Morgunblaðið - 08.07.1981, Page 11

Morgunblaðið - 08.07.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 11 Einstakt tilboð sem gerir sjónvarpslokunina að engu og þig að dagskrárstjóra. Uppsagnarbréf Þorsteins Sig- urðssonar sérkennslufulltrúa EINS OG fram kom í frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í Kær hefur Þorsteinn Sigurðsson sagt upp starfi sínu sem sérkennslu- fulltrúi Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Hér fer á eftir í heild uppsannarbréf Þorsteins: Háttvirt Fræðsluráð. Ég undirritaður segi hér með upp starfi mínu sem sérkennslu- fulltrúi Fræðsluskrifstofunnar af ástæðum sem nú skal greina. Itrekað hafa þeir samstarfs- menn mínir er síst skyldi hindrað ábyrga, faglega umræðu um sér- kennslu- og ráðgjafarmál skól- anna og þar með gert kjörnum stjórnvöldum afar erfitt um vik að taka ákvarðanir um þessi veiga- miklu mál — þó keyrt hafi um þverbak með afgreiðslu Kleifar- vegsmálsins sl. fimmtudag. Upphaf þessara ódæma má rekja til þess er ég viðraði hug- myndir um breytta skipan ráðgj- afar- og sálfræðiþjónustunnar snemma árs 1980. En þá brugðust starfsmenn sálfræðideildanna, svo og fagfélög sálfræðinga og félags- ráðgjafa, við eins og um persónu- legar árásir á starfsmennina væri að ræða; töldu vellíðan og starfs- öryggi sálfræðinga og félagsráð- gjafa í þjónustu skólanna teflt í hættu ef breytt yrði hið minnsta frá ríkjandi starfsháttum. í umræðunni sem á eftir fór tókst ekki nema að litlu leyti að fá formælendur þessara tveggja starfshópa til að beina huganum frá þröngum sérhagsmunum sín- um mótuðum af stöðubaráttu inn- an kerfisins og setja sig í spor þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta — þrátt fyrir viðleitni fjölda reyndra skólamanna. Það kom svo í ljós í vor, að þeir sálfræðideildarmenn hugðust gjalda undirrituðum rauðan belg fyrir gráan. Eftir að ég hafði að venju lagt fyrir Fræðsluráð tillög- ur um fyrirkomulag sérkennsl- unnar næsta skólaár — að sjálf- sögðu að höfðu samráði við rétta aðila, þar á meðal forstöðumenn sálfræðideildanna — bárust Fræðsluráðinu óvænt aðrar tillög- ur um sama efni. Þær höfðu að sögn formælendanna verið mótað- ar sameiginlega af öllum starfs- mönnum sálfræðiþjónustunnar — og brutu í grundvallaratriðum í bága við tillögur mínar. I umræðunum um þessar tvær ólíku tillögur í Fræðsluráðinu stillti ég gagnrýni minni á tillögur sálfræðideildanna mjög í hóf, þótt mér þættu þær fráleitar — bæði frá uppeldislegu- og stjórnunar- legu sjónarmiði. í stað þess hvatti ég fræðsluráðsmenn til að taka afstöðu til hinna hugmyndafræði- legu atriða í tillögum sálfræð- inganna — og gat þess meira að segja ekki að ýmsir hinna stjórn- unarlegu útfærsluþátta væru óframkvæmanlegir. Eftir að hafa tekið sér góðan tíma til að fjalla um málið sam- þykkti Fræðsluráðið tillögur mín- ar að öllu leyti óbreyttar — og að mig minnir einróma. Mig grunar að þessi afgreiðsla hafi leitt til hinna dæmalausu viðbragða sumra sálfræðiþjón- ustumanna þegar næst kom fram tillaga frá mér um skipan mála. Að því sinni var það tillaga um breytta og aukna þjónustu við taugaveikluð börn til þess að leysa af hólmi meðferðarheimili, sem \l Í.I VSIM. \ SIMINN KH: 22480 ekki aðeins var komið í fjárhags- legt þrot sakir þess að ríkið hafði ákveðið að hætta greiðslu helm- ings kostnaðarins — heldur hafði verið rekið með þeim hætti undan- farin ár að dómi allra starfs- manna sálfræðideildanna að tal- inn var „ábyrgðarhluti af Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, að láta ómenntað starfsfólk bera ábyrgð á meðferð barna, sem talin eru í þörf fyrir sérfræðilega að- stoð“. (Ur greinargerð og tillögum Sálfræðideilda skóla í Reykjavík til Fræðsluráðsins, dags. 8.4. 1981.) Út af tillögu minni upphófu ýmsir sálfræðideildarmenn og handlangarar þeirra mikla um- ræðu án röklegs samhengis við tillögu mína og án nokkurra tengsla við eðli þess vanda sem við er að glíma — og að þessu sinni töldu þeir sem hér gengu fram fyrir skjöldu við hæfi að hasla sér völl í fjölmiðlum. Vafasamar þrýstiaðgerðir að tjaldabaki voru heldur ekki sparaðar. Árangur erfiðisins liggur nú fyrir í samþykkt borgarstjórnar um Kleifarvegsmálið frá 2. júlí. Eins og fram kemur í greinar- gerð minni um Kleifarvegsmálið taldi ég — og tel enn — aðeins um tvo valkosti að ræða; annaðhvort að hefja rekstur meðferðarheimil- is sem stendur undir nafni til að uppfylla skilyrði gefendanna ell- egar framkvæma tillögur mínar og vera þess jafnframt albúinn að reiða af hendi gjafaféð, ef þess yrði formlega krafist. Mín skoðun er sú að borgaryfirvöld hefðu með fuliri sæmd getað valið annan hvorn þessara kosta, þó ég hefði fellt mig mun betur við þann síðari. Niðurstöðu borgarstjórnar tel ég hins vegar hina mestu vanvirðu og með öllu óviðunandi. Ég vil með uppsögn minni mót- mæla henni; ennfremur þeim óvönduðu vinnubrögðum ýmissa starfsmanna sálfræðiþjónustunn- ar sem þvinguðu fram þessa fáránlegu niðurstöðu. Reykjavík, 3. júlí 1981, Þorsteinn Sigurðsson. Tvö tæki með aðeins 5000 kr.útborgun. Það er ekki á hverju ári sem þér býðst annað eins tilboð. Grundig litsjónvarp og myndsegulband í einum pakka með 5000 kr. útborgun og eftirstöðvum sem geta dreifst á allt að 10 mánuði. Sannkallað sumartilboð semslærallt út. Ert þú ekki sammála? Að sjálfsögðu... . . . getur þú eftir sem áður keypt annað tveggja, litsjónvarp eða myndsegulband á Nesco vildarkjörunum. Efnisbankinn opinn í fulla gátt. Efnið streymir inn og úrvalið eykst dag frá degi ( sjá sýnishom af titlum). Við kaup á Gmndig myndsegulbandi og þá ekki síður ef þú slærð þér á allan pakkann, öðlast þú frían aðgang að EFNISBANKA okkar í eitt ár. Það veitir þér rétt til þess að skipta á kassettunni, sem þú kaupir með tækinu, fyrir einhverja aðra, eina í senn, eins oft og þér þóknast yfir árið. Sýnishom af titlum hjá okkur; Þannig geturðu sparað þér stóran pening en samt verið með nýtt efni í gangi áhyggjulaust og með lítilli fyrirhöfn. VIDEO 2000 Laugavegi 10 Sími: 27788 ALIENS FROM SPACESHIP EARTH, ELVIS. PAESANO. A MAN FOR HANGING. ERUPTION IN CONCERT, POPPEY THE SAILOR, BLAZING FLOWERS, EAT TO THE BEAT (BLONDIE). ROCK CIRCUS, BRUCE'S FINGERS, FIST OF FURY (BRUCE LEE), SIN (RAQUEL WELCH), BLACK BEAUTY, FORMULA 1 RACING, SPY STORY, BRUCE LEE STORY. GETTING OVER (THE LOVE MACHINE O.FL ), SANTA AND THE THREE BEARS. BONEY M, HOUSE OF THE LIVING DEAD, STRAMPING GROUND (PINK FLOYD, SANTANA. BLOOD SABBATH, INVADERS FROM MARS. O.FL). CROCODILE, IS THIS TRIP REALLY NECESSARY, SCREAM BLOODY MURDER, CIRCUS WORLD (JOHN WAYNE), JOE PANTHER, SUPER SEAL, CRYPT OF THE LIVING DEAD, KING OF KONG ISLAND, SLAVERS, CARTOON SENSATIONS, KING OG KUNG FU (BRUCE LEE), SISTERS OF DEATH, DEATH GAME, LASERBLAST, STREISAND IN CONCERT SPECIAL, DISCO DYNAMITE (BONEY M), LEGACY OF BLOOD, SOMEBODY'S STOLEN OUR RUSSIAN SPY, DONT RIDE ON LATE NIGHT TRAINS, MR SYCAMORE, SINATRA, DARK STAR. MEAN JOHNNY BARROWS, SCREEM FREE, DISCO BEAM (DONNA SUMMER O.FL ). MIRRORS, SEEDS OF EVIL, 55 DAYS AT PEKING (CHARLTON HESTON, NIGHT CREATURE, TOUCH ME NOT (LEE REMICK), AVA GARDNER, DAVID NIVEN), NO 1 OF THE SECRET SERVICE. THE FLORIDA CONNECTION, EL CID (SOPHIA LOREN, CHARLTON HESTON), POP SENSATION (BONEY M. O.FL). THE BILLION DOLLAR FIRE. EYES BEHIND THE STARS. PISTOLE. THE FALL OF THE ROMAN EMPIRE (SOPHIA LOREN, STEPHEN BOYD), THE MAN FROM BUTTON WILLOW. THE REAL BRUCE LEE, THE KILLING KIND. THE LEGEND OF ALFRED PACKER. THE BEES. TOURIST TRAP, THE HEIST. THEY CALL ME LUCKY, THE VIOLENT BREED, THE BEST OF JUDY GARLAND, THE HILLS HAVE EYES, THE PINK GARTER GANG. THE ALPHA INCIDENT, THE CAPTURE OF BIG FOOT COUNT DRACULA, TRAEUMEREIEN/DREAMS, UNKNOWN POWERS, WINGS OF EAGLE, O.FL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.