Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
Bresku skólastrákarnir:
Enn óvíst hvort þeir
ganga yfir Vatnajökul
ENN ER óljóst, hvort 30 til 10
manna hópur untflinKa frá Bret-
landi. sem verið hefur í stærri
hóp á Fljótsdalshéraói aó undan-
fórnu við náttúrufræðirannsókn-
ir. senjíur yfir Vatnajókul eða
ekki. Hannes Þ. Hafstein fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélaus
íslands sagði í gær, að Slysa-
varnafélaKÍð. breska sendiráðið í
Iíeykjavík. bæjarfógetaembættið
á Neskaupstað og menn kunnug-
ir aðstæðum á Vatnajökli. hefðu
reynt að fá hópinn ofan af
ferðalaginu. en óvíst væri hvort
tillit tii viðvarananna yrði tekið.
Hannes sagði að til hópsins
hefði komið frá útlöndum maður
er kunnugur væri jöklaferðum að
sögn, en það bætti raunverulega
lítið úr skák. Hér væri um að ræða
tugi unglinga er þekktu ekki til
jöklaferða, og væru auk þess illa
búnir. Upplýsingar sagðist Hann-
es hafa fengið, um að jökullinn
væri nú stórhættulegur vegna
sprungna er þar leyndust, undir
snjólagi. Auk þess væri á þessum
árstíma allra veðra von á jöklin-
um, og orðið dimmt um nætur.
Sagði Hannes því ekkert mæla
með ferðalagi þessa fólks yfir
jökulinn, og yrði vonandi ekki af
förinni.
Hvetur aðildarfélögin tíl
eindreginnar samstöðu
Útitaflið tflbúið á afmælisdaginn
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá for-
manna- og samhandsstjórnar-
fundi Verkamannasambandi ís-
lands. sem haldinn var á Laug-
arvatni um helgina. Fundinn
sátu um fimmtíu manns, segir i
fréttatilkynningu Verkamanna-
sambandsins.
Formannafundur Verkamanna-
sambands Islands, haldinn að
Laugarvatni 14.—16. ágúst 1981,
skorar á öll aðildarfélög Verka-
mannasambandsins að segja upp
gildandi samningum fyrir 1.
október nk., þannig að þeir verði
lausir frá og með 1. nóvember
næstkomandi.
Fundurinn hvetur félög innan
sambandsins til eindreginnar
samstöðu í komandi kjarasamn-
ingum. Jafnframt beinir fundur-
inn því til sambandsstjórnar og
einstakra aðildarfélaga, að þau
kanni meðal félagsmanna grund-
völl víðtækari samstöðu lands-
sambanda og félaga innan Al-
þýðusambandsins.
Fundurinn leggur áherslu á að í
komandi kjarasamningum verði
megináhersla lögð á atvinnu-
öryggi og varanlega aukningu
kaupmáttar, sem náð verði með
samtvinnum grunnlaunahækkana,
skattalækkana og hjöðnunar verð-
bólgu.
í Ijósi þeirrar reynslu, sem
verkalýðshreyfingin hefur af
íhlutun ríkisvaldsins í gerða
kjarasamninga, hlýtur Verka-
mannasamband Islands að leita
eftir viðræðum við ríkisstjórnina
með það fyrir augum að hún
ábyrgist þann kaupmátt, sem
samið verður um í komandi kjara-
samningum.
Nýlokið var við að múra reiti
útitaflisins við Bernhöftstorf-
una og koma fyrir tveimur
litlum töflum. sem eru sitt
hvoru megin við aðaltaflið, þeg-
ar blaðamann Morgunblaðsins
bar að garði skömmu eftir
hádegi í gær. Hellurnar í reit-
ina eru úr islensku grágrýti,
nánar tiltekið úr Akrafjalli og
voru þær unnar hjá Steiniðju S.
Helgasonar.
„Gerð útitaflsins og svæðisins
í kring verður lokið í stórum
dráttum á afmælisdag Reykja-
víkurborgar, sem er á morgun,"
sagði Þórður Þorbjarnarson,
borgarverkfræðingur, er Morg-
unblaðið hafði samband við
hann í gær. „Það eina sem eftir
verður er að setja grástein á
áhorfendasvæðið og innrétta
geymslu fyrir taflmennina. Þá á
eftir að koma fyrir trjám og
öðrum gróðri en það verður ekki
gert fyrr en næsta vor,“ sagði
Þórður ennfremur.
„Gert er ráð fyrir að taflið
verði vígt með pompi og pragt í
kringum tuttugusta og níunda
þessa mánaðar og stofni Taflfé-
lag Reykjavíkur þá til skák-
keppni, sagði Þórður.
„Persónulega er ég mjög
ánægður með þetta verk. Það er
fallegt handbragð á því og þeim
til sóma, sem þarna hafa staðið
að verki. Reynslan á síðan eftir
að skera úr um hvaða not
borgarbúar eiga eftir að hafa af
taflinu, en miðað við þann
skákáhuga, sem er í landinu, þá
tel ég að útitaflið eigi eftir að
njóta vinsælda."
„Mjög hefur verið vandað til
þessa útitafls og hefur verkið
gengið ágætlega," sagði Halldór
Jóhannsson verkstjóri fram-
kvæmdanna við útitaflið.
„Það hefur þó seinkað verkinu,
hve hönnunin á svæðinu er
ónákvæm. Þá skýtur það skökku
við, að það skuli vera byggingar-
arkitekt, sem fenginn var til að
hanna útitaflið og svæðið í kring
um það, en ekki landslagsarki-
tekt,“ sagði Halldór.
„Þar eð við klárum verkið á
umsömdum tíma, munum við fá
greitt 25% álag ofan á launin,
reiknuð á dagvinnukaupi frá og
með 20. júlí. Það hefur verið
blásið út í blöðunum, að þetta
séu einhverjar stórkostlegar
upphæðir, en þegar upp er staðið
verða þetta vikulaun hjá hverj-
um okkar. Við höfum unnið baki
brotnu við þessar framkvæmdir,
einnig á kvöldin og um helgar og
teljum okkur ekkert of góða af
þessum launurn," sagði Halldór
Jóhannsson, verkstjóri.
Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ:
Verkamannasamband Islands:
Hér er verið að leggja síðustu hönd á útitaflið á Bernhöftstorfunni i gær.
Y firborganir SR sanna að
loðnuverð hefur verið of lágt
Aðeins leið til að fá meira hráefni á kostnað annarra verksmiðja
Mælt með skólastjóra
í Réttarholtsskóla
FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur
samþykkti einróma á fundi sín-
um á mánudag að mæla með þvi
að Ilaraldur Finnsson yrði
skipaður skólastjóri í Réttar-
hoitsskóla. Haraldur Finnsson
hefur verið yfirkennari í Haga-
skóla síðan 1971. Annar umsækj-
andi var Gunnar Ásgeirsson, sem
settur var yfirkennari í Réttar-
holtsskóla i fyrra og áður í eitt
ár.
Þá samþykkti fræðsluráð sam-
hljóða að mæla með því að Tómas
Einarsson yrði skipaður yfirkenn-
ari í Hlíðarskóla.
„ÞESSI yfirboð Síldarverksmiðja
ríkisins undirstrika þá fullvissu
okkar að afurðaverðmæti loðnu
milli verksmiðja og seljenda. það
er útvegsmanna og sjómanna var
ranglátt á síðastliðnu ári og i
hlut verksmiðjanna kemur mun
mcira heldur en kostnaðurinn við
að vinna loðnuna á sama tima og
aflinn. sem þær keyptu af útvegs-
og sjómönnum minnkaði úr millj-
ón lestum niður í hálfa milljón á
síðasta ári og afkoma bátanna
var með alversta móti. Þess
vegna er mjög mikilvægt fyrir
okkur að íá viðbótarverð og
upphætur á þetta lága hráefnis-
verð sem við fengum í fyrra, við
teljum einnig að þetta eigi að
undirstrika okkar óskir núna
hvað varðar það loðnuverð, sem
nú er til umfjöllunar,“ sagði
Kristján Ragnarsson. fram-
kva'mdastjóri LÍÚ, er Morgun-
hlaðið innti hann eftir skoðun
hans á yfirborgunum SR.
„Hvað hitt varðar, viðurkenni
ég, og er í því sammála Jónasi
Jónssyni, forstjóra Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar á
Kletti, að sú mismunun, sem á sér
stað á milli einkaverksmiðja og
ríkisverksmiðja er fyrir allan
sjávarútveginn í heild óviðunandi.
Það að ríkisverksmiðja geti notað
peninga til uppbóta á hráefni, sem
aðrar verksmiðjur þurfa að borga
ríkinu í skatta og ríkisverksmiðj-
urnar geti með þessum hætti
dregið að sér hráefni á kostnað
hinna vegna fríðinda, sem þær
hafa umfram aðra. Þetta eru ekki
sanngjarnar leikreglur og þeim
ætti að breyta þannig að allir sitji
við sama borð. Síldarverksmiðjur
ríkisins eru ekki að þessum yfir-
borgunum til neins annars en að
afla sér meira hráefnis. í bréfi,
sem fylgdi með greiðslunni, þá
undirstrika þeir það að svo sé. Hér
er ekki um neina góðgerðarstarfs-
emi að ræða. Þá er mjög margt
athugavert í reikningum SR og ég
held að uppsetning á viðhaldslið
verksmiðjanna í þeim reikningi
liðist ekki neinni einkaverksmiðju
að senda til skattstofu, en reikn-
inga SR þarf ekki að leggja fram
til skattstofu vegna þess að þær
eru ekki skattskyldar, en þvílíkt
óhóf á færslu viðhalds mundi
engri einkaverksmiðju líðast.
Þannig að afkoman er betri en
þessi reikningur gefur til kynna,"
sagði Kristján ennfremur.
Fyrsta skóflustungan að kirkju á Seltjarnarnesi
FYRSTA skóflustunga að
kirkju á Seltjarnarnesi var tck-
in að viðstöddu fjölmenni á
Valhúsahæð á sunnudag. Séra
Frank M. Ilalldórsson sókn-
arprestur Nessóknar, vígði
kirkjusta“ðið og Kristín Frið-
hjarnardóttir. formaður sókn-
arnefndar tók fyrstu skóflu-
stunguna.
Athöfnin hófst með því að
hópur Seltirninga gekk frá Mýr-
arhúsaskóla að kirkjustæðinu.
Sunginn var sálmurinn „Lofið
vorn Drottin". Að því búnu flutti
Kristín Firðbjarnardóttir, for-
maður sóknarnefndar nokkur
orð, þar sem rakinn var meðal
annars aðdragandinn að því að
ákveðið var að hefjast handa við
kirkjubyggingu. Séra Frank M.
Halldórsson flutti ávarp og bæn
og að því loknu tók Kristín
fyrstu skóflustunguna. Síðan var
farið með „Faðir vor“ og séra
Frank flutti blessunarorð. Loks
var sunginn sálmurinn „Guðs
kirkja er byggð á bjargi" og að
því loknu var boðið upp á kaffi í
félagsheimili Seltjarnarness.
Séra Frank M. Halldórsson vígir kirkjustæðið á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og við hlið hans er
Kristín Friðbjarnardóttir, sem tók fyrstu skóflustunguna að kirkjunni á sunnudag.