Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Þegar smáþyrlan Agnið fórst fyrir norðan Mýrdalsjökui fóru Víkverjar ásamt björgunarsveitum úr Meðallandi, Álftaveri, Klaustri og Skaftártungum til leitar og fundu flakið, en þessar sömu björgunarsveitir sótti flak þyrlunnar síðar og var þessi mynd tekin í þeirri ferö. Búið er að setja sórstök snjóbelti undir jeppann. Félagar í Víkverja lenda í hinum ólíklegustu verkefnum. Þessi mynd var tekin upp á Mýrdalsjökli, þar sem þeir voru á ferð með jaröfrmðingum fyrir nokkrum árum við mmlingar. Árið 1966 strandaði brezki togarinn Weyer Conqueror skammt frá Vík, en upp úr því strandi má segja, að Víkverji hafi verið orðin fullmótuð björgunarsveit, eins og þœr gerast í dag. / Gífurlegur sandbylur og menn þurftu að taka vel á t Gamlí Bedfordinn er búinn aö gera þaö gott í gegnum tíöina. Hér er hann í einni œfingaferð Víkverja. Okkur berast alltof oft slæmar fréttir af skipsströndum víðs veg- ar af landinu, en ástæða þess, að það er rifjað upp hér, er sú staðreynd, að síðari hluta vetrar rak hvert skipsstrandið annað við Suðurströndina. Það eru hins veg- ar ekki bara slæmar fréttir, sem berast af þessum skipsströndum. Jákvæða hliðina á þessu er hinn fasti fylgifiskur skipsstranda, ijölmargir fórnfúsir björgunar- sveitarmenn úr björgunarsveitum SVFÍ víðs vega um landið, sem eru ætíð mættir fyrstir manna á staðinn. Það eru ófá mannslífin, sem þessir menn hafa bjargað með dugnaði og harðfylgi sínu í gegnum tíðina, eða i þau liðlega fimmtíu ár, sem félagið hefur verið starfandi. Eitt skipsstrand- anna í vetur var við ósa Jökulsár á Sólheimasandi eða þegar hið glæsilega veiðiskip Vestmanney- inga, Sigurbáran strandaði. Þá mættu félagar úr björgunarsveit- inni Víkverjar úr Vík strax á staðinn og björguðu sjö manna áhöfn í land. Morgunblaðið ræddi fyrir skömmu við þá Björn Frið- riksson, formann sveitarinnar, og Þóri Kjartansson, fyrrverandi formann, þar eystra, og fyrsta spurningin var, hvort björgun mannanna úr Sigurbárunni hefði verið erfið. Mikill sandbylur Þeir félagarnir voru sammála um, að sú björgun hefði getað verið mun erfiðari, hins vegar hefðu menn þurft að taka vel á, vegna veðursins. Það var gífur- legur sandbylur þann tíma, sem björgunin fór fram. — „Þetta tókst hins vegar mjög giftusam- lega og allir skipverjar voru komnir í land á skömmum tírna," sögðu þeir félagar. I björgunaraðgerðum þegar skipsströnd verða, er það fyrst og fremst linubyssan og björgunar- stóllinn af búnaði, sem verður að vera klárt. Menn verða að fá góða þjálfun í notkun línubyssunnar, en að sögn þeirra félaga er henni ábótavant, hreinlega vegna fjár- skorts. „Það kostar enga smápen- inga að skjóta æfingaskotum. Það hefur hreinlega háð mönnum, að fá ekki nægilega þjálfun i meðferð byssunnar," sagði Björn. Hann sagði ennfremur aðspurður, að yfirleitt væru það sömu mennirnir í hverri sveit, sem sæju um að skjóta úr linubyssum, þegar þess þyrfti með. — „Það eru auðvitað fleiri hlutir en byssan og stóllinn, sem við förum með á strandstað, þótt þeir hlutir séu mikilvægastir. Oft er farið með báta, ef strandið er lagt frá. Þá eru auðvitað fjölmargir hlutir aðrir eins og sjúkragögn, teppi, matur og margt fleira, sem verður að vera með í ferðinni," sögðu þeir félagar. Ekki má gleyma þjálfun mannanna „Nú ekki má heldur gleyma þjálfun mannanna, sem er mjög mikilvæg. Það er alveg nauðsyn- legt fyrir menn, að halda sér í Rætt viö Björn Friöriksson, formann Víkverja, björgunarsveitar SVFÍ í Vík, og Þóri Kjartansson, fyrrverandi formann, um starf sveitarinnar stöðugri þjálfun, bæði líkamlegri svo og tæknilegri." Hvernig er þá þjálfun ykkar háttað og hvernig komið þið ykkur upp nauðsynlegum búnaði til að geta staðið undir þeim kröfum, sem gerðar eru til ykkar? „Þjálfunin fer fram allt árið um kring. Við hittumst hér í björgun- arstöðinni einu sinni í viku yfir vetrartímann. Þá er ýmist spjall- að saman, haldnir fyrirlestrar, eða farið í æfingar. Auk þess er svo farið í æfingarferð um helgar, eða þegar tækifæri gefst. Við skiptum sveitinni niður í þrjá meginþætti. Það er sjóflokk, sem flestir ef ekki allir eru í, þá bíiaflokk, sem sér um viðhald tækja og svo göngu- og klifurflokk, sem ákveðinn kjarni er í.“ Ragnar Þorsteinsson — Reynir Ragnarsson „Auk þessara hefðbundnu æf- inga tökum við svo þátt í sameig- inlegum æfingum björgunarsveita SVFÍ, sem haldnar eru árlega. Þar eru haldnar æfingar innan svæð- anna, en sveitum félagsins er skipt niður í 10 svæði, og auk þess allsherjaræfing allra. Við hér í Vík tilheyrum 10. svæði, og reynd- ar er gamli formaðurinn okkar Reynir Ragnarsson formaður fyrir svæðið. Sveitir í 10. svæði koma úr Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Vestmanna- eyjum. Úr því við erum farnir að minnast á Reyni Ragnarsson, er ekki hægt að komast hjá því, að minnast á þátt hans og föður hans Ragnars Þorsteinssonar, í upp- byggingu og starfsemi sveitarinn- ar. Starfið byggðist í raun mikið í kringum þá um árabil. Sveitin er svo að nafninu til liðlega 40 ára gömul, en það kemur fyrst alvöru björgunarsveitarform á hana árið 1966, og hefur hún verið í stöðugri þróun síðan." Mjög sjaldgæft að menn hætti í björgunarsveitinni Víkverjar eru í dag starfandi 27 félagar og sögðu þeir félagar Björn og Þórir, að mjög sjaldgæft væri, að menn hættu. Það væri helzt ef menn flyttu burt úr þorpinu. „Annars má segja, að hér séu allir i öllu. Menn eru í björgunarsveitinni, Lionsklúbbnum, spilafélagi og ýmsu sem nöfnum tjáir ekki að nefna. Hvað varðar búnaðinn, þá er eins komið hjá okkur eins og öðrum áhugamannafélögum. Við verðum að vinna hörðum höndum fyrir öllu.sem við eignumst, auk þess sem Lionsklúbburinn og kvenfélagið á staðnum hafa verið okkur stoð og stytta. Árlega selj- um við flugelda hér á staðnum og hefur það gefið okkur þokkalegar tekjur i gegnum árin þar til í fyrra, að salan gekk mjög erfið- lega vegna veðurs." Nýr bíll „Það fara gífurlegir fjármunir bara í það eitt að halda í horfinu, hvað þá að auka við birgðirnar. I dag eigum við gamlan Bedford-bíl, sem er orðinn frekar þreyttur og því þótti okkur nauðsynlegt að reyna að verða okkur úti um nýjan bíl, sem jafnframt væri eitthvað liprari í snúningum. Sá draumur er um það bil að rætast því verið er að ljúka við að byggja yfir nýjan Chevrolet Pick-up bíl. Til að gera okkur kleift að eignast hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.