Morgunblaðið - 08.07.1981, Page 13

Morgunblaðið - 08.07.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 Áttræður: Sr. Sigurður Páls- son vígslubiskup Sr. Sigurður Pálsson vígslubisk- up Skálholtsbiskupsdæmis og einn af mikilhæfustu þjónum kirkjunn- ar er 80 ára í dag. Allir vinir hans og kunningjar bæði hérlendis og erlendis senda honum innilegar árnaðaróskir. Ég gleymi því seint þá er ég hitti sr. Sigurð fyrsta sinni. I augum hans mátti sjá eldglóð fullhugans og í gegn lýsti sálin sívakandi og síunga. Margt hafði ég heyrt um hann talað en það er ætíð svo um litríka per- sónuleika með sterka innviði að eftir orðum þeirra og athöfnum er tekið. Sr. Sigurður hefur alla tíð verið glöggur og ötull liðsmaður um málefni kirkjunnar, róttækur nokkuð og sjálfstæður í viðhorf- um. Sjaldan hefur hann hirt um að fara troðnar slóðir og því oft á tíðum orðið fyrir gagnrýni, sem hann hefur látið sér í léttu rúmi liggja, heldur staðið fastur fyrir og aldrei látið bilbug á sér finna eða hvikað frá settu marki. Vægð- arlaust hefur hann haldið áfram, þegar honum hefur fundist þurfa að hleypa nýju andrúmslofti inn í kirkjustarfið, hleypa þar inn ferskum blæ, hrista og hreinsa til í öllu innra starfi. Með útgáfu bóka sinna gerðist hann braut- ryðjandi. Það er samdóma álit mætra manna, að t.d. Messubókin hans sé algjört tímamótaverk í íslenskri kirkjusögu. Sr. Sigurður var einn af aðal- hvatamönnum að uppbyggingu Skálholtsstaðar. Þar vann hann þrotlaust starf og sýndi af sér bæði framsýni, ráðsnilld og dugn- að. Þegar nýkjörin stjórn Prestafé- lags Suðurlands árið 1977 kom saman og fór að kynna sér starf og sögu félagsins við lestur fundar- gerðabóka kom fljótlega í ljós, að eitt nafn bar þar hæst, kom alls staðar við sögu. Var það nafn sr. Sigurðar í Hraungerði. Það er alveg með ólíkindum hversu mikið hann hefur lagt að mörkum við uppbyggingu félagsins. Því gerði stjórnin það að tillögu sinni, að hann yrði gerður að fyrsta heið- ursfélaga okkar. Það þarf ekki að taka það fram, að sú tillaga var einróma samþykkt og á félags- fundi, sem haldinn var á Selfossi 14. jan. 1979, var honum afhent heiðursskjalið að viðstöddum fjölda félagsmanna og mökum þeirra og þökkuð öll þau störf og allur sá sómi, sem hann hefur verið prestastéttinni sem bóndi, gestgjafi, prófastur og vígslubisk- up og ókrýndur leiðtogi okkar og kirkjuhöfðingi. Ekki get ég lokið svo þessari afmæliskveðju frá Prestafélagi Suðurlands, að ég minnist ekki á hans ástkæra lífsförunaut, frú Stefaníu, sem ávallt hefur staðið með bros á vör við hlið manns síns á hverju sem hefur gengið og ætíð hjálpað honum af ráðum og dáð. Þegar ég hugsa til þeirra hjóna finnst mér að ég skilji svo vel máltækið góða, „Einn er maðurinn ei nema hálfur, með öðrum er hann meira en hann sjálfur". Heimili þeirra hjóna er víð- frægt fyrir gestrisni. Þar ríkir höfðingsskapur og reisn í orðsins fyllstu merkingu. Samferðamenn á lífsleiðinni verða mismunandi minnisstæðir, en ég hygg að flest- allir geti orðið mér sammála um það, að samvera með þeim hjónum á heimili þeirra eina kvöldstund, þar sem húsbóndinn ræðir menn og málefni af djúpstæðri þekk- ingu, andagift og lífsspeki og húsfreyjan skapar hið sérstæða andrúmsloft góðvildar, elsku og hlýju, þar sem allir hljóta huggun og styrk í þrengingum og vanda- málin virðast léttvæg og smámun- ir einir saman, sé ógleymanleg stund, fágæt perla í keðju minn- inganna. Enn á sr. Sigurður sama eldlega áhugann og áður, kyrr- staða er honum síst að skapi, og stöðnun hefur hann aldrei getað sætt sig við. Við embættisbræður sr. Sigurð- ar í Prestafélagi Suðurlands þökk- um honum forystuhlutverk á liðn- um árum, allt það mikla og þrotlausa starf, sem hann hefur unnið í þágu félagsins okkar með því að vera burðarás, sverð þess og skjöldur alveg frá fyrstu tíð, er hann var einn af aðalhvatamönn- unum að stofnun þess. Við óskum þess af einlægu hjarta að sr. Sigurður megi njóta friðsæls og fagurs ævikvölds. Frank M. Halldórsson Oft er æviskeiði okkar líkt við ferðalag. Við vitum, hvenær lagt var af stað, við stefnum í ákveðna átt flest hver, en við vitum ekki hvenær ferðinni lýkur og ekki er hægt að spá um veður eða farar- tálma á leiðinni. Reynsla kynslóðanna hér á kalda Fróni hefur kennt okkur, að allra veðra er von og að fátt segir af einum. Því reyndu forfeður okkar að búa sem bezt í haginn, að hver og einn hefði sinn nestis- pakka, þótt misþungir væru, og skó til ferðarinnar, og svo varð reynslan að skera úr um, hvernig til tækist. Ætíð þótti gott að hafa góðan ferðafélaga, mann sem kynni að bregðast rétt við á válegum augnablikum, mann sem hefði vaðið fyrir neðan sig og aldrei gæfist upp þótt á móti blési. Slíkir menn voru bjargvættir fátækri þjóð á norðurhjara. En nú er öldin önnur, líka hér hjá okkur. Margir vegvísar eru komnir og oft hægt að spá um veður. Engu að síður er hver og einn lítill, ef hann á ekki sam- ferðamann, sem sýnir honum samúð og tillitssemi. Ég lít yfir liðna tíð, allt frá bernskudögum. Margt hugljúfra minninga grípur hugann, og ein- stakir atburðir gnæfa upp úr sem tindar fjalla. Allar eru minn- ingarnar tengdar samferðafólki á einhvern hátt. Sá, sem þreytir langa göngu, er sjaldnast einn á ferð. Margir verða á vegi hans. Við nemum staðar, spyrjum gjarnan til vegar, horfumst í augu við þann sem við mætum og fáum svör. Og af öllum þeim, sem við mætum og verðum samferða lengri eða skemmri leið, þá eru það nokkrir, sem við veitum athygli öðrum fremur. Þeir vekja traust okkar, þeir leiðbeina okkur betur, og svo fer að Iokum, að við getum ekki án þeirra verið. Þeir verða vinir okkar, sem við þurfum ætíð að spyrja til vegar og spyrja ráða, ef veðurútlitið er ískyggilegt. Við hjónin höfum eignast nokkra góða vini á lífsleiðinni, sem við getum ætíð leitað til. Einn þessara vina okkar er Sigurður Pálsson, vígslubiskup á Selfossi. Hann stendur á merkum tímamót- um í dag. Kynni okkar og þeirra hjóna eru 27 ára gömul. Við áttum samleið nær daglega þau 11 ár, sem við bjuggum á Selfossi, og oft þurft- um við að taka höndum saman út af sameiginlegum verkefnum fyrir skjólstæðinga okkar. Reynsla mín á þessu tímabili sannfærði mig um, að betri og bjargfastari sálusorgara var ekki að finna en séra Sigurð, og ætíð stóð hans góða kona, frú Stefanía, við hlið hans. Ég vil nú á áttræðisafmæli hans þakka dýrmæt kynni, sem hafa orðið okkur hjónunum og börnum okkar til mikillar blessunar og sem hafa gefið okkur fagra perlu í festi minninganna. Við fáum ekki fullþakkað frú Stefaníu og séra Sigurði árin okkar á Selfossi. Á þeim árum voru öll börnin okkar á viðkvæmu aldursskeiði. Þá var ómetanlegt að njóta vináttu þeirra og kristilegr- ar leiðsagnar og gestrisninnar landskunnu. Við Selma og börn okkar send- um vígslubiskupshjónunum hug- heilar hamingjuóskir á þessum tímamótum. Megi roði kvöldsólar lýsa þeim til æviloka. Jón Gunnlaugsson Á áttræðisafmæli sr. Sigurðar Pálssonar beinast góðar óskir margra til hans og þakkir fyrir mikla elju og ósérhlífni í þjónustu hans við þjóð og kirkju. Islenskir prestar margir minn- ast þess áhuga, er hann hefir sýnt á högum þeirra, — hversu hann hefir miðlað þeim af reynslu sinni, þekkingu og óvenjulegu innsæi í sögu kirkjunnar, líf hennar og starf í rás aldanna. Mörgum okkar eru í þessu sambandi minnisstæðar heim- sóknirnar að Hraungerði. Um árabil hafði hann þann sið að bjóða stúdentum í guðfræðideild þangað austur, — skorti þar eigi viðurgerning, hvorki andlegan né efnislegan. I Hraungerðiskirkju opnaði sr. Sigurður ungum mönnum innsýn í leyndardóma trúarinnar, vakti virðingu þeirra og ást á heilagri kirkju og í stofum prestssetursins sá frú Stefanía um beinann af þeirri rausn og alúð, að öllum þótti þar gott að vera. Ég veit, að margir prestar geyma dýrmætar myndir frá þess- 13 um dögum og drep því aðeins á þetta. En að málefnum þeirra hefir hann þá líka mikið unnið, — látið margt til sín taka, enda notið trausts þeirra, sem í mörgu hefir birst. Hann var formaður Prestafé- lags Suðurlands um langt skeið, prófastur Árnesinga, kirkjuþings- maður og vígslubiskupsembætti gegnir hann enn. Ég ætla, að prestar muni sammála um, að sr. Sigurði Pálssyni hafi eigi að ófyrirsynju verið sýndur sá trúnaður, sem hér um ræðir, og ber margt til þess. En þekktastur er vígslubiskup vísast fyrir lær- dóm sinn í liturgiskum fræðum. Á því sviði hefir hann komið miklu í verk og haft ómæld áhrif. Um viðhorf hans í þessum efnum og öðrum eru auðvitað ekki allir á einu máli, en það er efalaust, að með áherslu sinni á mikilvægi messunnar hefir hann unnið íslenskri kristni þarft verk. Hér er að öðru leyti ekki ætlunin að gera neina úttekt á störfum vígslubiskups. Þetta áttu aðeins að vera örfá þakkarorð og heillaóskir frá Prestafélagi ís- lands. Þorbergur Kristjánsson. Bakkafoss og Goða- foss koma með fragtina TALIÐ er að viðgerð á Ilofsjökli taki um fjórar vikur. Hluti af fragtinni sem var um borð i skipinu var flutt um borð í Kakkafoss, sem lagði upp frá New York föstudaginn 3. júli og er væntanlegur til Reykjavikur 13. júli. Afganginn af fragtinni tekur Goðafoss, sem fer frá New York nk. laugardag eða mánu- dag. Þá stóð til að lesta frystum fiski um borð í Hofsjökul, þegar hann kæmi heim. Stuðlafoss verður látinn lesta þessum fiski í staðinn og byrjar á lestun eftir u.þ.b. viku. nrhvenW' éopð. í borg eða í sveit. Hverjar sem þarfir þínar eru, Isuzu-pallbíllinn er lausnin. Með margbreyti- legum fylgibúnaði og bensín-eða dísilvél uppfylla þeir ólíklegustu þarfir vinnubíla og sport- eða skemmtibíla. Engu skiptir hvernig búinn þú velur þér Isuzu, þú færð aðeins það, sem er betra en þú bjóst við; þægindi ökumanns og farþega, endingu og sparneytni véla, sem kreista orku úr hverjum dropa. Þegar þú sérð Isuzu-pallbílinn veistu undir eins að hann er byggður fyrir þínar þarfir. SAMBANDSINS A rmúla 3 Reykjavík Sími38900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.