Morgunblaðið - 04.09.1981, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981
Leikár Þjóðleikhússins:
Fjölbreytt og margir gestaleikir
„í>oikárið vcrður afar íjöl-
hreytt ok eins og fyrr þá setja
íslensk verk svip á starfsemina,
einniií má se«ja að þetta verði
mikið tíestaleikjaár." sagði
Sveinn Einarsson t>j(')ðleikhús-
stjóri í viðtali við Morxunhlaðið.
Fyrsta frumsýning Þjóðleik-
hússins verður 25. september, á
Hótel Paradís sem er sígilt verk
eftir Georges Feydeau í þýðingu
Sigurðar Pálssonar en leikstjóri er
Benedikt Arnason.
I október verður svo frumsýnt
leikritið Dans á rósum eftir leik-
konu sem leikið hefur hjá Þjóð-
leikhúsinu, Steinunni Jóhannes-
dóttur, en mun þetta vera fyrsta
leikverk hennar, sem sett er á
svið. Leikstjóri er Lárus Ýmir
Óskarsson og leikmynd gerir Þór-
unn S. Þorgrímsdóttir.
I tilefni af 80 ára afmæli
Halldórs Laxness verður settur á
fjalirnar sjónleikur byggður á
skáldsögu Halldórs Laxness úr
sagnabálknum um Ólaf Kárason.
Verður verkið sýnt í leikgerð
Sveins Einarssonar og heitir hún
Hús skáldsins. Leikmynd gerir
Sigurjón Jóhannsson og leikstjóri
er Eyvindur Erlendsson.
Nútímaverkið Amadeus eftir
Peter Shaffer verður frumsýnt í
janúar á næsta ári. Hér er um að
ræða verk, sem hlotið hefur feikna
vinsældir á Broadway og útnefnt
þar besta leikrit ársins síðastiiðið
ár. Valgarður Egilsson þýddi leik-
ritið og leikstjóri verður Helgi
Skúlason en leikmynd gerir Björn
G. Björnsson.
Islenski dansflokkurinn mun
spreyta sig á ballettinum Giselle,
eftir sögu Theophile Cartier, sem
er feikna mikið fyrirtæki og að
sögn Sveins Einarssonar hefur
það alltaf verið draumurinn, að
taka þennan ballett til sýningar
hér á landi.
Mun einhver úr íslenska dans-
flokknum dansa Giselle, einnig
kemur til greina að fá Maríu
Gísladóttur, sem starfar í Wies-
baden til að dansa á nokkrum
sýningum, en María hefur dansaö
þetta hlutverk og hlotið mjög góða
dóma. Helgi Tómasson hefur líka
dansað í Giselle og að sögn Sveins
Einarssonar getur verið að Helgi
dansi hér einnig.
I marz verður frumsýnt leikritið
Sögur úr Vínarskógi eftir Ödön
von Horváth í þýðingu Þorsteins
Þorsteinssonar. Verk þetta hefur
gengið að undanförnu á megin-
landi Evrópu og hlotið mjög góðar
undirtektir. Leikmynd gerir Alist-
air Powell og leikstjóri verður
Haukur J. Gunnarsson, sem
Talið frá vinstri: Gísli Alfreðsson, Árni Blandon, Sigríður Þorvalds-
dóttir, Róbert Arnfinnsson og Bessi Bjarnason í hlutverkum sinum i
leikritinu Hótel Paradís eftir Georges Feydeau, sem frumsýnt verður
25. september næstkomandi.
leikstýrði Kirsublómi á Norður-
fjalli á Litlasviðinu í fyrra. Þótti
sú uppfærsla afar góð.
Óperettan Meyjarskemman eft-
ir Schubert verður frumsýnd í
apríl, fjallar hún um ævi Schu-
berts. Að sögn Sveins Einarssonar
munu koma fram í henni margt
ungra og efnilegra söngvara, sem
annað hvort hafa lært hér heima
eða erlendis.
Barnaleikrit leikársins verður
10% staðgreiðsluafsláttur
eða góo greiðslukjör
Landsins mesta úrval af reiðhjolum
Góð merki, gæði, glæsileiki, góð þjónusta
Lítið sýnishorn: ^pimoip frá Englandi
Scorpion torfæruhjól
3 gíra 20“ dekk.
Staögr. kr. 2.360.
Afborgun kr. 2.620.
12 gíra keppnishjól
27“ dekk, verö frá.
Staögr. kr. 2.916.
Afborgun kr. 3.240.
Gamaldags hjól 26“, 28“
3 gíra m/fótbremsum.
3 gíra m/stálbremsum.
Staðgr. kr. 1.750.
Afborgun 1.933.
Vantar þig öðruvísi hjól?
Hringdu og spurðu eða komdu og skoðaðu
Mikið úrval af
reiðhjólavarahlutum
reiðhjólatöskur
hraöamælar, lásar
og margt fleira.
Sendumí
póstkröfu.
Varahluta og
viðgeröa-
þjónusta.
Árs ábyrgð.
/M4RKIÐ
Suðurlandsbraut 30
— sími 35320.
hin gamalkunna ítalska þjóðsága,
Gosi, í leikgerð David Robinson og
þýðingu Árna Ibsen.
Á Litla sviði Þjóðleikhússins
verða tvö verkefni tekin til sýn-
ingar í haust. Annað er Ástarsaga
aldarinnar eftir Márte Tikkanen.
Leikritið er byggt á ljóðabálki
skáldkonunnar og fjallar hann um
erfiða ævi hennar. Þýðingu gerði
Kristín Bjarnadóttir, leikmynd
gerir Guðrún Svava Svavarsdóttir
en Kristbjörg Keld verður Ieik-
stjóri.
Hitt leikritið á Litla sviðinu er
Kisuleikur, sem er skopleikur í
þýðingu Karls Guðmundssonar.
Leikmynd gerir Sigurjón Jó-
hannsson en leikstjóri er Benedikt
Árnason.
Um þessar mundir er verið að
æfa af kappi leikrit Bernhard
Shaw, Kappar og vopn, og mun
ætlunin að frumsýna það utan
Reykjavíkur. Það hefur verið liður
í viðleitni Þjóðleikhússins að færa
leiklistina út á land, að frumsýna
ýmis verk utan Reyjavíkur.
í tilefni af ári fatlaðra er verið
að vinna að leikriti, sem ætlunin
er að sýna unglingum í grunnskól-
um iandsins og framhaldsskólum
og á vinnustöðum. Það er rithöf-
undurinn Gunnar Gunnarsson,
leikarinn Guðmundur Magnússon
og Sigmundur Örn Arngrímsson,
sem verður leikstjóri, sem standa
að þessu verki.
íslenski dansflokkurinn mun
flytja 2 verk eftir Hlíf Svavars-
dóttur ballettdansara, sem starfar
í Hollandi í nóvember. Auður
Bjarnadóttir, sem dansar hjá
Óperunni í Múnchen mun dansa
með dansflokknum.
Eins og sagt var í upphafi, þá
verður þetta leikár mikið gesta-
leikjaár. Á laugardaginn, 5. sept-
ember, mun sænska leikhúsið í
Helsinki flytja gamanleikinn Kon-
urnar í Niskavuori. Þetta er
finnskt leikrit flutt á sænsku.
Hefur sýning þessi hlotið mjög
góðar viðtökur að sögn Sveins
Einarssonar. Leikstjóri er Kaisa
Korhonen en Kári Halldór er
meðleikstjóri. Sænska leikhúsið í
Helsinki hefur sýnt íslensku leik-
húsi mikinn áhuga en verið er að
sýna þar íslenska leikritið Blessað
barnalán eftir Kjartan Ragnars-
son.
Franskur Gestaieikur byggður á
látbragði, sem heitir Andspænis
erfiðum degi verður hér einnig
tekinn til sýningar bráðlega.
Árni Blandon i hlutverki sinu i
Hótel Paradís.
Sveinn Einarsson Þjóðleikhús-
stjóri.
I október mun svo Peking óper-
an vera með sýningar og mun vera
um meiriháttar listviðburð að
ræða.
Sölumaður deyr verður aftur
tekinn til sýningar en á síðast-
liðnu leikári voru sýndar 36 sýn-
ingar á verkinu og naut það
mikillar hylli.
Nú er verið að selja áskriftir að
7 sýningum Þjóðleikhússins ög fer
áskriftarsalan fram til 25 sept-
ember, en þá er fyrsta frumsýn-
ingin, eins og áður sagði.
8 þýsk skip
að veiðum við
Dornbanka
ÁTTA þýsk skip og einn norskur
rækjubátur sáust að veiðum út af
Dornbanka, þegar Landhelgis-
gæslan fór í eftirlitsflug í gær.
Einnig var á þessum slóðum
norska eftirlitsskipið Frithjof. Þá
var danskt herskip með einkenn-
isstafina F-350 norðan við Dorn-
banka.
Formaður,
ekki fram-
kvæmdastjóri
í frétt í Morgunblaðinu í gær
sagði, að Ingi Tryggvason væri
framkvæmdastjóri Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins. Það er
rangt, hann er formaður ráðsins.
Hins vegar er Gunnar Guðbjarts-
son framkvæmdastjóri þess. Hlut-
aðeigendur eru beðnir velvirð-
ingar á þessu ranghermi.
Dórshafnartogarinn kem-
ur í febrúar eða mars
VON ER á Þórshafnartogaranum
svokallaða til landsins frá Noregi
í fehrúar til mars á na*sta ári,
samkva'mt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hja Ólafi
Rafni Jónssyni formanni stjórn-
ar Útgerðarfélags Norður-Þing-
eyinga.
Ólafur sagði að nú væri rekstar-
grundvöllur togarans talinn betri
en var í fyrra, þannig að málin litu
betur út nú en þá var. Ólafur sagði
að kaupendur togarans hefðu enga
bakþanka vegna kaupanna, enda
væri talið að þessi lausn á at-
vinnumálum Þórshafnarbúa væri
sú besta og eðlilegasta.
„Við teljum okkur vel setta að fá
þetta skip á góðu verði, miðað við
það sem mörg önnur skip kosta, og
við ætlum að reyna að standa eins
vel að þessari útgerð eins og okkur
er framast unnt,“ sagði Ólafur
Rafn Jónsson.