Morgunblaðið - 08.07.1981, Side 22

Morgunblaðið - 08.07.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 t Maðurinn minn, HAUKURJÓNSSON, Stangarholti 22, Reykjavík, lézt í Borgarspítalanum mánudaginn 6. júlí. Friðborg Guðjónsdóttir. Móðir okkar, t MALFRÍDUR ÓLAFSDÓTTIR, lést 7. júlí. Einar Markússon, Ólafur Markússon. t Bróöir okkar. ÁGÚST LEÓS, kaupmaöur. ísafiröi, lézt aö heimili sínu, Hafnarstræti 7, að morgni þriöjudagsins 7. júlí. Krístján Leós, Þórhallur Leós, Margrét Leós. t Móöir okkar, HALLBERA GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, andaöist á Héraöshælinu á Blönduósi þann 3. júlí. Jaröarförin fer fram laugardaginn 11. júlí á Blönduósi. Sigurbjörn Björnsson, Þórey Ólafsdóttir, Hallur Ólafsson. t GUÐMUNDUR J. BJARNASON frá Stykkishólmi, Hofteigi 12, lést í Landspítalanum 4. júlí. Jarösett veröur frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 14. júlí, kl. 13.30. Ebba Ebeneserdóttir, Magni Guðmundsson. t Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir, sonur og afi, JÓN INGI KRISTINSSON, Mávahrauni 5, Hafnarfirði, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 9. júlí kl. 3 e.h. Ásta Eyþórsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Þór Jónsson, Sigríður Bragadóttir, Aðalheíöur Björnsdóttir, Kristinn Lýðsson, Bragi Þór Kristinsson og systkíni hins látna. t Elskuleg eiginkona mín, móölr okkar, tengdamóöir og amma, ELÍN GUNNARSDÓTTIR, Hjallavegi 26, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju 10. júlí nk. kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Jens Guðjónsson, Magnús Jensson, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Jensson, María Guömundsdóttir, Hjördís Jensdóttir, Óskar Jónsson og barnabörn. t Þökkum öllum þeim sem sýndu samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför NIKULÁSAR PÁLSSONAR, Sólmundarhöfða, Akranesi. Vandamenn. Minning: Marta Sigríður Helga Kolbeinsdóttir Fædd 26. maí 1905. Dáin 28. júní 1981. Nú er farin af þessu tilverusviði hún amma okkar, Marta Sigríður Helga Kolbeinsdóttir, og langar okkur barnabörnin að minnast hennar í fáeinum orðum. Hún var góður fulltrúi síns tíma, hafði hlotið uppeldi í guðs- ótta og góðum siðum, var trygg- lynd og tók öllu mótlæti sem og meðlæti með sama jafnaðargeð- inu. Hún og afi lentu til dæmis í því að missa aleiguna í bruna í Gamla Gretti á Grettisgötunni og allt innbú ótryggt. Stóðu þau þá uppi allslaus með þrjár ungar dætur. En hún þakkaði Guði fyrir að engan skyldi hafa sakað. Seinna byggðu þau hús að Lauga- teig 33 ásamt dóttur sinni og tengdasyni eftir að hafa verið í leiguíbúðum á ýmsum stöðum í Reykjavík. Við minnumst jólanna á Lauga- teig hjá ömmu og afa, þegar amma tók á móti fólkinu í útidyr- unum rjóð í kinnum og búsældar- leg með hvítu sparisvuntuna, brosandi með útbreiddan faðminn og á móti manni streymdi ilmur af hangikjöti, möndlugraut og ávöxt- um. Þá voru jólin gengin í garð. Þegar einhver var veikur þá kom amma ætíð að heimsækja sjúklinginn með góðgerðir og hlý orð. Hún vildi alltaf vera til hjálpar og tók til dæmis að sér eitt barnabarnið og ól það upp sem sína eigin dóttur. Einnig passaði hún barnabarnabörnin eftir því sem hún gat og var hún að því þar til hún veiktist fyrir nokkrum mánuðum af þeim sjúkdómi sem varð henni að aldurtila. Amma var vel menntuð á þeirra tíma mælikvarða, góð málamann- eskja og las mikið g fylgdist vel með. Hún var trúuð og reyndi að miðla okkur af trú sinni og einnig þeim lífsreglum og því verðmæta- mati sem hennar kynslóð hafði. Við viljum þakka ömmu sam- veruna og allt gott og biðjum góðan Guð að blessa hana og varðveita. Barnahörnin Marta var fædd í Akrakoti á Álftanesi, Gullbringusýslu. For- eldrar hennar voru Olöf Jónsdótt- ir og Kolbeinn Vigfússon. Ólöf var fædd á Keisbakka á Skógarströnd 11. okt. 1874, dóttir hjónanna Mörtu Sigríðar Jónsdóttur, prests, Benediktssonar, sem fæddur var á Hrafnseyri við Arnarfjörð og konu hans, Guðrúnar Kortsdóttur frá Möðruvöllum í Kjós, og manns Mörtu, Jóns Guðmundssonar, bónda og trésmiðs á Keisbakka, sem var sonur Guðmundar hrepp- stjóra Vigfússonar á Bílduhóli á Skógarströnd og konu hans, Mál- fríðar Jónsdóttur frá Narfeyri. Kolbeinn var ættaður úr Fljóts- hlíðinni og náfrændi Þorsteins skálds Erlingssonar. Ólöf og Kolbeinn bjuggu fyrst á Emmubergi á Skógarströnd, en fluttust 1902 til Reykjavíkur, á vegum Stefáns B. Jónssonar, bróð- ur Ólafar, og síðan suður á Álftanes, vegna atvinnu Kolbeins. Áttu þau heima á Akrakoti og þar fæddist Marta. Var hún yngsta barn þeirra, en eldri voru Guðrún Jónína, Guðlaugur og Stefán. Þau fluttu fljótlega til Hafnarfjarðar og bjuggu þar, meðan Kolbeinn lifði. Marta ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í Flensborgarskólann og lauk gagnfræðaprófi 1922. Hún og móðir hennar störfuðu í KFUK og á vegum þess fór Marta til Noregs, 18 ára gömul, og dvaldi þar í 1% ár, fyrst á kristniboðs- skóla nálægt Stavangri og síðar þar í grennd, á vegum þess félagsskapar. Hélt hún æ síðan góðu sam- bandi við það féHf................ Heimkomin gekk hún fljótlega að eiga frænda sinn, Axel Gríms- son, trésmið og íþróttamann, þann 26. nóv. 1926. Þau eignuðust 3 dætur, Rannveigu, Ólöfu og Guð- rúnu. Barnabörn Mörtu eru 12 og barnabarnabörn 13. Þau byggðu sér hús á árunum 1946—1947 á Laugateig 33 og bjuggu þar til Axel dó árið 1960. Hann varð fyrir miklu slysi við brunaliðsæfingu í Reykjavík, því að hann var í slökkviliðinu í mörg ár, og gekk eftir það aldrei heill til skógar en lifði í 9 ár eftir slysið, við mjög slæma heilsu. Voru það auðvitað erfið ár fyrir þau bæði, en Marta sýndi þá hvað í hana var spunnið, að halda saman heimil- inu. Eftir dauða Axels bjó.hún í 15 ár með Jósep Eggertssyni, fyrst á Laugateig og síðar í Hátúni 10A, og eftir dauða Jóseps bjó hún þar til dauðadags. Hún andaðist á Landspítalanum eftir nokkurra mánaða legu, eftir árangurslausan uppskurð. Hún brást hetjulega við dauða sínum og hafði rænu framundir siðustu stund. Hún fékk hvíldina í návist ástvina sinna að kvöldi 28. júní. Hún átti marga góða vini enda var hún hlý og góð við fólk og gerði þeim gott sem hún gat. Við skyldfólkið kveðjum hana ástarkveðju og óskum henni Guðs blessunar og alls góðs á ókomnum æviskeiðuiji- Megi henni vel farn- ast Guðs í góðum heimi. Með kærri kveðju og þökk fyrir allt gott á ævilangri kynningu. Guð geymi þig, elsku frænka mín og nafna. Þóra Marta Stefánsdóttir Minning: Aslaugur I. Stefáns- son Vestmannaeyjum í dag kveðjum við elskulegan bróður og vin, Áslaug I. Stefáns- son, en hann lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 1. júlí eftir erf- iða sjúkdómslegu. Áslaugur var Vestur-Skaftfell- ingur að ætt, fæddur 22. júní 1899 í Hraungerði í Álftaveri. Mér er það ljúft að minnast Áslaugs, hálfbróður míns, svo margar voru ánægju- og alvörustundirnar, sem við áttum saman, allt frá því að ég man fyrst eftir mér. Áslaugur missti föður sinn, Stefán Jónsson, þegar hann var aðeins 2 ára gamall og stóð móðir okkar, Guðlaug Einarsdóttir, ein með drengina tvo, Stefán, sem var aðeins eldri, og Áslaug. 1906 giftist móðir okkar aftur Helga Brynjólfssyni frá Þykkva- bæjarklaustri og hófu þau búskap í Holti í Álftaveri. Þau eignuðust 4 börn: Málfríði, f. 1907, gift Þor- birni Sigurhanssyni, Eyrúnu, f. 1910, • gift Bárði Olgeirssyni, Helga, f. 1911, ekkjumaður, kona hans var Jóhanna Halldórsdóttir, og Einar, f. 1915, ekkjumaður. Kona hans var Lovísa Elifasdótt- ir. Árið 1918 misstu þau hjónin allt sitt bú, er Kötlugosið lagði jörðina Holt í eyði. Með ekkert í höndun- um flutti fjölskyldan til Víkur 1919 og þar bjuggu þau hjónin þar til Helgi lést 1949, en þá fluttist Guðlaug til Eyrúnar dóttur sinnar í Ytri-Njarðvík, og lést þar 1962. Snemma byrjaði Áslaugur að vinna fyrir sér. 15 ára gamall fer hann í vinnumennsku á ýmsa bæi, en sjómennskan heillaði hann og 17 ára gamall fer hann alfarinn úr Vík. Hann keypti sér trillu og fór að róa austur á Bakkafirði og saltaði aflann sjálfur en var ailtaf í fiskvinnu á vertíð að undanskild- um nokkrum vertíðum í Keflavík. Þegar gosið varð í Vestmanna- eyjum, bjó Áslaugur einn í kjall- ’’ araíbúð og leit út um gluggann og sá þau ósköp sem voru að gerast og sagði: „Eg lifði af Kötlugosið 1918, þá hlýt ég að lifa þetta af.“ Hann var með þeim fyrstu sem voru fluttir til lands og lagður inn á Landspítalann, þar sem hann gekk undir mikla aðgerð á mjöðm- um, sem heppnaðist ágætlega. Síðustu árin var hann mikið farinn að missa sjón. Eftir að hann fluttist aftur til Eyja, fór ham> á «IHheimiIið Hraunbúðir og naut þar sérstakrar umönnunar starfsfólksins, en 3. júní fór hann á sjúkrahúsið í Eyjum og var þar þar til hann lést þann 1. júlí, eftir erfiða sjúkdómslegu. Við systkini Aslaugs þökkum öllu því góða fólki, sem hjúkraði honum, bæði á sjúkrahúsinu og á Elliheimilinu og læknum, sem stunduðu hann. Þá þökkum við fjölskyldu Jóhanns Friðfinnssonar einstaka tryggð og aðstoð frá fyrstu kynnum. Við systkini Áslaugs, makar, börn og barnabörn þökkum vin- semd og tryggð hans á hans löngu lífsleið. Hann hafði yndi af því að gleðja börnin og þau nutu þess þegar hann heimsótti okkur. Sér- stakar þakkir færi ég frá dóttur- syni mínum, Áslaugi Stefáni, fyrir allt það sem Áslaugur var honum. Við eigum bjartar minningar um hann, þær eru okkar heilög eign. Við munu geyma bróðurbros- ið hans, hlýja viðmótið hans og gleðina sem hann átti í svo ríkum mæli. Við biðjum Guð að leiða Áslaug á litla bátnum hans yfir hafið að ströndinni eilifu, þar sem vinir hans bíða og við hittumst öll að leiðarlokum. Guð blessi minningu hans. Helgi Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.