Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
35
ísrael - undra-
ríki orku og ótta
Margir segja við mig: „Þú
varst í Jersúsalem og ísrael
síðastliðið haust. Þú hlýtur að
geta frætt okkur eitthvað um
Israel nútímans. Sjáið þið
kannski ekkert nema sögustaði
og helgidóma fornaldar þarna
austur frá?“
Það skal játað í auðmýkt, að
alltof lítið veit ég um þetta
heilaga land og þá undraþjóð
sem þar hefur starfað og stjórn-
að síðastliðin 30 ár, hinn unga
ísrael.
Samt gæti ég sagt margt, sem
nær ósjálfrátt mótaðist í hugi og
hjörtu okkar þessara 20. aldar
pílagríma af norðurslóðum þar í
hálfan mánuð í haust.
En aðeins örfáar staðreyndir
get ég bent á hér í örstuttri grein
„við gluggann minn“ til að seðja
eða svala forvitni fremur en
hægt er að gera í stuttu samtali
í strætisvagni eða stétt á bið-
stöð.
Það skal strax játað hér, að
ógreitt er um öll svör vegna
aldagamalla og einnig alveg
nýrra fordóma um þessa þjóð.
Og þá ekki síður vegna ömurlegs
níðs og óþverraslúðurs, sem hún
hefur verið hulin í og dregin til
dóms og dauða á öllum öldum og
hjá mörgum þjóðum. Þar hafa
öfund og illgirni heimsins átt
hásæti og völd með ofsóknum og
morðum sem slá flest met
mannkynssögunnar. Segja má
þó samt, að Israel hafi eflzt við
hverja raun. Þrautir og þjóðar-
morð hafa einhvern veginn engu
um það þokað, að þar sem
einhver skarar fram úr á heims-
mælikvarða, hvort heldur er í
vísindum, listum, uppgötvunum
eða íþróttum, dettur jafnvel níð-
ingum fyrst í hug, að þar sé
Israelsmaður að verki.
Það er einmitt á þennan veg,
sem áhrifin verða sterkust þegar
til ísraels er komið.
Landnám þessara sundurleitu
flóttamannahópa „gyðingsins
gangandi" frá fjarlægum þjóð-
löndum og heimsálfum, sem áttu
ekki lengur sameiginlega menn-
ingu, tungu eða lífsháttu, margt
allslaust og án fótfestu, verður
vaxandi undur og kraftaverk
hvern dag og í hverri skoðunar-
ferð fyrir augum og eyrum
pílagrímsins.
Hvernig var hægt að byggja
upp heilar nýtízku borgir, rækta
fyrrverandi auðnir og eyðimerk-
ur, skapa líf og starf, þar sem
sofið hafði verið við þetta um-
hverfi þyrnirósusvefni ekki í
heila öld heldur þúsundir ára?
Það er undur, sem ekki er unnt
að svara, en aðeins að dá, virða
og teljast nánast kraftaverk.
Þrátt fyrir allt, sem gert er að
alheimslygum um ísrael, yfir-
gang og kúgun gagnvart Palest-
ínumönnum og aröbum yfirleitt,
verður að viðurkenna þessa nýju
og gömlu þjóð sem einasta
lýðræðisríki í öllum Miðaustur-
löndum, sem svo eru nefnd.
Og þrátt fyrir allt, sem flótta-
fólk úr hópi Palestínumanna
segir um yfirgang og valdbeit-
ingu ísraels, þá er það víst, að
engin arabaþjóð í heimi er eins
frjáls og þróuð til átaka og
farsældar eins og sú milljón
araha, sem er innan landamæra
hins nýja ísraels eða á þeirra
vegum. Með öll mannréttindi
jöfn hinni svonefndu herraþjóð.
Meira að segja jafnan kosninga-
rétt og kjörgengi og jafna að-
stöðu á þingi og í stjórn. Hvað þá
heldur sé minnzt á trúfrelsi,
málfrelsi, tjáningarfrelsi og að-
stöðu til landsins gagns og gæða.
Auðvitað verður Israel að
halda fast á sínu. Annars væri
hún hrakin brott samstundis.
Um það voru öll Miðausturlönd
sammála unz Egyptaland skarst
úr leik.
En í staðinn hefur Sadat
fengið margt og mikið, borgir,
lönd og auðug landsvæði, sem
ísrael hafði einmitt unnið í
sjálfsvörn, með óvenjulegri
hersnilli, ef hægt væri að nota
orðið snilli um svo viðbjóðslegt
athæfi, sem hernaður er.
En í sambandi við hernað og
landvarnir eru mestu og stærstu
vandamál þessarar ungu land-
námsþjóðar.
Herkostnaðurinn eyðileggur
lífsafkomu þjóðarinnar og eykur
úlfúð, andúð og verðþenslu og
jafnframt ótta og spennu.
Hvert einasta heilbrigt
mannsbarn, bæði karl og kona,
piltur og stúlka, er herskylt og
verður að læra alla nýjustu
tækni á því sviði.
Reyndar eru sérstaklega kon-
ur, en þó einnig karlar látin
vinna ýmiss konar nytsöm og
göfug þjónustustöf og nema
margt gott í þessu sambandi t.d.
hjúkrun, barnauppeldi, gæzlu-
og leiðbeiningarstörf, sömuleiðis
jarðrækt og garðrækt og jafnvel
vísindaiðkanir og rannsóknir.
Samt er herskyldan og hinn
stöðugi ótti við styrjöld og
hermdarverk á hverri stundu,
bæði á nótt og degi, sú hætta
sem ógnar nú þegar kyrrstöðu,
jafnvel landflótta. Miklu færra
fólk flytur nú til ísraels en áður.
Og tugir þúsunda, jafnvel
hundruð þúsunda, einkum ungs
fólks, hefur flutt brott úr land-
inu hin síðustu ár.
Orkan og þráin, sem heillaði
hin dreifðu börn Irsaels, sem
eftir lifðu ofsóknir og blóðböð
heimsstyrjaldar og ofsókna,
heim til fyrirheitna landsins,
virðist vera í rénum. Og meira
að segja trúin, trúin á Drottin,
Jahve og „landið, sem flýtur í
mjólk og hunangi" og var sterk-
asta aflið, sem skóp hinn nýja
ísrael, virðist vera á undanhaldi.
Og þar standa zíonistar,
heittrúarmenn, rétttrúnaðar-
fylkingin, sem ýmsir telja
kjarna þjóðarinnar, einnig höll-
um fæti. Þeir efla og styrkja að
vissu leyti, en þeir fæla líka frá,
með þröngsýni, kreddum og for-
dómum og skapa þannig andúð
og hatur andstæðinga þjóðar-
innar heima fyrir og jafnvel
allrar veraldar.
Hermdarverkin eru gerð sem
andsvar gegn þeim, með Arafat í
broddi fylkingar og ólýsanlega
glæpi, morð og eyðileggingu í
öllum myndum hins illa í fram-
kvæmdum, svo sem mannrán,
hópmorð og pyntingar á sak-
lausu fólki.
Nú sækja hermdarverkamenn
úr hópi PLO eða Palestínu-
manna, þekkingu sína og þjálf-
un til Sovétríkjanna á sex mán-
aða námskeið, að sögn Adnan
Jaber, foringja hópsins, sem
myrti 6 gyðinga í Hebron síð-
astliðið vor í maí. Sú árás eða
það hópmorð orsakaði brottvís-
Mesta þyrluslys í 16 ár
(ireat Yarmouth. KnKlandi. 14. áxúst. AP.
BREZKI flugherinn tilkynnti i
dag. að allri skipulagðri leit
hefði verið hætt að mönnum sem
hugsanlega hcfðu komizt lifs af
úr mesta þyrluslysi í Bretlandi i
sextán ár.
un tveggja arabískra borgar-
stjóra úr landinu og alla þá
erfiðleika, misskilning og blekk-
ingu, sem slík brottvikning veld-
ur.
Allt er gert til að æsa upp og
sundra.
Sannarlega er hér efni í stóra
bók eða bækur. Fátt er hægt að
segja í ðrfáum orðum „við glugg-
ann“. óttinn, verðbólgan og
vandamálin hrjá ísrael. En
orkan er mikil og spekin, sem
þessari frægustu sagnaþjóð
heims og helgra fræða er veitt.
Það vandamál sem hæst ber
og er á allra vörum, er stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba.
Helzt undir stjórn og forystu
Arafats, sem Israel og mikill
hluti þjóða heims telur foringja
og leiðtoga hryllilegustu hermd-
arverka heimssögunnar.
„Við getum ekki samið við
hermdarverkafólk um samstarf
og bræðralag, morðingja barna
okkar,“ segja Israelsmenn. Lái
þeim hver sem vill.
„Sjálfstætt ríki Palestínu-
manna er sama og þjóðernislegt
sjálfsmorð Israels,“ segja for-°
ystumenn þjóðarinnar.
Er nokkuð líklegra?
ísak Shamir, utanríkisráð-
herra ísraels, sagði í ræðu, sem
hann flutti nýlega:
„Nú þegar er til palestínuríki,
með um 80 þúsund ibúum við
Jordan. En ekki verður séð, að
það leysi nokkurn vanda. Það
sem PLO óskar er ekki fyrst og
fremst sjálfstætt ríki til far-
sældar og framfara. Það hafa
þeir nú þegar að vissu leyti. Ósk
þeirra ein er, að þurrka Israel út
af landabréfi heimsins."
Og hann hélt áfram:
„Allt, sem við þurfum er
biðlund og þolgæði. Ekki að
missa kjarkinn, heldur efla
hugrekki. Aðeins að láta skyn-
semina ráða með leiðsögn hugs-
unar og snilli.
Enginn má fá ráðrúm til að
þvinga ísrael til örþrifaráða, þá
nær krafturinn frá Camp David
stöðugt sterkari tökum."
Árelíus Níelsson
Tveir þyrluflugmenn voru að
ferja heim af olíuborpalli í Norð-
ursjó ellefu verkamenn, er þyrlan
hrapaði í sjó niður 15 sjómílur frá
landi. Tveggja er saknað en ellefu
lík funduzt. Talið er ólíklegt að
mennirnir sem ófundnir eru geti
verið á lífi.
Öll hús viö Brekkubyggð Garöabæ
hafa og veröa máluö meö
PERMA-DRI
utanhúss —
olíulímmálningu
Þetta er einsdæmi á íslandi aö 75 hús öll vid sömu götuna séu máluö
meö sömu utanhússmálningu, enda er þetta í samræmi viö 15 ára
endingu og reynslu fyrir PERMA-DPI á íslandi.
P€*MA'D*I hentar vel bæöi á nýjan og gamlan stein og bárujárns-
og asbestkiædd þök
MÁLNING í SÉRFLOKKI, HINNA VANDLATU.
Sendi í póstkröfu,
greiðsluskilmálar.
Sigurður Pálsson, byggingam.,
Kambsvegi 32, Reykjavík.
Símar 34472 — 38414.
■SK?
3 tæki í einu. — —
/
Meiriháttar steríó samstæða
meö hátölurum,
' ívinsæla ,,silfur“ útlitinu.