Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 7 Umsjónarmaóur Gísli Jónsson______________117. þáttur Það er mörg bókin, og baekurnar eru margar. Láta sumar lítið yfir sér og eru ekki víða. Árni Bjarnarson á Akureyri færði mér lítið kver um daginn, og þykir mér ekki út í hött að geta þess hér. Þetta er Leiðréttingar nokkurra máilýta eftir Jón Jónasson frá Skógum á Fellsströnd (1876—1914). Jón var kennari að menntun og ævistarfi, hin síðustu ár, er heilsa hans leyfði, skólastjóri barnaskóla Hafnar- fjarðar. Jón var brennandi i andanum að halda vörð um hreinleika og fegurð móðurmáls síns. Hann braust í því í banalegunni, að setja saman fyrrnefnt kver. Kona hans, Valgerður Jensdótt- ir, systir Bjarna í Ásgarði í Dölum, einnig kennari, fékk ágæta fræðimenn til að lesa prófarkir að kverinu, áður en það kæmi á prent. Kverið er þannig gert, að skráð eru í stafrófsröð orð og orðasambönd sem höfundi misþóknast, en látum hann annars kynna þetta sjálfan. Formálsorðin eru hér tekin upp staf- rétt: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve gjamt mönnum er á að skemma móðurmál sitt með ýmis konar orðskrípum, útlendum og innlendum; gera það sumir af fordild og hégómaskap, aðrir í hugsunarleysi og margir sökum fáfræði — af því að þeir hafa eigi lært að greina gott mál frá illu. Gleðilegt er það, að á síðustu árum virðist hafa aukist áhugi á því, að vanda málið. Eg hefi heyrt ýmsa óska þess, að gefin væri út leiðbeining um það, hvað koma eigi í stað hins ranga máls; þeir segjast oft ekki finna eða muna hin réttu orð, er á þeim þarf að halda. Það er til þess að reyna að verða við þessum óskum, að eg hefi týnt saman orðasafn það, er hér fer á eftir. Eg veit vel, að í það vantar mörg orð, sem þar hefðu þurft að vera, og liggja til þess ýmsar orsakir. Fyrst og fremst er eg ókunnugur í mörgum héruðum landsins og veit eg því eigi um þær málvillur, er þar tíðkast; í öðru lagi hefi eg sjálfsagt gleymt mörgum málvillum, sem eg hefi heyrt. Af ásettu ráði hefi eg að mestu leyti slept þeim orðskrípum, sem tíðkast í máli einstakra stétta, svo sem meðal sjómanna, iðnaðarmanna o.fl. Sömuleiðis er slept flestum orðskrípum, sem tíðkast við spilamennsku, leika og ýmsar skemtanir aðrar. Þyrfti að taka þetta alt fyrir sérstaklega, en það er mikið starf og vandasamt. Lengi mætti halda áfram, ef semja ætti skrá yfir öll þau orðskrípi og dönskuslettur, sem þeir nota, er kærulausir eru um móðurmál sitt, eða svo heimskir og hégómlegir, að þeim þykir fremd að því að tala öðruvísi en aðrir. Yrði það stór orðabók. í þetta orðasafn hefi eg ekki tekið önnur orð en þau, sem eru nokkurn veginn alment notuð einhversstaðar á landinu. Stafsetningarvillum og mörgum beygingarvillum hefi eg slept rúmsins vegna. Orðin hefi eg ritað sem líkast þvi, er þau eru borin fram af alþýðu manna en það er að vísu nokkuð mismunandi. Útlend orð hefi eg í þeirri merkingu, sem almenningur leggur í þau, en það er stundum önnur merking en sú, sem orðin hafa heima hjá sér.“ Þetta var skrifað árið 1914, og þykir mér kver Jóns Jónassonar hafa mikið málsögulegt gildi, en á þann orðalista, sem upp úr því er tekinn, legg ég ekki annan dóm. adjö í guðsfriði, an: það kemur an upp á. það er undir því komið, bolti knöttur, kúla, leiksoppur, brossía brjóstnál, búðingur býtingur, dádera dagsetja, dúsjur uppbót, þokkabót, ofanálag, fjöllaður geggjaður, laus á kostum forliftur ásthrifinn, hrifinn, forskóna eyða, glata, týna, fóna síma, símtala, fægiskúffa sorpreka, gammasía legghlíf, legghosa, gníari féníðingur, okurkarl, grótiskur ruddalegur, hupplegur (eða hufflegur) kurteis, interessi áhugi, klattkaka lumma, kogari suðuvél, konfólútta umslag, kram álnavara, glysvarningur, kútta skera (eða höggva) sundur, slíta, lélegheit ástæður, tóm, manséttur línsmokkar, múrskeið slettireka, óperera holdskera, petti svæði, blettur, púff sessukista, rúllupylsa (rullupylsa) vöðlubjúga, sikkerheðsnæla lásnál, sjallú afbrýðissamur, sjallúsía gluggaskýla, skrælingur hýði, skorpa, skurn, smúli ögn, vitund, stenka skvetta, stifti smánaglar, stuð áfall, óhapp, sukkla hjóla, sukkuÍI reiðhjól, tommustokkur vasakvarði, trollari botnvörpungur, vergi fjárhaldsmaður, meðráðandi, viskustykki, þurrka, þvaga, rýja, vísítt heimsókn. Af þessu úrtaki kom mér mest á óvart orðin sukkull og vergi, enda finn ég þau ekki í þeim orðabókum sem mér eru tiltækar. Vegna góðrar samvinnu við marga blaðamenn langar mig svo til að Ijúka þessum þætti með nokkrum orðum um sögnina að skúbba, en hana nota blaðamenn nú í merkingunni að hremma og birta stórfréttir á undan öðrum, eða standa sig með einhverjum slíkum hætti betur en náunginn. Þegar ég sá þessa sögn í blöðunum, datt mér strax í hug bókin um Titanic-slysið eftir Walter Lord, en þá bók þýddi ég úr ensku með miklum erfiðismunum. I frumtextanum er talað um „journalistic scoop“, þegar New York Times áræddi fyrst blaða að staðhæfa að Titanic væri sokkið þrátt fyrir ólíkindalæti og blekkingar útgerðarfélags- ins. í enskum upprunabókum er talið liklegast að orðið scoop í þessari merkingu og öðrum svipuðum sé samstofna þýsku sögninni schöp- fen = ausa og íslenska orðinu skófla. Nú er að vita hvort blaðamenn gera sér einhvern mat úr þessu eða skúbba því frá sér. í allra síðasta lagi er uppástunga um orðið mylkja fyrir jógúrt, frá Páli Helgasyni á Akureyri. Þessi uppástunga fékk góðar undir- tektir í sundinu. Húsnæðismál Eignaréttur- Eignaupptaka Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boða til fundar um húsnæðismál, mánudaginn 14.09. Fundurinn hefst kl. 20.30 og verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Frummælendur: Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, formaöur Borgarstjórnarflokks- ins. Magnús L. Sveinsson, borgar- fulltrúi, form. Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur. Gunnar S. Björnsson, form. Meistarasambands byggingar- manna og form. félagsmála- nefndar Sjálfstæöisflokksins. Fundarstjóri Björg Einarsdóttir, formaður Hvatar. Vinstri meirihlutinn er úrræða- og stefnulaus í húsnæðismálum, verður EIGNAUPPTAKA næst á dagskrá. Sjálfstæöisfólk er hvatt til að fjölmenna og kynnast þeim umræðum er fram hafa farið í borgarstjórn síðustu vikur. Sjálfstæðisfélögin. Valhöll 14. september kl. 20:30. GENGI VERÐBREFA 13. SEPT. 1981 VEROTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur Medalávöxtun spariskirteina tryggingu er 3,25—6%. Kaupgengi pr. kr. 100.- 7.083,62 6.662.29 4.874,83 4.381.98 3.802,52 3.234.99 2.400,17 2.211,14 1.526,24 1.249,10 940,78 891,21 719,97 668,66 560,07 456,46 360,25 304,64 236,36 181,09 142,81 125,57 umfram verö- VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Kaupgengi pr. kr. 100.- A — 1972 2.414,86 B — 1973 1.988,89 C — 1973 1 699,37 D — 1974 1.447,73 E — 1974 996,86 F — 1974 996,86 G — 1975 667,65 H — 1976 638,16 I — 1976 488.70 J — 1977 456,15 “ Ofanskráð gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin aru gaf- in út á handhafa. HLUTABRÉF Eimakipafélag Kauptilboð íalands óskast Tollvöru- Kauptilboð geymslan hf. óskast Skeljungur hf. Sölutilboð óskast Fjárfestingarf. Sölutilboð íslands hf. óakast. VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun VEÐSKULDABREF ÓVERÐTRYGGÐ: Kaupgengi m.v. nafnvexti 21ó% (HLV) umfram (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári varótr. 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 97,62 98,23 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 96,49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 94,32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 92,04 92,75 5 %% 5 ár 38 40 42 44 46 69 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6%% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 10 ár 15 ár 80,58 77,38 69,47 81,63 78,48 70,53 7%% 8% TÖKUM OFANSKRÁÐ VERO- 8'/.% BRÉF í UMBOÐSSÖLU miivaTincmtféuw íiumm ha VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. Vinnuvélaeigendur og verktakar Til sölu og afhendingar strax Vibroþjappari Dynapac 4 tonn (dreginn.) Ca. 800 lítra vökvagröfu-skóflu Otvega flestar geröir vinnuvéla með stuttum fyrir- vara. Upplýsingar alla daga í síma 91-83151. TEIKNINAMSKEIÐ Einar Hákonarson listmálari heldur teikninámskeið í vinnustofu sinni að Vogaseli 1, Breiðholti. Innritun í síma 71271. Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Enska, þýska, franska, spánska, Noröurlandamálin, íslenska fyrir útlendinga. Áherzla er lögö á létt og skemmtileg samtöl í kennslustundum. Samtölin fara fram á því máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist í talmáli. SÍÐDEGISTÍMAR — KVÖLDTÍMAR Símar 11109 og 10004(ki. 1-5 Málaskólinn Mímir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.