Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 40
4 krónur 1 it1tít^*1ti1ititit IritT 16I ™tit ífít 4 krónur
eintakið IP¥0OTlPl|$JPl|P eintakið
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
Aflabrestur
í laxveiðiám
MIRILL aflabrostur virðist hafa orðið í flestum laxveiðiám
landsins í sumar or víðast hvar er sömu sögu að segja, laxinn sem
Kaniía átti í sjó sumarið 1979 virðist ekki hafa skilað sér, nema að
litlu leyti. EinnÍK telja margir að minna sé af fiski í ár í ánum og
þá virðist laxinn taka mjöK illa.
í samtali við Morgunblaðið,
sögðu menn við laxveiðiár víðs-
vegar um landið að veiðin í ár
væri mjög treg. Til dæmis hefur
veiðin í Langá og Laxá í Aðaldal
verið mjög léleg, nánast helm-
ingi minni en í fyrra. Sömu sögu
er að segja af Laxá í Leirársveit,
þar hefur veiðin verið ákaflega
treg.I ánum í Húnavatnssýslu
hefur veiðin verið misjöfn, léleg
í Miðfjarðará, sæmileg í
Vatndsalsá og Víðidalsá, en
mjog góð í Laxá í Ásum. Nú
hafa veiðst fleiri laxar í Laxá í
Ásum en veiddust allt síðasta
sumar.
veitt frá morgni til kvölds.
Jón Kristjánsson fiskifræð-
ingur sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að ekki væri hægt að
segja til um ástæður þessa, fyrst
þyrfti að athuga veiðibækur og
rannsaka hreistursýnishorn. Því
yrði ekki hægt að segja neitt
með vissu fyrr en í haust. Hins
vegar voru flestir heimildar-
menn Morgunblaðsins þeirrar
skoðunar að einn árgang vant-
aði í árnar, seiðin sem ganga
áttu í sjó sumarið 1979.
Sjá nánar bls. 17.
„Geysilega erfitt en spennandi verkefni.“ Steen Bjarnhof við hluta myndverksins „lífshlaupið“ af veggjum
vinnustofu Kjarvals. Austurstræti 12. Bjarnhof er yfirmaður „Konservatorskolen“ við Konunglegu
Akademíuna í Kaupmannahöfn. Ljdcm.: Emiiía
Verðmætum bjargað frá glötun
Kjarvalsmyndimar heilar í höfn
VEGGIRNIR, sem meistari Kjarval gerði ódauðlega á
fjórða áratugnum. vegna þess að hann átti hvorki fyrir
bleki né pappír, eru nú sem óðast að taka á sig
upprunalega mynd, eftir að fúi, saggi og skeytingar-
leysi um þessi menningarverðmæti hafði nær grandað
þeim.
í Hrútafjarðará og Haffjarð-
ará hefur veiðin gengið allvel og
er Haffjarðará svipuð og undan-
farin ár. í Grímsá og Norðurá í
Borgarfirði hefur veiðin verið
léleg, miklu verri en undanfarin
ár. Elliðaárnar hafa gengið
sæmilega, betur en í fyrra, en
hins vegar hafa mun færri
fiskar gengið í árnar en síðast-
liðin ár. Áf ánum í nágrenni
Reykjavíkur er það að segja að
veiðin er léleg ef á heildina er
litið, Sogið hefur ekki verið
gjöfult, Leirvogsá er treg, léleg
veiði í Stóru-Laxá en þó skárri
en í fyrra. Þá var veiðin hins-
vegar með eindæmum lítil.
I Laxá í Dölum er þokkaleg
veiði, þó er erfitt að bera Laxá
saman við aðrar ár, því útlend-
ingar eru þar svo til eingöngu að
veiðum og eru þeir ekki sérlega
harðir af sér við veiðarnar. Áin
er því ekki fullnýtt, þar er ekki
„Þetta er eitt óvenju-
legasta og erfiðasta verk-
efni, sem ég hef komist í
kast við,“ sagði Steen
Bjarnhof í samtali við Mbl.
í gær. Bjarnhof hefur und-
anfarin tvö ár unnið að því
að gera upp myndirnar sem
Kjarval málaði á veggi
vinnustofu sinnar að Aust-
urstræti 12, en þar hafði
meistarinn vinnuaðstöðu
frá árinu 1929. Þetta verk
hefur verið unnið að til-
Jóhannes Kjarval
hlutan Guðmundar Axels-
sonar, eiganda Klaustur-
hóla. Guðmundur keypti
„innviði" vinnustofunnar
árið 1978 af ættingjum
Kjarvals, en eins og marga
rekur eflaust minni til voru
menn ekki á eitt sáttir á
sínum tíma um það hvernig
listaverkunum skyldi
ráðstafað og hverjir hefðu
umráðarétt yfir þeim.
Það gefur auga leið að
ekki hefur verið auðvelt að
ná myndunum af veggjun-
um; þær voru málaðar á
ódýrt veggfóður, sem var
að verða „eins og grautur
af fúa“, svo að notuð séu
orð eins þeirra sem vann
við það verk, en það hafðist
og nú eru þrír „veggir“
komnir heim frá Dan-
mörku, þar sem mestur
hluti verksins fór fram.
Sjá nánar á bls. 16.
Veðrið:
Kólnar fyrir
norðan - léttir
til sunnanlands
EKKI er búizt við miklum veður-
breytingum í dag og allra næstu
daga. Þó er búizt við að aðeins
létti til sunnan lands, cn kólni
norðan lands með norðanátt.
va tu og þoku.
Að sögn Páls Bergþórssonar var
veður í gær byrjað að kólna
norðan lands og austan og hitastig
var um 9 gráður og fer kólnandi.
Sunnan lands var víðast skýjað og
nokkur úrkoma og hitastig um 13
stig og mun það eitthvað fara
hækkandi um leið og léttir til.
Fischer vill teíla á ný
- Möguleikar kannaðir á einvígi milli hans og íslensks skákmanns í Reykjavík
Stórtíðindi úr skákheiminum:
SKÁKSNILLINGURINN Robert Fischer. sem ekki hefur teflt opinber-
lega um árahil. hefur látið í Ijós áhuga á að tefla á ný; Er nú verið að
kanna moguleika á að hann tefli einvígi við einhvern íslenskan
skákmann hér á landi áður en mjög langt líður. Jóhann Þiirir Jónsson
ritstjóri Tímaritsins Skákar vinnur nú að því að kanna hvort um
raunverulegan áhuga er að ra'ða hjá skákmeistaranum. og cf svo er.
verður hafist handa við að ganga frá ýmsum atriðum varðandi
„endurkomu" heimsmcistarans fram á sjónvarsviðið.
Jóhann Þórir Jónsson sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
hlaðsins í gærkvöldi, að upphaf
málsins væri það að Fischer hefði
nýlega haft samband við Campom-
anes frá Filipseyjum, varaforseta
Fide, og látið í Ijós áhuga á að
hefja taflmennsku á ný. Upphaf-
lega mun hann hafa skrifað
Campomanes bréf, en síðar rædd-
ust þeir við í síma, eftir því sem
næst verður komist. Campomanes
kom málinu áleiðis til Friðriks
Ólafssonar forseta FIDE, Alþjóða
skáksambandsins. Friðrik, sem nú
er nýfarinn í erindum FIDE til
Mexico, bað Jóhann Þóri að ganga
í málið og kanna hvað hægt væri
að gera. Sagðist Jóhann Þórir fyrst
hafa komið inn í myndina á
föxtudagskvöld, og hefði því ekki
gefist mikill tími til að kanna
málið. Þegar hefði þó ýmislegt
gerst, og haft hefði verið samband
við ýmsa aðila vegna þessa.
Að sögn Jóhanns Þóris er ástæða
þess að hann var beðinn um að
kanna málið sú, að Fischer hefur
sagt að hann vilji fá að tefla sem
heimsmeistari í skák, og því gæti
hvorki FIDE né Skáksamband
íslands, sem er innan vébanda
FIDE, annast undirbúning eða
skipulag einvígis af þessu tagi.
Upphaflega sagði Jóhann Þórir að
kannað hefði verið hvort Fischer
vildi tefla við Victor Korchnoi
þegar að loknu einvígi hans við
karpov í haust, en það vildi hann
ekki. Kvaðst Fischer viija hefja
taflmennsku sína á ný á því að
tefla við einhvern, sem ekki gæti
Robert Fischer. fyrrum hcims-
meistari í skák.
talist í röð allra fremstu skák-
manna heims. Því væri nú haft í
huga að hann tefldi við íslenskan
skákmann — annan en Friðrik
Ólafson — og að einvígið færi fram
hér á landi innan tíðar. Að öðru
leyti kvaðst Jóhann Þórir ekki
vilja tjá sig um málið á þessu stigi.
Hann sagði þó að ýmsir menn
væru að vinna í þessu með sér, og
að þar á meðal væri Sæmundur
Pálsson lögregluþjónn, sem á sín-
um tíma varð einkavinur Bobby
Fischers, sem kunnugt er. Næsta
skrefið í málinu sagði Jóhann
Þórir að lokum, að yrði að talað
yrði við Fischer um þetta mál.
Eins og áður sagði hefur Fischer
ekki teflt opinberlega í mörg ár.
Sögusagnir hafa þó gengið um að
hann hafi teflt óopinberlega við
ýmsa menn, og hefur vestur-þýski
stórmeistarinn Húbner meðal ann-
ars verið nefndur í því sambandi.
Ekki hefur það þó fengist staðfest.
Fischer varð heimsmeistari
sumarið 1972, er hann sigraði
Rússann Boris Spassky í einvígi í
Reykjavík. Rússar unnu heims-
meistaratitilinn síðan á ný án þess
að tefla, er Fischer vildi ekki una
þáverandi reglum um heimsmeist-
araeinvígi. Anatoly Karpov varð
því heimsmeistari án þess að sigra
Fischer við skákborðið.