Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981
5
Vísindarit um
útbreið^lu misl-
inga á Islandi
Cambridge Univereity Press
hefur nýlega gefið út bókina
„Spatial Diffusion", sem fjaliar
um svæðisdreifingu sjúkdóma
meóal eyþjóðar, og er þar lýst
dreifingu mislinga um tsland.
Fjórir visindamenn A.D. Cliff, P.
Ilaggett, J.K. Ord og G.R. Vereey
eru höfundar bókarinnar, sem
hefur að geyma mikið af kortum
og línuritum til skýringar á text-
anum.
Bókin „Spatial Diffusion” er gef-
in út í bókaflokki, sem fjallar um
landfræðileg efni. Segir á bókar-
kápu, að landfræðingar nefni það
svæðisdreifingu eða „spatial dif-
fusion", þegar þeir rekja dreifingu
fyrirbrigðis, sem er bundið við einn
stað á yfirborði jarðar, til annarra
staða. Sé því lýst í bókinni, hvernig
farsótt berist frá einum stað til
annars, hafi í þessu skyni verið
könnuð útbreiðsla mislinga. Þar
sem erfitt sé um vik að gera slíkar
rannsóknir í þéttbýlum megin-
landslöndum hafi ísland orðið fyrir
valinu, landið sé nokkuð úr alfara-
leið og ekki þéttbýlt. Auk þess sé
hér á landi að finna óvenju full-
komnar heilbrigðisskýrslur, sem
spanni yfir áttatíu ár og á grund-
velli þeirra sé unnt að meta
útbreiðslu 16 farsótta, sem bárust
til landsins frá meginlandi Evrópu
eða Norður-Ameríku og síðan úr
einu héraði í annað.
Jafnframt kemur fram, að bókin
sé unnin af landfræðingum og
tölfræðingum og byggi mjög á
kortum, hún höfði því mest til
fræðimanna á þessu sviði. Hins
vegar hljóti hún einnig að vekja
áhuga hjá læknum og öllum þeim,
sem vilja kynna sér þjóðhætti
meðal norrænna manna.
í formála kemur fram, að höf-
undar hafa notið aðstoðar Klem-
ensar Tryggvasonar hagstofustjóra
og Guðna Baldurssonar á Hagstofu
íslands. Þá flytja þeir einnig þakk-
ir þeim Finnboga Guðmundssyni
landsbókaverði, Júlíusi Sigurjóns-
syni prófessor, Sigurði Þórarins-
syni jarðfræðingi og Ólafi Ólafs-
syni landlækni, auk þess sem Brian
Holt í breska sendiráðinu í Reykja-
vík, hafi veitt þeim aðstoð við að
kynnast landi og þjóð.
WNKflS1^IV<.-------—
'WK| ýfKNÍlW KVN Qí,VWORÍ"
Allirávöllinn-ekkert hik!
Stórieikur
^‘fKÓPAVOGSVÉLU
A |W* + HEIÐURSGES
BARNAGÆSLA:
★ HEIÐURSGESTIR:
FÓStrur munu annast barnagæslu Forráóamenn Vörumerkingar hf. í Hafnarfiröi
, _ 3 eru heiöursgestir Breiðabliks a þessum leik.
a meðan a leik stendur.
* -JL- Kvennaliði Breiðabliks er sérstaklega boðið
^ á leikinn. Mæting við suðurhliðið.
STRÆTISVAGNAFERÐ er frá Hlemmi
kl. 13.30 beintá leikinn.
rá Hlemmi
☆ ★
•*y£ æTTi í HALFLE'k-
Áfram Breiðablik!
HINNABUÐ KÓPAVOGI SÍMI 43544