Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 67 Reykjavíkurdeild Rauða krossins: Hvað skal gera þegar slys ber að höndum? Reykjavíkurdeild Rauða krossins beitir sér nú, sem oft áður, fyrir því að halda nám- skeið fyrir almenning í helstu atriðum skyndihjálpar, svo sem lífgunartilraunum, stöðvun blæðinga, þrýstiaðferð (þegar stendur í manni) og fleira. Til að kynna efni námskeiðs þess, er nú skal halda 18. og 19. júní í húsakynnum deildarinnar að Öldugötu 4, verða í lokin birtar hér nokkrar myndir með fáeinum skýringum. Athygli skal vakin á grein eftir Tryggva Ásmundsson lækni, sem birtist í tímaritinu „Fréttabréf um heilbrigðismál" 2. tbl. 1980, sem fjallar um skyndihjálp við manneskju sem svelgist á og komin er að köfnun. Hér birtist aðeins ein mynd af mörgum úr nefndri grein ásamt skýringum læknisins með henni, að fengnu leyfi. „Björgunarmaður tekur sér stöðu aftan við fórnarlambið og (mynd nr 1) Það ber við, að matarbiti, svo sem kjöt, epli, harðfiskur eða blóðmör standi i hálsi manns (kokinu) ok loki þannÍK loftrásinni til lunnn anna. Einnig Keta aðskotahlutir. svo sem tölur, smámynt »k fleira hrokk- ið niður í harka. Einkennin láta ekki á sér standa; sjúklinKurinn stendur á öndinni. blánar i andliti, má ekki mæla — ok Ketur kafnað á nokkrum mínútum. tekur utan um mitti þess báðum höndum. Hnefi annarrar handar er krepptur og veit þumalfingur að kviðarholinu móts við bring- spalir. Björgunarmaður grípur um hnefann með hinni hendinni og þrýstir fast og snöggt á kviðinn þannig að átakið komi upp á við. Þetta er endurtekið þar til bitinn hrekkur upp úr fórnarlambinu. Getur það gerst með talsverðum krafti svo að bitinn hrekkur langt fram á gólf. Sjá mynd nr. 2. Á væntanlegu námskeiði verð- ur sýnd nýleg kvikmynd um þetta efni, eftir amerískan lækni, Henry Heimlich, sem mjög hefur beitt sér fyrir að rannsaka gildi þrýstiaðferðar og er því vel lýst í nefndri grein Tryggva Ásmundssonar læknis. Á námskeiðinu verður ennfrem- ur sýnd amerísk kvikmynd um lífgunartilraunir. Jón Oddgeir Jónsson (mynd nr 2) Þetta er myndin. sem vitnað er til hér að framan, i grein TrygKva Ásmundssonar laknis um skyndi- hjálp þeKar stendur i manni. (mynd nr. 3) Til þess að tunKan falli ekki aftur i kok, er nauðsynleKt að halla höfði sjúklinKsins eins ok myndin sýnir, á meðan blásið er lofti i lun^u sjúkl- ingsins. (mynd nr. 4) Þess ber að K*ta. að all mikill munur er á því, hvort blásið er i barn eða fullorðinn. (mynd nr. 5) SáraböKKlar eru notaðir til að búa um svöðusár til bráðabirgða. (mynd nr. 6) Þrýstiumbúðir umbúnar með sára- böKKli ok hreinleKum hörðum hlut, ef um siaKæðablæðinKU er að ræða. (mynd nr. 7) Teygjunet eru notuð til þess að halda sáraumbúðum (sáraKrisjum) i skorðum, bæði nálæKt liðamótum. á höfði ok um bol. (mynd nr. 8) Ef komið er að manni, sem orðið hefur fyrir slysi, er meðvitundar- laus en andar enn, þá látið hann ekki lÍKKja á bakinu meðan beðið er eftir lækni eða sjúkraflutninKs- mönnum, heldur leKK'ð hann i læsta hliðarleKU. (mynd nr. 9) IIólkhindinK. með sérofnu trafi, um finKur eða tær hafa reynst vel á vinnustöðum, skólum ok heimilum ok verður notkun þeirra nánar sýnd á væntanleKU námskeiði eins ok annað það elni sem hér hefur birst í lesmáii ok myndum. Sautjándi júní tákndagur fengins sjálfstœðis, minningardagur fornrar frelsisbaráttu, hátíðar og gleðidagur hvert íslenskt sumar, vakningardagur, sem minnir á œvarandi verkefni frjálsrar þjóðar í frjálsu landi. Samvinnuhreyfingin óskar öllum landsmönnum heilla á SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.