Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 23
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1981
23
MYNDLIST
Guðmundur Björgvins-
son opnar sýningu í dag
í dag klukkan tvö opnar Guð-
mundur Björgvinsson myndlistar-
sýningu í Djúpinu. Þetta er fjórða
einkasýning hans í Reykjavík, en
hann hefur einnig haldið nokkrar
sýningar úti á landi og tekið þátt í
samsýningu. Á sýningu þessari
eru tæplega 50 myndir, allt frá
stórum olíulitamyndum og niður í
smáar myndir gerðar með prent-
litum og tússi. Einnig eru á
sýningunni nokkrar svartkrítar-
teikningar. Sýningin er opin dag-
lega frá klukkan 11 til 23.30 og
henni lýkur 12. ágúst.
Þórskabarett á Austfjörðum
Þórskabarett ætlar að vera á ferðinni um Austfirði nú
um helgina. í gær var hann á Neskaupstað, en í kvöld
verður Þórskabarett í Valaskjálf á Egilsstöðum.
Klukkan 21.00 verður kabarettinn sem er einnig fyrir
yngra fólkið? en um kvöldið klukkan 23.00 hefst svo
dansleikur. A morgun eru þeir svo á Fáskrúðsfirði og
kabarettinn er klukkan 21.00 en dansleikur klukkan 23.00.
MYNDLIST
Sýning á
Akranesi
Ingiberg Magnússon hefur
opnað myndlistarsýningu í bóka-
safninu á Akranesi og verður
sýningin opin til mánaðamóta.
Sýnir Ingiberg 33 grafíkmyndir.
Sýningin verður opin virka daga
á opnunartíma safnsins, en um
helgina, laugardag og sunnudag,
verður opið frá klukkan 14 til 20.
Sýningu Ketils
lýkur á morgun
Sýningu Ketils Larsen lýkur á
morgun, en hann er með sýningu í
Eden í Hveragerði. Á sýningunni
eru 38 myndir og flestar málaðar
á þessu ári. Þetta er ellefta
einkasýning Ketils og eru mynd-
irnar allar til sölu.
LEIKLIST
Light Nights í kvöld
og á morgun
í kvöld og á morgun eru sýningar
á Light Nights að Fríkirkjuvegi 11.
Það er Ferðaleikhúsið eða öðru nafni
„The Summer Theatre“ sem heldur
sýningar þessar. Efni Light Nights
er allt íslenzkt en flutt á ensku og á
milli atriða eru sýndar skyggnur af
verkum íslenzkra listamanna og
leikin íslenzk tónlist. Sýningarnar
verða í sumar á fimmtudögum,
föstudögum, laugardögum og sunnu-
dögum og hefjast klukkan 21.00.
TÓNLIST
Tumi Magnússon opnar
sýningu á Akureyri
I dag klukkan 15.00 opnar Tumi Magnússon myndlistarsýningu í
Rauða húsinu á Akureyri. Sýningin samanstendur af teikningum,
hlutum og kvikmynd. Tumi stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla
Íslands og í Hollandi og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Þessi
sýning Tuma er fyrsta einkasýning hans og stendur hún til 2. ágúst og er
opin daglega frá klukkan 15.00 til 21.00.
Marteinn H. Friðríksson leik-
ur á orgel í Dómkirkjunni
Á morgun klukkan 18.00 eru orgeltónleikar í Dómkirkjunni, þar sem
Marteinn H. Friðriksson leikur í rúman hálftíma á orgelið. Munu
orgeltónleikar verða fram í ágústlok á sunnudögum í Dómkirkjunni.
Jónina Björg og ólafur við nokkur verka sinna.
MYNDLIST
Systkini opna sýn-
ingu á Selfossi í dag
Systkinin Jónína Björg
Gísladóttir úr Kópavogi og
MYNDLIST
Taeko Mori með mynd-
vefnaðarsýningu
Taeko Mori heldur myndvefnaðarsýningu í Listmunahúsinu við
Lækjargötu 2 um þessar mundir. Taeko Mori er fædd og aldist upp í
Shizuoka, en að loknu menntaskólanámi hélt hún til Tokyo og fór í
myndlistarskóla. Þá innritaðist Taeko í þekktan myndlistarskóla í
París, Nationale Superieure Des Beaux Arts. Hún hefur tekið þátt í
sýningum m.a. í Heimtex Frankfurt, Salon Des Independants, Paris og
Prix David Weili, Paris. Taeko er gift Íslendingi og hyggst hún setjast
hér að.
Ólafur Th. Ólafsson frá Sel-
fossi halda málverkasýningu í
Safnahúsinu á Selfossi og
opnar hún i dag. Jónína sýnir
20 vatnslitamyndir og Ólafur
sýnir 25 olíumálverk. Jónína
Björg hefur stundað nám í
málaradeild Myndlistarskól-
ans í Reykjavík undanfarin ár
og Ólafur útskrifaðist úr mál-
aradeild Myndlista- og hand-
íðaskólans vorið 1979. Ólafur
hefur haldið einkasýningu og
tekið þátt í samsýningu. Jón-
ína sýnir nú í fyrsta skipti.
Sýningin er opin daglega frá
klukkan 14.00 til 22.00 og
henni lýkur 3. ágúst.
MYNDLIST