Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 Uátttakendur á íslenskunámskeiðinu með kennurum sínum. Heimir Pálsson fyrir miðju. Norðkollumenn læra íslensku FIMM Norðmenn, fimm Svíar ok fimm Finnar af svokölluðum Norðurkollusvæðum á Norður- londum. en það eru svæði, sem lÍKKja norðan við heimskauts- bauK. voru hér á landi á veKum Norræna félaKsins á islensku- námskeið. Að sögn Hjálmars Ólafssonar formanns Norræna félagsins er forsaga þess að þetta fólk er hér komið sú að 1973 kom hingað landshöfðingi frá Norrbotten í Svíþjóð og hreifst mjög af landi og þjóð, þannig að þegar hann sneri til baka, vann hann að því í samráði við Norræna félagið í Norrbotten, að koma upp nám- skeiði í sænsku fyrir Islendinga og bauð út 15 Islendingum á námskeið. A sama tíma voru þar Finnar. Síðan þá hafa þessi námskeið verið haldin árlega í Svíþjóð og hafa alls 115 íslend- ingar sótt þau allt frá upphafi. Til að endurgjalda þetta var fyrir fjórum árum boðið hingað til lands á vegum Norræna félagsins og menntamálaráðu- neytisins 15 mönnum frá Norð- kollusvæðinu á íslensku- námskeið. Síðan þá hefur þetta verið árviss viðburður. Stofnuð var sérstök Norðurkollunefnd en formaður hennar er Stefán Ólaf- ur Jónsson og eru aðrir í nefnd- inni Erling Asperlund, Karl Jeppesen og Anna Einarsdóttir og annast hún framkvæmd þess- ara námskeiða svo og val á íslendingum sem fara á fyrr- nefnd sænskunámskeið. Kennarar á íslenskunámskeið- inu eru tveir, Heimir Pálsson og Ingrid Westin frá Svíþjóð. Nám- skeiðið, sem stóð í hálfan mánuð, hófst 22. júní og lauk 3. júlí. Það fór þannig fram að á morgnana var kennt íslenskt mál, en síð- degis farið í ferðir, söfn heimsótt og vinnustaðir. Fyrirlestrar voru haldnir um atvinnumál og iistir og fulltrúar allra stjórnmála- flokka á íslandi héldu fyrirlestra um stefnuskrár sínar. Þá ferðuð- ust þátttakendur út fyrir borg- ina og fóru í þetta skiptið austur í Skaftafell. Kennsla og aðstaða fyrir þátttakendur á námskeiðinu var í Húsmæðraskólanum í Reykja- vík og hefur verið í tvö ár, en hin árin voru námskeiðin haldin í Skálholti. Sagði Hjálmar Ólafs- son að námskeiðið byggðist upp á kynningu á íslandi og jafn- framt væri reynt að gefa örlitla nasasjón af málinu. Á námskeið- unura úti, situr kennsla í fyrir- rúmi, en þó er farið í fjögurra daga ferð í lok námskeiðsins og Norðkollusvæðin skoðuð. Sagði Hjálmar fólkið hefði skemmt sér hið besta og var almenn ánægja með þessi sam- skipti við Norðkollubúa. Nýr eigandi hárgreiðslu- stofunnar Spörtu NÝR eigandi hefur tekið við hár- greiðslustofunni Spörtu, sem stað- sett er að Norðurbrún 2 í Reykja- vík. Núverandi eigandi er Bryndís Guðjónsdóttir en auk hennar starfar á hárgreiðslustofunni, Ingunn Jónmundsdóttir nemi. Stofan er opin alla virka daga frá klukkan 9—18. Bryndis Guðjónsdóttir og Ingunn Jónmundsdóttir á hár- greiðslustofunni Spiirtu. Reyðarfjörður: Nýr togari, Snæfugl SU 20, kemur til Reyðarf jarðar ReyðarfirAi, 7. júli. „Á SUNNUDAG kom tog- arinn Snæfugl SU 20 til Reyðarfjarðar frá Flekke- fjord í Noregi og hafa Reyðfirðingar þá loksins fengið skip til þess að gera út á, en atvinnuástand hefur verið heldur dauf- legt síðan Gunnar SU 139 og gamli Snæfugl voru seldir,“ sagði Gréta Frið- riksdóttir í samtali við Morgunblaðið. „Reyðfirðingum var boðið í sigl- ingu um fjörðinn á togaranum og um kvöldið voru veitingar um borð. Skipstjóri er Alfreð Steinar Rafnsson og sagði hann að skipið hefði verið gott í sjó en þeir fengu hið besta veður á leiðinni frá Noregi. Það stendur til að fara í fyrsta túrinn í dag, miðvikudag. Nýi Snæfugl er rúm 400 tonn að stærð en þetta er sami togarinn og ísfirðingar áttu, en hann hét þá Guðbjörg. Eigendur Snæfugls eru GSR hf., sem átti þá Gunnar og Snæfugl, Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfjarðarhreppur og Borgar- fjörður eystri. Sprettan í sveitinni hefur ekki verið mjög góð en sjálfsagt betri en víða annarsstaðar. Félagslíf er heldur ekki upp á marga fiska, Sumargleðin skemmti á Egils- stöðum og fóru margir héðan að sjá það. íþróttir eru hér stundaðar í miklum mæli og mikill áhugi er fyrir sundi eftir að sundlaugin var tekin í notkun í febrúar. Knatt- spyrnuliðið Valur á Reyðarfirði æfir einnig af miklu kappi." Gréta. Styrktarsjóðnum var hvarvetna vel tekið — segja forráðamenn söfnunarinnar en tölur liggja ekki enn fyrir STYRKTARSJÓÐUR íatlaðra var stofnaður um helgina, en þá gengust Iljálparstofnun kirkj- unnar ok Lionshreyfingin í sam- vinnu við Umferðarráð fyrir söfnun meðal landsmanna til stofnunar þessa sjóðs. Voru Lionsmenn til taks þar sem ferðafólk fór um og buðu mönnum að gerast þátttakendur í stofnun sjóðsins. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar tjáði Mbl., að undir- tektir landsmanna hefðu verið mjög góðar og nánast heyrt til undantekninga ef fólk hefði ekki viljað gerast þátttakendur. Tölur um hve mikið fé safnaðist sagði hann ekki enn liggja fyrir, en taldi þó að á 3 til 4 stöðum, sem fréttir höfðu borist af hefðu alls safnast hátt í 70 þúsund krónur. Apocalypse Now frumsýnd í dag STÓRMYNDIN „Dómsdagur nú“, Apocalypse Now, eftir Francis Ford Coppola verður frumsýnd í Tónabiói í dag. Mynd- in hlaut gullpálmann i Cannes og aðalhlutverk leika Marlon Brando, Robert Duvall og Martin Sheen. Myndin gerist í Víetnam-stríð- inu árið 1%9 og segir frá ofursta í bandaríska hernum, Col. Kurts (Brando), sem kemst úr sambandi við raunveruleikann, hættir að hlýða skipunum frá heryfir- völdum og stofnar sitt eigið ríki í frumskógum Kambódíu. Willard kafteinn (Sheen) er sendur honum til höfuðs af bandarísku her- stjórninni. I kvikmyndinni eru mörg stór- brotin atriði, m.a. þyrluárás sem um 450 tæknisérfræðingar skipu- lögðu. Leikstjórinn, Coppola, sagði að í myndinni hefði hann viljað sýna fram á siðferðilega tvöfeldni og reyna að finna heimspekilegar ástæður þess að maðurinn heyi stríð. Ýmislegt hefur tafið gerð kvik- myndarinnar, m.a. gekk fellibyl- urinn Olga yfir Baler-eyju í Kyrrahafi, þar sem gerð hafði verið eftirlíking af víetnömsku þorpi, og olli miklum skemmdum. Tónlistin er eftir Carmine og Francis Coppola, og Vittorio Stor- aro kvikmyndaði. Lítið var að gera hjá lækninum á Hellu ARNÓR Egilsson héraðslæknir á Hellu hafði samhand við blaðið vegna fréttar í sunnudagsblaðinu um ölvun á fjórðunKsmótinu á Hellu. Arnór kvað fréttina stórlega ýkta. Að hans mati hefði ölvun ekki verið áberandi, þegar haft væri í huga að 7—10 þúsund manns heföu sótt mótið. Hann kvaðst hafa verið á vakt alla helgina og hefði ekki verið meira leitað til sín en á venjulegum erilsömum helgum. Þá sagði Arn- ór að lokum að skipulagning mótsins hefði verið góð og Flug- björgunarsveitarmenn og lögregla haft góða stjórn á hlutunum að sínu mati.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.