Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 08.07.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 19 Ættarmót að Látrum: Skreiðarútflutningur Skreiðarútflutningur hefur gengið nokkuð vel það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum íslenzku umboðssölunnar. Nýverið var lokið við útskipun 25 þúsunda balla af skreið til Nígeríu frá fyrirtækinu og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Niðjar Eggerts og Halldóru reisa tjaldborg að Látrum Frá Þórði Jónssyni, fréttaritara Mbl. að Látrum, Rauðasandshreppi. „VIÐ HÖFUM átt dýrðlega góð- viðrisdaKa á Látrum i hátt á aðra viku,“ saKði Þórður Jónsson á Látrum þejtar Mbl. hafði sam- band við hann. „Sól ok bliðu. Gróður er þó kominn stutt á veK þrátt fyrir veðurbliðuna, en kalskemmdir voru ekki miklar nema i ÖrlyKshófn. Sauðburðurinn gekk vel og grásleppuveiðin þokkalega þótt hún hafi oft verið meiri. Það stendur til að halda ætt- armót að Látrum 10. og 11. júlí en þá munu koma hér saman niðjar hjónanna Eggerts Eggertssonar og Halldóru Gísladóttur til þess að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því hjónin settust að og hófu búskap að Látrum. Hér bjuggu þau alla ævi. Ættin er búin að reisa þó nokkur tjöld en búist er við að rúmlega hundrað manns komi hér saman að þessu tilefni og reisi tjaldborg hér að Látrum. Annars hefur borið óvenjumikið á erlendum ferðamönnum í sumar, Þjóðverjum og Hollendingum, sem koma og skoða fuglalífið hérna. Nýlega kom kafaraklúbbur hingað frá Bretlandi á fjórum jeppum og fór um jarðir manna án þess að spyrja nokkurn leyfis. Skilríki þeirra voru skoðuð og þeir sögðust vilja kafa neðan við bjargið. Það þykir sjálfsögð kurteisi að ferða- menn biðji leyfis hjá landeiganda um að fá að fara um svæðið, en þeir létu það ekki á sig fá. Þeir köfuðu við bjargið í einn dag og fóru svo.“ Mót um gregorsöng í Skálholtskirkju UM ÞESSAR mundir stendur vfir i Skálhoiti mót svonefndrar Isleifsreglu. en hún hefur á stefnuskrá sinni að iðka, efla og útbreiða gregorsöng, kirkjusöng. sem um langan aldur hefur verið notaður hérlendis, en litið siðan um aldamót. Mótsdagana eru guðsþjónustur, erindi og tónleik- ar í Skálholtskirkju. Helgi Bragason organisti í Njarðvíkum er mótsstjóri og sagði hann félagið hafa verið stofnað í Skálholti 8. júlí á síðasta ári. Á stefnuskrá væri að halda slík mót árlega og ýta undir iðkun gregor- söngs einnig yfir vetrarmánuðina. Félagsmenn eru organistar, prest- ar og leikmenn, sem áhuga hafa á iðkun þessa kirkjusöngs, en í nokkrum kirkjum hefur gregor- söngur verið nokkuð notaður, en Helgi sagði hér aðallega vera um áhugamennsku að ræða, menn vildu ekki gleyma þessari kirkju- tónlist, sem kölluð væri sístæð eða klassísk, menn vildu varðveita þennan forna arf. Mótið hófst á mánudag og stendur til fimmtudags og léku Camilla Söderberg á blokkflautu, Snorri Örn Snorrason á lútu og Ólöf Sesselía Óskarsdóttir á gömbu á tónleikum á mánudags- kvöldið og kl. 11 að morgni er messað alla mótsdagana þrjá. Þá predika sr. Geir Waage, sr. Sig- mar Torfason prófastur og sr. Sigurður Sigurðarson og verður gregorsöngur í þessum messum. Kolbeinn Þorleifsson og Torben Schoubog, gestur frá hliðstæðu félagi í Danmörku, flytja erindi, á þriðjudagskvöld kl. 21 voru orgel- tónleikar dr. Orthulfs Prunner, en í kvöld er kvöldvaka með ýmsu efni. Vondir vegir á Snæfellsnesi Stykkishólmi. 7. júli „AKAFLEGA mikið er nú kvartað yfir vegunum hér á Snæfellsnesinu. Ilef ók sjálfur sjaldan heyrt háværari tón en nú. Ferðafólk er óánæ-gt og seKÍr vegina vera harða ok holótta. Þá er mér kunnugt um að þegar rætt hefur verið við starfs- menn Vegagerðarinnar svara þeir því til að alltof litlu fé sé varið til vegaviðhalds á þessu ári. Eigi að síður hlýtur það að vera lágmarkskrafa að eftir vegunum sé litið og þeim haldið við, Vegagerðin hefur bæði yfir tækj- um og mönnum að ráða og gagnar lítið ef þau eru óhreyfð. Þjóðvegurinn allt frá Borgarnesi og vestur í Ólafsvík er mjög slæmur, sérstaklega þó í Staðar- sveit eftir því sem bílstjórar áætlunarbílanna segja. Er ekki vanþörf á að vita hvað Vegagerð- in hugsar sér í viðhaldi vega á þessum slóðum í sumar.“ Fréttaritari. Ók á stúlku og fór af slysstað EKIÐ VAR á stúlku á Kringlumýrarbraut aðfararnótt sunnudagsins. Bilnum var ekið suður Kringlumýrarbraut og gekk stúlkan á götunni i sömu átt og var ekið aftan á hana. Stúlkan slasaðist nokkuð. mun m.a. hafa fótbrotnað. Stúlkan er 23 ára gömul. Ökumaður bifreiðarinnar hvarf inum gátu gefið lögreglunni lýs- af vettvangi eftir að slysið átti sér ingu á bílnum, þannig að ökumað- stað, en vitni sem urðu að atburð- urinn náðist og iátaði verknaðinn. nýtt og betra bragð Sykursnautt Spur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.