annast vinnslu aflans í landi og jafnvel mark- aðsöflun hans, ýmist í fiskveiða- landinu eða til útflutnings. Slíkir samningar um tilrauna- veiðar hafa svo stundum leitt af sér næsta stig samstarfsins, sem er stofnun fyrirtækja beggja aðila, heimamanna og aðkomu- manna, þar sem framtíðarrekst- ur á sviði fiskveiða og fisk- vinnslu er markmiðið. I öðrum tilfellum er um það að ræða, að aðkomumenn semja um ákveðin verkefni í sambandi við það að koma á fót fiskveiði- og fiskvinnslufyrirtækjum heima- manna, sem algjörlega verða í eigu heimamanna. Er þá samið um kaup á fiskiskipum, fisk- vinnslutækjum í landi og útveg- un mannafla við störfin og stjórnun. Er þá stundum um að ræða samninga til langs tíma, þar sem fiskiskip eru leigð eða keypt og aðkomufólkið ráðið til að stjórna starfseminni til langs tíma. Sem dæmi um lönd, sem ráða yfir miklum ónotuðum fiskimiðum og fengið hafa að- keyptar framkvæmdir af þessu tagi og stofnað til rekstrar með útlendingum til að koma á fót nýtingu fiskimiðanna, má nefna Nýja Sjáland, Bandaríkin og Argentínu. í ýmsum löndum í Afríku, Asíu og jafnvel Suður- Ameríku er litið til þessara úrræða á viðskiptasviðinu til að nýta ónotuð fiskimið, með það fyrir augum að byggja upp innlenda markaði og útflutning, einkanlega fisktegunda, sem lít- ið hafa verið notaðar til mann- eldis fram til þessa. í mörgum þessara landa eru ónotaðir og óreyndir stórir heimamarkaðir fyrir ferskan fisk. Hins vegar mikill fiskur á heimamiðum, sem til þessa hefur verið svo til ósnertur, einkanlega eftir nýlega útfærslu fiskveiðilögsögu. Fólk í þessum löndum, sem mörg eru gróðursæl og gjöful til landsins og sum rík af margskonar nátt- úruauðlindum — þekkir þá ekki til sjósóknar og fiskveiða og hefir ekki átt þess mikinn kost að fá fisk til að borða. Það hefir komið í ljós við hinar umfangsmiklu rannsóknir hins ameríska prófessors, að aðkomuþjóðirnar 'sækjast eftir nýjum starfsvettvangi á sviði fiskveiðanna, einkum vegna þess, að þrengt er að þeim á gömlum fiskimiðum. Eru í því sambandi nefnd lönd svo sem Spánn, Sovétríkin, Italía og fleiri. Aðrar þjóðir sækja í slíka fjölþjóðastarfsemi á sviði fisk- veiðanna, til þess að stækka markaði sína og auka áhrif markaðsstarfsemi sinnar. í því sambandi eru nefndar þjóðir eins og Noregur, Danmörk, Jap- an og Kanada. Aðrar þjóðir leita eftir verk- efnum fyrir ónotaðan eða illa nýttan fiskiskipastól. Ráða yfir þjálfuðu og dugmiklu fólki, sem kann vel til starfa og hefir mikla reynslu við veiðar, vinnslu og markaðsstörf. í því sambandi eru nefndar margar þjóðir Vestur-Evrópu, svo sem Spánn, Japan og Kórea i Asíu og Austur-Evrópuþjóðir, svo sem Rússar, svo dæmi séu nefnd. Á flestum stöðum er stofnað til þessarar starfsemi af einka- fyrirtækjum og hlutafélögum heimamanna og útlendinga. í nokkrum tilfellum eins og til dæmis í Peru, Ecuador og Arg- entínu hefir verið stofnað til fyrirtækja á vegum ríkisins og þau þá í eigu hins opinbera, gjarnan með þátttöku erlendra aðila. I öðrum tilfellum hafa heimamenn stofnað fyrirtækin að sínum hluta með blönduðu fjármagni frá ríki og einstakl- ingum. Þar hefir stundum komið til árekstra, þar sem illa hefir gengið að samræma stjórnmála- lega hagsmuni hins opinbera þeirri hagkvæmni í rekstri, sem þeir einkaaðilar kjósa, sem lögðu fram fé sitt í reksturinn. Þar sem um einkarekstur eða hrein- an ríkisrekstur hefir verið að ræða, hefir hins vegar ekki komið til slíkra árekstra. Við athugun á þeim rösklega 350 fiskveiði- og fiskvinnslufyr- irtækjum víðsvegar um heim, þar sem aðilar frá tveimur þjóðum eða fleirum vinna sam- an, hefir komið í ljós mjög mismunandi áhugasjónarmið aðilanna. Flestar þær þjóðir sem þannig fá erlenda aðila til sam- starfs, hafa einkum í huga að nýta vannýtt fiskimið, auka at- vinnumöguleika heimafyrir, láta fiskveiðarnar bera uppi hafnar- bætur, vegabætur og járnbraut- ir, gefa landsmönnum tækifæri til að læra vinnubrögð við fisk- veiðar og fiskvinnslu, afla gjald- eyristekna og bæta verslunar- jöfnuð við aðrar þjóðir, auka áhuga á innlendri fiskneyslu og koma á fót fiskmörkuðum fyrir heimamenn. I mörgum löndum er það algengt að hin nýju fiskveiða- og fiskvinnslufyrir- tæki fái beina styrki hins opin- bera til að hefja þessa nýju atvinnugrein. Þeir innlendu aðil- ar, sem leggja fé til þessarar starfsemi, fái í staðinn skattfríð- indi. Þær þjóðir, sem taka þátt í slíkum verkefnum með öðrum þjóðum, gera það einkum til þess að koma í notkun lítið eða ónotuðum fiskiskipum, verk- smiðjum og vélum og skapa fiskimönnum sínum aukna at- vinnumöguleika. Einnig til þess að fá þannig á óbeinan hátt aðgang að fiskimiðum annarra þjóða, stofna til aukinna kynna og viðskiptasambanda við aðrar þjóðir, sem hagnaður getur orðið að í öðrum greinum viðskipta og verkefna. Öflun erlends gjald- eyris, sem hressir upp á við- skiptajafnvægi við útlönd. Sam- eiginleg útgerð getur skapað grundvöll til langvarandi sam- starfs og aðgangs að fiskimiðum og mörkuðum, að ógleymdum þeim miklu möguleikum, sem opnast fyrir skipasmíðastöðvar, veiðarfæraverksmiðjur og aðra aðila, sem þannig færu að fram- leiða rekstrarvörur sjávarútvegs til útflutnings til þessara aðila, þar sem staðið er sameiginlega að útgerðarrekstri erlendis. Þau rök, sem kannski kæmu fram þess efnis að ekki sé rétt fyrir kunnáttuþjóðir í fiskveið- um að kenna öðrum fiskveiði- tækni og fiskvinnlu, fá illa staðist, vegna þess að þróunin verður ekki stöðvuð. Fyrir- sjáanleg er gífurleg aukning fiskneyslu í heiminum á næstu áratugum. Auk þess er enginn skortur meðal þróaðra fiskveiði- þjóða á framboði til slíks sam- starfs, eins og dæmin sanna um þau liðlega 350 fyrirtæki, sem búið er þegar að koma á fót á þessu sviði um heimsbyggðina. - kÞ Halldór Ásgrimsson: Niðurskurður framkvæmda og framlaga til fjárfestingarsjóða Bindiskyldan lengd til 30. april 1983 Halldór Ásgrimsson (F) mælti fyrir áliti stjórnarliða i fjárhags- nefnd neðri dcildar Alþingis í ga‘r, sem lagði til að stjórnarfrumvarp um vrrðlagsaðhald o.fl. vcrði sam- þykkt. mcð eftirfarandi efnisbrcyt- ingum: 1) i 5. grein frumvarpsins, scm fjallar um hindiskyldu inn- lánsstofnana i Seðlabanka, verði ákvæðið um mismunun lánastofn- ana. þ.c. orðin „allra cða einstakra lánastofnana". fclld niður, cn i stað þcirra komi heimild til að „ákvcða hærri og svcigjanlcgri bindi- skyldu". 2) og að tímahil bindisk- yldunnar i sömu grcin vcrði lengt til 30. april 1983. Um niðurskurð ríkisútgjalda sagði Halldór að fyrstu hugmyndir, sem þó væru ekki endanlega afgreiddar í ríkisstjórn, gerðu ráð hyrir eftirfar- andi niðurskurði: • 1) Frestað verði framkvæmdum í vegagerð sem svarar 3 milljónum nýkróna. • 2) Frestun annarra framkvæmda sem svarar 5% ríkisframlaga, sem áætlað er um það bil 11,5 milljónir nýkróna. • 3) Dregið verði úr framlögum sem svarar 5% ríkisframlaga til Fisk- veiðasjóðs, Stofnlánadeildar, Lána- sjóðs sveitarfélaga, Iðnlánasjóðs, Félagsheimilasjóðs, Orkusjóðs, Iðn- rekstrarsjóðs, en þetta svari 3,3 milljónum nýkróna. • 4) Dregið af Byggingarsjóði sem svarar 3 milljónum nýkróna. • 4) Rekstrarútgjöld skorin niður um 10 milljónir nýkróna. • 5) Samtals gera þessar niður- skurðarhugmyndir 31 milljón ný- króna. VERKSM/DJU- SALA SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKUREYRI SÝNINGAHÖLLINNIBÍLDSHÖFDA 4.-9.MAÍ Opió frá kl. 1—6 Frá Ge! wW* _ Ullarteppi. ^ 4 teppi. tepi ý l bútar, ákla , 'mépÉ' \ g'uggatjöld £ ýj \ buxnaefm, \epP'' Frá Gefjun: Ullarteppi. teppi, teppa- bútar, áklæði, gluggat|öld, buxnaefni, kjól- efni, ullarefni, garn, loðband lopi. raar.- -X’ y - \ Frá fatav.sm. Heklu: Úlpur, gallabuxur, peysur, samfesting^ar og sokkar. vest'’ Frá verksm. Skinnu: Mokkakápur, mokkajakkar, mokkahúfur, mokkalúffur. Þaö kostar ekkert aö líta inn og meö smá viðbót má tryggja sér margt eigulegt Ath: Strætisvagnaferöir frá Hlemmi með leið 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.