Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
„jpETTA ER BESTA ÖP-V<3GISTÆklE> SEM
VIÐ HÖFUM! SETTU BAI2A PAR. AF
5VOWA SKÓM í FORSTOFUNA HJA þÉR."
Ást er...
... að leyfa henni að
vera í baðinu eins
lengi og hana lystir.
TM ftofl. U.S. P»t. Off - Att rfghls r—w*ó
© 1977 Los AngolM Tlmos Q ■ Cý
/Ei. þú veist mér leiAist aA lesiA
sé yíir öxlina á mér!
HÖGNI HREKKVlSI
^ ■— ÓAjORRt.S'ra&AÍSW'K
iBgvenujri me0 ~
£ó NEF AtlTtf 'Mt^W ,AF Wi Aí) HASN ^iAfl flTO fVRIR
!W ttW EKKIW m NÖ7TW '
„Um daginn og veginn" 10. ágúst sL:
Kommi í predikunarstól
Mánudaginn 10. ágúst sl. tal-
aði Einar Karl Haraldsson í
Ríkisútvarpið, „Um daginn og
veginn". Var það heldur ógeð-
fellt raus á að hlýða og líkast því
sem um ruglaðan vímuefnaneyt-
anda væri að ræða. Honum
virtist kjarnorkustríð óumflýj-
anlegt í næstu framtíð og sagði
Bandaríkjamenn eiga næg
kjarnorkuvopn til að tortíma
öllu lífi á jarðarhnettinum, ekki
einu sinni heldur sex til sjö
sinnum.
Minna mátti ekki gagn gera.
Þjóðviljamenn eru búnir að fá
þetta kjarnorkukjaftæði sitt svo
á heilann, að þeir virðast vera
farnir að trúa því sjálfir að þessi
þrjátíu ára lygaáróður þeirra sé
nú loks farinn að bera tilætlaðan
árangur — að Rússar séu nú
farnir að taka við sér og hafa í
hótunum við okkur íslendinga
varðandi kjarnorkuna ef við
séum ekki í einu og öllu þénan-
legir. Þessi kjarnorkulandráða-
skrif kommúnista eru í sjálfu sér
stórhættuleg. Þeir fullyrða að
hér séu geymd kjarnorkuvopn
víða um landið — þetta stað-
hæfa þeir þó margsinnis sé búið
að reka þessa lygi þeirra langt i
kok niður. Þó byrja þeir alltaf
sama söngin aftur og aftur og
virðist, eins og áður segir, vera
farnir að trúa þessari stórlygi
sinni sjálfir.
En það er síður en svo víst að
Buslubænir þeirra um kjarn-
orkustríð hér á landi séu alveg á
næsta leyti, eins og bænir þeirra
til Rússa bera vott um. Kommar
hafa fordæmt Bandaríkjamenn
fyrir að hefja framleiðslu á
svokölluðum nifteindasprengj-
um. En heyr á endemi — Rússar
eru fyrir löngu farnir að fram-
leiða slíkar sprengjur sjálfir þó
þeir fordæmi Bandaríkjamenn
fyrir slíkt. Þeir vilja auðvitað
sitja að slíkum vopnum einir.
Nei það er aldrei neitt lát á
hræsni Rússa og yfirdrepsskap
ef þeim finnst slíkt henta sér í
áróðrinum við hina nytsömu
sakleysingja, sem því miður
finnast allt of margir í heimin-
um og Einar Karl Haraldsson
hélt því fram að vopnabirgðir
Sovétríkjanna væru ekki nálægt
því eins miklar og Vesturveld-
anna og afsakaði Rússa á alla
kanta uppúr og niðurúr — þvers
og langs. Hjá Rússum væri
friðarviljinn einn á ferð.
Já, einmitt það — ekki ríður
hræsnin við einteyming. Hvað
um friðarviljann í Afganistan,
Ungverjalandi, Eistlandi, Lett-
landi og Litháen (og svo Pólland
ef til vill á næstu dögum). Þessir
heilaþvegnu kommar hér á landi
vilja ekki sjá eða viðurkenna
þessar staðreyndir. Er það ef til
vill rússneska Gúlagið sem þessi
vegvillti og villuráfandi lýður
óskar eftir að upp vaxi hér á
landi. Já, „skyldi þeim ekki
bregða í brá, blessuðum nær þeir
deyja“.
Vonandi eiga íslendingar aldr-
ei eftir að upplifa slík Ragnarök
sem rússneska Gúlagið er — öllu
til tortímingar er lífsandann
dregur hér á jörð.
Þorkell Iljartarson.
Viðurgjörningur á íslenzkum kaffíhúsum:
Greidd þjónusta ekki veitt
Til Velvakanda
Ég fer oft á kaffihús, sérstak-
lega um helgar, og þykist geta
borið um að veitingar á íslenskum
kaffihúsum eru ekki síðri en
tíðkast erlendis. Ástæðan til þess
að ég skrifa þetta bréf er hins
vegar sú að ég tel að þjónusta hér
sé langt fyrir neðan það sem hún
ætti að vera. Því er nefnilega
þannig varið að eftir því sem mér
skilst þá er greiðsla fyrir þjónustu
innifalin í verði þeirra veitinga
sem maður kaupir. Það leiðinlega
við þetta er að á mörgum kaffi-
húsum, sérstaklega þeim sem hafa
hið svonefnda sjálfsafgreiðslu-
kerfi, er þessi þjónusta aldrei
veitt.
Þráfaldlega hefur það komið
fyrir mig að ég hef þurft að gerast
þjónn á sjálfsafgreiðslustöðum
hér í borginni og hreinsað burt
matarílát eftir aðra af borði til að
geta sest þar sjálfur. Maður verð-
ur að rusla þessu yfir á næsta borð
til að geta fengið sæti því starfs-
fólkið virðist oft hafa allt annað
að gera en að sinna þessu. Það sem
fer í taugarnar á mér er að þetta
er þjónusta sem maður er engu að
síður látinn borga fyrir — þó
maður framkvæmi hana svo sjálf-
ur. Ef það tíðkaðist að greiða
þjórfé hér eins og víða erlendis tel
ég víst að fáir myndu greiða þjórfé
ef þeir þyrftu sjálfir að ganga í
störf þjónsins.
Ég tilgreini engin sérstök kaffi-
hús hér þó ég gæti auðvitað gert
það en vona að þeir sem hafa veg
af rekstri slíkra húsa, lesi þetta og
geri sitt til að bæta úr því. Varla
verður það nokkru fyrirtæki til
framdráttar að snuða viðskipta-
vini sína á þennan hátt.
Gestur.
Pessir hringdu . . .
Húsmóðir á
Þjóðviljann
Helgi hringdi og vildi vekja
athygli á auglýsingu sem birtist í
síðasta helgarblaði Þjóðviljans:
„Nú hefur Alþýðubandalagið sýnt
hina svokölluðu jafnréttisstefnu
sína í verki á hinn fjölbreyti-
legasta hátt,“ sagði hann. „Fyrir
ekki svo löngu var Bjarnfríði
Leósdóttur fórnað úr stjórn ASI.
Fyrir skömmu kom upp jafnrétt-
ismál í apótekinu á Dalvík og konu
vísað frá embætti þar þótt hún
teldist hæfari. Og nú vilja peir fá
húsmóður til að þjónusta sig á
Þjóðviljanum — það þýðir víst
lítið fyrir karlmann að sækja um
starfið. Þó var það einmitt þetta
blað sem á sínum tíma barðist
sem mest fyrir jafnrétti í auglýs-
ingum, en nú hafa þeir líklega
skipt um skoðun.“
Móðir Gissurar
hvíta
Maður, sem kallar sig Börk
blátannarskegg hringdi vg las
Velvakanda fyrir svar til „forvit-
innar konu“ sem spurðist fyrir um
móður Gissurar hvíta í vísu sem
birtist í Velvakanda sl. föstudag.
Út til Noreits Teitur brúAi sina sótti
sem i íraAum Ara Ketur lita.
Á Mosfelli var KleAi en enKÍn ótti
þá Álöf fæddi soninn (iissur hvita.
Börkur blátannarskegg
Stæði fyrir
reiðhjól
Hjólreiðamaður hringdi og vildi
vekja athygli á því að þó
hjólreiðamönnum hefði fjölgað
geysilega i umferðinni og hjól
seldust þúsundum saman hefði
ekkert verið gert af hálfu borgar-
yfirvalda til að auðvelda
hjólreiðamönnum að geyma hjól
sín, leggja þeim eða koma þeim
fyrir. „Það vantar ekki að það sé
verið að gera bílastæði út um alla
borg,“ sagði hann, „en þegar
hjólreiðamenn eru annars vegar
virðist allt mega reka á reiðanum.
Maður verður að skilja hjólið sitt
eftir þar sem maður getur komið
því og á eins von á að einhver hafi
fellt það í götuna þegar maður
kemur að því næst. Þetta finnst
mér alveg ótækt og vil hvetja til
að gerð verði stæði fyrir reiðhjól
sem víðast hér í borginni.“
Húsmóðir óskast!
Þjóðviljinn vill ráða konu i tvo mánuði eða
lengur, til að hafa umsjón með kaffistofu
fyrir starfsfólk blaðsins og til að annast
daglegar hreingerningar i húsakynnum
blaðsins, Siðumúlað.
Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra.
D/ÚWUM