Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981 Tóku rétta trú nokkrir göfgir menn , Þúsund ára kristniboðs á íslandi minnst með afhjúpun minnisvarða um Friðrik biskup og Þorvald víðförla Um síðustu helgi var þess minnst norður í Húnavatns- sýslu, að um þessar mundir eru liðin þúsund ár frá því að kristniboð hófst hér á landi. En það var árið 981 að þeir Friðrik biskup af Saxlandi og Þorvaldur víðförli hófu að boða heiðnum íslendingum trúna á hinn hvíta Krist. Fjölmenni var við hátíðahöldin á sunnudaginn, bæði við hátíðarguðsþjónustu í Þingeyrakirkju, og síðan við afhjúpun minnisvarðans um fyrstu kristniboðana, við Gullstein hjá Giljá i Þingi. Athöfnin fór hið virðulegasta fram, með þátttöku fjölmargra kennimanna og leikra manna. Veður var þurrt lengst af, en kalt. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, afhjúpaði minnisvarð- ann. Biskup fer fyrir prestum sínum í átt að bænum á Þingeyri, eftir hátiðarguðsþjónustuna i bingeyrakirkju. Næstir biskupi ganga vigslubiskupar nyrðra og syðra, þeir séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri og Sigurður Pálsson á Selfossi. Fjölmenni var við hátiðarguðs- þjónustuna i Þingeyrarkirkju, og varð f jöldi manns að standa utan dyra, þar sem unnt var að fylgjast með athöfninni um kall- kerfi. Við guðsþjónustuna prédikaði séra Pétur Þ. Ingjaldsson pró- fastur, en fyrir altari þjónuðu séra Árni Sigurðsson sóknar- prestur í Þingeyraklaustur- prestakalli, séra Andrés ólafsson og séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup Hólastiptis. Kirkju- kórar IJndirfells- og bingeyra- sókna sungu undir stjórn Sig- rúnar Grímsdóttur með aðstoð Sólveigar Sövik. í kórdyrum flutti Erlendur Eysteinsson á Stóru-Gilja, meðhjálpari, bæn. 99Tóku rétta trú nokkrir göfgir mennM Talið er að kristniboð hér á landi hafi ekki tekið til langs tíma, heldur að það hafi aðeins verið stundað um níu ára skeið alls, í tveimur áföngum á nítján ára tímabili, segir Jón Hnefill Aðalsteinsson í riti sínu um kristnitökuna. Fyrsta skipulagða trúboðsferðin hingað til lands hafi verið ferð þeirra Friðriks af Saxlandi og Þorvaldar víðförla Koðránssonar frá Giljá. önnur kristniboðsferðin hingað hafi á hinn bóginn verið ferð Stefnis Þorgilssonar, er hann boðaði löndum sínum trú að undirlagi Ólafs konungs Tryggvasonar. Trúboð þeirra Þorvaldar og Friðriks virðist hafa borið nokk- urn árangur á Norðurlandi, og víst er að margir frændur Þor- valdar létu skírast, og svo einnig aðrir menn. Geta heimildir þess að þar á meðal hafi „tekið rétta trú nokkrir göfgir menn“. Trúboð sitt stunduðu þeir félagar á árunum 981, bjuggu fyrst hjá föður Þorvaldar á Giljá í Húna- þingi, en síðan í fjóra vetur á Lækjarmóti í Víðidal. Ií.ristniboÖi í vígaferlum Frumherjum kristniboðsins varð sem fyrr segir nokkuð ágengt á Norðurlandi, og tóku þar nokkrir menn trú fyrir til- stilli þeirra. En sömu sögu er ekki að segja af móttökunum í öðrum landshlutum. Allar trúboðstilraunir í Vest- firðingafjórðungi reyndust árangurslausar, og er þeir kump- ánar, Friðrik og Þorvaldur, reyndu að boða trú á hinum helga stað, Þingvelli við öxará, snerust menn til varnar á Alþingi. Þar kom að heiðin skáld ortu níð um trúboðana, og í málavafstri sem af því leiddi varð Þorvaldur tveimur mönnum að bana, er níðið höfðu kveðið. Voru Friðrik biskup og hinn víðförli, félagi hans, dæmdir á Alþingi og héldu þeir af landi brott nokkru síðar. Hallast flestir að því að trúboð þeirra hafi ekki haft mjög var- anleg eða djúpstæð áhrif, þó Biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson afhjúpar minnisvarðann um fyrstu kristniboðana, en varðinn stendur skammt frá Gullsteini við Giljá, þar sem þeir Þorvaldur og Friðrik höfðu vetursetu á bæ Koðráns föður Þorvalds. mjög tæki nú að styttast í að Alþingi samþykkti kristnitökuna, sem lögleidd var árið 1000 sem kunnugt er. Það breytir þó engu, þegar rætt er um hve árangursríkt starf Friðriks og Þorvaldar var, þeir voru fyrstu kristniboðarnir, og íslenska kirkjan kýs nú að minn- ast þeirra sem slíkra. Þorvaldur víðförli er heldur ekki eini trú- boði kristninnar er hefur staðið í vígaferlum, hvorki sá fyrsti né síðasti. Umfram allt var hann barn síns tíma, og hlaut að bregðast við níðinu eins og hann gerði. Níðið var heldur ekki af sakleysislegri gerðinni, því í einni vísunni er látið að því liggja að Þorvaldur sé kynvilltur. Þar segir svo: Hefir börn borid biskup níu. beirra er allra, l>orvaldur faöir. Friðriki Saxlandsbiskupi líkaði illa hvernig Þorvaldur brást við, en í Grágás eru meiðyrði eins og í vísunni talin til verstu verka, og leyfilegt að hefna þeirra. Víg Þorvaldar voru því ekki saknæm að þeirra tíma lögum. Biskup íslands skirir Huldu Dóru, sonardóttur Erlends á Stóru-Giljá. Crullsteinn Minnisvarðanum er valinn staður við Gullstein í Þingi, vegna þess að þar gerðust merki- legir atburðir er þeir Þorvaldur víðförli og félagi hans, Friðrik biskup, voru að hefja kristniboð sitt. Einn aðaltilgangur útkomu Þorvaldar hingað til lands var sá, að hann vildi boða ættingjum sínum trú, og var faðir hans, Koðrán bóndi, þar ekki undan- skilinn. Koðrán kvaðst á hinn bóginn ekki vilja kasta trú sinni, þar sem sín gætti ármaður, er byggi í Gullsteini. Þó kom þar að Koðrán kvaðst myndu ganga hinum hvíta Kristi á hönd, ef hann sæi þess einhver merki að hann væri ármanni sínum yfirsterkari. Þetta varð til þess að Friðrik biskup söng messu yfir steinin- um, og segir sagan að steinninn hafi sprungið við svo búið, og má enn sjá sprungur í steininum. Þessi teikn nægðu Koðráni, og lét hann skírast. Steinninn er skammt frá bæn- um Stóru-Giljá í Húnaþingi, það- an sem Þorvaldur var, og þar sem fyrstu kristniboðarnir höfðu vet- ursetu fyrsta ár kristniboðs hér á landi. Þá er steinninn skammt frá þjóðveginum, Norðurlands- vegi, og verður því á leið mikils fjölda ferðamanna árlega. í ræðu við hátíðahöldin við afhjúpun minnisvarðans, lét séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, þá ósk í ljós, að sem flestir ferða- langar stöldruðu við er þeir ættu Ieið hjá. Minnisvarðinn stendur í landi jarðarinnar Kringlu, og veittu bændurnir þar, þeir Hallgrímur Kristjánsson og Reynir Hall- grímsson, góðfúslega leyfi sitt til uppsetningar minnisvarðans. Gjöf Jóns á Laxamýri í ræðu sinni við hátíðahöldin gat séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, þess, að upphaf þess að minnisvarðinn væri nú risinn, mætti rekja til þess að Jón H. Þorbergsson, bóndi á Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu, gaf 100 þúsund gamlar krónur til byggingar minnisvarðans. Það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.