Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981 L HLAÐVARPINN , Sögunætur í Súlnasal er þáttur í starfi Hótel Sögu sem hefur sífellt aukist með ári hverju en þar er lögð áherzla á fjölbreytt úrval rétta úr hrá- efnum íslenzks landbúnaðar, tízkusýningu úr framleiðslu ullarfatnaðar, listmuni úr leir og silfri og fleira. Boðið er upp á veizluborð með 20—30 veizlurétti, heitum og köldum, á kynningarverði, en að þess- ari dagskrá Sögunátta standa, Hótel Saga, Álafoss, SÍS, Stéttarsamband bænda, Osta og smjörsalan, Sláturfélag Suðurlands og Mjólkursam- Ljonmynd Mbl. Guðjón. salan ÞRJÁTÍU RÉTTA SÖGUNÆTUR Að lokinni máltíð þar sem þrjátíu réttir, margir nýstár- lega framreiddir, eru á boð- stólum, er boðið upp á ýmsa rétti úr mjólkurafurðum í ábæti og síðan kaffi og pönnu- kökur á lokasprettinum. Sögu- nætur eru alla föstudaga í Súlnasal frá kl. 8—3 í júlí og ágúst. Frá tizkusýningu Sögunátta. Tveir finnskir gestir smakka á sýnishorni af hinum þrjátiu rétt- um hlaðborðsins. Rjúkandi steikur islenzks lamba- kjöts eru ekki langt undan. Skíðamyndir Borgin kaupir mynd- ir af skíðafólki Þeir sem komið hafa i Skiðaskálann i Hveradölum hafa eflaust tekið eftir stór- um málverkum sem sýna fólk á skiðum. Margir eru þar i stellingum, sem eflaust væru ekki mjög heppilegar uppi í skiðabrekkunni sjálfri, en setja skemmtilegan svip á umhverfið. Myndirnar eru málaðar af Tryggva Magnússyni og hafa verið í eigu Skíðafélags Reykjavíkur en fyrir stuttu ákvað borgarstjórn Reykjavík- ur að borgin keypti myndirnar ásamt hreindýrahornum og fleiri munum til áframhald- andi varðveislu í Skíðaskálan- um í Hveradölum. Myndir af skiðafólki setja skemmtilegan svip á borðsal skíðaskálans. I MJÓLK VIÐ HELIKOPTARANUM. Um middagsleitifl í gjár kom heUkoptarin fyri I fyrstu ferð við mjólk til Havnar. Hann hevði verið norðanfyri og mjólkin var frá bóndum í I Svínoy. Góðskan av mjólkini fró útoyggjunum verður munandi betri, nú helikoptarin I kann fora hana til mjólkavirkini. hon kemur skjótt fram, helikoptarin flýgur hvenn dag til I smáplóssini. Mjólkurtyrla í Færeyjum Samband skrautfiska- eigenda? Hlaðvarpanum hefur borizt bréf frá formanni Danska skrautfiskaeigendasambands- ins (Dansk Akvarie Union). Jens V. Bruun þar sem hann lýsir áhuga sambands sins og samskonar sambanda i Noregi og Svíþjóð á þvi að komast í samband við íslendinga með sama áhugamál. Segir hann í bréfinu að sam- böndin á Norðurlöndunum komi saman einu sinni á ári og ræði þá málefni sín, svo sem skraut- fiska stofna sem eru í útrým- ingarhættu og hvernig bezt sé farið með fiskana eftir að þeir eru komnir í búr, en einnig gefa þessi sambönd út sérstakt blað. Hann segir einnig að þessi sambönd séu reiðubúin til þess að aðstoða við myndun slíks sambands á Islandi Hafi íslenzkir skrautfiska- áhugamenn áhuga á þessari samvinnu og á því að fá upplýs- ingar um málefni sín geta þeir sett sig í samband við Jens V. Bruun, lækni, Engstien 12, 2630 Taastrup Danmörku, s. 2997001. l>að vantar ekki myndarskap- inn í frændur vora Færeyingana. Þeir hafa nýlega tekið upp innan- eyjaflug á þyrlu og þjónar hún jafnframt ýmsum öðrum tll- gangi. „Tyrla“ eins og hún heitir þar flýgur nefnilega daglega til hinna smærri og afskiptra bændabyggða og sækir þangað meðal annars mjólk svo ekki ætti hún að súrna þar í landi. Það verður líklega langt þar til þyrlumjólkurflutn- ingar verða teknir upp hér og hann „Bjössi" getur farið að leika listir sínar á flugi um loftin blá. Matseðill meindýranna: 379.000 eiturskammtar á ári Það eru fleiri en mannfólkið. sem hafa tekið sér bólfestu I höfuðborg tslands, Reykjavik, og ekki eru allir ibúar hennar jafn- velkomnir. Mannfólkið hefur brugðizt misharkalega við ból- festu hinna ýmsu gesta, en liklega er þvi ekki jafn illa við neina þeirra og rotturnar og mýsnar. í skýrslu gatnamálastjóra fyrir árið 1980 kemur meðal annars fram að 4 fastir starfsmenn auk 3 sumarmanna höfðu atvinnu af því að eyða þessum kykvendum í borginni og á Seltjarnarnesi. Rott- ur fundust á 95 stöðum á svæðinu, en mýs á 620. Aðalvopn meindýra- eyðanna er eitur og í fyrra var dreift 379.000 eiturskömmtum alls. Kvartanir vegna rottu- og músa- gangs voru 1145 og farnar voru um 20.000 ferðir til eftirlits og skoðun- ar, sem samsvarar um 77 ferðum á dag sé miðað við 5 daga vinnuviku. — Þeir eru greinilega ekki að- gerðalausir þessir ágætu menn. Þá hafa „heldri íbúar" borgar- innar einnig brugðist mjög hastar- lega við ágangi villikatta og dúfna og vegna þeirra voru 3.450 staðir skoðaðir. Starfsmenn borgarinnar sáu um að lóga 610 dúfum, 405 villiköttum og 68 heimilisköttum. Þá voru um það bil 3.212 veiðibjöll- ur skotnar á sorphaugunum. — Hefði ekki verið þægilegast að láta kettina sjá um dúfurnar? „Tek stefnuna á Þýzkaland“ Sem kunnugt er hóf Akureyr- arblaðið göngu sina mánudaginn 6. júli. Blaðið er 12 síður að stærð og íþróttir skipa veglegan sess í hlaðinu. Meðal efnis er viðtal við akureyrska handknattleiksmann- inn Alfreð Gislason, undir fyrir- sögninni „Tek stefnuna á Þýzka- land“. „Það eru hreinar línur að ég hef tekið stefnuna beint á Þýzkaland. Þar er handknattleikurinn beztur og hægt að ná langt. Núna hef ég leikið alls 20 landsleiki og stefni að því að ná 50 til 70 landsleikjum áður en ég held út,“ sagði Alfreð meðal annars í viðtalinu. Alfreð stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands, og segir hann, að hugurinn stefni til íþróttalækn- inga og þær hyggist hann stunda í V-Þýzkalandi. En íþróttamaður þarf að leggja hart að sér til að ná langt og greinilegt er að Alfreð tekur íþrótt sína alvarlega: „Eftir keppnis- tímabilið í vor tók ég mér tveggja vikna frí, þá mátti ekki vera lengra, þar sem ég var orðinn þungur og ekki náð mér verulega á strik eftir meiðslin er ég hlaut síðastliðinn vetur, og sett höfðu strik í reikninginn. Ég hef hlaupið fimm til tíu kílómetra fimm sinn- um í viku síðasta mánuð, en eftir það er ég í boltaæfingum til 1. ágúst er ég held til Reykjavíkur. Fyrir sunnan munu æfingarnar halda áfram tvisvar á dag í einkatímum fram að fyrirhugaðri ferð með KR til Þýzkalands 19. ágúst, þar sem við tökum þátt í mjög sterku móti með beztu liðum Þýzkalands úr Bundesligunni. Þetta verður örugglega góð lexía fyrir átök vetrarins sem ég bind miklar vonir við,“ sagði Alfreð Gíslason. Greinilegt að Alfreð tekur íþrótt sína alvarlega og hyggur stórt; enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Alfreð er eitt mesta efni í íslenzkum hand- knattleik í dag. Alfreð i leik með liði sinu KR; gnæfir yfir varn- armúr and- stæðingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.