Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 • Landslidsmarkvórður Þjóðverja, Schumacher, átti mjög góðan leik með liði sínu um helgina og varði meðal annars vítaspyrnu. Lið hans F.C. Köln sigraði Ntirnberg 3—1. Vestur-þýska knattspyrnan: Bayerní forystu LIÐ Atla Eðvaldssonar, Borussia Dortmund. tapaði um helgina á heimavelli 2—0, á móti Eintracht Frankfurt. Atli kom inná á 76. mínútu leiksins fyrir fyrrum landsliðsmann Þjóðverja Ruedig- er Abramczyk. og lék siðustu fjórtán mínútur leiksins. Bayern Miinchen sigraði Darmstad 2—1 á útivelli. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með liðinu. Lið Janusar Guðlaugssonar, Fortuna Köln, lék á heimavelli gegn hinu sterka liði F.C Schalke 04. Fortuna Köln tapaði 2—1. Janus átti góðan leik með liði sinu. Var sterkur í vörninni. Þrjátíu og fimm þúsund áhorfend- ur sáu Borussia tapa á heimavelli. Mörk Eintracht skoruðu Borchers á 19. mínútu og Nachtweih á 48. mínútu. Bestu menn leiksins þóttu vera þeir Pezzey, Burgsmuller, Clemence fer til Tottenham MARKVÖRÐURINN heims- frægi. Ray Clemence, mun ekki leika með liði sínu, Liverpool, næsta keppnistímabil. Ilann hef- ^ ur verið seldur að eigin ósk til Totten ham Ilotspur. Tottenham greiddi 300 þúsund sterl ingspund fyrir Clemence. Ray Clemence, sem er 33 ára gamall, hefur leikið í 14 ár fyrir Liverpool, og leikið yfir 600 leiki fyrir liðið. Hann hefur fimm sinnum orðið enskur meistari með liðinu. Þá hefur hann orðið bik- armeistari, unnið deildarbikarinn, UEFA-keppnina og Evrópumeist- arakeppnina með liðinu. Clemence hafði óskað sjálfur eftir því að vera settur á sölulista. Hann vildi reyna fyrir sér á nýjum vígstöðv- um. Eina stórkeppnin sem Clem- ence hefur ekki unnið í Evrópu er keppni bikarhafa. En lið. Totten- ham tekur einmitt þátt í þeirri keppni í ár. Sigruðu í ensku bikarkeppninni síðastliðið vor eins og öllum er í fersku minni. Getraunir hefja starf að nýju GETRAUNIR hefja starf að nýju eftir sumarhlé með leikjum af fyrsta leikdegi ensku knattspyrn- unnar þ. 29. ágúst. Þeir aðilar af stór-Reykjavíkursva'ðinu. sem hafa sótt seðla sína á skrifstofu Getrauna. geri það hið fyrsta. Enska knattspyrnan hefst í seinna lagi á þessu keppnistima- bili, en lýkur einnig seinna en venjulega eða um miðjan maí á næsta ári. Er þetta gert vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem fram fer á Spáni í júní 1982, en að sjálf- sögðu vonast Englendingar að vera meðal þátttökuþjóða þar. Nickel og Ruessmann. Kaisers- lautern og Hamborg gerðu jafn- tefli 1—1. Magath skoraði fyrir Hamborg á 10. mínútu, Funkel jafnaði metin á 61. mínútu. Mörk Bayern gegn Darmstad skoruðu Kurt Niedermayer og Dieter Hoeness. Mark nýliðanna í deild- inni skoraði Oliver Posniak. Leik- ur liðanna þótti frekar jafn. FC Köln sigraði FC Núrnberg 3—1. Bonhoff skoraði úr vítaspyrnu og Klaus Fischer skoraði hin tvö. 40 þúsund áhorfendur sáu leikinn sem þótti vera mjög harður. Fimm leikmenn fengu að sjá gula spjald- ið. Mafkvörður Kölnarliðsins Schumacher varði vítaspyrnu í leiknum. Onnur úrslit í deildinni urðu þessi: Werder Bremen 1 Armenia Bielefeld 0, Bayer Lev- erkusen 0 Bochum 3, Brunswick 2 MSV Duisburg 1, Karlsruher 0 Stuttgart 2, Fortuna Dússeldorf 0 Borussia Mönchengladbach 2, Darmstad 98 1 Bayern Múnchen 2. Staðan í 1. deild er því þessi að loknum tveimur umferðum. Bayern B<M'htim Bremen Stuttyart Koln UamborK Frankfurt Moenchenitladbach Kaiserslautern Brunswick Duishuri; Darmstadt Bielefeld Karlsruhe Dusseldorf Dortmund Wuernberit Leverkusen 2 0 0 8-3 1 2 0 0 5-0 1 2 0 0 5-2 i 2 0 0 5-2 i 2 0 0 1-1 1 I 1 0 5-3 3 I 1 0 1-2 3 I 0 I 1-1 2 0 2 0 3-3 2 I 0 1 1-5 2 0 l I 2-3 l 0 I I 2-3 I 0 I I 1-2 I 0111-31 0 0 2 2-5 0 0 0 2 0-3 0 0 0 2 1-5 0 0 0 2 2-9 0 Fór holu í fimmta FYRIR skömmu vann Kjartan Pálsson, golfleikari, það einstaka afrek að fara holu í höggi í fimmta skipti. Kjartan, sem er kunnur kylfingur og íþrótta- fréttamaður. hóf fyrst að leika golf árið 1970 í blaðamanna- keppni. Hann fór fyrst holu í höggi árið 1974 í Hafnarfirði. Og aðeins 20 dögum síðar fór hann aftur holu í höggi á sama velli, en þó ekki sömu braut. Þriðja hola í höggi kom svo 15. júlí 1978 á Meistara- móti Golfklúbbsins Ness á 3. braut. Fjórða hola í höggi kom á Elm Park í Dublin á 1. braut árið 1980, 21. maí. Og loks fimmta hola í höggi kom á Nesvellinum fyrir tveimur vikum. Þetta mun vera met á íslandi. Nokkrir hafa fjór- um sinnum farið holu í höggi. Það eru þeir kappar Gunnlaugur Ragnarsson, Þorbjörn Kjærbo og Mjög spennandi hjólreiðakeppni Knattspyrnufélag Keflavíkur efndi til hjólreiðakeppni á Rosm- hvalanesi um fyrri helgi, og það var einkennandi fyrir keppnina, að hart var barizt um sigurinn. einkum í tveimur elztu flokkun- um, ekki sízt í flokki fullorðinna, þar sem niu hjólreiðamenn voru í einum hnapp þegar kumið var aftur inn í Keflavík og innan við kílómetri var eftir af hinum 25 kílómetra langa spretti. Réðust úrslit i karlaflokki ekki fyrr en á síðustu metrunum er Helgi Geir- harðsson úr Reykjavík sleit sig Iausan. en hann hjólaði á Peuge- ot-reiðhjóli. Helgi var vel að sigrinum kominn, var ófeiminn við að vera í forystu og halda uppi hraða. Það er til marks um hina miklu keppni i karlaflokki, að innan við tíu sekúndur liðu frá því að fyrsti maður kom í mark og þar til að níundi maður fór yfir marklínuna. Það var Knattspyrnufélag Keflavíkur sem stóð fyrir hjól- reiðakeppninni. Mættu yfir 40 hjólreiðamenn úr Keflavík og af höfuðborgarsvæðinu til leiks, og var spenningurinn mikill, eins og reyndar í fyrri keppnum, enda eru hin ýmsu hjólreiðaumboð farin að mæta til leiks með sérstök keppn- islið. Og það var ljóst strax að flestallir hjólreiðakappanna ætl- uðu sér stóran hlut, því þeir fylgdust að í einum hnapp og þótt einn og einn reyndi að taka sprett fylgdu hinir fast á eftir til að missa ekki af lestinni og til að njóta góðs af því að einhver skyldi brjóta vindinn. Fyrir vikið varð mikil „taktík" í keppninni, og frekar hægt farið fyrstu 15 kíló- metrana. En þegar nær dró endamarkinu jókst hraðinn og var farið sér- staklega hratt síðustu kílómetr- ana. Þegar endaspretturinn hófst fyrir alvöru naut Helgi sín vel, sérstaklega sterkur piltur, en hann er góður skíðamaður. Það er talsverður uppgangur í hjólreiðaíþróttinni, og hefur verið ákveðið að efna til keppni frá Hellu til Reykjavíkur fyrstu helg- ina í september. En við skulum ekki hafa þessi orð fleiri, heldur láta myndirnar tala sínu máli. Úrslitin í einstök- um flokkum urðu annars sem hér segir: Flokkur 16 ára og eldri: 1. HoIkí GeirharAsson. PruKcot 41:12,8 2. Einar Jóhannsson. Colner 41:14,9 3. Arnór Magnússon. Colner 41:15,6 Alls luku 15 keppni,þar af komu fyrstu níu menn í mark á innan við tíu sekúndum. Flokkur 14—16 ára: 1. Elvar ErlinKKKon. Colncr 13:01.0 2. SÍKUrjón llalldórKKiin. Colncr 13:05.3 3. Grótar Örn IlalldórKKon. Supcria 18:28.0 Sex luku keppni. Flokkur 12—14 ára: 1. Ólafur E. JóhanncKKon. Colncr 10:15.0 2. Viktor KjartanKMin. Supcria 59:23.0 3. MaKnús b. EinarKKon. Supcria 63:30.0 Átta luku keppni. Svipmynd úr hjólreiðakeppninni á Rosmhvalanesi. Ilér fara tíu hjólreiðamenn í þéttum hóp og reyna að notfæra sér ef einhver tekur forystu til að brjóta vind- inn. í höggi skipti Júlíus R. Júlíusson. Einn kylfing- ur, Ólafur Skúlason, á óvenjulegt met. Hann fór tvívegis holu í höggi á sama 18 holu hringnum á Grafarholtsvelli fyrir 10 árum. Kjartan Pálsson er nú formaður Einherjaklúbbsins. En það er fé- lagsskapur þeirra sem leikið hafa holu í höggi. Nú eru meðlimir klúbbsins orðnir um 60 talsins. Þeir halda árlega golfmót. Nýlega bættust tveir nýir meðlimir í klúbbinn, nýbakaður íslands- meistari Ragnar Ólafsson og Bjarni Konráðsson, læknir. Rafeindaheili hefur verið látinn reikna út líkurnar á að fara holu í höggi og eru þær á 18 holu golfvelli 42925 á móti einum. Margir af frægustu atvinnumönn- um heims í golfi hafa ekki leikið holu í höggi eins oft og sumir helgargolfleikaranna. ÞR • Kjartan Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.