Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 55 una, baráttu sem oftast minnti meira á herferð Don Quijote en raunhæfar aðgerðir til verðhjöðn- unar. Engin aðferð var of slæm, ef hún hjálpaði stjórnmálamönnum til að forða sér undan nokkurra prósenta visitöluhækkun í nokkr- ar vikur og ekki var hikað þó aðferðin kostaði enn frekari hækkun skömmu síðar. Frestur er á illu bestur, gæti því sem best verið kjörorð þess áratugar sem nú er liðinn. Þegar við nú í upphafi 9. áratugarins verðum að horfast í augu við staðreyndirnar, blasir við ófögur mynd. Sparnaður landsmanna hefur hrunið saman. Þannig vantar í dag alls um það bil 240 milljarða gamalla króna á verðlagi ársins 1980 til að sparnaður sé jafnmikill nú og hann var á árinu 1970. Það ár var sparnaður landsmanna 70% af þjóðarframleiðslunni, en er nú 52%. Löng erlend lán opinberra aðila og skuldir við bankakerfið á verð- lagi í árslok 1979 hafa aukist sem hér segir: Árið 1971 voru þær 125 millj- arðar gamalla króna en árið 1979 264 milljaröar gamalla króna og hafa því vaxið um 111% á föstu verðlagi. Slátturinn til að fjár- magna verðbólgufylleríið hefur verið gegndarlaus og er nú svo komið, að í dag látum við okkur ekki duga að slá út á framleiðslu barna okkar, heldur erum við einnig farin að veðsetja fram- leiðslu barnabarnanna. Skattar á hvern ibúa á föstu verðlagi hafa hækkað um 60% á 10 ára tímabili, 1970—1979. Framleiðsluaukning okkar ís- lendinga er hættulega lítil og er það afleiðing vitlausrar efna- hagsstefnu, sem og sú staðreynd, að við framleiðum ekki nóg á mann samanborið við aðrar þjóð- ir. Öllum, sem vilja sjá, má vera ljóst að markmiðinu „full atvinna" verður ekki náð á niunda áratugn- um með þeim aðferðum sem ríktu á þeim áttunda. Forsendur þess að svo geti orðið, sá sparnaður, sem til var í upphafi tímabilsins vegna ráðdeildar viðreisnaráranna, eru ekki lengur til staðar. Það er þegar búið að eyða svo miklu af honum, að ekki verður frekar á hann gengið án þess að til hruns komi. Þá hlýtur öllum að vera ljóst, að erlendar lántökur eru ekki fýsilegur kostur. Okkur væri nær að borga niður erlendar skuldir en að halda áfram að „éta frá börnum okkar og barnabörn- um“. Það er því mín niðurstaða, að markmiðinu „full atvinna" verði því aðeins náð á níunda áratugn- um, að við séum fyrst um sinn reiðubúin að horfast í augu við tímabundið atvinnuleysi og fram- kalla það með því að fækka opinberum starfsmönnum. Það atvinnuleysi þarf ekki að verða mikið, né standa lengi, ef rétt er á haldið. En verði hins vegar ekki gerð nauðsynleg stefnubreyting, er hætt við alvar- legum samdrætti í framleiðslu- greinunum og ekki víst að það verði fljótunnið verk að snúa framleiðslu, sem einu sinni hefur stöðvast, í gang að nýju. Ég er þeirrar skoðunar, að ef við Islendingar göngum til verks á skynsaman hátt, muni þjóðin fljótt rétta úr kútnum aftur. StjórnunaraÖKerðir takmarkist við almennan ramma Nokkur skilyrði þess að efla megi íslenskt atvinnulíf og örva framleiðslu tel ég vera: Markvissar skattalækkanir, eins og afnám aðstöðugjalds, launaskatts, fjárfestingarskatta og afnám á greiðslum fyrirtækja í fjárfestingarlánasjóði. Örvun sparnaðar í þjóðfélaginu með því að taka upp fullkomnar og undantekningarlausar verðtrygg- ingar inn- og útlána, þannig að tekið verði fyrir „peningagjafir" stjórnmálamanna með öllu. Arður af hlutafé verði skatt- frjáls á sama hátt og vaxtatekjur af öðru sparifé. Jafnframt verði heimilaðir fjárfestingarsjóðir í fyrirtækjunum sjálfum. Einföldun skattakerfisins, m.a. með því að afnema ýmsa skatta, sem valda skekkju í efnahagslíf- inu, svo sem söluskatt, tímabundið vörugjald, vörugjald á öl, gos- drykki og sælgæti og fleiri slík gjöld. Virðisaukaskattur verði tekinn upp, en kostir hans eru þeir, að hann er hlutlaus og skekkir ekki framleiðslukostnað með uppsöfnunaráhrifum. Verðlagning og verðmyndun verði gefin frjáls, samhliða því sem vöruframboð og samkeppni verði aukin með ýmsum aðgerð- um. Teknar verði nú þegar virkjun- arákvarðanir til næstu 15—20 ára og stóriðjuframkvæmdir og aðrar aðgerðir til iðnþróunar fylgi í kjölfarið. Affarasælast er að þær aðgerðir byggi fyrst og fremst á því að ríkið slaki á klónni og láti einstaklingana um iðnþróunarað- gerðirnar. Sá iðnaður sem er til í landinu hefur fyrst og fremst risið fyrir atbeina einstaklinga og svo mun verða áfram, hvað sem öllum starfshópum og iðnþróunarnefnd- um líður. Það sem hér hefur verið talið upp, er engan veginn tæmandi upptalning á þeim aðgerum, sem ég tel auðsynlegar til að örva framleiðslu.og tryggja markmiðið „full atvinna". Heldur er hér stiklað á stóru til að undirstrika að þessu markmiði verður best náð með því að stjórnmálamenn hér á landi endurmeti hlutverk sitt og takmarki stjórnunarað- gerðir sínar við að skapa almenn- an ramma utan um atvinnulífið í stað takmarkalausra afskipta sem nú tíðkast, og hafi að leiðarljósi þá lífsskoðun, að einstaklingurinn er hæfastur til að sjá sjálfum sér farborða og að hugvit hans og hyggja er sú auðsuppspretta sem leiðir þjóðina til mestrar velsæld- ar. Með þetta að leiðarljósi tel ég víst, að við munum ná því að uppfylla markmiðið um fulla at- vinnu á 9. áratugnum og skapa ,þann fjölda nýrra atvinnutæki- færa við þjóðhagslega hagkvæm störf, sem við þurfum á að halda, í stað þess dulbúna atvinnuleysis og landflótta, sem við höfum búið við allan áttunda áratuginn. Það er mín skoðun, að ef fulltrúar okkar endurheimta trúna á sjálfstæðis- stefnuna og treysta einstaklingum þessa lands til athafna, muni árangurinn ekki láta á sér standa. Góðir ráðstefnugestir: Ég ætla að ljúka máli mínu með því að vitna til fleygra orða, sem nýlega féllu vestur í Bandaríkjun- um: „Ef einstaklingunum er ekki treystandi til að stjórna sínum eigin málum, er engum einstakl- ingum treystandi til að stjórna þjóðinni." Salon A’Paris á Lækjartorgi Opnuð hefur verið hárgreiðslu- og snyrtistofa, Salon A’Paris, í Lækjartorgshúsinu, Hafnarstræti 20. Eigandi stofunnar er Sveinbjörg Haraldsdóttir og er myndin af henni og starfsfólki á stofunni. Tölvumálfræði í Háskólanum NÁMSKEIÐ í tölvumálfræði verður haldið i Iláskóla tslands 22. júni til 3. júli. Námskeiðs- stjóri verður Baldur Jónsson dós- ent og nemendur verða 20 talsins frá hinum Norðurlöndunum, en yfir 70 umsóknir hárust. Aðalkennarar verða Maurice Gross, prófessor og forstöðumaður máltölvunarstofnunar Parísar- háskóla, og Jerry R. Hobbs, tölvu- fræðingur frá Stanford Research Institute i Kaliforníu. Auk þeirra flytja tveir Norðurlandabúar fyrirlestra á námskeiðinu, Berite Maegaard frá rannsóknarstofnun í hagnýttum og stærðfræðilegum málvísindum í Kaupmannahafn- arháskóla og Sture Allén, prófess- or og forstöðumaður Sprákdata í Gautaborg. Hann hefur verið einn helzti forystumaður máltölvunar á Norðurlöndum og hefur unnið merkilegt brautryðjandastarf á því sviði, segir í frétt frá HÍ. Sture Allén var kjörinn í sænsku aka- demíuna í haust sem leið. Hann hefur oft komið til íslands og flutt fyrirlestra í Háskólanum og Nor- ræna húsinu, síðast haustið 1977. Vorum að fá stóra sendingu af ^kea] húsgögnum Komið og skoðið glæsileg hús- gögn á hagstæðu verði HAGKAUP Skeifunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.