Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 23 Valdimar tryggði Blikunum sigur með 2 mörkum á lokamínútum leiksins VALDIMAR Valdimarsson, mið- vörður Breiðabliks. tryggði liði sínu sigur ge>?n FH í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu i Kaplakrika síðastliðinn sunnu- das. 2:1 (0:1). Valdimar skoraði bæði mörk Blikanna á síðustu 4 mínútum leiksins, en áður hafði Pálmi Jónsson skorað fyrir FH. Blikarnir hafa því hlotið 18 stÍK. eru 3 stigum á eftir efsta liðinu, Víkingi. Staða FH versnar nú með hverjum leik, liðið hefur ekki fengið sti« úr síðustu fjór- um leikjum og er nú neðst í deildinni með 7 stig og virðist fátt geta komið i veg fyrir að liðið falli. Leikurinn í Kaplakrikanum var annars fremur einkennilegur, Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sótti fremur stíft, en FH skoraði. í seinni hálfleik snerist dæmið við, FH var sterk- ari aðilinn og allt stefndi í sigur þess, en Blikarnir gáfust ekki upp og skoruðu 2 mörk á lokamínútum leiksins. Gangur leiksins var annars sá, að Blikarnir náðu strax yfirhönd- inni og sóttu talsvert að marki FH án þess þó að ná að skapa sér veruleg færi. Nokkur góð skot þeirra rötuðu ýmist rétt framhjá markinu eða höfnuðu í höndum Hreggviðs. Jón Einarsson skoraði eftir 10. mínútur, en Grétar Norð- fjörð dæmdi markið af vegna rangstöðu eftir að hafa ráðfært sig við línuvörð. Á 20. mínútu skaut Sigurjón rétt framhjá marki FH og það gerði Helgi Bentsson einnig rétt á eftir. Á 28. mínútu skaut Jón í hliðarnetið úr þröngu færi og Helgi Bentsson skaut yfir af vítapunkti eftir laglegan samleik þeirra Jóns. En á 40. mínútu skorar svo FH mjög gegn gangi leiksins. Ingi Björn Albertsson vann þá knöttinn af Blika við miðlínu og geystist með hann upp að vítateig Blikanna, sendi þar á Pálma, sem skoraði frá FH- i O Breiöablik |—^ vítateigslínunni með hnitmiðuðu skoti alveg út við stöng. Á loka- mínútum ieiksins fékk Helgi Bentsson góða sendingu inn í vítateig FH, lék á Hreggvið og upp að markteigshorninu, en rann til á hálum vellinum og missti knöttinn aftur fyrir endamörk. í síðari hálfleik snerist dæmið svo við, FH sótti án afláts, en náði ekki að auka muninn þrátt fyrir mörg góð færi. Þegar á 49. mínútu varði Guðmundur vel skot Ólafs eftir að hann hafði fengið send- ingu frá Pálma, en rétt á eftir átti Vignir gott skot á hitt markið, en Hreggviður varði. Á 55. mínútu komust tveir FH-ingar fríir inn á markteig, Tómas Pálsson skaut á markið, en Guðmundur varði vel. Mínútu síðar reyndi Magnús Teitsson að vippa knettinum af löngu færi yfir Guðmund, sem kominn var fullframarlega í markinu, en knötturinn hafnaði ofan á þverslá og aftur fyrir. Á 68. mínútu bjargaði Guðmundur Kjartansson vel á síðustu stundu eftir góða sókn, en þremur mínút- um síðar varði Guðmundur mark Breiðabliks stórglæsilega. Ingi Björn fékk sendingu frá Viðari inn á vítapunktinn og skallaði fast að markinu, en Guðmundur varði í horn. Guðmundur lék sama leik- inn tveimur mínútum síðar er hann varði gott skot Inga Bjarnar úr vítateignum eftir laglegan sam- leik FH. A 79. mínútu fékk Pálmi góða stungu frá Tómasi og komst einn innfyrir, en Guðmundur bjargaði með úthlaupi. Pálmi náði knettinum aftur upp við endalínu og sendi hann í áttina að tómu marki Breiðabliks, en Jón Þór kom aðvífandi og bjargaði á marklín- unni. Er 4 mínútur voru til leiksloka felldi Guðmundur Kjart- ansson Helga Bentsson inni í vítateig FH eftir mikinn barning þar og Grétar Norðfjörð, dómari, dæmdi þegar vítaspyrnu. Valdi- mar Valdimarsson tók hana og skoraði örugglega. Við þetta óx Blikunum mjög ásmegin, mínútu síðar varði Hreggviður vel skot Birgis og rétt á eftir skaut Sigur- jón rétt framhjá úr góðu færi og er mínúta var til leiksloka skoruðu Blikarnir svo sigurmarkið. Helgi Bentsson stakk knettinum laglega inn í hægra hornið á Hákon Gunnarsson, sem sendi fyrir markið og þar var Valdimar enn á ferðinni og skoraði með föstu skoti úr miðjum teignum án þess að FH kæmi vörnum við. Síðasta færi leiksins féll svo FH í skaut er Ólafur Björnsson náði knettinum af Inga Birni, sem var að komast inn fyrir vörn Blikanna. Leikurinn var nokkuð köflóttur, en oft á tíðum laglega leikinn, sérstaklega í sókninni. Breiðablik hefði með sanngirni átt að hafa yfirhöndina eftir fyrri hálfleikinn, en svo var ekki og voru FH-ingar klaufar að tryggja sér ekki sigur- inn i seinni hálfleik með fleiri mörkum í stað þess að fá tvö á sig. Blikarnir voru ekki á því að gefast upp og sprettur þeirra í lokin færði þeinii.kærkominn, en ekki fyllilega verðskuldaðan sigur,.->l í liði FH bar mest á Viðari, Pálma og Tómasi, sem léku qft vel saman upp hægri kantinn. Hjá Breiðabliki bar mest á Guðmundi Ásgeirssyni, Valdimar og Helga Bentssyni. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild. Kaplakrikavöllur: FH 1 Breiðablik 2 (1:0). Mark FH: Pálmi Jónsson á 40. mínútu. Mörk Breiðabliks: Valdimar Valdi- marsson á 86. og 89. mínútu. Áminningar: Engin. Dómari Grétar Norðfjörð. HG Einkunnagjöfin Lið FH: Ilreggviður Ágústsson 6 Viðar Halldórsson 7 Guðmundur Hilmarsson 5 Guðmundur Kjartansson 6 Gunnar Bjarnason 5 Magnús Teitsson 6 Ólafur Danivalsson 6 Sigurþór Þórólfssson 5 Ingi Björn Albertsson 6 Tómas Pálsson 7 I’álmi Jónsson 7 Lið Broiðabliks: Guðmundur Ásgeirsson 7 Ómar Rafnsson 6 Ólafur Björnsson 6 Valdimar Valdimarsson 7 Jón Þór Egilsson 5 Gunnlaugur Helgason 5 Vignir Baldursson 6 Jóhann Grétarsson 5 Jón Einarsson 6 Helgi Bentsson 7 Sigurjón Kristjánsson 6 llákon Gunnarsson (vm) 5 Birgir Teitsson (vm) 4 v.#' V.#' • « Hætta við mark FH-inga i leiknum. Hreggviður markvörður er við öllu búinn. Magnús Teitsson hreinsar frá. Ljósm. Kristján Einarssnn. Skallagrímur fékk tvö dýrmæt stig á Húsavík SKALLAGRÍMUR sótti tvö mik- ilvæg stig til Húsavíkur á laugar- daginn. stig sem kunna að reyn- ast drjúg í hinni hörðu fallbar- áttu 2. deildar. Sigurinn yfir Völsungi, 3:1. var ekki ósann- gjarn. Skallagrímsmenn börðust af krafti allan tímann og voru mun ákveðnari en heimamenn, sem áttu nú einn sinn lélegasta leik á sumrinu að sögn kunn- ugra. Völsungur siglir lygnan sjó um miðhik 2. deildar og mega liðsmenn og þjálfarinn. Jón Gunnlaugsson, vel við una því almennt var liðinu spáð falli i vor. Borgnesingarnir fengu heldur betur óskabyrjun í leiknum, þeir skoruðu strax á 4. mínútu og á 16. mínútu höfðu þeir bætt við öðru marki. Fyrra markið kom eftir mikil mistök í vörn Völsungs. Skallagrímsmenn náðu skyndi- sókn upp vinstra megin, boltinn var gefinn inn í vítateig til Gunnars Orrasonar, sem skoraði artilburði Jóns Gunnlaugssonar á marklínunni. Á 16. mínútu var dæmd aukaspyrna á Jón utan við vítateiginn. Boltinn var gefinn inn í teiginn til Gunnars Orrasonar og hann skallaði snyrtilega aftur fyrir sig í stöng og inn. Þriðja mark Skallágríms kom svo á 29. mínútu eftir mikil mistök fyrir- liða Völsungs, Helga Benedikts- sonar, hans einu mistök í leiknum. Helgi ætlaði að gefa boltann aftur á markvörðinn en spyrnan var ónákvæm, Garðar Jónsson komst inn í sendinguna og skoraði lag- lega. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Völsungar ekki upp. Þeir sóttu af kappi og litlu munaði að þeir skoruðu á 44. mínútu, þegar Helgi Ben. átti langskot í stöngina. Á 40. mínútu skoruðu þeir reyndar Völsungur - Skallagr. mark eftir hornspyrnu en það var dæmt af vegna hrindingar. Völsungar voru mun frískari í seinni hálfleik og sóttu kappsam- lega en allt of margar sóknarlotur runnu út í sandinn vegna óvand- virkni. Völsungunum tókst aðeins að skora eitt mark í hálfleiknum, það skoraði þjálfarinn Jón Gunn- laugsson á 78. mínútu. Helgi Ben. tók hornspyrnu, boltinn lenti beint á höfði Jóns, sem gnæfði upp úr eins og viti og firnafastur skalli hans söng í netinu. Fyrsta mark Jóns í 2. deild og dæmigert mark fyrir hann. Fleiri tækifæri fékk Völsungur en þau nýttust ekki, fyrst og fremst vegna góðrar markvörzlu Júlíusar Marteinsson- ar. Júlíus var bezti maður Skalla- gríms en einnig áttu góðan leik þeir Gunnar Orrason og Jón Ragnarsson. Helgi Benediktsson var bezti maður Völsungs í leikn- um. Þetta var síðasti heimaleikur Helga, sem er á förum frá Húsa- vík. Vörnin átti í heildina góðan leik, en opnaðist stundum illilega. Markakóngur 2. deildar, Olgeir Sigurðsson, átti ekki góðan leik að þessu sinni. Góður dómari leiksins var Frið- geir Hallgrímsson. Hann bókaði þrjá menn, Björn Axelsson og Jón Ragnarsson hjá Skallagrími og Olgeir Sigurðsson hjá Völsungi og á hann nú yfir höfði sér tveggja leikja bann. - SS. Knaltspyrna I • Völsungar sækja að marki Skallagrims, en Július Marteinsson gómar boltann örugglega. Ljósm. Mbl. SS. fsiandsmðtlð 2. delld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.