Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1981 Minning: Hulda Þórhallsdóttir Fædd 29. júni 1912. Dáin 17. júli 1981. Hulda Friðrikka Þórhallsdóttir er látin. Hún lést að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra, þ. 17. þ.m. eftir margra ára vanheilsu og þjáningar. Nú þegar hún er iius úr viðjum hrjáðs líkama og framtíð blasir við hrein og björt, í framtíðar- landi eilífðar — má taka undir orð skáldsins: .0 undur llfs. er á um skeiö aö auðnast þeim, sem dauöans heið — að (inna Króa gras við il ok ijleði i hjarta að vera til. Ilve bjðrt ok óvænt skuKKaskil.' Hulda Þórhallsdóttir var fædd þann 29. júní 1912, á Höfn í Hornafirði, dóttir hjónanna Ingi- bjargar Friðgeirsdóttur og Þór- halls Daníelssonar. Þórhallur Daníelsson var iands- frægur maður á sinni tíð — og er ennþá virtur og lifandi í hugum Skaftfellinga og allra sem hann þekktu. Hann bar höfuð og herðar yfir samtíð sína, fyrst og fremst sem heimilisfaðir, gestrisinn og hjáipfús sem ekkert aumt mátti sjá svo hann yrði ekki fyrstur manna tii að rétta hjálparhönd. Hann var stórhuga framkvæmda- maður, sem segja má með réttu, lagði hornstein að hinu nú mikla athafnasvæði A-Skaftfellinga, Höfn í Hornafirði. Þórhallur var mikill bjartsýnismaður og stund- um kallaður „maðurinn með sköp- unargleðina". Hann var braut- ryðjandi á sviði útgerðar í Horna- firði. Athafnasemi hans var víð- fræg. Þórhallur Daníelsson var í hópi þeirra framámanna, sem stuðluðu að að lyfta þjóðinni upp úr fátækt og umkomuleysi, með framkvæmdum sínum og starfi sem einkenndist af trú á land og þjóð, til sjávar og sveita. Þórhallur Daníelsson var fædd- ur 21. ágúst 1973, á Völlum á Fljótsdalshéraði. Foreldrar hans voru þau hjónin Daníel Sigurðsson póstur og Sigríður Þorbergsdóttir, hreppstjóra í Þingmúla Skriðdal, Bergvins Þorbergssonar, prests á Eiðum, S-Múlasýsiu og Skeggja- stöðum N-Múlasýslu. Kona Þór- halls, móðir Huldu, var eins og fyrr segir Ingibjörg Friðgeirsdótt- ir, fædd 10. desember 1874 að Garði í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru þau Friðgeir Olgeirsson söðlasmiður og kona hans Anna Ásmundsdóttir frá Þverá, alsystir Einars Ásmunds- sonar í Nesi Höfðahverfi. Ingi- björg var mikilhæf kona eins og hún átti kyn til, og naut virðingar allra sem til þekktu. Hún var hvatamaður að stofnun kvenfé- lagsins Tíbrá á Hornafirði, og beitti sér þar frá upphafi fyrir félagslegum umbótum. Hún var framúrskarandi húsmóðir og stjórnsöm, sem kom sér á hinu fjölmenna heimili. Garður heimili þeirra hjóna var nokkurskonar miðdepill héraðsins. Þangað lágu spor margra Skaftfellinga. Allir þurftu að hafa tal af Þórhalli Daníelssyni, sem leysti hvers manns vanda af röggsemi og alúð. Gestkvæmt var af innlendum og útiendum ferðamönnum. Þá voru ekki hótel eða gistihús úti á landsbyggðinni. Öllum sem þang- að komu var tekið með hjartans alúð og stórbrotinni gestrisni. Frú Ingibjörg lést 1934, þá á besta aldri, og var harmdauði öllum sem hana þekktu. Þórhallur Daníelsson lést 28. nóvember 1961. I september 1978 var af önnu Þórhallsdóttur afhjúpaður minn- isvarði, brjóstlíkan af þeim hjón- um frú Ingibjörgu Friðgeirsdóttur + Systir mín, JAKOBÍNA THORAREN8EN, lést í Landspítalanum 23. júlí sl. Jón Thoraransan. t Bróðir okkar, HELGI GUOBJARTSSON frá Flatoyri, andaöist í sjúkrahúsi ísafjaröar 23. júlí. Greipur Guöbjartaeon, Jón Guöbjartason, Jóhann Guóbjartsson, Guójóna Guöbjartsdóttir, HalltrióuT Guóbjartsdóttir. t Drengurinn okkar, INGVAR ERNIR PÁLSSON, lést af slysförum í Svíþjóö 23. júlí 1981. Kristín Hjörleifsdóttir, Páll E. Ingvarsson. Konan mín, SIGURBJÖRG UNNUR ARNADÓTTIR, Kirkjuteig 9, lést fimmtudaginn 23. júlí. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Kjartan Ingimarsson. Móöir okkar, MARGRÉT RUNÓLF8DÓTTIR, Furugrund 26, Kópavogi, andaöist í Landspítalanum þ. 24. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Erlendur H. Eyjólfsson, Runólfur Dagbjartsson, Jónas Þ. Dagbjartsson. og Þórhalli Daníelssyni á Höfn í Hornafirði, gerðan af Ríkarði Jónssyni og Sigrúnu Guðmunds- dóttur. Minnisvarðinn var gefinn af Hornfirðingum í virðingar og þakklætisskyni og staðsettur þar sem fyrirhugaður lystigarður á að vera. Börn þeirra hjóna talin eftir aldursröð: Geir fæddur 11. júní 1902, fór ungur að heiman, var búsettur í Kanada. Ókvæntur. Látinn. Olga Ágústa Margrét, fædd 31. maí 1903, gift Kristjáni Þorgeiri Jakobssyni lögfræðingi. Bæði látin. Anna Guðrún, söng- kona, f. 27. sept. 1904, ógift. Ásta Sigríður, fædd 7. febrúar 1907, gift Guðmundi Gíslasyni umboðssala. Bertha Þóra Bína, fædd 15. janúar 1911, gift Vigfúsi Sigurgeirssyni ljósmyndara. Hún látin. Svava Þorgerður, f. 29. júní 1912 (tví- burasystir Huldu), gift Thulin Johansen fulitrúa. Hann látinn. Hulda Friðrikka, fædd 29. júní 1912, gift Knúti Kristinssyni iækni. Hann lést 16. febrúar 1972. Gunnar Daníel, söngvari, fyrrver- andi útgerðarmaður, fæddur 1. ágúst 1913, kvæntur Dagmar Fanndal. Haukur Dan skipstjóri, kjörsonur og dóttursonur, fæddur 29. október 1923, kvæntur önnu Heiðdal. Auk þess ólust upp hjá þeim hjónum, systurdóttir frú Ingibjargar, Dómhildur Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, fædd 15. október 1888, gift Bjarna Guðmundssyni frá Hornafirði, listmálara og full- trúa Þórhalls, síðar kaupfélags- stjóri á Höfn. Bæði látin. Bróður- dóttir Þórhalls, Þóra Tryggvína Tryggvadóttir kennari, fædd 14. júií 1899, gift Jóhanni Jóhannes- syni bankaritara. Hún látin. Eins og sjá má, ólst Hulda Þórhailsdóttir upp með stórum systkinahóp á mannmörgu heim- ili, þar sem saman fór glaðværð, framtakssemi og risna svo af bar. Öll var fjölskyldan söngelsk, og var húsbóndinn, Þórhallur Daní- elsson, þar ekki eftirbátur, þótt erilsamt væri á stundum vegna umfangsmikils reksturs og ferða- iaga utanlands sem innan. Það er enginn leikur að lýsa heimilishátt- um á Garði, né minningum, sem við fjölskylduna eru tengdar, enda hefur það verið gert af mörgum á öðrum vettvangi. Aðeins gerð til- raun til að draga upp myndir af þeim jarðvegi, sem Hulda Þór- halisdóttir var sprottin upp af, og æskuheimili, sem átti eftir að setja svipmót á æviferil hennar sjálfrar, og gefa henni þrótt g einurð „til að takast á við vandann" í ábyrgðarmiklu og mik- ilvægu starfi. Eiginmaður Huldu Þórhalls- dóttur var Knútur Kristinsson héraðslæknir. Hann fæddist á Söndum í Dýrafirði þann 10. september 1894, sonur séra Krist- ins Daníelssonar, síðast prests á Útskálum, Daníelssonar prests á Hrafnagili og konu hans Idu Halldórsdóttur, Friðrikssonar yf- irkennara við iærða skólann í Reykjavík. Knútur Kristinsson kom til Hornafjarðar árið 1930, og kvæntist Huldu Þórhallsdóttur þann 13. marz 1932. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap á Hornafirði á Garði, sem þá var orðin eign sýslunnar, sem lækna- bústaður og iandsímastöð. Lítil breyting varð á heimils- háttum frá bernskuárum Huldu, þau hjón héldu uppi reisn staðar- ins af sama höfðingshætti og fyrr. Þar var mannmargt og gest- kvæmt. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en áttu kjördóttur, Huldu, systurdóttir Huldu Þór- hallsdóttur sem var augasteinn þeirra. Einnig dvaldist með þeim á Hornafirði faðir Huldu, höfðing- inn Þórhaliur, ásamt kjörsyni sínum Hauki Dan, auk annarra ungmenna, sem voru þar heimilis- fastir um lengri eða skemmri tíma. Landsíminn var til húsa á Garði, og var Hulda símstöðvar- stjóri um árabil. Einnig hafði símstöðin talstöðvarþjónustu fyrir bátaflotann, sem var mikið öryggi fyrir sjómenn á hafi úti, einkum á stríðsárunum. Hulda Þórhallsdóttir fékk verðlaun fyrir þá þjónustu er hún varð til að bjarga togaranum Narfa frá Hrís- ey, frá bráðum voða, vegna ár- vekni sinnar og snarræðis. Hulda var úrræðagóð og hjálpsöm svo af bar, og manni sínum stoð og stytta í starfi hans. Þá þekktust ekki heilsuverndarstöðvar úti á lands- byggðinni, né fastir viðtaistímar hjá iæknum. Sjúklingar fengu inni á læknisheimilinu meðan beðið var eftir ferð „suður", eða þeir þurftu að vera í námunda við lækni vegna sjúkleika. Héraðið var stórt og oft illt yfirferðar. Ár óbrúaðar og algengt að farið væri „á jökli" yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi á leið suður í öræfi. Um annan farkost en hesta var ekki um að tala, enda skaftfellsku hestarnir víðfrægir „vatnahestar" og öruggir í hvívetna. Hulda var oft í förum með manni sínum á erfiðum ferðalögum. Það kom einnig í hlut húsmóðurinnar að sjá og annast sjúklinga sem dvöldu á heimilinu, sem hún gerði með þeirri umhyggju og natni, sem henni var iagin. Með þeim hjónum var mikið ástríki. Knútur Kristinsson læknir var sérstæður maður af manngæsku og kærleika. Að öðlast vináttu hans var eins og hver önnur gjöf frá forsjóninni, svo mikils virði var hann vinum sínum, og raunar öllum sem hann kynntist. Undir- rituð átti þess kost að vera nokkurs konar heimagangur á Garði, þar sem vinátta var náin milli heimiianna, prestssetursins á Kálfafellsstað og Garðs á Höfn. Hin nánu tengsl hófust með komu tengdaforeldra minna í sýsluna, séra Péturs Jónssonar og Helgu Skúladóttur frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Þá bjuggu á Garði, Þórhallur og frú Ingibjörg, en tengdamóðir mín og hún voru æskuvinkonur. Hefur sú vinátta haldist til niðja beggja. Frá Garði komu allir ríkari en þeir fóru. Þeir, sem með þurftu, komu þaðan ríkari af nauðþurft- um, í bókstaflegri merkingu. Sjúkiingar öðluðust von og trú á bata, ásamt blessunarorðum læknisins í veganesti. Aðrir fengu aukna trú á sjáifa sig, lífið og tilveruna. Þannig miðlaði fjöl- skyldan á Garði öllum nokkuð af manngæsku sinni og bjartsýni. Skaftfellingar minnast þeirra læknishjóna með þakklæti og virðingu. Þar reistu þau sér þann minnisvarða sem hvorki mölur né ryð fær grandað og mun varðveita minningu þeirra um ókomin ár. Eftir 13 ára læknisþjónustu á Hornafirði, fluttu læknishjónin að Reykhólum á Barðaströnd, þar sem þau dvöldu í 4 ár. Þaðan fóru þau að Laugarási í Biskupstung- um, þar sem Knútur Kristinsson gegndi læknaþjónustu í 8 ár. Á þeim tíma veiktist frú Hulda af illkynjuðum sjúkdómi. Hún var sjúklingur á Vejlefjord Sanatori- um í Danmörku um skeið, en náði aldrei heilsu eftir þá ferð og aðgerð sem gerð var á henni þar. Knútur, sjálfur „kraftaverkalækn- irinn" veiktist einnig alvarlega á þeim tíma, og varð að segja af sér embætti. Eftir nokkra ára dvöl í Reykjavík og hvíld frá störfum, tók Knútur að sér að gegna læknisstörfum í Flatey á Breiða- firði. Þar dvöidu þau hjón í tvö ár. Eftir það settust þau alfarið að í Reykjavík. Knútur Kristinsson læknir lést 16. febrúar 1972. Dóttir þeirra hjóna, Hulda, gift- ist þann 1. marz 1956, Ragnari Bjarnasyni sjómanni. Börn þeirra voru Bertha Ingibjörg, gift Guð- jóni Erlingssyni, námsmanni og Knútur Kristinn, sem er iátinn. Seinni maður Huldu er Ewald Berndsen forstöðumaður. Þau eiga þrjá syni: Ellert, Birgi og Björg- vin. Hulda Þórhallsdóttir hlaut í vöggugjöf glæsimennsku svo af bar, frábæra sönghæfileika sem svo ríkjandi eru hjá ættmönnum hennar, glaðværð og hlýtt viðmót. Þrátt fyrir mótlæti og veikindi, sem fæstir fara varhluta af, reyndist stilling meðfæddur eigin- leiki og trú beiskjunni yfirsterk- ari. Hulda Þórhallsdóttir bar ekki sína eigin sjúkrasögu né vonbrigði á torg, og kvartaði ekki undan eigin mótlæti. Var hún þó manna fljótust til að rétta öðrum hjálpar- hönd og sýna samúð í orði og verki. Otaldir eru þeir sem komu til frú Huldu með sorgir sínar og áhyggjur. Hún hafði lag á að gefa þeim skerf af bjartsýni sinni og glaðværð. Nú, þegar jarðvist hennar og þjáningum er lokið, fylgja henni blessunaróskir vina og fjölskyidu og þakkir fyrir liðnar samveru- stundir. „Þar sem góðir menn ganga, þar eru guðs vegir“. Blessuð sé minn- ing Huldu Þórhallsdóttur. Þóra Einarsdóttir Þakkarorð: Sr. Jón Auöuns Siðbúin þakkarorð Vinur minn, hann séra Jón, er dáinn og með þessum fátæklegu orðum langar mig til að þakka honum áratuga órofa vináttu, sem aldrei bar skugga á, og fyrir allt það, sem hann gerði fyrir mig og mína. Samskipti okkar hófust árið 1953 og síðan höfum við átt margar stundir saman. Gieði- og hátíðarstundir við giftingar, skírnir, fermingar, svo og í vina- hópi af öðrum tilefnum. Sorgar- stundir, þegar einhver ástvinanna var fallinn frá. Vinnustundir, þeg- ar við unnum saman að málefnum Rauða krossins. Aldrei brást séra Jón — hann var glaðastur allra á gleðistund- um — enginn kunni eins vel og hann að segja þau orð, sem dregið gátu úr sorginni sem nísti hjartað á sorgarstundum, og hann var hafsjór af þekkingu og reynslu hvað snerti öll mannleg samskipti. Tilfinning hans fyrir því, sem rétt var að gera í hverju tilviki var einstök og þau ráð, sem ég sótti til hans, bæði vegna persónulegra vandamála svo og vegna Rauða krossins, reyndust jafnan óbrigð- ul. Nú skiljast leiðir okkar í bili. En ég trúi því að leiðir okkar muni aftur liggja saman og að ég fái þá að gleðjast enn einu sinni við hans hýra bros. Dagný mín, við Steffí hugsum til þín á þessum erfiða tíma og biðjum góðan Guð að blessa þig og styrkja. íslenskri þjóð get ég ekki óskað betra hlutskiptis en þess, að hún eignist aðra syni slíka, sem séra Jón var. Davið Sch. Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.