Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 Leynifundir manna Carters og Castro? WashinKton. 7. júlí. AP. IIÁTTSETTIR emha-ttismenn í stjórn Jimmy Carters, íyrv. Bandaríkjaforseta hafa (jreint frá því að mjöK háttsettir full- Metfé fyrir Rembrandt I/ondnn. 7. iúlí. AP. BANDARISKUR listaverka- safnari keypti í dag málverk eftir Remhrandt á hæsta verði sem Rembrandtmynd hefur verið seld á eða um 573.000 dollara eða um 4.3 milljónir ísl. króna. Mun myndin fara á J.P. Getty-listasafnið í Malibu í Kaliforníu að því er talsmaður uppboðshaldara skýrði frá. Áð- ur hafði mest verið greitt fyrir Rembrandtmynd um 444 þús. dollarar. trúar Carters hafi nokkrum sinn- um átt leynilegar viðræður við Fidcl Castro, forseta Kúbu. Markmiðið með fundunum hafi veri að kanna hvort einhver grundvöllur væri fyrir því að bæta samskiptin milli Kúbu og Banda- ríkjanna. Heimildir AP-frétta- stofunnar, sem óskuðu nafnleynd- ar sögðu að þrír fundir að minnsta kosti hefðu verið haldnir og hefði Cyrus Vance þáverandi utanríkis- ráðherra setið þá alla. Hefði fyrsti fundurinn verið í desember 1978, eða um það bil ári eftir að Kúbanir höfðu sent tólf þúsund hermenn til Eþíópíu og höfðu þar með fjörutíu þúsund hermenn og hernaðarráðgjafa í ýmsum lönd- um Afríku. Einn fundurinn var síðan skömmu eftir innrás Sovét- manna í Afganistan. Hafa heim- ildarmenn AP það fyrir satt að Castro hafi þótt það hið versta mál, en hann hafi þó ekki talið sér stætt á því að endurskoða tengsl sín við Moskvustjórnina. Hirtshals: Norskir bátar lokaðir inni í Ilirishals OhIó. 7. júlí. Frá íréttaritara Mhl. J.E. Laurir. TUTTUGU norskir fiskibátar hafa orðið þeim óþægindum að lokast inni i höfninni I Hirtshals I Danmörku vegna aðgerða sem danskir sjómenn hófu þar um helgina. Bátarnir eru allir með síldarfarm um horð. Lokunin er gerð meðal annars vegna þess að danskir sjómenn fá ekki að landa loðnu sem er veidd við Grænlands á móts við norska hluta Jan Mayen-svæðisins. Ef höfnin verður ekki opnuð hið snarasta, munu norskir sjómenn eiga á hættu að verða fyrir miklu fjárhagstjóni, verði síldarfarm- arnir of gamlir fara þeir í bræðslu en ekki til neyzlu og er mikill verðmunur þar á. I fyrra fengu fáeinir danskir bátar leyfi til að landa loðnu í norskum höfnum, en þegar norska sjávarútvegsráðu- neytið fékk nú umsókn frá Dönum um að þeir fengju leyfi til að landa mun meira loðnumagni, var þeim neitað og af þeirri neitun er síðan lokun hafnarinnar sprottin. VILTU LÆKKA BENSÍNEYÐSLUNA? Þá setur þú Lmnewitlon í bílinn VANDAMALIÐ: 1. Venjulegur kveikjubúnaö- ur er meö platínum, sem endurnýja þarf reglulega. 2. Þéttir sem gjarnan bilar. 3. Slit á öxulknöstum og í fóöringum eykur verulega bensineyösluna. LAUSNIN: 1. Lumenition transistor- kveikjan hefur engar pla- tínu né nokkuö þaö, sem eyöist og breytist. 2. Enginn þéttir. 3. Slit á öxulknöstum og í fóöringum hefur engin áhrif ef Lumenition er í bílnum ARANGURINN: • Þaö er augljóst, aö þegar vandamál, sbr. liö 1 til 3, eru úr sögunni þá er bensíneyöslan alltaf í lágmarki. Qangsetning og kaldakstur veröur betri og vélin er alltaf eins og nýstillt. ájBMBi *sm HABERCht , Skeifunní 3e-Slmi____ Ráðherrar Kommúnistaflokksins í Frakklandi á leið á stjórnarfund í Elysée-höll. Þeir eru frá vinstri. Marcel Rigout, verknámsráðherra, Charles Fiterman, samgöngumálaráðherra, Jack Ralite, heilbrigðis- málaráðherra og Anicet Le Pors, sem fer með mál opinberra starfsmanna. Sagt er, að ráðherrarnir hafi brosað eins og hróðugir skóladrengir, þegar þeir voru kynntir frönsku þjóðinni. FRAKKLAND Sagt hefur veriö, aö rauöa rósin hafi sprungið út í hnefa franskra jafnaðarmanna í vor. Fyrst vann Francois Mitterrand, formaður flokksins, mikinn sigur í forsetakosningunum og síöan stóö flokkurinn sig ótrúlega vel í þingkosningum nokkrum vikum síöar. Flokkurinn meira en tvö- faldaði þingsætafjölda sinn og hlaut 270 þingsæti af 491. Flokk- urinn gæti auðveldlega setiö eínn í stjórn landsins næstu fimm árin, en Mitterrand kaus aó hafa kommúnista sín megin viö stjórnarborðió og úthlutaói þeim fjóra ráðherrastóla, mörgum til sárrar gremju og undrunar. Kommúnistar hafa aðeins setiö tvö og hálft ár í stjórn Frakklands undanfarin 60 ár. Það var á árunum eftir seinni heimsstyrjöld- ina, en de Gaulle þakkaði þeim þá frammistööuna í andstöðuhreyf- ingunni meö nokkrum ráðherra- embættum Málaflokkarnir, sem Mitterrand úthlutaöi kommúnist- um í stjórninni nú, þykja ekki ýkja merkilegir. Einhver stjórnarsinni líkti þeim við boöbera og sagði: „Sendlarnir vita ekki, hvernig fyrir- tækið er rekiö,“ þegar kurr var í bandamönnum Frakka eftir stjórnarmyndunina. Samstarf jafnaðarmanna og kommúnista í Frakklandi hefur löngum verið stormasamt. Þeir hafa átt í harðri samkeppni, síðan gamla sósíalistahreyfingin klofnaði 1920. Á fjóröa áratugnum tóku þeir höndum saman í nokkurn tíma, en það slitnaði upp úr samstarfi þeirra þá, af því að kommúnistum þóttu jafnaðar- menn of hallir undir hægrimenn og jafnaðarmönnum kommúnistar helst til hallir undir Moskvu. Þegar Mitterrand varð formað- ur Jafnaðarmannaflokksins fyrir 10 árum, beindi hann stefnu flokksins nokkuð í vinstriátt, og flokkarnir mynduðu með sér kosn- ingabandalag. Ótti Frakka viö Kommúnisma kom í veg fyrir, að flokkarnir kæmust eitthvaó í kosn- ingum. En Jafnaóarmannaflokkur- inn jók verulega fylgi sitt á þessum árum. Þegar kosningabandalagiö var myndað haföi flokkurinn um 10% fylgi meðal kjósenda og kommúnistar 23%. Jafnaöarmenn voru komnir fram úr kommúnist- um í skoðanakönnunum eftir tvö ár, en þá létu kommúnistar kosn- ingabandalagið sigla sinn sjó. Samkeppni flokkanna var harð- ari en nokkru sinni eftir 1977. Sagt var, að Georges Marchais, for- maður Kommúnistaflokksins, og Kremlverjar óttuöust mest, að jafnaöarmenn kæmust í stjórn án Þegar rauda rósin sprakk út i hnefa jafnadar- manna þess, að kommúnistar ættu nokkra hönk upp í bakiö á þeim. Með því að vinna svo stóran sigur í báöum kosningunum komst Mitt- errand í aðstöðu, sem áður var talin óhugsandi: Hann gat sest aö samningaboröi með kommúnist- um og fengið þá til aö ganga aö skilmálum jafnaðarmanna. Kommúnistar voru tilbúnir til aö éta gamlar yfirlýsingar ofan í sig og njóta sigurljómans með jafnað- armönnum. Hætt er við, aö þaö slettist upp á vinskapinn á ný, þegar nýjabrumið verður farið af stjórn Mitterrands og grár hvers- dagsleikinn aftur tekinn við. Kommúnistar kunna að hlaupa úr stjórninni, eins og þeir hlupu úr kosningabandalaginu, um leið og þeim sýnist það henta sér best. En áður en það verður, mun Pierre Mauroy, forsætisráöherra, vænt- anlega vinnast tími til að hefja umbætur í efnahags- og félags- málum. Það verður auöveldara með kommúnista sér við hlið, heldur en utan stjórnar og tilbúna að gagnrýna bæði gott og vont. Mitterrand er sannfæröur um, að hann geti talað beint til óbreyttra flokksmanna Kommúnistaflokks- ins. Með því, að hafa fulltrúa flokksins með í stjórn nú, sýnir hann, að jafnaöarmenn eru ekki óáreiðanlegir vinir, sem biðja um stuöning kommúnista í kosning- um, en sinna þeim síðan ekkert, fyrr en þeir þurfa aftur á stuðningi þeirra að halda í næstu kosning- um. Þýtt og endursagt úr Observer, ab. FLUGOG BÍLL no vild um STORKOSTLEGASTI FERÐAMATINN SÝNISHORN AF VERÐI: 3 VIKUR, 3 í BÍL FRÁ KR. 3.164.- 1 / 2 / 3 / 4 VIKUR VIKULEGAR BROTTFARIR TIL LUXEMBORGAR í HJARTA MEGINLANDSINS BILL AÐ EIGIN VALI ÓTAKMARKAÐUR AKSTUR LÖND OG ÁFANGAR AÐ VILD URVAL við Austurvöll S 26900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.