Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 40
4 krónur 4 krónur eintakið J* IfffWIPlÍPW eintakið LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1981 Opinberar hækkunar- beiðnir á bilinu 20—35% ALLMARGAR hækkunarbeiðnir lÍKnja nú íyrir frá ýmsum opin- berum aðilum og eru þær á bilinu frá 20 til 35%. bessar hækkanir hafa enn ekki hlotið afgreiðslu stjórnvalda, en samkvæmt sam- komulagi stjórnvalda og stéttar- félaga eiga hækkanir að liggja fyrir á siðustu 10 dögum fyrir útreikning vísitölu. Hún á að reiknast út miðað við verðlag 1. ágúst og kemur verðlagsuppbót til framkvæmda 1. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur Hitaveita Reykjavíkur óskað eftir 35% hækkun, Rafmagnsveitan sækir um 33% hækkun, Póstur og sími sækir um 20%, Strætisvagnar 25 stiga hiti fyr- ir norðan í gær MJÖG hlýtt loft sunnan úr höfum hefur borizt inn yfir landið og i gær var einn hlýjasti dagurinn á sumrinu norðan- lands og austan. Komst hitinn i 25 stig á Akureyri, Staðarhóli i Aðaldal og Kirkjubæjarklaustri og viða vestanlands var hiti 14 til 16 stig þrátt fyrir að skýjað væri og jafnvel rigning. Á Veðurstofu Islands tjáði Bragi Jónsson veðurfræðingur Mbl., að á Hornbjargsvita hefði hiti verið 16 stig í mikilli súld í gær og víða sunnan og vestan- lands hefði hitinn verið óvenju- mikill þegar tillit væri tekið til þess hve skýjað var. Hitinn komst í 24 stig á Fagurhólsmýri og 23 á Grímsstöðum á Fjöllum, Sauð- árkróki og Egilsstöðum. Búizt er við svipuðu veðri í dag og á morgun, skýjuðu um sunnan- og vestanvert landið, en bjartviðri er spáð norðan- og austanlands og hlýindin munu haldazt. Veðrið hefur þannig tekið stakkaskiptum síðustu daga fyrir norðan og austan og hafði Mbl. samband við nokkra fréttaritara sína á þessum stöðum. Sjá nánar á bls. 3. Reykjavíkur sækja um tæplega 28%, Landsvirkjun sækir um að minnsta kosti 35%, Ríkisskip sækja um 20% og ennfremur mun liggja fyrir beiðni frá Ríkisútvarp- inu, en Morgunblaðinu er ekki kunnugt um, hve há hún er. Þá munu sundstaðirnir sækja um 25% og Þjóðleikhúsið sækir um 25%. Eiríkur Briem, forstjóri Lands- virkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fyrirtækið hefði sótt um a.m.k. 30% eða eins mikinn hluta af því, sem ríkis- stjórnin sér sér frekast unnt að veita fyrirtækinu. Þessi hækkun myndi hafa í för með sér 15% hækkunarþörf hjá viðskiptavinum Landsvirkjunar, rafveitunum, sem eru smásöluaðilar og selja raf- magn til neytenda. Eiríkur kvað Landsvirkjun þurfa enn meiri hækkun en áður er getið, ef vel ætti að vera og fyrirtækið ætti að hafa bolmagn til þess að leggja fé til framkvæmda. Skipið yfirgefið Einn af áhöfn flutningaskipsins Berglindar yfirgefur skipið skömmu áður en það sökk eftir árekstur við danskt skip siðastliðinn mánudag skammt undan strönd Kanada. Sjá fleiri myndir á bls. 2. Lgwmynd Inidmar H. Reyniaaon. Viðrædurnar verða í Reykjavík 5. ágúst Alusuisse harmar trúnaðarbrot í Tím- anum - „í athugun hvort rannsókn fer fram“ segir Hjörleifur Guttormsson Lesbókin í sumarfrí LESBÓK Morgunblaðsins kemur ekki út þessa helgi vegna sumarleyfa. Lesbókin kemur næst út um verzlun- armannahelgina, en síðan verður tveggja vikna hlé á útkomu hennar en hún kemur síðan út laugardaginn 22. ágúst. IÐNAÐARRÁÐHERRA tilkynnti i gær, að náðst hefði samkomulag um fund með honum og Alusuisse 5. ágúst nk. um súrálsmálið og skoðanaágreining, en eins og kom- ið hefur fram í fréttum hafði ráðherra áður lýst því yfir, að viðræður um slikt kæmu ekki til greina. Þá hirti ráðuneytið opin- berlega i gær þann hluta af skýrslu Coopers og Lyhrand sem ráðuneytið hefur óskaó birtingar á. að frátöldum köflum sem Alu- suisse hefur beðið um, að ekki verði birtir og varði viðskipta- leyndarmál. Ráðuneytið birtir aft- ur á móti ekki þá kafla úr skýrslunni, sem Alusuisse hafði óskað eftir birtingu á. Þá barst og i gær skeyti frá Alusuisse þar sem það harmar að birtir voru i Tímanum i gær þættir úr skýrslu C&L sem rikisstjórnin hafði gefið tryggingu fyrir og haldið yrði leyndum sem viðskiptaleyndar- máli. í Tímanum er birtur hluti af skýrslu C&L ásamt töflum, sem ráðuneytið birti ekki í gær, að ósk Alusuisse. Iðnaðarráðherra sagði í viðtali við Mbl., að hann harmaði að þarna væru birtir hlutir, sem ein- göngu hefðu verið afhentir ríkis- stjórn, formönnum þingflokka og stjórnarandstöðu sem trúnaðar- skjöl. Hann sagði, að ekki hefði verið fjallað um hvort rannsókn þessa máls yrði látin fara fram — það væri í athugun. Aðspurður af hverju Alusuisse vildi ekki að þessar töflur væru birtar sagði Ragnar Halldórsson: „Það gæti leitt til afbrýðisemi og metings meðal annarra fyrirtækja sem Alusuisse hefur viðskipti við — þar á meðal annarra dótturfyrir- tækja — vegna þess að ÍSAL hefur sannanlega notið mun betri kjara en þau. Því er þetta viðskiptaleynd- armál — eða réttara sagt var.“ Hann sagðist einnig álíta að þetta trúnaðarbrot liðkaði ekki fyrir komandi viðræðum. Þá var Ragnar spurður um ásak- anir Tímans í gær um „að íslenzka álfélagið hefði sent glefsur úr skýrslunni í greinargerðum til birt- ingar í Morgunblaðinu" og því teldi Tíminn enga ástæðu til að halda skýrslunni leyndri. Hann svaraði: „Fréttaöflun á fjölmiðlum er þeirra mál, en við höfum hvorki látið Morgunblaðinu né öðrum fjölmiðl- um neitt það í té sem er — eða hefur verið — trúnaðarmál. Það stæði okkur fjærst að gera. Við létum gera sérstaka greinargerð fyrir starfsmenn okkar, sem sumir hverjir urðu fyrir ógeðfelldum árásum vegna máls þessa, þar sem í eru kaflar úr skýrslunni, — en eingöngu kaflar, sem ekki hefur verið beðið um að haldið sé leynd- um. Að þessari greinargerð höfðu allir fjölmiðlar aðgang auk alls starfsliðs ÍSAL, en Morgunblaðið var eini fjölmiðillinn sem bar sig eftir henni, er hún var tilbúin, og birti hana. Aðspurður sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra í gær, að hann hefði ekki tekið ákvörðun um hvort eða hvenær hann myndi ræða við Geir Hallgrímsson. Ákvörðunar yrði ekki að vænta fyrr en eftir helgi. Kjartan Jóhannsson hefur hins vegar lýst því yfir, að til frekari viðræðna milli Alþýðu- flokks og ríkisstjórnar komi ekki, fyrr en ráðherrann hefur rætt við Geir. Ökuþórar Það leyndi sér ekki áhugi og keppnisgleði ungu ökuþóranna, sem tóku þátt í kassabilaralli í Hafnarfirði i gær. Keppnin var jöfn og spennandi og hver veit nema að þarna hafi komið fram i dagsljósið einhverjir af rallköppum framtið- arinnar. Hér þeysir einn ökukapp- inn bísperrtur framhjá ánægðum áhorfendaskaranum og virðist him- inlifandi. (Ljósm. Emilia.) Friðrík mátaði rússneska björninn: Korchnoi-fjölskyld- an fær ferðafrelsi FRIÐRIK ólafsson forseti FIDE sagði i samtali i gær að hann teldi sig hafa fulla tryggingu fyrir þvi að eiginkona og sonur Viktors Korchnoi fengju ferðafrelsi frá Sovétrikjunum áður en þeir Kar- pov heimsmeistari og Korchnoi hefja einvigið um heimsmeistara- titilinn i Merano á Ítalíu 1. okt. nk. en þegar Morgunblaðið hafði samband við Atlanta i Bandarikj- unum i gær hafði Friðrik nýlokið ströngum samningaviðræðum til þess að leysa fjölskyldumálið svo heimsmeistaraeinvigið mætti fara fram með sæmd fyrir skákiþrótt- ina. í skjóli þess að fjölskylda Korc- hnoi fengi ferðafrelsi frá Sovét- ríkjunum kvaðst Friðrik hafa fall- ist á að flýta setningu heimsmeist- araeinvígisins aftur til 19. sept. þótt það hæfist raunverulega ekki fyrr en 1. okt. með fyrstu skákinni milli Karpov og Korchnoi, en báðir hafa fallist á að hefja einvígið þann dag. Friðrik hafði sem kunnugt er frestað einvíginu um einn mánuð, til 19. okt. til þess að þrýsta á sovésk stjórnvöld að veita fjöl- skyldu skákmeistarans leyfi til þess að fara úr landi og var sú ákvörðun um frestun tekin 12. júní. Síðan hafa margsnúnar samninga- viðræður farið fram eftir að Sovét- menn höfðu hrakyrt Friðrik fyrir afstöðu hans og brigslað honum um misnotkun valds síns um leið og þeir kváðu FIDE ekki varða neitt um fjölskyldumál Korchnois. Nú hefur þetta mikla deilumál innan skákheimsins hins vegar verið leyst undir forystu Friðriks Ólafssonar, en um tíma var útlit fyrir samkvæmt yfirlýsingum heimsmeistarans að ekkert yrði úr einvíginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.