Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981
Breyttar neyzluvenjur
á hljómplötumarkaðnum í Bandaríkjunum
Það hefur ekki farið framhjá
neinum, að mikill samdráttur
hefur verið í hljómplötusölu í
Bandaríkjunum undanfarin tvö
ár. Þótt salan hafi aukist á
seinni hluta ársins 1980, þá er
hún ennþá langt fyrir neðan það
sem hún var á metárinu 1978.
Skýringar á þessum sam:
drætti eru aðallega tvær. I
fyrsta lagi hafa hljómplötur
hækkað talsvert hér sem annars
staðar og það hefur dregið úr
eftirspurninni. Einnig telja eig-
endur hljómplötuverslana að
vegna þess hversu langt er milli
útgáfu hljómplatna hjá hinum
svonefndu „supergrúppum", þá
komi færri kaupendur inn í
verslanirnar, því að þegar slík
hljómsveit gefur út hljómplötu,
streyma aðdáendurnir inn í
verslanirnar og kaupa þá einnig
fleiri hljómplötur í leiðinni,
fyrst að þeir eru á annað borð
komnir inn í verslunina.
Samt sem áður hafa orðið
ýmsar breytingar á neysluvenj-
um hljómplötukaupenda á þess-
um tíma. Er þá einkum átt við
hina miklu aukningu í sölu
hljómplatna sem innihalda tón-
list úr kvikmyndum. Undanfarið
hafa hljómplötur eins og The
Empire Strikes Back, Flash Gor-
don og Urban Cowboy, sem allar
innihalda tónlist úr samnefnd-
um kvikmyndum, skotist upp í
efstu sæti vinsældalista hér
vestra og að minnsta kosti tíu
aðrar plötur með kvikmyndatón-
list eru ofarlega á vinsældalist-
anum.
Hvað veldur þessari breyt-
ingu, spyr maður, því ekki er
langt síðan litið var á hljómplöt-
ur sem þessar hálfgerðu horn-
auga. Þær voru í mesta lagi
ánægjulegur minnisvarði um
góða kvikmynd en ekki meira.
Þær áttu sér ekki sjálfstætt líf.
Öðru máli gegndi t.d. með
hljómplötur með tónlist úr
söngleikjum enda hafa þær
hljómplötur haft nytsamari til-
gang. Flestar þeirra eru leiknar
og sungnar af leikurunum er
fluttu söngleikinn og inniheldur
hljómplatan yfirleitt öll lögin úr
verkinu og meginhluta sögu-
þráðarins.
Plötur með kvikmyndatónlist
aftur á móti hafa yfirleitt sam-
anstaðið af tveimur til þremur
lögum, leiknum tilbrigðum við
þessi lög og stuttri frásögn
sögumanns sem lýsir framvindu
atburðarásarinnar til að gefa
Mikil aukning
í sölu hljóm-
platna með
kvikmyndatónlist
einhverja hugmynd um hvernig
tónlistin fellur að atburðunum.
Útkoman af þessari samsetn-
ingu var sú að á hljómplötunum
voru nokkur skemmtileg lög sem
alltof oft hurfu í skuggann af
endurtekningum og uppfyll-
ingarefni. Á sjötta og sjöunda
áratug aldarinnar voru þessar
hljómplötur svo að segja ein-
göngu keyptar af fámennum
hópi safnara.
Það var rokktóniistin sem
breytti þessari hefð. Easy Rider
og Woodstock voru hljómplötur
sem áttu sér sjálfstætt líf enda
var það tónlistin sjálf sem var
aðalefni þessara mynda. Náðu
báðar þessar plötur gífurlegri
sölu. Þetta varð til þess að ýmsir
fóru að reyna að tengja tónlist-
ina betur við kvikmyndirnar.
Sumar plötur víkkuðu jafnvel út
skírskotun filmunnar. Má í því
sambandi nefna tónlistina úr
kvikmyndinni Shaft sem kom út
1971. Kvikmyndin er nú löngu
fallin í gleymsku en tónlistin
heyrist enn. Byltingin átti sér
hins vegar stað 1978 með útgáfu
hljómplötunnar með lögunum úr
kvikmyndini Saturday Night
Fever. Tónlist Gibb-bræðra
gerði ekki aðeins diskótónlist
vinsæla um heim allan, heldur
sannaöi að tvöföld hljómplata
sem innihélt kvikmyndatónlist
gat selst í milljóna upplagi.
Þetta opnaði augu viðskiptajöfra
fyrir möguleikum slíkra
hljómplatna og var nú lögð
aukin áhersla á að gera kvik-
myndatónlistina sem best úr
garði og ekkert sparað til, því
gróðamöguleikarnir eru miklir.
Fáar hljómplötur hafa slegið
þau met sem Saturday Night
Fever setti enda hafa flestar
þeirra ekki haft hið sama til að
bera og sú hljómplata, góða
danstónlist sem hægt er að
flytja hvar sem er og hafði
„gildi" án skírskotunar til kvik-
myndarinnar. Hljómplatan Sat-
urday Night Fever þurfti ekki á
vinsældum kvikmyndarinnar að
halda til að sanna ágæti sitt.
Þótt gæði hlómplatna sem inni-
halda kvikmyndatónlist hafi
aukist til muna og þar með sala
þeirra, þá þurfa flestar þeirra á
vinsældum kvikmyndarinnar að
halda ef sala þeirra á að vera
veruleg. En til eru undantekn-
ingar frá þessari reglu þar sem
einmitt hið þveröfuga er uppi á
teningnum; það er hljómplatan
sem selst en kvikmyndin „flopp-
ar“. Besta dæmið um þetta er
platan One Trick Phony með
lögum eftir Paul Simon úr sam-
nefndri kvikmynd. Myndin fékk
afar slæmar viðtökur en
hljómplatan góðar. Segja gár-
ungarnir að sú kvikmynd sé
dýrasta auglýsing sem gerð hafi
verið fyrir eina hljómplötu. Sú
plata sem hvað næst hefur
komist í vinsældum á eftir
Saturday Night Fever er platan
með lögum úr kvikmyndinni
Urban Cowboy enda er margt
líkt með þessum myndum eins
og undirritaður benti á í umfjöll-
un sinni um þá kvikmynd hér í
blaðinu ekki alls fyrir löngu. í
fyrsta lagi fer Ieikarinn John
Travolta með aðalhlutverkið í
báðum myndunum. í öðru lagi er
baksvið beggja dansstaður, þar
sem andrúmsloftið mótast af
tónlistinni sem leikin er á þess-
um stöðum og verður tónlistin
þannig óaðskiljanlegur hluti
myndarinnar, en getur um leið
staðið sjálfstæð. Enda var
hljómplatan Urban Cowboy
komin í efstu sæti vinsældalist-
anna þremur mánuðum áður en
kvikmyndin var frumsýnd en
slíkt er eflaust einsdæmi. Hefur
það eflaust hjálpað til, að tón-
listina fluttu listamenn sem
nutu viðurkenningar fyrir. Er
öruggt að í þetta sinn hefur
tónlistin hjálpað til að vekja
athygli á kvikmyndinni en ekki
öfugt eins og yfirleitt er reyndin.
Þróunin í þessu samspili kvik-
mynda og hljómplötuútgáfu
virðist undirstrika þá staðreynd
sem margir hafa bent á, að hinar
ýmsu greinar skemmtiiðnaðar-
ins séu farnar að tengjast meira
og meira. Gefnar eru út fleiri
hljómplötur með kvikmyndatón-
list en áður. Algengt er síðan að
búa til sjónvarpsþátt með leik-
urum í kvikmyndinni og tónlist-
armönnum sem flytja tónlistina
í auglýsingaskyni. Er augljóst að
þetta dreifir áhættunni á fleiri
en einn miðil og eykur möguleik-
ana á því að framleiðendurnir
fái peningana sína til baka, en
undanfarin ár hefur kostnaður
við hljómplötuútgáfu-kvik-
myndagerð aukist gífurlega og
því mikið til vinnandi fyrir
framleiðendur að dreifa áhætt-
unni og verja sig þannig betur
fyrir óvæntum skakkaföllum.
Hér getur að líta umslóg nokkurra þeirra hljómplatna sem út hafa komið á undanfórnum mánuðum
og innihalda kvikmyndatónlist.
Fyrsta kvart-
mílukeppni
sumarsins
á laugardag
FYRSTA kvartmilukeppni þessa
sumars fer fram laugardaginn
20. júní næstkomandi, og hefst
hún á kvartmíluhrautinni við
Kapelluhraun kl. 13.00.
Nýtt keppnisfyrirkomulag verð-
ur tekið í notkun á þessari keppni,
til að tryggja meiri hraða í
keppninni, og koma þannig í veg
fyrir hlé á milli atriða. Við þetta
styttist keppnin talsvert, og
áhorfendur fá meira að sjá.
En auk kvartmílukeppninnar
sjálfrar, sem er liður í Islands-
meistarakeppninni, fer fram svo
kölluð SAM-spyrna, þar sem allir
keppa við alla. Þannig hefur
skellinaðra sömu möguleika til að
sigra og kraftmesti bíllinn. SAM-
spyrnan er á vegum tímaritsins
Samúels og Kvartmíluklúbbsins.
Á milli sjálfrar kvartmilu-
keppninnar og SAM-spyrnunnar
verða ýmis skemmtiatriði, m.a.
kvartmílukeppni á reiðhjólum,
sýning á flugi módelflugvéla og
akstri módelbíla, og ökumenn
mótorhjóla munu keppa um það
hver geti prjónað lengst á aftur-
hjólinu.
Hundraðasti hver áhorfandi að
kvartmílukeppninni nk. laugardag
fær að fara með kvartmílubíl í
spyrnu. Þess má geta að Islands-
metið í kvartmílunni er 10,78
sekúndur, en methafinn hefur
einnig farið brautina á 10,27
sekúndum, eftir að hafa blandað
nítrói í bensínið.
Veitingar eru seldar við kvart-
mílubrautina. Innkeyrslan að
brautinni er gegnt Álverinu í
Straumsvík.
Þátttakendur í keppninni munu
mæta á brautina kl. 11.00, en
skráning keppenda fer fram hjá
Kvartmíluklúbbnum þriðjudaginn
16. júní og fimmtudaginn 18. júní
milli kl. 20.00 og 22.00.
Fréttatilkynning.
Sýning á verkum
þriggja mynd-
listarmanna
í myndlistasafninu „The living
art museum" stcndur nú yfir sýn-
ing á verkum þriggja þátttakenda I
alþjóðlegri sýningu ungra mynd-
listarmanna í París árið 1980.
Sýningin hófst 6. júní og stendur
til 19. júní. Hún er opin alla virka
daga frá 20—22 en um helgar frá 14
til 20. Tilgangur Biennalsins í París
er að leiða saman á einn stað
alþjóðlegan hóp ungs fólks innan við
35 ára aldur, og koma á framfæri
hugmyndum sem sýna þverskurð
samtímalistar hverju sinni. Eftir-
taldir listamenn hafa sýnt á Bienn-
alnum eftir að sýningarhaldið var
fært í nútímalegri búning, þeir
Sigurður Guðmundsson, Hreinn
Friðfinnsson, Þórður Ben, Kristján
Guðmundsson, Ólafur Lárusson, Ní-
els Hafstein, Árni Ingólfsson og
Helgi Þorgils Friðjónsson.
Sýningunni 1980 var skipt í fjóra
flokka þ.e., video-bönd, perform-
ances, kvikmyndir og málverk,
teikningar, ljósmyndir og þrívíð
verk.
Þeir sem sýndu verk sín á sýning-
unni 1980 voru Árni Ingólfsson,
Helgi Þorgils Friðjónsson og Níels
Hafstein.