Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981 Fiskeldismál: Nýjungar í fiskeldi og möguleg ræktun ís- lenzku fiskistofnanna — Stefnumörkun er það sem að mínu áliti vantar mest i fiskeld- ismálum íslendinKa. Á sviði fisk- eldis eru miklir möKuleikar fyrir hendi á íslandi, en það vantar alveg ákvarðanir um hvaða moKuleika við ætlum að nýta ok hverja ekki. Mér fyndist eðli- le^ast að ríkisstjórnin gerði til- lögur um stefnuna í fiskeldismál- um þannig að þar væri einhver ákveðin stefna til að fylgja. Svo þyrfti að efla fiskeldið með myndarskap og tryggja þessum atvinnuvegi bæði aðstöðu og fjár- magn. sagði Eyjólfur Friðgeirs- son fiskifræðingur á hafrann- sóknarstofnun er blaðamaður Morgunhlaðsins leitaði álits hans um stöðu fiskeldis sem atvinnu- greinar hérlendis og helztu möguleika á þvi sviði. Eyjólfur er sérfræðingur í eggj- um og lirfum fiska og hefur sérhæft sig í fiskfósturfræði. Hann vann um skeið að rannsókn- um á loðnuhrygningu og fóstur- þroska flestra þorskfiska í Sæ- dýrasafninu í Vestmannaeyjum en hefur einnig gert kannanir á ála- og iaxeldi hérlendis. Hann hefur sýnt fiskeldismálum. mikinn áhuga og tekið þátt í stofnun nokkurra fiskeldisfyrirtækja hér á landi. — Hérlendis hefur þegar verið unnið geysimikið starf í laxarækt og við höfum öðlast mikla reynslu á því sviði, sagði Eyjólfur. — En á sviði beins fiskeldis hefur minna verið gert þó að á síðustu árum hafi safnast upp mikil þekking á því hér heima og orðið nokkuð ljóst hvað arðbært er að fram- kvæma á því sviði og hvað ekki. Þar eigum við mikla möguleika ónýtta sem við þyrftum að gefa meiri gaum. Fiskeldi er einkum tvenns konar — annars vegar ræktun villtra fiskistofna með því að grípa inní og stuðla að vexti þeirra, en hins vegar matfiskeldi þar sem fiskur- inn er alinn í kjörstærð í fiskeld- isstöð. Hér hefur, eins og ég sagði, verið unnið feykilega mikið starf í laxarækt — með seiðasleppingum, gerð fiskivega og ræktun lax í ám og vötnum. En það eru miklu fleiri möguleikar fyrir hendi og sumir þeirra hafa verið að opnast nú á síðustu árum. Tillaga á Alþingi um þorskeldi I vetur var borin upp tillaga þess efnis á Alþingi að kanna skyldi þann möguleika að styrkja íslenzka þorskstofninn með því að sleppa þorskseiðum frá fiskeld- isstöðvum. Er þetta raunhæfur möguleiki? — Já, það hafa komið fram hugmyndir um að auka stofnstærð þorskstofnsins með ræktunar- framkvæmdum, t.d. með klaki og seiðaeldi, og þessi hugmynd er þess virði að hún sé skoðuð þó ég hafi ekki trú á að hún komi til framkvæmda á næstunni. Nýlega hefur Norðmönnum tek- ist að klekja þorskhrognum og ala seiðin upp í fullorðinn kynþroska þorsk. Þetta var alveg ófram- kvæmanlegt fyrir nokkrum árum, þar eð þekkingin sem til þarf var ekki fyrir hendi, en nú er ekkert lengur því til fyrirstöðu að fram- kvæma þetta. Það sem hins vegar mælir á móti því að þetta verði gert í stórum stíl, er einkum tvennt: Það yrði gífurlega kostnaðarsamt og engan veginn ljóst að með því værum við að styrkja þorskstofn- inn. — Viðkoma þorsksins hér við land virðist hafa verið nokkuð góð undanfarin ár þrátt fyrir ugg um að hrygningarstofninn væri orð- inn full lítill. Árgangarnir hafa að vísu verið misgóðir en yfirleitt þokkalegir og einstök ár s.s. 1973. og 1976 hefur viðkoman orðið mjög góð — það bendir reyndar margt til þess að árgangurinn í ár verði sterkur, þó vissulega gæti ýmislegt gripið inn í þróun hans seinna í sumar. En jafnvel þó við framleiddum góðan árgang á hverju ári með seiðaeldi, er alls ekki víst að ástand þorskstofnsins yrði betra en nú. Margt bendir til að sveiflur þær er verða í stofnstærð þorsks- ins stafi ekki nema að litlu leyti af því hvernig seiðaframleiðslan gengur fyrir sig. Undanfarin ár hafa Norðmenn og eins vinnuhóp- ur nokkurra sérfræðinga Haf- rannsóknarstofnunarinnar hér unnið að rannsóknum á því hvað veldur misjafnri seiðaframleiðslu hjá þorskinum ár frá ári. Enn Rætt við Eyjólf Friðgeirsson fiskifræðing hefur ekki fengist botn í það mál og er nú unnið að vinnslu gagna, sem safnað hefur verið undanfar- in ár á hrygningarstöðvunum. Þegar þessi vitneskja liggur fyrir er hins vegar hugsanlegt að við getum á einhvern hátt gripið inn í ferilinn og stuðlað að því að hrygning og seiðaframleiðsla gangi betur í náttúrunni. Þegar er ljóst að árferði — veðráttan sem hefur áhrif á aðstæðurnar í sjón- um — hefur mikið að segja. Það er þannig ekki vist að seiðamagnið skipti höfuðmáli fyrir viðgang stofnsins — of mikið af seiðum gæti jafnvel virkað hamlandi á vöxt hans — það gæti allt eins verið að þær aðstæður sem ríkja í sjónum, meðan seiðin eru að vaxa upp, skipti meira máli. Ef til vill munum við innan fárra ára hafa þekkingu til að geta haft áhrif á þessar aðstæður og stuðlað þannig að auknum vexti og viðgangi fiskistofnanna en þetta er ekki tímabært að framkvæma enn. Ræktun fiskistofna á einstökum svæðum Klak og eldi á þorskseiðum gæti aftur á móti þjónað ýmsum öðrum tilgangi. Með því að framleiða þorskseiðin í eldisstöðvum og sleppa þeim á haustin, um það leyti sem þau leita botns, eru miklar líkur til að hafa mætti áhrif á þorskmagnið á einstökum svæðum. Þannig mætti t.d. ná upp fiski inni á fjörðum og flóum sem eru fiskilausir núna, ef áhugi væri fyrir hendi. Þorskurinn er að vísu ekki staðbundinn fiskur en ef marka má niðurstöður seiðarannsókna, þá sýna þær að þar sem mikið er af seiðum á haustin kemur oft upp smáfiskur er tímar líða. Margt bendir einnig til að þorskurinn hafi tilhneigingu til að leita aftur til hrygn'ingarstöðvanna. Úr þorskárganginum 1973 barst t.d. á sínum tíma töluvert magn af seiðum til Austur-Grænlands en tvær síðustu vertíðir hafa komið þaöan þorskgöngur hingað á ís- landsmið, — sem bendir eindregið til að þorskurinn hafi tilhneigingu til að. snúa aftur til klakstöðv- anna. Þannig bendir margt til að auðvelt væri að rækta upp fiski- stofna á tilteknum svæðum án þess að leggja í mikinn kostnað. Þetta á að sjálfsögðu við um fleiri stofna en þorskinn og það væri jafnvel hægt að rækta hér upp stofna, sem ekki eru hér nú, með þessari aðferð — bæði fisk- og skeldýrastofna og jafnvel annað. Það hefur t.d. komið til tals að klekja út stóra humrinum og sleppa honum í sjó hér heima — sjórinn er að vísu of kaldur hér til að stóri humarinn geti tímgast og það yrði alltaf að flytja inn hrognin eða fá þau úr humareld- isstöð. Efling síldarstofnsins með seiðaklaki Svipaður möguleiki er fyrir hendi með síldarstofninn og reyndar öllu vænlegri að mínu áliti. Hér við land voru áður fyrr tveir síldarstofnar — vorgotsíld- arstofninn og sumargotsíldar- stofninn. Á síldarárunum marg- frægu hvarf vorgotsíldarstofninn hér um bil alveg og hefur þrátt fyrir verndun ekki náð sér á strik aftur. Þetta hefur leitt til þess að uppbygging síldarstofnins, í það ástand sem var hér á árum áður, hefur ekki tekist. Vorgotsíldar- stofninn er úr sögunni og ein- göngu sumargotsíld eftir. Það er hins vegar vel hugsan- legt að hægt sé að ná upp vorgotsíldarstofninum með því að flytja inn hrogn af Norsk-íslenzka vorgotsíldarstofninum, klekja þeim út og sleppa seiðunum hér heima. Þetta yrði að sjálfsögðu töluvert mikið fyrirtæki, ef eitt- hvað ætti að muna um það, en vel framkvæmanlegt og myndi geta skilað miklum arði ef vel tækist. En nú hefur verið bent á að árangur, af seiðasleppingum er ekki alltaf sem skyldi — því hefur verið haldið fram að árangurinn sé í sumum tilfellum nær enginn. Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræð- ingur. — Árangur hérlendis í hafbeit á undanförnum árum hefur verið tiltölulega lítill en það þarf alls ekki að þýða að svo verði áfram. Á undangengnum áratug höfum við safnað mjög dýrmætri reynslu og ég held að hafbeit með miklum árangri sé á næsta leiti. Hákon Aðalsteinsson, vatnalíf- fræðingur, gerði fyrir ári tölfræði- lega úttekt á árangri laxhafbeitar undangenginna ára. í niðurlagi skýrslu hans um þessa rannsókn segir: „Niðurstaða mín er því miður sú að ekki hafi tekist að uppskera neinn umtalsverðan árangur af fiskiræktarátaki ára- tugsins." Eg er sammála Hákoni um það að uppskeran hefur orðið næsta rýr — en hann gleymir því sem er mikilvægast, — að á þessum árum höfum við safnað þekkingu og reynslu sem verða mun traust undirstaða góðs árangurs á sviði hafbeitar í framtíðinni. Það er nú ljósara en áður hvernig á að standa að hafbeit — bæði hvað varðar tækni við seiðaframleiðslu og aðferðir við sleppingu, sem mjög hefur tekist að bæta. Eftir tilraunir undanfarinna ára stönd- um við, til þess að gera, sterkt að vígi á þessu sviði. Ýmsir möguleikar í matfiskeldi Nú hefur áhugi hér á eldi í strandkvíum, þar sem fiskurinn er alinn í kjörstærð, farið mjög vaxandi og ein slík eldisstöð að Húsatóftum við Grindavík hefur þegar tekið til starfa. Telur þú að á þessu sviði verði hægt að færa verulega út kvíarnar — í bókstaf- legri merkingu? — Já, ég tel að í þessu séu miklir möguleikar fólgnir. Það þarf tvímælalaust að efla þessa fiskeldisstöð við Grindavík og e.t.v. að byggja fleiri samskonar. Slíkar stöðvar gætu framleitt lax frá 0,5 til 1,0 kg, sem þær seldu á vorin, en laxinn síðan alinn upp í flotkvíum, úti á fjörðum með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.