Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 Talsverðu moldviðri hefur verið þyrlað upp í ádeiluskrifum á hið nýja skólaform framhaldsskól- anna, eininga- og áfangakerfið. Því haldið fram, að sá er lokið hafi stúdentsprófi úr skóla með slíku kerfi sé undirmálsnemandi. Spjót- in hafa þá gjarna beinst að hinum svonefndu fjölbrautarskólum en því gleymt, að þetta dæmalausa kerfi, sem þeir hafa tekið upp, er svo til það sama, sem notast er við í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ekki er dregið í efa styrkur þeirrar menntastofnunar, sem vissulega hefur margsannað ágæti sitt. Þessi staðreynd ætti að vísu að nægja til að sýna fram á, að það er ekki „kerfið", sem úrslitum ræður, heldur ýmsir aðrir þættir hins innra starfs. Bæði hið nýja og gamla kerfi hafa til síns ágætis nokkuð og tii að freista þess, að minnka fordóma, sem ég tel að tvimælalaust gæti hjá ýmsum, gegn hinu nýja, skal nú freistað að skýra nokkuð kosti þess og galla. Bekkur fyrir- finnst enginn eftir Vilhjálm Einarsson, skólameist- ara á Egilsstöðum nemendur, sem eru betur undir búnir eða næmari, hafa meiri áhuga eða hæfileika á sviði fags- ins, fá ekki nóg, en hinir seinfær- ustu of mikið. Fallinn! Rekinn úr hópnum 3. Fall í bekk hefur orðið mörg- um nemandanum þungt í skauti. Tíðkast hefur að einstakar greinar hafi verið fallgreinar, þ.e. einkunn í einu fagi t.d. undir 3 hefur þýtt fall í bekk eða að meðaleinkunn hefur verið undir tilteknu lág- marki. Fallistinn hefur stundum fengið að taka svonefnd endur- Nemandinn í Ekki er víst að allar breytingar séu til bóta! Vandinn stærsti á tímum þjóðíélagslegra umbyltinga er ávallt sá, að í umrótinu skolist ekki burt sígild menningarverðmæti. eininga- og áfangakerfinu „... Og geri margir menntaskól- ar betur, ég minnist sextán skálda í fjórða bekk,“ orti Tómas. Slíkt verður ekki sagt um skóla með eininga- og áfangakerfi, jafnvel þótt gnægð sé af skáldum á svipuðum aldri, einfaldlega vegna þess, að bekkir eða bekkjardeildir eru ekki til í slíkum skólum. Lítum örlítið nánar á hugtakið „bekkur", hvernig það hefur virkað í hinum hefðbundna skóla og svo hitt, hvað er komið í staðinn. Nokkurrar ónákvæmni hefur gætt í notkun tungunnar varðandi bekkjarhugtakið. Ymist er átt við einn tiltekinn námshóp, þ.e. 20— 30 nemenda hóp, sem að öllu leyti fylgist að í námi einn vetur, eða þá að átt er við heilan árgang íslend- inga í skóla á tilteknu stigi, t.d. „9. bekkur grunnskóla". Ef til vili má segja að orðið hafi tvær merking- ar og fari það eftir samhenginu hvor sé notuð hverju sinni. Flestir minnast með mikilli ánægju margs þess, sem bekkur- inn þeirra brallaði forðum, ýmist í eða utan kennslustunda og hugsa sem svo að bekkjarlaus skóli sé enginn eða að minnsta kosti ómögulegur skóli! Ég vil alls ekki gera lítið úr gildi góðs félagsskap- ar, samstillts félagahóps og þeirr- ar nauðsynlegu öryggistilfinn- ingar sem náin kynni í tiltölulega þröngum og lokuðum hópi veita. Sjálfur hefi ég einmitt verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera með- limur í slíkum hóp, „bekk“. Þrátt fyrir það hygg ég að of mikillar viðkvæmni gæti hjá mörgum sem telja ósvinnu að leggja bekkjar- kerfið niður og eftirfarandi atriði munu rökstyðja þessa skoðun nán- ar: Hópurinn búinn til „að ofan“ 1. Innan allra hópa verða hlut- verkaskipti, sumir veljast til for- ystu, aðrir fylgja, nauðugir eða viljugir. Bekkjarhópinn hafa menn ekki valið sór sjálfir, heldur er hann búinn til af „kerfinu“, skólayfirvöldum. Það gefur auga leið að meðlimir njóta sín mis- jafnlega innan hópsins en þeir eiga mjög erfitt með að skipta um hóp. Mér er ekki örgrannt um að til séu þeir, sem beinlínis hafa hætt í skóla vegna þeirrar tilfinn- ingar að hópurinn kúgi þá. Þeir, sem sungið hafa bekknum sínum lof, eru þrátt fyrir allt aðeins lítið brot af heildinni. Hvað segir hinn „þögli meirihluti"? Einstaklingar i hópnum mishæfir 2. í sérhverjum bekk eru nem- endur misjafnlega á vegi staddir í hinum ýmsu fögum. Dúxinn í ensku er ef til vill mesti skussinn í stærðfræði. Kennarinn situr uppi með þann vanda að leggja efnið fram þannig að allir skilji. Þessi vandi er torleystur, að ekki sé sagt óleysanlegur. Það ráð, sem flestir kennarar grípa þá til, er að stunda eins konar miðlungskennslu, þ.e. gera sér grein fyrir meöaltalsgetu nemenda og byggja þyngd náms- efnis og yfirferð á því mati. Þeir tökupróf en oft þurft að taka bekkinn upp aftur, sitja annan vetur í sama bekk. I slíkum tilfellum á sér stað mikil sóun á mannlegum verðmætum. Tökum til dæmis stærðfræðisinnaðan ungling með ágætiseinkunnir í stærðfræði og raungreinum, sem fallið hefur í einu eða fleiri erlendum málum. Hann þarf að verja miklu af skólatíma sínum í heilan vetur í það, að hlusta á kennslu í því sem hann þegar kann. Þá er þess og að gæta, að af 1. lið leiðir það að menn verða gjarna háðir hópnum sínum og því öryggi, sem hann veitir. Sá sem skyndilega er sviptur slíku öryggi lendir oft í sálarkreppu sem alls er óyíst hvernig hann kemur út úr. Föst hópstærð, óháð eðli kennslu / náms, er óheppileg 4. Skipting skólastofunnar í bekkjardeildir er fyrst og fremst stjórntæknilegs eðlis. Hver bekkj- arstærðin er, verður hverju sinni pólitísk ákvörðun. Minni bekkir kosta meira og hve miklu erum við tilbúin að eyða í kostnað við skólakerfið? Hér á landi liggur normal-stærð bekkja á bilinu 26—30 í bóklegum fögum en helm- ingi færri í verklegri kennslu. Kennarar kvarta að vonum mikið yfir of fjölmennum bekkjum, því það gefur auga leið, að illa er hægt að sinna einstaklingsbundinni til- sögn í 30 manna bekk. Miðað við 40 mínútna kennslustund og nokk- urn tíma til að hefja vinnuna með almennum leiðbeiningum kennar- ans, ásamt nokkrum tíma í að setja fyrir heima, má gott heita að Hvaða ár falla hægra megin í Dóná? Hið hefðbundna nám/kennsla gekk út Irá því, að nem- andinn kynni lexí- una áður en hann kom i kennslustund- ina og hlutverk kennarans væri að yfirheyra. Kennar- inn var því stundum nefndur „heyrari“. ein mínúta geti komið í hlut hvers nemanda af óskiptri hjálp kennar- ans. betta er því bagalegra sem getumunur nemenda er meiri. Einkunn á vor- prófi það eina sem máli skiptir 5. Hverjum bekk er ætlað ákveðið námsefni útmælt í hverri grein fyrir heilan vetur. I hinum hefðbundnu skólum er það vor- prófið, sem öllu veldur um braut- argengi nemandans. Víðast munu þó tíðkast miðsvetrarpróf, sem „Af reynslu minni og starfi, bæði við hið hefðbundna og nýja kerfi, hefi ég sann- færst um það að stefnt er til réttrar áttar.“ eiga að sýna stöðu hvers og eins í fögunum, og vetrareinkunn, sem byggist á frammistöðu í kennslu- stundum. Oft fer fyrrihluti vetrar fyrir lítið og áhyggjur látnar bíða um árangur vetrarstarfsins fram undir vor. „Aðaleinkunn“ út í hött 6. Loks er einn þáttur hins hefðbundna skóla, sem vert er að athuga vel og það er hin örlaga- ríka aðaleinkunn, sem reiknuð er sem meðaltal einkunna í hinum ýmsu fögum. Sumar kennslugrein- ar fá aðeins einn til tvo vikutíma (kennslustundir á viku) þar eð námsefnið er lítið. Önnur fá ef til vill 6—8 stundir í stundaskrá vikunnar. Síðan eru einkunnir úr þessum misstóru fögum lagðar að jöfnu til útreiknings aðaleinkunn- ar. Setjum svo að nemandi fái einkunn 2 í tveim minnstu fögun- um og falli á aðaleinkunn. Hann hefur þá ekki skilað nægilegum árangri í ca. 1/10 námsefnis vetr- arins. Annar sem fær einkunn 2 í stærstu fögunum kemst ef til vill upp með það (aðaleinkunn nær samt lágmarkinu). Þessi nemandi er undirmáls í Vi þess heildar- námsefnis sem bekknumn var mælt. Hér að framan hefur mér orðið tíðrætt um það, sem kalla mætti galla bekkjarkerfisins í kennslu og námi. Þetta er gert til að sýna fram á, að fyrirkomulag þetta er mannaverk, og sem slíkt ekki gallalaust fremur • en önnur „kerfi". Oftrú á „kerfi", hvort sem er í skóla- eða þjóðfélagsmálum, er að mínum dómi ávallt hættuleg. Mestu glæpir mannkynssögunnar hafa einmitt verið framdir í ofstækisfullri blindu á ágæti hinna og þessara „kerfa“. Enn á ný vil ég undirstrika það, að aðrir þættir skólastarfsins en „kerfið" eru ákvarðandi um gæði þess. Allt tal um góða og slæma skóla eftir því hvort þeir eru reknir með bekkjarkerfi annars vegar eða eininga- og áfangakerfi hins vegar er út í hött. Stundum er nýjungagirni manna á svo háu stigi, að tekið er til við að breyta því gamla einung- is breytinganna vegna. Skyldi þetta vera raunin þegar um er að ræða hið nýja skólaform? Það gamla hafði þó sannað ágæti sitt öldum saman. Ég tel að svo sé ekki. Öll sjáum við í kringum okkur hina öru þróun þjóðfélags- ins síðustu áratugi. Þeir, sem í dag sitja á skólabekk og á morgun reyna að selja kunnáttu sína og hæfni á vinnumarkaðnum, standa í mörgum greinum andspænis gjörbreyttum veruleika frá því sem ég gerði í þeirra sporum fyrir aldarfjórðungi, slíkur er fjöldi nýrra starfsgreina. Þau nýju störf sem bjóðast, krefjast yfirleitt meiri eða minni „skólunar". Þetta ástand hlýtur að kalla á breyt- ingar hjá þeim stofnunum, sem þekkingu/hæfni eiga að veita til undirbúnings ævistarfs eða fyllra lífs. Lítum þá að lokum á örlög margra okkar, sem eldri erum. I umróti síðustu tíma er ekki einast að ný störf komi fram heldur leggjast sum hinna hefðbundnu niður. Þessu fólki þarf að gefa tækifæri til endurhæfingar. Slíkt tel ég siðferðilega skyldu samfé- lagsins gagnvart þegnum, sem um langan tíma hafa innt af hendi samfélagsþjónustu, sem samfélag- ið kærir sig ekki lengur um, því ekki voru það viðkomandi sem breytingunum ollu, þeir urðu ein- faldlega fórnarlömb þróunarinn- ar. Hið nýja skólaform gerir til- raun til að mæta þessum breyttu aðstæðum. Það er í mótun og vissulega ekki fullkomið. Af reynslu minni og starfi, bæði við hið hefðbundna og nýja, hefi ég sannfærst um það, að stefnt er til réttrar áttar. Nánari rökstuðning- ur hér um ásamt frekari fróðleik um starfsemi eininga- og áfanga- kerfisskóla verður að bíða betri tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.