Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981
Um 50 Loftleiðaflugmenn
samþykktir félagar í FIA
FÉLAGSFUNDUR í Félagi ís-
lenzkra atvinnufluKinanna. FÍA,
samþykkti i fyrrakvold tæplejta
50 inntökubeiðnir flujjmanna,
sem verið hafa félagar i Félajfi
Loftleiðaflugmanna ok eru þá
fluKmenn allir komnir i eitt ok
sama stéttarfélaKÍð. Áður munu
um 10 LoftleiðafluKmenn hafa
verið féla^ar í FÍA.
Kristján Egilsson, formaður Fé-
lags íslenzkra atvinnuflugmanna
kvað nú flesta ef ekki alla at-
vinnuflugmenn félaga í FÍA. Líf-
eyrissjóður er og hefur verið
sameiginlegur þann tíma, sem
Félag Loftleiðaflugmanna hefur
starfað sem stéttarfélag. Kristján
kvað félaga innan FIA nú eftir
inngöngu félaga FLF vera um 180
talsins.
Kristján sagðist fagna því, að
flugmenn skyldu hafa náð saman í
eitt félag. Hann kvaðst vona, þótt
enn kynnu að vera ýmis ljón á
veginum, að eðlilegt samstarf
tækist milli manna og menn gerðu
lítið úr þeim vandamálum, sem
upp kynnu að koma. Slíkt myndu
menn reyna að leysa innan félags-
ins í bróðerni. „Það er engin
spurning um það, að bæði kjör og
ýmislegt fleira, sem flugmenn eiga
að starfa að varðandi öryggismál
og annað, hefur því miður orðið út
undan þann tíma, sem við höfum
þurft að eyða tíma okkar í að
kljást hverjir við aðra. Það er af
mörgu að taka og mikil verkefni
framundan," sagði Kristján Eg-
ilsson.
Albert Guðmundsson borgarfulltrúi:
Alla tíð verið á móti úti-
tafli og Tjarnarbryggjum
„ÉG IIEF alla tið verið á móti
útitaflinu og bryggjunum sem
setja á við Tjörnina. og er einn
talsmaðurinn gegn þessum hug-
myndum,“ sagði Álbert Guð-
mundsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, i samtali við
Morgunblaðið, er hann var spurð-
ur álits á þessum málum. „Á
borgarráðsfundi síðastliðinn
þriðjudag sátum við Davíð
Oddsson hjá við atkvæðagreiðslu
um breytingartillögu frá bygg-
ingarnefnd. þar sem lagt var til
að tröppur yrðu felldar niður af
teikningu. en þannig vill til að á
þessum stað voru tröppur fyrir
mörgum árum. Byggingarnefnd
Indriði G. Þorsteins-
son kjörinn formaður
stjómar Reykjaprents
Á AÐALFUNDI Reykjaprents
hf„ útgáfufélags Vísis, var lögum
breytt og aðalmönnum i stjórn
fjölgað úr 5 i 9. Á fyrsta stjórn-
arfundi, sem haldinn var i gær,
var Indriði G. Þorsteinsson kjör-
inn stjórnarformaður, en Hörður
Einarsson baðst undan endur-
kjöri. Þá var á aðalfundinum
staðfest hlutafjáraukning um
150 m.gkr.
í aðalstjórn eru nú Baldvin
Tryggvason, Guðmundur Guð-
mundsson, Hörður Einarsson,
Indriði G, Þorsteinsson, Ingi-
mundur Sigfússon, Óttar Yngva-
son, Pétur Björnsson, Sigfús Sig-
fússon og Þórir Jónsson. Einnig
var fjölgað í varastjórn úr 2 í 4 og
skipa hana nú Böðvar Valgeirsson,
Davíð Guðmundsson, Halldór
Jónsson og Kristján G. Kjartans-
LÁTINN er á Borgarspítalanum
í Reykjavik Ingþór Jóhann Guð-
laugsson, 35 ára lögreglumaður
til heimilis að Vallholti 39 á
Selfossi. Slasaðist hann er bill,
sem hann vann að viðgerð á, féll
ofan á hann og komst hann ekki
til meðvitundar eftir slysið.
Um 50 tonn
voru seld
ALLS seldust um 50 tonn af tómöt-
um þær tvær vikur, sem Sölufélag
garðyrkjumanna tilkynnti lækkað
verð á tómötum. en verðið var
lækkað úr 30 kr. í 17 kr. hvert kíló
i heildsölu eða um 43,3%, en hefur
nú hækkað aftur í 30 kr. kg og er
hækkunin 76,5%.
Þorvaldur Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri SFG tjáði Mbl., að alls
hefðu selst 49.974 kg á þessum hálfa
mánuði, sem væri tvöföld sala miðað
við það sem venjulegt er. Verðið er
nú aftur 30 kr. fyrir kílóið í
heildsölu. í næstu viku eru væntan-
legt á markað hvítkál, blómkál og
rófur,
Fjögurra ára drengur
lézt í slysi í Svíþjóð
FJÖGURRA ára drengur, Ingvar
Ernir Pálsson, lézt í umferðar-
slysi skammt frá Uppsölum i
Svíþjóð sl. fimmtudag.
Hann var sonur hjónanna
Kristínar Hjörleifsdóttur og Páls
E. Ingvarssonar.
Var fjölskyldan, hjónin og tvö
börn, á ferð í einkabíl og hann fór
útaf veginum og valt. Kastaðist
drengurinn út úr bílnum og lézt
samstundis.
sá ástæðu til þess að gera tillögu
um að fella þessar einu tröppur
niður,“ sagði Albert.
„Allt frá því ég tók sæti í
borgarstjórn hef ég gert tillögur
um að fé yrði veitt til lagfæringar
á Tjarnarbökkunum, en illa gekk
að fá samþykkta fjárveitingu fyrir
þeirri framkvæmd, allt þar til í
fyrra, en þá var samþykkt að veita
fé til lagfæringar á eystri Tjarnar-
bakkanum, en hann er stórhættu-
legur. Peningunum sem fara áttu í
lagfæringu á bakkanum hefur nú
verið veitt í Tjarnarbryggjurnar.
Ég mótmælti þessu harðlega. Það
á að taka þessa peninga, og nú á að
setja þá í útitaflið, vegna þess að
það er orðið dýrara en gert var ráð
fyrir í upphafi. Þetta þýðir það að
austurbakki Tjarnarinnar verður
áfram eins og hann er, stórhættu-
legur fólki," sagði Albert.
„Ég hef á öllum stigum þessa
máls greitt atkvæði gegn þessum
hugmyndum um bryggjur við
Tjörnina og talað gegn útitaflinu,
en ég sat hjá við lokaafgreiðslu
þess rnáls," sagði Albert Guð-
mundsson að lokum.
Margir árekstr-
ar í Reykjavík
ÓVENJUMARGIR árekstrar urðu I
gærdag i umferðinni i Reykjavik,
en lögreglan kunni engar sérstakar
skýringar á þvi, nema hvað umferð
var mjög mikil. Voru alls 18
árekstrar frá hádegi og fram að
kvöldmat. Engin slys urðu á fólki,
en í einu tilviki var ekið á hjólreiða-
mann, sem slapp ómeiddur.
Þá var á miðvikudagskvöld ekið á
Ijósastaur við Hringbraut, skammt
austan Birkimels. Hafði ökumaður
misst stjórn á bílnum er eitt hjólið
rakst utan í gangstéttarbrún.
Danska skipið sigldi á stjórnborðssíðu Berglindar og kom gat á
skipið neðan sjólinu, auk þess sem skemmdir urðu á lunningu og
gámum eins og sjá má á myndinni.
Þegar sjórinn komst i framlest Berglindar seig skipið talsvert að
framan og komu þá stýri og skrúfa þess upp úr. Á myndinni má
sjá einn af bátum kanadisku strandgæzlunnar koma til aðstoðar.
Síðustu stund-
ir Berglindar
FLUTNINGASKIPIÐ Berglind sökk síðastliðinn mánudag eftir
árekstur við danskt skip daginn áður. Berglind var í eigu íslenzkra
kaupskipa hf., dótturfyrirtækis Eimskipafélags íslands, en var
skráð í Singapore. Morgunblaðinu hafa borizt myndir, sem teknar
voru af Ingimar H. Reynissyni skipverja á Berglind og sýna þær
nokkuð aðstæður er óhappið vildi til og skemmdir á skipinu.
Það rétt grillir i skipverjana á Berglind er þeir yfirgefa skipið í
niðaþokunni, sem lá yfir öllu er áreksturinn varð.
Trúnaðarmenn starfsmanna ÍSAL:
Hvetja til eðlilegra við-
ræðu- og samningaleiða
TRUNAÐARMENN starfsmanna
ÍSAL gengu á fund iðnaðarráð-
herra í fyrradag að beiðni ráð-
herra. Trúnaðarmennirnir gáfu
síðan út í gær eftirfarandi til-
kynningu til starfsmanna ÍSAL:
„Undanfarna daga hafa fjöl-
miðlar fjallað um súrálsmálið
svokallaða og þá sérstaklega um
túlkun iðnaðarráðuneytisins á
skýrslu Coopers og Lybrand og
svör Alusuisse. Ohjákvæmilega
hafa ISAL og starfsmenn þess
dregist inn í þessa umfjöllun
fjölmiðla.
Trúnaðarmenn starfsmanna
hafa reynt að kynna sér þetta mál,
með það sérstaklega í huga að
tryggja hagsmuni starfsmanna við
álverið. A fundi með iðnaðarráð-
herra, sem hann boðaði til í
gærmorgun með fulltrúum trúnað-
armanna hjá ÍSAL, gerði hann
grein fyrir sjónarmiðum sínum og
ráðuneytisins í þessari deilu og
lagði áherslu á að hún hefði engin
áhrif á atvinnuöryggi starfsmanna
ÍSAL.
Þá hafa fulltrúar trúnaðar-
manna einnig setið fund með
forsvarsmönnum ÍSAL og kynnt
sér sjónarmið fyrirtækisins og
Alusuisse.
Fram kom í viðræðunum við
iðnaðarráðherra og forsvarsmenn
ÍSAL, að þeir hafa fullan hug á að
fyrirtækið geti vaxið og dafnað á
eðlilegan hátt.
Ljóst er, að ágreiningurinn milli
iðnaðarráðuneytisins og Alusuisse
er um það, hvort farið hafi verið
eftir ákvæðum samninga um verð-
lagningu á súráli til ISAL. Þar
leggja aðilar mismunandi mat á,
hvaða verð sé eðlilegt til viðmiðun-
ar í samningum óskyldra aðila.
I þessum viðræðum hafa full-
trúar starfsmanna lagt áherslu á
að tryggja verði atvinnuöryggi 0g
hagsmuni starfsmanna, og að
ágreining Alusuisse og ríkis-
stjórnarinnar verði að leysa eftir
eðlilegum viðræðu- og samninga-
leiðum.
Örn Friðriksson.“