Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 8
Prinsinn á Montparnasse:
Amedeo Modigliani (1884 —
1920).
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
litift en mig haffti órað fyrir og
var mér slíkur þekkingar- og
fróftleiksaustur, að ég kom
heim úttroftinn eldsneyti fyrir
langa framtíft. Þar að auki
sýningarskrár, bækur og rit-
lingar í malnum, sem tekur
langan tíma að fara í gegnum,
svo vel fari. Farangurinn heim
var og yfir 100 kíló og stóð
ferðin þó afteins yfir í rúmar
þrjár vikur og gefur það auga
leift hvað á hann bættist í
formi ritafts máls!
Ein er sú sýning er ég vil
strax og sérstaklega minnast á
aðstæðnanna vegna og það er
sýning Tryggva Ólafssonar í
Politikens hus. Sýningarnar á.
Ein af höggmyndum Picasso
frá sýningunni á
Lousiana-safninu.
þessum stað eru nú orðnar
mjög margar og hafa þann
tilgang að kynna það besta
sem er aft ske í danskri list og
list þeirra er vinna í Danmörk,
en Tryggvi hefur einmitt búið
og starfað í Kaupmannahöfn
sl. 20 ár.
Sýningarnar eru svipaöar og
listkynning Morgunblaftsins í
glugga blaðsins í gamla daga,
meðan sú kynning hélt reisn
sinni, en þó í miklu stærra
formi auk þess sem Politiken
gefur út sérþrykk í grafík eftir
hvern listamann og er því um
mjög víðtæka kynningu aft
ræða. Þess má geta að í ár
kynnir blaðið listamenn líkt og
Dan Steerup Hansen, Agnete
Therkildsen, Tryggva ölafs-
son, Kurt Trampendach, Mer-
ete Barker, Niels Ströbek og
loks William Heinesen. Þess
má gjarna geta, að þessi
Trampendach, er kemur strax
á eftir Tryggva ólafssyni, er
nafntogaðastur yngri lista-
manna Dana og seljast myndir
hans á rosaverði er þær koma
á markaðinn. Sýningar hans
vekja mikla athygli og mynd-
irnar seljast upp áður en
sýningarnar opna, sama hvað
þær kosta!
Ég get þessarar sýningar
strax vegna þess að verkfall er
hjá Politiken og bitnar það
óneitanlega á sýningu landa
okkar, a.m.k. í bili, þá þykir
mér rétt að benda á hana
vegna hinna mörgu er leggja
ieið sína til Hafnar og/eða
kaupa blaðið í Höfn, en vita
ekki af sýningunni. Svo sem
allir vita þá er Politikens hus
við Ráðhústorgið í Höfn. — Að
sjálfsögðu er þetta mikill heið-
ur fyrir Tryggva Ólafsson og
er ástæða til að samgleðjast
honum um leið og sérstaklega
er vísað til sýningarinnar.
Það varð að samkomulagi
við ritstjórn blaðsins áður en
sá er hér ritar hélt utan nú í
sumar, að hann punktaði niður
eitt og annað markvert er fyrir
augu bæri í kompur sínar og
semdi greinar i^>p úr því fyrir
lesendur blaðsins er heim
kæmi. Eitthvað í líkingu við
það sem ég gerði á ferð minni
haustið 1977, er ég sendi heim
14 greinar á rúmum tveimur
mánuðum. En í þetta sinn fór
ég svo geyst yfir, að ekki gafst
tími til að rita um það er fyrir
augu bar jafnóðum, því að slík
tímasóun hefði þrengt sjón-
deildarhringinn til muna. Ékki
er hægt að ætlast til þess að
nokkur maður sé upplagður til
að skrifa léttar og lifandi
greinar eftir 10—12 og upp í 14
klukkustunda þramm milli
safna og sýninga, auk þess sem
rýnt var á mannlífið allt um
kring í leiðinni, — máski
kúrandi í lélegri hótelkytru er
bauð ekki einu sinni upp á
almennilega baðaðstöðu, svo
sem það var í París og jafnvel
þótt hótelið héti því virðulega
nafni „Hotel du France", og
var steinsnar frá Luxemborg-
***•••••
**9é
• •
f*
»
•* 0
•$»#***
»
•••
••••••
•••
••
Keramikskál frá því 5000 árum fyrir Krists burö (frá sýningunni
Súmerar, Assýríumenn, Babýlóníumenn á Petit Palais í Paris).
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981
Punktar úr dagbók lífsins
Tryggvi Ólafsson á sýningu sinni í Politikens hus.
argarðinum, — Jardin du Lux-
embourg.
í þetta skipti hyggst ég
kynna ferð mína í upphafi svo
að fólk er les geti áttað sig á
umfangi hennar og fylgst með
frá byrjun ef vill ...
Megintilgangur ferðarinnar
var að setja upp deild Islands á
níunda Biennalnum í Rostock,
en í leiðinni skyldi sitthvað
skoðað á meginlandinu svo
sem tíminn leyfði, sem var þó í
knappasta lagi. Hér bar fjórar
sýningar hæst á óskalistanum
í upphafi, en það voru Picasso-
sýningin á Lousiana í Humle-
bæk, — sýning á æviverki
Amedeo Modigliani á gamla
nútímalistasafninu í París.
Sýningin París/París 1937—
1957 á „Centre Pompideu". Svo
að síðustu hin mikla sýning
„Westkunst“ í Köln, sem er
sýning nútímalistar allt frá
árinu 1939 fram til dagsins í
dag. Inn í myndina fléttast svo
margir óvæntir sýningarvið-
burðir, svo sem sýning á lífs-
verki Nicolas de Stáel í Grand
Palais, sýning á list og menn-
ingu Súmera, Assýríumanna
og Babýlóniumanna á Petit
Palais og ótal fleiri í allri
ferðinni. Ferðin gaf mér þann-
ig meira þegar á heildina er
Frá Biennalinum I Rostock: „Amor“, cftir Guðberg Auðunsson.