Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
29
Frá Listidnadarsafninu: Smjörkrukkur eftir Úrsúlu Munch Petersen
(f. 1937).
Danir hafa gert skemmtilega bók um hvunndaginn i lifi vikinganna
skreytta frægum teikningum Bo Bojesen. Úr Grettlu þekkist frægt
dæmi um niðursöltun. Hér segir frá því er Þorbjörn hefur drepið hinn
útlæga Gretti og tók með sér höfuðið heim, saltaði niður til næsta vors
til þess að geta fært heim sönnur á þvi að hann hefði drepið kappann.
Kynnt er nútímalist í fjölbreyttu
formi og hér er ekki farið eftir
aldri þar sem elsti listamaður-
inn er fæddur árið 1907...
Þó merkilega megi virðast
hefur þessi risastóra sýning í
hjarta borgarinnar ekki hlotið
þá athygli sem búast mætti við.
Aðsókn hefur jafnvel farið niður
í 6 manns yfir daginn en meðal-
talið voru 18 er mig bar að garði
eftir því sem okkur var tjáð. Má
geta þess að á almenna uppheng-
ingu i Lousiana-safninu þ.e. þeg-
ar ekkert sérstakt er þar að
gerast koma 2—300 á dag og er
þó 50 minútna lestarferð þangað
frá miðborg K.hafnar. Og á
Fornminjasafnið komu á sama
tíma 700 á dag. Máski er sýning-
in á Charlottenborg svona illa
auglýst en hún er um leið lítið
spennandi nema fyrir þröngan
hóp manna og hygg ég að
1,
Frá sýningunni á Charlottenborg: Byggingarsvæði, æting eftir
Rasmus Nellemann (f. 1923).
Ástin blómstraði einnig meðal vikinga. Teikning Bo Bojesen.
almenningi sé það ljóst. Ekki
þarf t.d. að fara á listsýningu til
að sjá trjáboli bundna saman
þótt slíkt sé gert undir einhverju
sérkennilegu listrænu heiti.
Á sýninguna, „Víkingarnir í
Englandi — og heima í Dan-
mörku“, koma um 1400 manns
daglega og það er sýning sem
vert er að sjá og skoða vel.
Sýningin skiptist í tvo hluta, og
er annar byggður á uppgreftri
síðustu ára í York, sem lýsir
atferli víkinganna í stríði og
friði á brezku eyjunum en hinn
segir frá þeim á heimaslóðum,
daglegu lífi og menningu. — Það
kemur stöðugt betur fram hve
víkingarnir voru einstæðir í
menningarlegu tilliti. Til þessa
hefur grimmd þeirra öllu meir
verið haldið á lofti en mikil-
fenglegu handverki og völundar-
smíði hvað iangskip þeirra
snertir og raunar öllu sem þeir
tóku sér fyrir hendur á hand-
verkslegu sviði.
Svo sem kunnugt er, þá er
stöðugt verið að finna fleiri
menjar um þá bæði í Englandi
og í Danmörku og samfara því
eykst virðing manna fyrir þeim.
Það er alveg ljóst sé litið til
sögunnar, að samfara litríkum
herskáum þjóðflokkum er vægð-
arlaust numu lönd var undan-
tekningarlaust háþróuð listræn
menning. Þannig getur ekkert
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
þjóðfélag er vill lifa og njóta
virðingar verið án listrænnar
menningar og þetta vita fróðir
ofurvel í dag. Dæmin eru mörg
um það, að um leið og þessi
þáttur er vanræktur hnignar
þjóðfélögunum og þau lenda í
margvíslegum erfiðleikum og
kreppum. Undirstaða blómlegs
mannlífs er þannig litrík menn-
ing til hugar og handar.
Þá ber ekki að gleyma verzlun-
arferðum víkinganna er náðu
langt inn í Rússland, að Svarta-
hafi, Kaspíahafi og jafnvel
Persaflóa svo og ferðum þeirra á
norðurslóðir er báru þá allar
götur til íslands og Ameríku.
— Það má koma fram, að
safnið í Brede er eitt af útibúum
Þjóðminjasafnsins danska, sem
hefur aðsetur í mikilli byggingu
við Frederiksholms kanal í
næsta nágrenni við Thorvald-
sensafnið og Kristjánsborgar-
höll. I þeirri byggingu er einnig
Þjóðfræðisafn (Etnografisk
Museum), sem verður betra og
fullkomnara með ári hverju. Að
heimsækja það mikla safn er
líkast því að ferðast um hálfan
hnöttinn og kynnast lífi og
menningu framandi þjóða.
Loks langar mig til að fara
örfáum orðum um höggmynda-
sýningu í Veksölund, sem er
smáþorp fyrir utan borgina og er
staðsett þar sem áður var stór
búgarður, þannig að þetta er
eiginlega uppi í sveit. Erfitt er
að lýsa myndunum vegna þess
hve margvísleg efni koma hér
fram og allt slíkt týnist í svart-
hvítum myndum í dagblaði. En
þessar árlegu sumarsýningar á
þessum stað eru svo sannarlega
þess virði að þær séu heimsóttar
og hér geta íslenzkir mynd-
höggvarar lært mikið hvað með-
ferð margvíslegra efna snertir.
Á því sviði er íslenzk höggmynd-
alist nefnilega mjög fátæk. Eng-
inn skyldi þó halda að einkum sé
um gerviefni að ræða, áherzlan
er einmitt lögð á náttúruleg efni,
sem unnin eru með nútíma-
tækni.
- O -
Eg stundaði allnokkuð kvik-
myndahúsin meðan ég var í
Höfn, enda um mikið úrval
mynda að ræða og kvikmynd-
ahúsin hin skemmtilegustu.
Minnisstæðastar verða mér hin
óheflaða kvikmynd um Caligúla
keisara og hin fagra mynd um
ævi leikskáldsins Moliére. Kvik-
myndin um Moliére er ein sú
fegursta sem ég hefi séð og
ógleymanlegt verður mér upphaf
hennar, magnað og frumlegt.
Móðirin situr í stofu sinni, syng-
ur og hjalar við lítinn son sinn er
liggur á hnjánum með höfuðið í
kjöltu hennar — þá kemur
strákurinn Moliére og rekur
bróður sinn í burt með nokkrum
vel völdum orðum en krýpur svo
sjálfur niður og leggur höfuð sitt
í skaut móðurinnar er heldur
áfram að syngja eins og ekkert
hafi skeð, hjalar og strýkur
drengnum blíðlega um kollinn.
Lítilli stundu síðar kemur svo
eiginmaðurinn og rekur Moliére
út með ókvæðisorðum en ljómar
svo að því loknu og gerir það
sama og strákarnir og hlaut
sömu unaðslegu móttökurnar,
söng og blíðleg ástarhót. — Það
var svo mikil og táknræn fegurð
falin í þessu atriði, ró, mildi,
eigingirni, mannegur breyskleiki
samfara þrá eftir ást, friði og
blíðu, að maður sat stjarfur af
hrifningu í sæti sínu. Þessi
kvikmynd, sem er tvöföld að
lengd þyrfti svo sannarlega að
koma fyrir sjónir Islendinga. Þá
vil ég að lokum geta þess svona í
leiðinni, að víða er það sérstakl-
ega auglýst að kvikmyndirnar
séu sýndar í sínu upprunalegu
ástandi, sem þýðir, að hvergi
hefur verið hróflað við þeim né
þeim breytt með tilliti til sér-
stakra annarlegra markaðss-
væða.
Fdda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson og f jölskylda.
Rætt við Eddu
Björgvinsdóttur og
Gísla Rúnar Jónsson
lengdar, eins og gefur að skilja.
Við vitum af íbi^ðum, sem
standa auðar, en okkur er sagt að
íbúðareigendurnir veigri sér við
að leigja þær, vegna ákvæða í
lögum, sem segja að uppsagnar-
frestur á íbúðum lengist eftir því,
sem leigjandinn er lengur í íbúð-
inni. Að undanförnu hefur verið
meira framboð en eftirspurn á
íbúðum til sölu og því hefur
íbúðarverð verið í lágmarki. Eig-
endur þessara auðu íbúða eru
líklega að bíða eftir því að ástand-
ið breytist og verð hækki og munu
selja um leið og það skeður, því er
erfitt fyrir þá að binda íbúðir
sínar í langan tíma.
Við höfum ekki farið út í það, að
kaupa íbúð þar eð tiltölulega stutt
er síðan við komum úr námi og við
höfum alltaf gert ráð fyrir að fara
í framhaldsnám.
Sú staða getur komið upp, vegna
þess ástands, sem ríkir í leigu-
húsnæðismálum, að fólk rjúki til,
kaupi sér íbúð, steypir sér í
gífurlegar skuldir sem getur svo
ekki staðið í skilum og verður ef
til vill að selja íbúðina. Þar eð
íbúðir hækka lítið í verði um
þessar mundir, en vextir eru háir
gæti svo farið að fólk stæði uppi
með tap eftir allt saman.
Okkar skoðun er sú, að fyrst að
það er svona erfitt að fá leigt hér á
land.i, þá ættu stjórnvöld, að gera
það auðveldara fyrir fólk að kaupa
sér eigið húsnæði.
Að okkar mati væri þó æski-
legast, ef hægt væri að fá leigt hjá
ríki eða bæ fyrir sanngjarnt verð
til langs tíma, eins og tíðkast víða
erlendis.
Hvað okkur varðar þá stöndum
við algjörlega ráðþrota og það
eina sem við getum gert er að
halda áfram að svara auglýsing-
um, auglýsa sjálf og vona að úr
rætist.“