Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 3 Fannst eins og einhver héldi um axlimar á honum svo hann flyti 7 segir ung kona á ísafirði, er bjargaði syni sínum frá drukknun af miklu hugrekki ísafirAi. 17. ápúst. 1981. _MÉR BRÁ alveg hra'ðilejia. þegar ég sá að það var Valur, sem var þarna í sjónum ojí mér (annst að ég ætlaði aldrei að ná alla leið. En mér (annst þó eins og einhver héldi i axlirnar á drengnum mínum og héldi hon- um á fioti. — Ég er viss um að allir hefðu gert það sama i mínum sporum, en ef tii vill hefur einhver tilfinningahiti gert það að verkum að ég fann aldrei til kulda.“ — Þetta er lýsing Aðaiheiðar Steinsdóttur á ísafirði, á fyrstu hugsunum hennar og viðbrögðum, er hún á laugardaginn vann það afrek að bjarga fjögurra ára syni sinum frá drukknun, er hún synti út í sjóinn eftir honum. um tuttugu metra frá landi. Aðalheiður býr með Vali syni sínum, sem er sem fyrr segir fjögurra ára, norðanvert á Eyr- inni hér á Isafirði. Er henni varð litið út um eldhúsgluggann á húsinu um kvöldmatarleytið á laugardagskvöld, sá hún hvar lítið barn svamlaði í sjónum, um tuttugu metra frá landi. Hún hljóp strax út og niður í fjöruna framan við húsið. Sá hún þá að þarna var sonur hennar að berjast við dauðann. Aðalheiður henti sér umsvifalaust til sunds, og tókst að synda til drengsins, sem þá hafði sokkið nokkrum sinnum, stutta stund í einu. Hún synti með hann að fleka er hann hafði dottið af, en flekinn var úr einangrunar- plasti, sem fest var saman með spýtum. Tókst henni að komast upp á flekann með barnið í fanginu, og hóf að svamla að landi. En aflandsvindur var og gekk henni illa að synda með flekann til lands. Kristján R. Guðmundsson lögregluþjónn, sem þá kom á vettvang, kastaði sér til sunds, og sameiginlega tókst þeim að ýta flekanum að landi, þar sem sjúkrabíll beið og flutti mæðginin á sjúkrahús. Þegar fréttaritari Morgun- blaðsins ræddi við Aðalheiði um hádegisbil á mánudag á heimili hennar, sagði hún að Valur hefði verið útskrifaður af sjúkrahús- inu um klukkan 23 á laugardags- kvöldið, en síðan hefðu þau mæðginin notað tímann um helgina til að sofa og hvílast, en þeim hefði annars ekki orðið meint af volkinu. Enginn sjór hefði farið ofan í lungu barnsins, og þakkaði hún það því, að hún hefur oft farið með hann í sundlaugina í sumar. Ef til vill hefði það bjargað honum, því þótt hann kynni enn ekki að synda væri hann orðinn vanur vatninu, og brást því rétt við aðstæðum. Valur litli varðist allra frétta um svaðilförina, en þó hafði hann sagt mömmu sinni það, að hann hefði verið ásamt tveimur leikfélögum sínum á líkum aldri, að leik í fjörunni. Þar fundu þeir flekaræksnið, sem Valur fór út á. Vindur og straumur bar flekann frá landi, og er drengurinn hugðist snúa sér við á flekanum, missti hann af sér annan skóinn. Er hann svo teygði sig í sjóinn eftir honum, hvolfdi flekanum, og Valur féll í sjóinn. „Nú lifi ég þetta upp aftur og aftur og hugsa til þess sem þarna hefði getað gerst, en Guði sé lof að allt fór vel,“ sagði þessi unga einstæða móðir, sem af svo miklu hugrekki og snarræði bjargaði syni sínum frá drukkn- un. - Úlfar Ljósm.: Úlfar ÁKÚstsson. Valur litli með móður sinni, Aðalheiði Steinsdóttur, eftir að þau höfðu jafnað sig eftir svaðilförina á laugardagskvöldið. Meðvitundarlaus eftir höfuðhögg SAUTJÁN ára piltur liggur nú meðvitundarlaus á gjörgæslu- deild Borgarspítalans, en hann fékk þungt höfuðhögg. þegar hann lenti með höfuðið á stein- vcgg á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var pilturinn á hlaup- um í Bankastræti en datt og lenti með höfuðið á steinvegg neðarlega í Bankastræti. Úrskurðaður í gæsluvarðhald TUTTUGU og eins árs gamall maður var á laugardaginn úr- skurðaður í 10 daga gæsluvarð- hald, vegna gruns um innflutning á kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var maðurinn handtekinn á föstudag- inn, en mál hans hefur verið í athugun hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar að undanförnu. A slysadeild eftir árekstur ÁREKSTUR tveggja bíla varð á horni Stekkjabakka og Breiðhoits- brautar laust eftir hádegið í gær. Áreksturinn varð með þeim hætti að annar bíllinn var á leiðinni suður Stekkjabakka og hinn á leið austur Breiðholtsbraut, og skullu bílarnir saman á gatnamótunum. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild, en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarlegs eðlis. Báðir bílarnir eru talsvert skemmdir. Eignist nýjan bíl (meö ársábyrgö) fyrír 66.000 89cm 95cm SUZUKI ------- 330cm 91 cm 94 cm Suzuki Alto Japanskur samkeppnisbíll Evrópskur samkeppnisbíll Geriðsamanburð, reynsluakið Suzuki. Suzuki Alto kostar nú aðeins kr. 66.000,- og við seljum gamla bílinn fyrir þig. SUZUKI Sveinn Egi/sson hf. FORDHÚSINU SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 BILGREINA SAMBANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.