Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 45 Tappien ekki Tóti Jakob Magnús.son tónlistar- maður og meðlimur í hljómsveit- inni „Tappa tíkarrass" kom að máli við Velvakanda og lýsti óánægju sinni með meðferð Hr. Flínks á nafni hljómsveitarinnar í þættinum 13. þ.m. Hefur hr. Flínk orðið á að rugla saman Tappa og Tóta svo að úr varð Tóti tíkarrass og leiðréttum við þetta hér með. Einokun eða frjálsræði: Ríkisútvarpið myndi skána - eða verða lagt niður Kæri Velvakandi Síðastliðinn laugardag birtist í Velvakanda athyglisvert bréf þar sem íað var að því að kominn væri tími til að gefa rekstur útvarps- stöðva frjálsan hér á landi. Það er á margan hátt undarlegt að hér á landi skuli aðeins starfa ein ein- asta útvarpsstöð, og skyldi engan undra þótt töluvert sé deilt um dagskrá hennar þar sem allir sem á annað borð vilja hlusta á útvarp verða að hlusta á þessa sömu dagskrá. Eg held að við höfum farið á mis við ýmislegt með því að sníða rekstri útvarpsstöðva svo þröngan stakk. Erlendis getur fólk víðast hvar valið á milli margra út- varpsstöðva — og þarf ekki að borga neitt fyrir það. Hér á landi eru fjölmargir aðilar sem áhuga hafa á að reka útvarpsstöðvar part úr degi án þess að það myndi kosta almenning nokkuð. Auglýs- endur myndu greiða kostnaðinn og útvarpseigendur myndu hafa meiri not af útvarpsviðtækjum sínum en nú. Eins og ég minntist á er ekki furða þó hlustendur Ríkisútvarps- ins séu ósammála um efnisval þegar útvarpsstöðin er aðeins ein. Slíkar deilur yrðu líklega alveg úr sögunni, ef útvarpsstöðvum fjölg- aði því þær myndu auðvitað keppa innbyrðis um hlustendahópinn hér og miða efni sitt við óskir hans — en ekki við einhver annarleg sjónarmið eins og manni virðist Ríkisútvarpið stundum gera. Maður heyrir oft sagt að ef rekstur útvarpsstöðva yrði gefinn frjáls myndi enginn hlusta á Ríkisútvarpið en ég er alls ekki viss um að svo yrði. Maður verður að taka með í reikninginn að fengi Ríkisútvarpið samkeppni myndi það að öllum líkindum skána verulega — eða verða lagt niður. Það er engin furða þo stofnun sem enga samkeppni hefur haft frá því að hún tók fyrst til starfa, hafi. dagað uppi á mörgum sviðum — og fjarlægst sitt upphaflega markmið, að vera landsmönnum tii uppfræðslu, gagns og gamans. Ekki heyrði ég nema fáa lestra af útvarpssögunni „Praxis" og hafði nokkra skemmtun af, þó óneitanlega væri orðbragðið á stundum full klúrt. Það er kannski allt í lagi að láta lesa svona sögu í útvarp en þo held ég að fjölmiðlar megi vara sig á að ánetjast klámefni um of. „Klámhundar" fyrirfinnast nefnilega í öllum stofnunum og í kring um þær, og þeir eru vísir til að færa sig upp á skaftið um leið og þeir sjá sér það fært. Varðandi þessa sögu held ég að menningárvitum útvarpsins hafi orðið fótaskortur, þó þeir vilji auðvitað ekki viðurkenna það. Framvegis ættu þeir að vera reynslunni ríkari — jafnvel Ríkis- útvarpið hefur sín takmörk og getur ekki boðið fólki upp á hvað sem er. Þegar klám og sóðaorð- bragð er annars vegar er áreiðan- lega bezt að setja sér skýr mörk og standá við þau — því varla hefur slíkur kjaftháttur neitt Iistgildi í sjálfum sér, eða hvað? Þrándur i Götu %KARNABÆR Laugaveg 66 Austurstraeti 22 Gla>sib* | PESSAR hnébuxur og ÞENNAN bol getur þú fengiö meö 15% afslætti AÐEINS út þennan mánuö. Wsm LMgavagi 20. Simt fré akjptiborði atH, Stundum gýs hann — stund- um ekki Vesturhæingur hringdi og bað fyrir eftirfarandi pistil um gos- brunninn í Tjörninni: „Ég á oft leið um vesturbakka Tjarnarinnar og þar með framhjá þessum eina gosbrunni, sem stendur undir nafni af þeim sem við eigum, Reykvíkingar. Alltaf leiðist mér jafn mikið að sjá að hann sé ekki hafður á, en því miður virðist það vera viðburður að sjá hann í gangi. Látum svo vera, en þá sjaldan sem hann er í gangi er eins og hann endist ekki lengi en detti niður um leið og maður er byrjaður að virða hann fyrir sér. Ég hef aldrei séð annað eins atferli hjá nokkrum öðrum gos- brunni, og hef ég þó víða farið. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig á þessu gæti staðið og myndi þiggja það með þökkum ef einhver gæti frætt mig á því. Þá vildi ég beina þeirri frómu ósk til borgaryfirvalda að þau hefðu gos- brunninn sem mest í gangi fram- vegis ef þau sæju sér fært, okkur borgarbúum til augnayndis og skemmtunar." Tölvuskólinn Borgartúni 29 sími 25400 Tölvunámskeið ★ Viltu skapa þér betri stööu á vinnumarkaðnum? ★ Viltu læra aö vinna meö tölvu? ★ Á námskeiðum okkar lærir þú að færa þér í nyt margvíslega möguleika sem smátölvur, (micro- computers) hafa upp á að bjóða fyrir viðskipta- og atvinnulífið. ★ Námið fer að mestu fram meö leiösögn tölvu og námsefnið er að sjálfsgðu allt á íslensku. Námsefniö hentar auk þess vel fyrir byrjendur. ★ Á námskeiðunum er kennt forritunarmálið BASIC, en það er langalgengasta tölvumálið sem notað er á litlar tölvur. Innritun í síma 25400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.