Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981
Ást er...
... að leyfa henni
aö tala út.
TM Reg U.S. Pal. Oft.—all rijtits reserved
• 1981 Lœ Angetw Tlmes Simdlcate
Við erum komnir inn á yíir-
Er ekki gert við trommur hér? ráðasvæði dverganna!
HOGNI HREKKVISI
y
*-'* © 1W1
McNMffat Syad.. !■<
„ AÐDAFNDA&AIEF FRÁ BRJÁL000 B'iM
Farvel Reykjavík
GP skrifar:
Við hjónin erum ungt fólk,
og ætluðum að koma okkur vel
fyrir í Reykjavík og leggja
samfélaginu fremur eitthvað
til en hitt. En okkur urðu á
þau stóru mistök að kaupa
okkur íbúð í sambýlishúsi,
þegar við giftum okkur. Og nú
þegar við erum sæmilega búin
að koma okkur upp heimili
þar, þá hugðumst við fara í
raðhús með garði, þar sem við
gætum unað okkur í framtíð-
inni meðan við erum að ala
upp væntanleg börn okkar.
Þegar við svo förum að
sækja um lóð, þá rekumst við
á þetta nýja punktakerfi
þeirra hjá borginni. í punkt-
ana höfum við ekkert annað en
búsetu í Reykjavík, þar sem
við höfum alist upp, og á sama
stað vinnu sem við borgum
refjalaust af skatta. En þetta
dugar nú skammt — er lítils
metið. Ef við hefðum ekki
reynt að kaupa okkur íbúð og
borga fyrir hana, heldur verið
í leiguhúsnæði — ég tala nú
ekki um það ef við hefðum
flutt í lélegt eða og helst
heilsuspillandi — meðan við
sækjum um lóð, þá hefðum við
fengið nóga punkta til að
koma til greina. En hvernig á
maður að byrja á því að
byggja einbýlishús eða raðhús,
ef maður á ekki ódýrari íbúð
upp í það? Það þætti mér
gaman að vita. Auk þess segir
í reglunum þeirra, að tekið sé
með í reikninginn hvort líklegt
sé að maður hafi efni á að
koma upp húsinu. Hvernig
hefur fólk sem enn býr í lélegu
leiguhúsnæði efni á að byggja
einbýlishús? Þegar við fórum
að skoða þetta, sýnist okkur
við ekki vera sú tegund af
fólki, sem borgaryfirvöldum
þykir æskilegt að hafa í borg-
inni sinni, og munum sækja
um lóð í nágrannabæjunum,
þótt auðvitað sé dýrara og
óhagkvæmara fyrir okkur og
þjóðfélagið að verða að aka
langar leiðir í vinnu til borg-
arinnar.
Eftir að hafa talað við
fjölmarga borgara eftir að
úthlutun fór fram, þá hefur
Eitthvað bogið við
stimplun mjólkur
K.S. skrifar:
Alveg var ég hneyksluð, þegar
ég opnaði Morgunblaðið mitt í
morgun, 16. júní, og las grein um
unglingana, sem fengu fullorðna
til að kaupa fyrir sig áfengi. Þar
hefur blaðamaðurinn rugiast al-
gerlega á sögnunum að kaupa og
verzla. Þar segir í myndatextum:
„Það virðist ekki vera miklum
erfiðleikum bundið fyrir ungl-
ingana að verzla áfengi i „ríkinu".
U
„Þegar búið var að verzia fimm
flöskur af áfengi var farið með
birgðirnar útá tún fyrir framan
eina af áfengisverzlununum og
þeim hellt niður.
Þetta er í báðum myndatextun-
um, svo varla er það prentvilla.
Þá er annað mál, sem ég vil
ræða, fyrst ég er komin í samband
við Velvakanda. Ég fór í gær, 15.
júní, út í búð og keypti undan-
rennu, eins og ég er vön að gera.
Hún var stimpluð 16. júní. En svo
undarlega bregður við að umbúð-
irnar utan um undanrennuna, sem
ég keypti á fimmtudaginn í síð-
ustu viku, þ.e. 11. júní, voru líka
stimplaðar 16. júní. Er ekkert
eftirlit með því hvenær og hvernig
Mjólkursamsalan stimplar vör-
urnar? Það er eitthvað bogið við
þeirra aðferð, úr því það kemur
fyrir að mjólkin súrnar strax í
ísskápnum.
Kaffisala í Valhöll
Jón Ilelgason i Hafnarfirði
hefur gert visu um kaffisöluna i
Valhöll:
Þegar næst á Þingvöll förum,
þá skal stefnt til Valhallar.
Til að fá með kostakjörum,
keyptan molasopa þar.
Þórunn Kristinsdóttir hringdi
og bað fyrir mikið og gott þakk-
læti til Þóru Jóhannsdóttur á
Sauðárkróki, sem rifjaðiupp fyrir
henni Ijóðið um Hrefnu á Heiði
eftir Jakob Thorarensen.
Fleiri hafa hringt og kunnað
þetta ljóð.
Ilúsmóðir hringdi og ræddi við
Velvakanda um húsmæðra-
orlofið. Konum er boðið í orlof,
sagði hún. Sumar fara, aðrar
aldrei. Þetta virðast vera sömu
konurnar, sem fara í orlofsferð-
irnar ár eftir ár. Aðrar fara
aldrei neitt. Mér finnst, að allar
húsmæður eigi að fá orlof. Bæði
að dreifa eigi orlofsferðunum
meira á þær, sem vilja fara í
skipulagðar ferðir, eins og þær
eru nú. Og ekki síður að leyfa
húsmæðrunum að ráða meiru um
það, hvert þær fara og í hvers
konar ferðir. Ég veit um margar
konur, sem eru þreyttar og þurfa
orlof, en sem ekki langar til þess