Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981
37
Ur flugferð til
Bandaríkjanna
í ferð með Flugleiðavél til
Bandaríkjanna hinn 6. þ.m.,
bar svo við, að ég sat við hlið
fréttaritara bandarískrar út-
varpsstöðvar. Þetta var stúlka
á að giska um þrítugt á
heimleið úr ferð til Evrópu, og
notaði hún tímann á Ieiðinni
vestur að verulegu leyti til
kappsamlegra skrifa í bók,
sem ég taldi víst að fjallaði um
ferðasögu hennar.
Við upphaf samtals fékk ég
að vita, að nefnd fréttakona
hafði farið með Flugleiðavél
frá Bandaríkjunum til Lux-
emborgar og þaðan áfram til
Grikklands, en ég vissi ekki þá
þegar um 4ra daga viðstöðu
hennar á íslandi á bakaleið,
Austan
garri æð-
ir fram...
Eftirfarandi kviðling, eign-
aðan Eiríki Briem rafmagns-
veitustjóra, rak á fjörur Vel-
vakanda af hreinni hendingu
nú á dögunum. Þótti Velvak-
anda vissara að forða rekald-
inu undan sjó því nú gerist
brimasamt. Og moldin rýkur í
logninu.
Auslan xarri æðir (ram
allt i bólakafi
ofaavriði, ofsaKjamm
afli vei i hafi.
Eiríkur Briem
með kynnisferðum að Gull-
fossi, Geysi og á Þingvöll.
Þótti mér því, með tilliti til
umræðna um slæma aðstöðu
Flugleiða í sambandi við flug
yfir Norður-Atlantshaf, fróð-
legt að fregna hvers vegna
nefndur fréttaritari keypti
farmiða fyrir ferð sína fram
og til baka hjá hinu íslenzka
flugfélagi, og var svarið, að
hin íslenzka flugþjónusta væri
vel þekkt í Bandaríkjunum og
fargjöldin álitin sanngjörn.
Var mér einnig ánægja að
sjá, að flugvélin var í þetta
sinn nærri fullsetin, og á
bakleið, viku síðar, var varla
minna en 80—90% sætanýt-
ing.
En aðaltilefni þess að ég
sting niður penna um áður
greinda ferð, er það, að hin
fyrrnefnda bandaríska
fréttakona hafði sérstaklega
orð á því við mig, að hún hefði
skoðað listasafn Einars Jóns-
sonar í Reykjavík og teldi það
eitt fegursta og athyglisverð-
asta safn sinnar tegundar,
þótt borið væri saman við söfn
í öðrum löndum, svo sem á
Ítalíu og í Grikklandi, þar sem
nefnd sagðist vera vel kunnug
listasöfnum. — Lét fréttakon-
an í ljós þá ósk og von, að
hægt yrði að hafa farandsýn-
ingu á umræddu safni í öðrum
löndum, svo að sem flestir
mættu njóta þeirrar listar,
sem þarna væri að finna.
Torfutafl og Tjarnarbryggjur:
„Akveðið að eyðileggja
miðbæ Reykjavíkur“
Eg hef verið mjög andsnúin
útitaflinu alla tíð, en nú ber
svo við að mér finnst það hin
snjallasta hugmynd. Hvað ber
við? Útitaflið mun víst kosta 1
milljón króna eða meira, sem
leiðir til þess að brúarbrygg-
ingum úti á Tjörninni verður
frestað.
Einhver einhversstaðar
virðist hafa ákveðið að eyði-
leggja miðbæ Reykjavíkur; en
að svo komnu hefur okkur
verið hlíft við þeirri hörmung
að þurfa að horfa uppá tvær
slíkar „fegrunarframkvæmd-
ir“ samtímis.
Anna Cosser
£>essir hringdu . . .
Hjólreiðar og akstur
fara ekki saman
Ökumaöur hringdi og vildi gera
eftirfarandi athugasemd við um-
kvörtun hjólreiðamanns í Velvak-
anda í gær.
„Ég vona að ég fylli ekki þann
hóp ökumanna sem „hjólreiðamað-
ur“ telur að sýni tillitsleysi og
sauðshátt í umferðinni svo út yfir
allan þjófabálk taki. Ég þykist vita
að hann hafi nokkuð til síns máls
— því þótt ég hjóli ekki hversdags-
lega til vinnu verð ég stundum
óþægilega var við sofandi ökumenn
undir stýri, svo ekki sé talað um
tillitsleysi og frekju — sem þykir
allt að því sjálfsögð hér í umferð-
inni.
En hjólreiðakappar mega líka
ýmislegt læra. Maður sér það
nefnilega stundum að þeir þykjast
ekki þurfa að virða umferðalög —
hjóla á móti umferðinni og hika
ekki við að halda áfram á rauðu
ljósi þegar enginn bíll er á leið yfir.
Að þessu leyti ættu hjólreiðamenn
að líta í eigin barm og gera betur.
Annars er ég fyllilega sammála
hjólreiðamanni, sem skrifaði í
Velvakanda fyrir u.þ.b. hálfum
mánuði, og benti þá á að reiðhjól og
bílar færu aldrei vel saman í
umferðinni. Ef hjólreiðamönnum
fjölgar áfram í umferðinni er
nausynlegt að fara að hyggja að því
að byggja sérstaka hjólreiðastíga
fyrir þá. Vil ég benda skipuleggj-
endum á þetta — það kæmi sér
áreiðanlega betur en útitafl og
Tjarnarbryggjur, svo ekki sé talað
um laxarækt í Reykjavíkurtjörn."
Frá Héraðsskólanum Reykja-
nesi við ísafjarðardjúp
Getum bætt viö nemendum í 7., 8. og 9. bekk. Sími
um Skálavík eöa ísafjörö.
Skólastjóri
BOSCH
LJÓSA-
STILUNGATÆKI
fyrirliggjandi
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
ELDAVÉL
OFN
GRILL
ponuR
OG
PAIMIMA,
eöa pvísemnaest!
Nyja rafmagnspannan frá Oster
gerir þér mögulegt aö sjóöa, steikja og baka
án þess aö þurfa aö standa yfir pönnunni allan
tímann. Meö forhitun og hitajafnara geturöu
eldaö alltfrá kjötréttum til pönnusteiktra
eftirrétta - aö ólgeymdum pönnukökum -
á næstum því sjálfvirkan hátt.
Komu og skoðaðu gripinn í verslun okkar!