Morgunblaðið - 04.09.1981, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981
Jón Bergþór Jóns
son - Minning
Grein þessi um Jón Bergþór
Jónsson, birtist hér í blaðinu í
Ka-r. Urðu þar mistök á. Birt var
mynd af syni Jóns Bertfþórs með
Kreininni. Biður blaðið aðstand-
endur ok Kreinarhofund afsökun-
ar á mistokunum.
Fæddur 23. fehrúar 1889.
Dáinn 22. ájíúst 1981.
Í dají, fimmtudaninn 3. septem-
ber, verður Jón BerKþór Jónsson,
Leifstíötu 28, Reykjavík, jarðsunK-
inn frá Dómkirkjunni. Hann var
fæddur að Melum á Kjalarnesi 23.
febrúar 1889. Foreldrar hans voru
hjónin Kristbjörtt Si({urðardóttir
frá Káranesi í Kjós og Jón Jóns-
son frá Norðurjíröf á Kjalarnesi.
Árið 1894 fluttist Jón með foreldr-
um sínum til Reykjavíkur. Fyrst
bjutítfu þau á SmiðjustÍK 4. Seinna
fluttu þau á LautjaveK 21, hús Óla
norska. Þar verður Jón fyrir þeirri
djúpu sortí að missa móður sína ot;
18 ára systur úr taugaveiki. Jón
veiktist þá líka og lá í 11 vikur.
Var talið að sýkin hafi komið úr
vatnsbrunnum sem vatnið var
tekið úr. Jón var hjá föður sínum
þar til hann var 15 ára, leigir þá
herbergi úti í bæ og kostaði það 6
kr. á mánuði. Hann var þá í
snúninttum eins ok hann kallaði
það, hjá Thomsen-verslun, og
hafði 6 kr. í kaup á viku. Jón var
svo við ýmsa vinnu í bænum.
Árið 1911 verður mikil breytinf;
á lífi Jóns, hann ræður sig í vinnu
hjá norskum manni, Ellefsen að
nafni, sem var að fara til Suður-
Afríku að reisa hvalveiðistöð. Þar
var Jón í 2 ár, kom þá heim aftur
en var hér ekki nema tvo mánuði,
hann langaði alltaf út og fékk
hann þá far með breskum togara
til Hull og borgaði eitt pund fyrir.
Þar réði Jón sig á norskt skip og
var á því í fjóra mánuði en þegar
það kom til Álasunds í Noregi fór
Jón af skipinu og fór að vinna í
landi. I Álasundi kynntist Jón
konunni sinni Elíse og giftu þau
sig 1. júlí 1916. Það var mikið
gæfuspor sem Jón tók þar. Sam-
búð þeirra hjóna var innileg og
báru þau takmarkalausa virðingu
fyrir hvort öðru. Jón skrifar í
minnispunktum sínum að það hafi
verið dálítið einmanalegt þegar
Elíse féll frá eftir fimmtíu ára
hjúskap, en hún dó 20. maí 1969.
Þegar Jón kvæntist Elíse var hún
ekkja, hafði misst mann sinn eftir
stutta sambúð og átti hún eina
dóttur með honum, Laurentze
Johanne að nafni, og gekk Jón
henni í föðurstað. Hún mun hafa
verið á áttunda ári þegar Jón og
Elíse kvæntust. Vegna kreppunn-
ar sem gekk yfir eftir fyrri
heimsstyrjöldina var mikið at-
vinnuleysi víða í heiminum og
varð Noregur ekki síður fyrir
barðinu á því. Þar sem Jón var
útlendingur var verra fyrir hann
+
Útför systur minnar,
INGVELDAR GUOJONSDOTTUR,
Háeyri, Eyrarbakka,
fer fram frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 5. september kl.
14.00.
Guölín Guðjónsdóttir.
+
Útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu,
ÞURÍOAR ÞORKELSDÓTTUR
frá Sandprýöi í Vestmannaeyjum,
fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 5. september.
Helga Bachmann, Guöfinnur Sígurjónsson
og börn.
+
Frænka okkar,
INGA EINARSDOTTIR
frá Noróurgarði, Vestmannaeyjum,
veröur jarösungin frá Landakirkju, laugardaginn 5. sept. kl. 4.
Frændsystkinin.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJANS SVEINLAUGSSONAR,
Laugarnesvegi 102,
Guðný Björnsdóttir,
María Kristjánsdóttir,
Guórún R. Kristjánsdóttir,
Kristján Kristjánsson,
Gunnar Kristjánsson, Jóhanna Pálmadóttir,
Sveinlaugur Kristjánsson, Málfríöur Jónsdóttir,
Björn Kristjánsson, Svanhildur Guömundsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
sonar okkar og bróöur,
ÓSKARS BJARNA BRYNJÓLFSSONAR,
Bergþórugötu 45,
Foreldrar og systkíni.
að fá vinnu. Fyrirtækið sem hann
vann hjá varð gjaldþrota og varð
hann þá atvinnulaus og mun
honum ekki hafa litist giftusam-
lega á það að stans uppi í
framandi landi með konu og sex
börn. Þá er það sem þau hjón taka
þá ákvörðun að athuga með at-
vinnu hér í föðurlandi Jóns og
varð það úr að Jón fór einn heim
til Islands 1928 til að athuga með
vinnu. Jón fékk strax vinnu hjá
Helga Helgasyni í verksmiðjunni
Rún við Smiðjustíg. Þar vann
hann í þrjá mánuði. Síðan fór
hann út aftur til að sækja fjöl-
skylduna.
Fósturdóttir Jóns varð eftir í
Noregi, en hún kom hingað nokkr-
um mánuðum síðar. Jón kom heim
með fjölskyldu sína 2. apríl 1929
með norsku skipi sem hét Lyra.
Lenti það í vonzkuveðri og hrakn-
ingum á leiðinni en allt fór vel að
lokum.
Hér var fjölskylda Jóns og var
norsku fjölskyldunni tekið með
opnum örmum af skyldmennum
hér. Fékk fjölskyldan fyrst inni
hjá Guðlaugu Jónsdóttur systur
Jóns og manni hennar, Halldóri
Halldórssyni í Austurkoti. Síðan
fékk hann húsnæði hjá Guðrúnu
systur sinni og manni hennar,
Guðjóni, að Laugavegi 99. Fljót-
lega fer Jón að huga að húsnæði
og fékk hann lóð hjá Guðlaugu
systur sinni og Halldóri í Austur-
kotslandi. Þar byggði Jón lítið og
þægilegt hús sem hann stækkaði
síðar. Jón vann fyrst við húsbygg-
ingar en svo réðist hann til
húsgagriavinnustofu Kristjáns
Siggeirssonar, Laugavegi 13. Þar
vann hann í fjögur ár. Þá fer hann
að vinna við eigin rekstur. Hann
smíðaði fyrst húsgögn um sinn en
síðan framleiddi hann leikföng og
voru þau svo vönduð og falleg að
hann varð oft að vinna langan
vinnudag til að fullnægja eftir-
spurn. Jón var mikill lánsmaður í
sínu einkalifi, átti góða konu sem
bjó honum fallegt og gott heimili.
Þau eignuðust fimm börn sem
öll eru á lífi ásamt dótturinni sem
Elíse átti í fyrra hjónabandi, eins
og áður er getið: Laurentze Jo-
hanne, gift Jóhanni Helgasyni,
Sigurður, sem hefur alla tíð verið
hjá foreldrum sínum og bjó með
föður sínum eftir að móðir hans
dó, Kristbjörg, gift Páli Jörunds-
syni, Paula, gift Páli Guðnasyni,
Elíse, giftist Sverre Larsen, en
þau bjuggu í Stavanger í Noregi.
Hún missti mann sinn fyrir
nokkrum árum en býr áfram í
Stavanger Jón kvæntur Hjördísi
Guðmundsdóttur.
Jón var einn af stofnendum
Reykjavíkurfélagsins og sat í
stjórn þess um nokkurn tíma og
nú síðustu árin var hann heiðurs-
félagi. Einnig var hann lengi í
Varðarfélaginu. I Normanslaget
var hann frá 1934 og heiðursfélagi
þar í mörg ár. Einnig var hann um
tíma í stjórn þess. Með Jóni er
fallinn í valinn dugandi og elju-
samur maður sem hefur orðið að
leggja hart að sér og vinna
hörðum höndum við að koma upp
stórum barnahópi og var það
honum mikið lán hvað Elíse var
honum mikil stoð, því þau hjón
voru svo samtaka um allt sem laut
að velferð barna þeirra. Ég sem
þessar línur rita hef aldrei kynnst
jafn ástríkum hjónum og bara það
að sjá þau ganga saman á götu var
unun á að horfa.
Ég-þakka afa, eins og ég kallaði
hann alltaf, fyrir allt sem hann
var mér og bið góðan Guð að veita
börnum hans og öðrum aðstand-
endum styrk í þeirra miklu sorg.
Páll Jörundsson
Samtök handverksbakara stofnuð:
Framleiðsla hafin á
skólarúnnstykkjum
LITLU hakaríin á Stór-Reykja-
víkiirsva'ðinu hafa nú tekið hönd-
um saman og stofnað með sér
Samtök handverkshakara. Ilafa
15 aðilar gengið i samtökin og
eiga það allir sameiginlegt að
hafa hakarí tengt söluhúð. en
þetta skilyrði var sett til að
tryggja ga'ði framleiðslunnar.
Hafa handverksbakarar hug á að
auka fjölbreytni og ga'ði bakst-
urs með forgöngu samtakanna.
auk þess að sporna við aukinni
hlutdeild verksmiðjuhaksturs á
markaðinum.
Á blaðamannafundi sem Sam-
tök handverksbakara efndu til
kom fram að fyrsta nýjungin sem
handverksbakaríin munu brydda
uppá er kornrík rúnnstykki, skóla-
rúnnstykki. Ætla handverksbak-
arar með þessu að auka enn úrval
grófra brauða og brauðtegunda
sem fyrir er í handverksbakaríum.
Vildi stjórn samtakanna benda á í
því sambandi að kornvara, þ.e.
brauð og 3kyldar matvörur, er ein
hollasta fæðutegund sem fólk
neytir.
I Korna, skólarúnnstykkinu, er
blanda af rúgmjöli, sigtimjöli og
Janúor
F«bf úar
hveiti. Fyrir bakstur er hverju
fullmótuðu rúnnstykki velt upp úr
hýðisblöndu. Auk mjölsins er í því
örlítið salt, sykur, vítamínbætt
smjörlíki og pressuger. í því eru
hins vegar engin aukaefni, svo
sem efni til að auka geymsluþol.
Hver Korni vegur 50 grömm. Telja
handverksbakarar að Korni sé
einkar hentugt brauð í skólabita,
aðgengilegt fyrir allan aldur,
bragðmikið og kjarngott.
Samhliða þessari nýju fram-
leiðslu ætla handverksbakarar að
bregða á leik við skólakrakka. í
því skyni hefur auglýsingastofan
Örkin hannað nokkuð sérstakt
veggspjald með stundaskrá. Á því
eru níu reitir, einn fyrir hvern
skólamánuð, og stórar myndir af
samnefnara handverksbakara —
rúnnstykkiskarlinum Korna. Eru
reitirnir ætlaðir fyrir myndir sem
lýsa ferðum Korna um skólamán-
uðina. Myndirnar munu krakkar
fá afhentar í handverksbakaríum
í lok hvers mánaðar og mun það
tilkynnt í blöðum og útvarpi
hverju sinni.
Veggspjaldinu verður dreift til
allra skólabarna á aldrinum 5 til
12 ára í Reykjavík, Kópavogi og
Hafnarfirði. í lok skólatímans fá
svo þeir krakkar, sem hafa fyllt
alla reitina sérstaka viðurkenn-
ingu frá handverksbakaranum.
Stjórn Samtaka handverksbak-
ara skipa: Einar D. Einarsson,
Hermann Bridde og Júlíus Matt-
híasson.
l É
Frá hlaðamannafundinum: F.v. Jón Víglundsson, Guðmundur llinrik, Einar D. Einarsson, Hermann
Bridde. Páll H. Guðmundsson frá Auglýsingastofunni Örkinni og Július Matthíasson.