Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 3 Töluvert af svæðinu fer undir hellulögn Jarðraskið á Torfunni. Gífurleg vatnsmengun á ferðamannastöðum: Takmörkun ferða- manna eina lausnin — segir Hrafn Friðriksson hjá Heilbrigðiseftirlitinu EINS OG fram hcfur komið i fréttum gætir nú aukinnar meng- unar i bað- og drykkjarvatni á fjölförnustu ferðamannastöðun- um á hálendinu ok er baðvatn á þeim flestum nú talið ónothæft vegna menKunar. Morgunblaðið sneri sér af því tilefni til Heilbrigðiseftirlits ríkisins og fékk þær upplýsingar hjá Hrafni Friðrikssyni, að Heil- brigðiseftirlitið hefði árið 1979 kannað mengun á þessum stöðum í samvinnu við Ferðamálaráð og Náttúruverndarráð. Hefði könn- unin náð til 7 af fjölsóttustu stöðunum og hefðu niðurstöðurn- ar verið anzi slæmar fyrir nokkra þeirra. í 60% tilfella reyndust niðurstöður kannana af sýnum vera ónothæf eða gölluð og bað- vatnssýni reyndust ónothæf í 100% tilvika. Því hefði könnunin verið endurtekin til að fá betra 30 sumarbústaðir reistir á vegum BSRB: Hyggjast semja við Hosby Hus BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja bauð út í maímánuði sl. byggingu 30 sumarbústaða. Bárust tilboð frá 21 fyrirtæki og var þeim öllum hafnað. Þess í stað eru í gangi viðræður BSRB við fyrirtæki á Akureyri, Ilosby IIus sf., um byggingu bústaðanna. Hosby Hus flytur inn húseiningar frá Danmörku. Að sögn Kristjáns Thorlacius Akureyri átti eitt af tilboðunum sem hafnað var. Sumarbústaðirnir verða stað- settir á Eiðum við Eiðavatn, þ.e. 15 þeirra, en hinir 15 á jörð Stóru-Skóga, sem BSRB keypti árið 1978. Gert er ráð fyrir, að sumarbústaðirnir verði fullbúnir með tækjum og búnaði fyrir haustið 1982. formanns BSRB standa samn- ingaviðræður enn yfir og sagði hann ekki mögulegt að gefa upp neinar endanlegar tölur á þessu stigi. Hann sagði einnig að tilboð- unum hefði öllum verið hafnað eftir að fram hafði farið ítarleg könnun á vegum byggingarnefnd- ar bandalagsins og sérfræðinga á því sem í boði var. Fyrirtækið á Að sögn hafnarstjórans á staðn- um má búast við að þeir láti þetta skip sigla áfram í sumar í stað þess að skilja bílana eftir. Væri það gert til að anna aukinni eftirspurn og yrði Elsa-F notuð eða eitthvað annað skip. Agræðslan í New York virðist hafa tekist vel IIÁSETI á Hofsjökli, Sævar Helgason, missti framhandlegg, er verið var að draga Ilofsjökul í land utan við New York fyrir helgi. Handleggurinn var græddur á Sævar á ný á sjúkrahúsi i New York og voru taldar góðar líkur á þvi i gær að aðgerðin hefði heppnast. Slysið varð klukkan átta að morgni og gerðist með þeim hætti, að nylontóg sem notuð var til að draga skipið, slitnaði og lenti á Sævari með þeim afleiðingum að handleggur hans kubbaðist af. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og hófst ágræðslan klukkan tíu um morguninn. Reiknað er með að Sævar þurfi að vera á sjúkrahúsinu a.m.k. í einn mánuð, þ.e. ef allt gengur að óskum. yfirlit og stæði hún nú yfir og hefðu tveir staðanna, sem verst hefðu komið út úr fyrri könnun- inni, Landmannalaugar og Vest- urdalur í þjóðgarðinum við Jök- ulsárgljúfur, orðið fyrir valinu. Markmiðið með þessari könnun væri því að fá sem gleggstar hugmyndir um ástand neyzlu- og baðvatns á þessum stöðum. „Það má segja að niðurstaða þessara kannana, sem staðið hafa frá því 1978, sé sú að of mikið álag sé á þessum stöðum og baðvatnið sérstaklega nái ekki að endurnýj- ast eins og nauðsynlegt er og þá er neyzluvatni einnig hætta búin af of miklu álagi. Það virðist því vera eina lausnin að takmarka ferða- mannastraum til þessara staða, ef koma á i veg fyrir mengunina og vera hægt að veita einhverjum ferðamönnum þá þjónustu, sem hingað til hefur verið boðið upp á,“ sagði Hrafn Friðriksson. „GRÖFTURINN er mjög mikill núna eins og stendur en það er að nokkru leyti vcgna jarðvegs- skipta sem að sögn verkfræðinga eru nauðsynleg vegna hellulagn- ar er lögð verður í tengslum við útitaf lid,“ sagði Þorsteinn Bergsson formaður Torfusam- takanna er Mbl. spurðist fyrir um afstöðu samtakanna til þeirra framkvæmda sem nú standa yfir við La'kjargötu. Þarna er um að ræða þrjú samtengd svæði, verður miðsvæð- ið stærst og taflborðið staðsett þar, en til beggja handa lítil átthyrnd svæði. Þá verður gert þarna jarðhýsi, þar sem taflmenn- irnir o.fl. í sambandi við taflið verður geymt, en ætlunin er að tyrft verði yfir það, þannig að það mun ekki sjást. Taflborðið er einnig hugsað sem eins konar leiksvið þar sem aðstaða verður til að hafa ýmsar uppákomur og þarna verður einnig komið fyrir bekkjum. Stjórn Torfusamtakanna hefur alltaf verið neikvæð á allt meiri- Kærir til Hæstaréttar MAÐURINN sem grunaður er um kynferðisafbrot gagnvart bornum ok úrskurðaður var í gæsluvarð- hald á sunnudag. hefur kært úr- skurðinn til Hæstaréttar. háttar rask og umrót á þessu svæði en féllst þó á þessa fram- kvæmd á sínum tíma. Það er gert ráð fyrir að töluvert af svæðinu þarna fari undir hellulögn þó manni hafi nú þótt komið nóg af slíku hér í miðbænum. En það var eindreginn vilji yfirvalda Reykja- víkurborgar að þessu útitafli yrði komið fyrir þarna og á sínum tíma féllust Torfusamtökin á það af sinni hálfu," sagði Þorsteinn. Um helmings- lækkun á tómataverði TÓMATAR eru um þessar mundir seldir á sérstöku kynn- inKarverði ok auKlýsti SölufélaK Karðyrkjumanna á mánudaK nýtt vcrð. SaKði Þorvaldur I»orsteinsson framkva'mdastjóri Stilufélagsins að hér væri um nærri heiminKsla'kkun að ræða. Hvert kíló af tómötum er nú boðið til sölu í verzlunum á allt frá 19 kr. upp í 23 til 24 kronur. Þorvaldur Þorsteinsson sagði aö al uppskerutímann nú standa yfir og væri þá farið að grípa til þessa ráðs að lækka verðið og það hefði strax sýnt sig að viðtökur fólks væru mjög góðar Ekki sagði hann Ijóst hversu lengi þetta verð yrði boðið. Eldur í færeysku veiðiskipi ELDUR kom upp í færeyska nótaveiðiskipinu Krunborg frá Imrshofn um klukkan 9 í gærmorgun. Eldurinn komst i vélarrúm og íbúðir áhafnar, en áhöfnin komst á þilfar skipsins og var aldrei í hættu stödd. Síðdegis í gær tókst svo að ráða niðurlögum eldsins með hjálp reykkafara og slökkvitækja úr norskum togara og danska varð- skipinu „Hvidebjörnen", sem nú er statt hjá Krunborg ásamt fær- eyska varðskipinu „Tjaldri". Skemmdir eru ekki enn full- kannaðar, en ljóst er að eldurinn hefur kviknað á verkstæði ofan við vélarrúmið og komizt þaðan í vistarverur áhafnarinnar og vél- arrúmið. Færeyskt skip flyt- ur bíla fyrir Smyril Á IIÁDEGI í gær kom færeyskt flutningaskip, Elsa-F, til Seyðisfjarð- ar með 35 bíla á vegum Smyrilsútgerðarinnar. Kom það til vegna gifurlegrar aukningar á flutningi með Smyrli en hann kom til Seyðisfjarðar um kvöldið með 120 bila ok 600 farþega. 4 r Pinofex struktur * Pinotex grund Pinotex extra Pinotex struktur Þessi Pinotex-viðarvörn er ætluð til að grunna ófrágenginn við. Seld í 1, 2Vfe og 5 lítrum litlaus og svört. Nýjung á Pinotex-sviðinu. Þessi viðarvörn lekur ekki niður, er óvenjulega litheld og að auki búin mikilli endingu og varnar- hæfileika. Seld í 1, 2% og 5 lítrum. Níu litir og auk þess litlaus. Þessi Pinotex-viðarvörn skýrir og varðveitir fagra og eðlilega æðagerð og byggingu viðarins. Seld í 1, 2‘A, 5 og 25 lítrum í 28 litum og litlaus. FÆST í ÖLLUM HELZTU MÁLNINGARVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.