Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981 17 Frjálshyggja nýju tímariti eftir Hannes H. Gissurarson Tímaritum um þjóðmál hefur fjölgað síðustu árin. Ungir jafnað- armenn gefa út Málþing. Harald- ur Jóhannsson og Gunnar Dal Veröld. sem ég skrifaði um fyrir nokkrum dögum, og ungir rót- tæklingar, sem eru að sögn trotzkýsinnar, Nýja dagskrá, en 1. hefti þess kom út fyrir skömmu, og um það ætla ég að fara örfáum orðum í þessari grein. Ábyrgðar- maður þess er Helgi M. Sigurðs- son, en heimilisfangið er hið sama og Fylkingarinnar. í þessu 1. hefti eru fjórar greinar. Lengsta greinin er um kreppu áranna eftir 1970 eftir Má Guðmundsson, sem iokið hefur meistaraprófi í hagfræði frá Cam- bridge-háskóla, en hann er vígi stjórnlyndra hagfræðinga, sem sótt hafa flest rök sin til Keyness og Marx. Már greinir nokkrar kenningar marxsinna um þessa kreppu og telur, að þær megi sameina í eina, og segir, að kreppan feli „ekki í sér nein vandamál sem lýðræðisleg áætl- anagerð myndi ekki leysa á nokkr- um tírna". Hann segir, að hún sé „kreppa efnahagslifs sem stjórn- ast eingöngu af leitinni að há- marks einkagóða minnihluta þjóð- arinnar". En þessi staðhæfing Más rekst því miður óþyrmilega á eina staðreynd — þá, að ríkisaf- skipti stórjukust með flestum þjóðum Vesturlanda á árunum fyrir 1970, þannig að varla má kenna of litlum ríkisfskiptum um kreppuna, enda eru flestir sam- mála um, að hún sé vegna oí mikilla ríkisafskipta. Og er kreppa Pólverja og annarra þjóða undir ráðstjórn vegna of lítilla ríkisafskipta? Stytzta greinin er um „firring- una í markaðssamfélaginu" eftir Helga M. Sigurðsson sagnfræðing. „Firring" er orð, sem sumir menntamenn nota um kjör verka- manna, þótt þeir þekki þau fæstir af eigin raun. í því felst stundum vorkunnsamleg lítilsvirðing (þvi að menntamaðurinn telur sjálfan sig „ófirrtan", en verkamanninn „firrtan"). Merking þess er víðtæk í máli marxsinna, það virðist geta merkt vanlíðan, vanmetakennd, óánægju, öfund og taugaveiklun, sem allt er að sjálfsögðu rakið til séreignarskipulagsins. Enginn ef- ast um, að firring sé til í öllum þessum merkingum. En hvers vegna kemur marxsinnum aldrei í • hug að kanna firringu í sameign- arskipulagi? Um hana er til fróð- leg bók eftir hagfræðinginn Paul Craig Roberts, Alienation and the Soviet Economy. Og eru afbrot og ofdrykkja, sem greinarhöfundur hefur hvort tveggja til marks um firringu, ekki til í sameignarríkj- unum? Tvær greinar eru síðan í heftinu af innlendum vettvangi, önnur um Alþýðubandalagið eftir Árna Sverrisson háskólanema, hin um frjálshyggjuna á íslandi eftir Ein- ar Baldvin Baldvinsson sagnfræð- ing. Árni hefur komizt að því, sem er dagsatt, að Alþýðubandalagið er orðið kerfisflokkur, hefur breytzt úr hreyfingu í stofnun, sem keppir við ,aðra flokka um fjöldafylgi á markaði stjórnmál- anna og hættir ekki á neinar hugsjónir. Einar Baldvin segir, að í grein sinni verði „helst fjallað um Hannes Hólmstein Gissurar- son sem fulltrúa frjálshyggjunn- ar. Hannes hefur fjallað mest um almenn vandamál frjálshyggjunn- ar og hjá honum er því að finna heilsteyptustu lýsinguna á þessari stefnu". Mér er því málið skylt. Ég tel fulla ástæðu til að ræða rækilega gagnrýni Einars Bald- vins og annarra marxsinna og Róttæklingum virðist hafa sézt yfir. að framtíðarsýn þeirra svip- ar til staðleysu (útópíu) markaðs- hyggjumanna eins og dr. David Friedmans. „Svo virðist sem ungu róttæklingarnir hafi ekki tekið eftir því, að framtíðarsýn þeirra svipar í mörgu til staðleysu (útópíu) markaðshyggju- manna.“ hyggst gera það síðar í tímaritinu Frelsinu. en í þessari umsögn læt ég nægja nokkrar athugasemdir. Einar Baldvin segir, að frjáls- hyggjumenn ætli að ráðast á verkalýðshreyfinguna. Það er að vísu rangt. En hver er þessi verkalýðshreyfing? Eru það verkalýðsforingjarnir, sem halla sér aítur í dúnmjúkum sessum í palisander-þiljuðum skrifstofum, taka upp símann og mæla með þreytublæ í röddinni fyrir um í hvað eigi að nota féð úr digrustu sjóðum landsins? Eru það verka- lýðsforingjarnir, sem sóla sig við Svartahaf, háma í sig styrjuhrogn og þamba vodka í boði Kreml- verja? Ég held, að ég sé ekki einn um að sjá lítið samband á milli þessara manna og verkalýðsins sjálfs, allra þeirra ólíku einstakl- inga, sem gegna nytsamlegum störfum í atvinnulífinu. Og hvern- ig skýra marxsinnar það, að ekk- ert tölulegt samband er á milli kjarabaráttu og kjarabóta? Einar Baldvin efast um, að markaðskerfið sé nauðsynlegt skilyrði fyrir lýðræði. Hann nefnir lýðræði Forn-Grikkja. Það er að sjálfsögðu ótækt dæmi, því að það var ekki lýðræði í nútimaskiln- ingi, þrælar og konur nutu ekki borgaralegra réttinda. Hann segir síðan, að samkeppni hafi í sifellu minnkað á Vesturlöngum frá alda- mótum. Þetta er rangt, þótt marg- tuggið sé af marxsinnum. Sam- keppnin hefur harðnað í mörgum greinum, t.d. í Atlantshafsflugi síðustu árin. Það er athygli vert, að ein aðaltillaga róttækra manna í Bretlandi er að hefta innflutning iðnaðarvöru til að vernda brezkan iðnað fyrir hinni hörðu samkeppni á alþjóðamarkaði (en um hitt er gagnrýnd í róttæklinga ekki hugsað, að aðgangur að vestrænum mörkuðum er eini möguleiki fátækra þjóða til að sleppa úr fátæktargildrunni). En þessi goðsögn um minnkandi sam- keppni er hrakin i bókinni The Competitive Economy. sem bandariski hagfræðingurinn Yale Brozen gaf út fyrir nokkrum árum. Einar Baldvin segir, að frjáls- hyKfflan sé ólýðræðisleg. Þetta er rétt í þeim skilningi, að lýðræði er að dómi frjálshyggjumanna ekki frumgildi stjórnmálanna, heldur einstaklingsfrelsið. En þetta er rangt, ef átt er við það, að frjalshyggjumenn séu á móti lýð- ræði. Ágreiningsefnið er ekki, hvort ríkisvaldið á að vera lýðræð- islegt eða ekki, heldur hvernig má nota ríkisvaldið. Má meirihlutinn til dæmis nota rikisvaldið til að kúga minnihlutann? Þessu svara frjálshyggjumenn neitandi. Þeir styðja lýðræðisskipulagið, en hafna þeirri skoðun sem fullkom- inni fásinnu, að meiri hlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Vox populi vox dei — hættulegri villutrú er varla til. Frjálshyggjumenn eru með lýðræði, því að það er greið- færasta, skynsamlegasta og eðli- legasta leiðin, sem til er til að velja valdsmenn, en þeir telja þó mestu varða, að sjálft ríkisvaldið sé svo takmarkað og einstaklings- frelsið svo víðrækt sem kostur er á. Að lokum verð ég að minnast á það í tilefni nýs tímarits, að ég skil varla. hvernig róttæklingar ^DAGSKRA’ haga baráttu sinni. Á sama tíma og frjálshyggjumenn eru að leggja undir sig hugmyndaheiminn og unga fólkið er að gera frelsishug- myndina að sinni, gefa marxsinn- ar á Islandi út þrjú tímarit um þjóðmál, Rétt undir ritstjórn Ein- ars Olgeirssonar, Veröld og Nýja dagskrá. Það er að vísu skiljan- legt, að fók, sem á hugsjónir kæri sig ekki um að vera viðriðið Rétt. sem hefur varið — með hávaða eða þögn eftir atvikum — öll viðbjóðslegustu glæpaverk Kremlverja, verið fúlipollur Al- þýðubandalagsins. En hvers vegna vinna útgefendur Veraldar og Nýrrar dagskrár og fleiri rót- tæklingar, ekki saman að því að veita okkur einhvern frambæri- legan, fræðilegan kost í stjórn- málum, eftir að samhyggjuna kól í Kremlarsölum? Þessir menn trúa á samtakamáttinn. Hvers vegna beita þeir honum ekki sjálfir? Ég kem auga á tvo fræðilega kosti, sem þeir geta tekið, eftir að reynslan staðfesti það, sem von Mises og Hayek höfðu staðhæft, að altækur áætlunatbúskapur væri ótækur. Annar er sá, sem ýmsir eftirlifendur Keyness hafa bent á, Crosland, Myrdal, jafnvel Galbraith. Hann er skipulagt samlíf og þó lýðræðislegt. Þessum kosti hafna þeir í dag fullir fyrirlitningar og telja argasta „kratisma", en margir þeirra taka hann á morgun. Hinn kosturinn er sá, sem hagfræðilegir stjórnleysingjar (anarkó-kapítalistar) taka, Murray Rothbard, David Fried- man og aðrir markaðshyggju- menn. Svo virðist sem ungu rót- tæklingarnir hafi ekki tekið eftir því, að framtíðarsýn þeirra svipar í mörgu til staðleysu (útópíu) markaðshyggjumanna: hún er draumurinn um samlíf manna án stjórnar, án ríkis eða ofbeldis. markaðshyggjumenn eru í raun- inni róttæklingar, og þeim hefur tekizt það, sem samhyggju- mönnum mistókst, að benda á leið til Þessarar staðleysu. Þeir hafa sýnt, að með skynsamlegri notkun markaðsaflanna geta menn kom- izt af án ríkisvalds á ótrúlega morgum sviðum mannlífsins. Og sú hugmynd þeirra er heillandi, þótt hún sé líklega óraunhæf, að menn geti á öllum sviðum mann- lífsins komizt af án ríkisvalds og treyst á samvinnu frjálsra ein- staklinga. Þessa hugmynd hljóta róttæklingar og eiga að kanna. Þessiauglýsingerum hvftar rauðar Drúnar gularog drapplitar EŒCTROUJX eldavélar Nú bjóöum viö þér Electrolux eldavélar meö færanlegum sökkli, ön/ggisgleri í ofnhurð og nýjustu tækni eins og t.d. kjöthitamæli. Pær sömu og þú hefur séö í sjónvarpsauglýsingunni. Vélarnar fást með eöa án klukkuborðs, en alltaf meö öryggislæsingu og svo auövitaö blástursofni. Sama verö um allt land. 25% út og af- gangurinn á 8 mánuðum. Pantaöu símtal viö 32107 á næstu sím- stöö milli kl. 9-12 í fyrramálið og fáðu upplýsingarum næsta umboðsmann. Viö borgum símtaliö!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.