Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981
57
aðallega er flogið milli Líbýu og
landa fyrir Miðjarðarhafsbotni og
ýmissa staða í Evrópu.
Auk þessara fyrrnefndu þriggja
flugvéla hefur Arnarflug svo um-
sjón með Boeing 707-þotu fyrir
bandaríska flugfélagið Western.
Sú vél er um þessar mundir
staðsett í Sviss og að sögn Magn-
úsar Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins, er ekki
afráðið hvað verður með hana.
Hvort hún fer í frekari verkefni
fyrir Arnarflug, eða þá að hún fer
aftur til Bandaríkjanna. Arnar-
flug hefur gert samning við nokk-
ur bandarísk olíufélög í Houston í
Bandaríkjunum um flutninga á
starfsmönnum þeirra frá Banda-
ríkjunum til olíuvinnslustöðva í
ríkjum Afríku og síðan til baka,
þegar starfsmennirnir fara í frí.
Halldór Sigurðsson, sölustjóri
Arnarflugs, sagði í samtali við
Mbl., að samningurinn stæði og
félli með því, að flugréttindi fáist í
viðkomandi löndum í Afríku, en
unnið er að því um þessar mundir.
Gert er ráð fyrir í samningnum
að Arnarflug flytji starfsmenn
þessara félaga, sem starfandi eru í
Angóla, Líbýu, Nígeríu, Gabon,
Saudi-Arabíu og Egyptalandi, og
hann gerir ráð fyrir allt að fjórum
Boeing 707-þotum í flutningum, en
byrjað verður með eina vél og
síðan aukið eftir efnum og ástæð-
um.
Islenskar áhafnir munu fljúga
vélunum, sem verða búnar með
120—130 1. farrýmis sætum. Ef
samningurinn gengur í gegn verð-
ur hann til tveggja ára og verður
fyrsta flugið í lok næsta mánaðar
ef leyfi fást.
Arnarflug hefur haft ákveðið
samstarf við Flugleiðir um leigu-
flug félaganna beggja, en þetta
samstarf hófst 1. september 1978.
Þegar í upphafi varð sú megin
verkefnaskipting milli Arnarflugs
og markaðsdeildar Flugleiða, að
Arnarflug varð ábyrgt fyrir er-
lendri sölustarfsemi á flugvélum í
leigu erlendis og hefur það verið
eitt af hlutverkum Arnarflugs-
manna, að hafa frumkvæði eða
vera aðilar að því leiguflugi, sem
Flugleiðir hafa staðið í um nokk-
urt skeið. Auk þess, sem Arnar-
flug sér að sjálfsögðu um allt eigið
leiguflug erlendis.
Markaðurinn, sem Arnarflug
hefur aðalleg beint sér inn á, er
sala og leiga á vélum og starfs-
kröftum starfsfólks til erlendra
flugfélaga. Mest hefur félagið
unnið við að þjóna tímabundnum
toppum hjá þessum flugfélögum.
Breyting hefur þó orðið á þessu
síðustu mánuði, þegar félagið hef-
ur gengið inn í stærri verkefni.
Aður en lengra er haldið er vert
að geta þess, að búast má við
breytingum á samstarfi Arnar-
flugs og Flugleiða eftir að Flug-
leiðir hafa selt hlutabréf sín
starfsfólki Arnarflugs.
Nýr stór þáttur bættist svo i
starfsemi Arnarflugs haustið
1979, þegar félagið fékk leyfi til að
stunda innanlandsflug. Fyrsta
ferðin á vegum félagsins var 14.
september 1979 til Rifs og Stykk-
ishólms. Það má segja, að þessi
þáttur í starfi félagsins hafi hafizt
án mikils fyrirvara, eða tveimur
dögum eftir að samgönguráuneyt-
ið heimilaði Arnarflugi að hefja
reglubundið flug á innanlandsleið-
um. Vegna þessa stutta fyrirvara
var félagið vanbúið vélakosti til að
sinna svona verkefni. Það var því
brugðið á það ráð að taka leiguvél-
ar til að sinna því. Það leið þó ekki
á löngu þar til félagið eignaðist
tvær vélar af gerðinni Twin Otter,
sem eru 19 sæta vélar. Enn er
flogið á þessum vélum, auk þess
sem í flotann hafa bæzt Chieftain
vél og Cheyenne skrúfuþota. í dag
flýgur Arnarflug til ellefu staða
víðs vegar á Vestur- og Norður-
landi og á síðasta ári voru fluttir
vel yfir 20 þúsund farþegar í
innanlandsflugi félagsins, auk
ótaldra sem flugu í leiguflugi með
félaginu. Þá var flogið með upp
undir 200 tonn af vörum út um
landið. Samhliða áætlunarfluginu
hafa vélar félagsins verið notaðar
í leiguflug með farþega og vörur.
Sú þjónusta hefur verið mikið
notuð, m.a. af íþróttafélögum, sem
þurfa að senda keppnislið milli
staða. Þá hefur útsýnisflug með
innlenda og erlenda ferðamenn
verið umtalsverður þáttur í starfi
félagsins.
Að sögn Magnúsar Gunnarsson-
ar, framkvæmdastjóra Arnar-
flugs, hefur félagið allt frá því það
hóf innanlandsflugið reynt að
beita áhrifum sínum fyrir því að
unnið yrði að úrbótum á flugvall-
arskilyrðum á landsbyggðinni.
Eitt af aðalmálum í því sambandi,
er að bæta lýsingu vallanna, svo
unnt verði að flúga á þessa staði
þegar fólkið þarf á því að halda,
en ekki bara þegar bjart er. Annað
stóráhugamál Arnarflugsmanna
er, að settir verði upp eldsneytis-
geymir á sem flesta flugvelli, þar
sem það skerðir- mjög burðargetu
flugvélanna, að þurfa alltaf að
flytja með sér miklar birgðir
eldsneytis. Aðspurður sagði
Magnús ennfremur, að þeir Arn-
arflugsmenn væru stöðugt að líta í
kringum sig að nýjum vélum til
innanlandsflugsins eins og flugs-
ins til útlanda. Innanlandsvélarn-
ar væru þó mjög bundnar af því
ástandi sem hér væri á flugvöll-
um. — „í dag eru því engar
hugmyndir um ný vélakaup á
döfinni," sagði Magnús Gunnars-
son ennfremur.
Ef farið er aðeins aftur í
söguna, þá var Arnarflug stofnað
1976, upp úr gamla Air Viking,
sem fór á hausinn. Félagið var í
upphafi eign einstaklinga og fé-
laga, en Olíufélagið hf. var stærsti
hluthafinn. Ráðnir voru til félags-
ins þrír flugmenn og þeir flugu
Boeing 720-þotu, sem kom úr
þrotabúi Air Viking. Veltan þetta
fyrsta ár félagsins var liðlega 227
milljónir gamalla króna, en til
gamans má geta þess, að kostnað-
urinn við þjálfun flugmanna fé-
lagsins á Boeing 737-200 þotu
félagsins fyrir skömmu var eitt-
hvað svipaður. I gegnum tíðina
hefur félagið síðan yfirleitt verið
með tvær þotur í rekstri þar til
kom inn í dæmið og stóru potun-
um fjölgaði á síðasta ári og þessu.
í dag eru starfandi 30 flugmenn
hjá félaginu og hefur það vart
undan að sinna þeim verkefnum,
sem það hefur tekið að sér. Það
hefur t.d. þurft að ráða fjóra
beigíska flugmenn tímabundið til
starfa, auk þess sem sjö nýir
flugmenn hafa verið ráðnir að
undanförnu.
Velta félagsins á siðasta ári var
liðlega þrír milljarðar gkróna, en
þar er þó ekki talinn ýmis rekstr-
arkostnaður eins og t.d. benzín í
leiguflugi félagsins erlendis, því
leigutakar greiða slíkt, en ef allt
væri talið með væri velta félags-
ins, að sögn Magnúsar Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra, liðlega
7 milljarðar gkróna. Aætluð velta
á þessu ári er um 12 milljarðar
gkróna. Hún hefur því 53-faldast á
þessum 5 árum. Tap varð af
rekstri félagsins á síðasta ári upp
á um 79 milljónir gkróna, sem
fyrst og fremst stafar af tregðu
stjórnvalda til að leyfa eðlilegar
hækkanir á innanlandsleiðum fé-
lagsins. Nokkur hagnaður varð af
leiguflugi félagsins erlendis. Á
árinu á undan, 1979, varð hins
vegar hagnaður af rekstri félags-
ins upp á 279 milljónir gkróna.
Magnús sagði aðspurður, að ef
innanlandsflugið ætti að vera rek-
ið á sléttu hefði félagið þurft að fá
milli 20—30% hækkun strax eftir
síðustu áramót.
Hjá Arnarflugi starfa í dag
liðlega eitt hundrað manns og eru
þar af um 60 manns fastráðnir.
Við það að kynnast starfsemi
félagsins er það augljóst, að
vinnuandi er þar mjög góður, enda
sagði Magnús Gunnarsson að-
spurður, að hinn góði vinnuandi
væri einn af hornsteinum fyrir-
tækisins. — „Hér ganga menn í
hvers annars verk eftir þörfum,
enda hefur starfsmannafjölda
verið haldið mjög í skefjum vegna
hinnar miklu óvissu um framtíð
félagsins. Parkinson hefur sem
sagt ekki náð tökum á okkur
ennþá,“ sagði Magnús ennfremur.
Þá sagði Magnús, að það væri
stefna hjá fyrirtækinu, að menn
ættu að taka sinar eigin ákvarðan-
ir fyrir félagið. Mönnum væri
fyllilega treyst til þess. „Það væri
ekki hægt að reka svona leiguflug-
félag öðruvísi, en menn tækju
sínar ákvarðanir hvar sem væri og
hvenær sem væri, þegar þeir væru
á ferð á vegum fyrirtækisins,"
sagði Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs að síð-
ustu.
— sb.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, við eina Twin
Otter-véla félagsins. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M.
Arnarflugsvélar í Keflavík. Ljósmynd Mbi. ól.K.M.
MJOG GOÐ
MATAROLÍA
(STEIKINGAROLÍA)
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
AGNAR LUDVIGSSON HF
Sími 12134
Loftpressur
Fyrirliggjandi frá 50—1400 Itr. pr./mín.
Iðnvélar hf.,
Smiðjuvegi 30, Kópavogi sími 76444.
voss
danska
eldavélin
ein með öllu
Fjórar hraðhellur, ein
með snertiskynjara og
fínstillingu.
Stór sjálfhreinsandi ofn
með Ijósi, grillelementi,
innbyggðum grillmótor og
fullkomnum girllbúnaði.
Útdregin hitaskúffa með
eigin hitastilli.
Stafaklukka, sem kveikir,
slekkur og minnir á.
Breidd 59,8 cm. Stillanleg
hæð: 85-92 cm.
Ljós í öllum rofum
veitir öruggt yfirlit
og eykur enn glæsibrag
hinnar vönduðu vélar.
Barnalæsing á ofnhurð
og hitaskúffu.
Emailering í sérflokki
og fjórir litir:
hvítt, gulbrúnt, grænt
og brúnt.
Voss eldhúsviftur í
sömu litum: súper-sog,
stiglaus sogstilling,
varanleg fitusía og
gott Ijós.
Hagstætt verð og góðir
greiðsluskilmálar.
jFOmx
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420