Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið. egar alþýðubandalags- menn hafa verið í stjórn- arandstöðu, hafa þeir reynt að villa á sér heimildir eftir fremsta megni, eins og kunn- ugt er. Það kemur bezt í Ijós, þegar þeir komast í valdaað- stöðu og eru dæmin úr ríkis- stjórn og stjórn sveitarfélaga, ekki sízt úr höfuðborginni, glögg vitni þess. Til þess að færa rök að þessum fullyrðing- um skulu enn rifjuð upp nokk- 26% þegar bezt gegndi, og hafði þá verið reynt eftir fremsta megni að vernda kjör og kaupmátt þeirra, sem minnst máttu sín í þjóðfé- laginu. En hvað varðaði komm- únista um þjóðarhag? Þeir hófu mikinn hersöng ásamt ýmsum úr öðrum flokkum und- ir viðlaginu: kosningar eru kjarabætur og samningana í gildi. En eftir kosningarnar kom í Ijós, að þær voru sízt af spyrjast fyrir um þessi sömu bílakaup rétt fyrir gengisfell- ingu, sagt að halda sig á mottunni, þeim komi málið ekkert við og þeim verði ekki svarað. Hroki Svavars Gests- sonar er í augum almennings að verða eins konar einkenni á honum sem stjórnmálamanni eftir að hann prílaði upp í ráðherrastólana í fölskum for- sendum um samningana í gildi. Þegar alþýðubandalagsmenn eru í stjórnarandstöðu, er klif- að á spillingu og valdníðslu, en svo þegar þeir eru setztir í ráðherrastólana, líður varla sá dagur, að þeir hafi ekki lyft þessari sömu spillingu í gull- stól íslenzkra stjórnmála og eru dæmi þess orðin óteljandi. Minna má á hneykslið í sam- bandi við skólastjórastöðuna í Grindavík, sem Ragnar Arn- alds stóð að, apótekarahneyksli Svavars Gestssonar, sem braut jafnréttislögin eins og að drekka vodkasjúss blandaðan í skrautsölum Kremlar, skipun í forstjórastöðu Brunabótafé- lagsins og bitlingastefnuna í Kúvending komma ur dæmi, sem sýna vel tví- skinnung alþýðubandalags- manna, sem kúvenda jafnoft og þær þurfa að takast á við vandamálin. Þannig gerðu þeir ósvífna — og raunar ólýðræðis- lega — atlögu að ríkisstjórn sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna 1976 og 1977 og hófu meira að segja ólöglegt útflutningsbann á afurðir okkar í því skyni að knýja ríkisstjórnina frá, enda þótt hún hefði náð mikilvægum árangri í baráttunni við verð- bótguna, sem komin var niður í öliu kjarabætur, heldur kjara- skerðing undir forystu vinstri flokkanna og þá ekki sízt al- þýðubandalagsmanna — og samningarnir komust auðvitað aldrei í gildi, heldur hefur kaupmáttur launa síminnkað frá því kommúnistar hófu upp heróp sín, enda hafa þeir haft forystu um stjórnarstefnuna síðan. Þegar alþýðuband.alagsmenn voru í stjórnarandstöðu, var hamast út af bílakaupum ráð- herra, en nú er þeim, sem sambandi við opinbera mats- menn í íbúðarhúsnæði, en síð- asta dæmið er eins og þau gerðust verst á velmektardög- um Framsóknarflokksins á fjórða áratugnum. Helzta rósin í hnappagati kommúnista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík var sú ímyndun manna, sem sífelldlega var tönnlast á, aö þeir hefðu meiri áhuga á verndun umhverfis en aðrir menn á landinu. Nú hefur sú skoðun lent undir grænu torfunni í Lækjargötu og héðan í frá mun sérhver heilvita maður, sem fylgzt hefur með framvindu mála hér á landi, hrista höfuðið og brosa vons- vikinn í kampinn, þegar minnzt er á umhverfisvernd og áhuga alþýðubandalagsmanna á henni. Þeir virðast hafa sérstaka unun af að ráðast á græna bletti og guð má vita hvort tekizt hefur að koma í veg fyrir, að þeir þurrki upp Lífshlaup Davíð Oddsson hefur skýrt frá því hér í blaðinu, að borgarstjóra hafi verið falið að ræða óformlega við Guðmund Axelsson í Klausturhólum, sem keypti Lífshlaup Kjarvals á sínum tíma og lét gera við það, og er það nú sýnt á Kjarvals- stöðum. Lífshlaupið málaði meistarinn á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti, þegar hann hafði lítil auraráð og litir og léreft lágu ekki á glámbekk hjá fátækum málara í krepp- unni. Björgunarstarf Guð- mundar Axelssonar er hið mik- ilsverðasta og er vonandi að almenningur og ráðamenn kunni að meta það og sjái raunar um að þessi ómetanlegu verðmæti verði varðveitt, þar sem bezt verður á kosið. Jó- hannes Kjarval á það inni hjá okkur öllum, að þessar frábæru teikningar hans verði ávallt í fylgd með því bezta, sem hann gaf þjóð sinni, og það mætti aldrei gerast, að Lífshlaupið lenti í annarra eigu en íslend- inga. Við eigum að sjá svo um, að það verði í tengslum við Kjarvalsstaði og varðveitt ásamt öðrum snilldarverkum þessa óviðjafnanlega meistara íslenzkrar málaralistar. Þó að enn hafi ekki komið til umræðu Tjörnina með flekum og enda- lausum bryggjum, því að þeir virðast hafa jafnlítinn áhuga á vatni og grasi. En nú vita menn sem sagt betur — og jafnframt það að alþýðubandalagsmenn — og raunar vinstri menn — ráða ekkert við húsnæðisvand- ann í Reykjavík, og lykilorð kommanna í þeim efnum hefur festst í vitund flestra Reykvík- inga, en það er: leigunám. Kjarvals innan stjórnar Kjarvalsstaða að þessu sinni, að þorgin kaupi Lífshlaupið úr vinnustofu Kjarvals, er þess að vænta, að þar skorti ekki áhuga, heldur verði verkunum tryggður verð- skuldaður sess í þessu musteri íslenzkrar listar. Vonandi þekkja ráðamenn borgarinnar sinn vitjunartíma í þessum efnum, þó að listaverkin séu ekki úr steinsteypu, og raunar er ástæða til að hvetja ríkis- valdið til að leggja einnig hönd á plóginn og tryggja að Lífs- hlaupið verði varðveitt, þar sem vera ber. Einkaframtak Guðmundar í Klausturhólum er mikilvægt, en nú er eftir yðar hlutur, ráðamenn ríkis og borgar. Við getum t.a.m. notað bryggjupeninga Tjarnarinnar í það að kaupa þessar gersemar, nema taflið hafi gleypt þá alla — og svo getum við lagt niður íbúðamatið, sett það í tölvu og notað peningana í minningar- skyni við meistara Kjarval. Og svo getum við tryggt Lífshlaup Kjarvals ókeypis hjá Bruna- bótafélaginu og Sigurjón Pét- ursson getur verið viðstaddur vígslu í tilefni dagsins — öllum að meinalausu. Og Svavar get- ur komið í veizluna á nýja bílnum. ! Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦<■ Laugardagur 12. september Ábyrgd hinna stóru I atvinnulífinu eins og annars staðar eru gerðar meiri kröfur til „hinna stóru" en annarra. Þeir eru gagnrýndir fyrir það, sem ef til viil er talið hinum minni til framdráttar. Þessu kynnast allir þeir, sem ábyrgð bera á miklum umsvifum. Þetta vita t.d. Flug- leiðamenn, sem verða að sæta því, að meiri kröfur eru gerðar til þeirra en til minni flugfélaga. Og þessu verða forráðamenn Sam- bands ísl. samvinnufélaga að kyngja þessa dagana, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Auðvit- að hefur samvinnuhreyfingin lagt mikið af mörkum til uppbyggingar atvinnulífi í landinu. Samvinnu- rekstrarformið hefur sannað gildi sitt í reynd, ekki sízt í sveitum landsins. Það er nauðsynlegt fyrir þá, sem hafa ýmislegt að athuga við starfsemi samvinnuhreyf- ingarinnar, að gera sér grein fyrir því, að hún hefur skotið djúpum rótum í þjóðlífi okkar. Fólkið í sveitum landsins t.d. veit, að það hefur notið góðs af starfsemi samvinnuhreyfingarinnar og kann því ekki vel, að hún sé gagnrýnd að ósekju eða ósanngirni. En samvinnuhreyfingin er nú orðin mjög öflug í atvinnulífi okkar. Hún teygir anga sína um allt þjóðlífið. Þær atvinnugreinar eru ekki margar sem samvinnu- hreyfingin hefur ekki afskipti af í einu eða öðru formi. Samband ísl. samvinnufélaga ásamt dótturfyr- irtækjum er orðið voldug við- skiptasamsteypa, hin voldugasta, sem hér er starfrækt undir einni stjórn. Til slíks aðila eru gerðar miklar kröfur og ábyrgð þessarar viðskiptasamsteypu er mikil. Þótt hugsjónin, sem samvinnu- hreyfingin byggir á, sé alls góðs makleg mega forsvarsmenn þess- arar hreyfingar ekki gleyma því, að framkvæmdin getur orðið með misjöfnum hætti. Þeir einstakl- ingar í atvinnulífi okkar, sem hafa byggt upp nokkur umsvif af dugn- aði en takmarkaðri fjárhagslegri getu, eru margir, sem verða að heyja harðvítuga samkeppni við Sambandsveldið. Samkeppnin er af hinu góða meðan hún er háð á jafnréttisgrundvelli, en um leið og farið er að beita miklum mætti voldugrar samsteypu eins og Sam- bandið er, til þess að vinna sigur í þeirri samkeppni, kárnar gaman- ið. Þá kemur að ábyrgð forsvars- manna Sambandsins og þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar umfram marga aðra, einmitt vegna þess hve þeir eru stórir og hafa mikil umsvif. Þá er gerð sú krafa til stjórnenda þessarar miklu viðskiptasamsteypu, að þeir kunni sér hóf, að þeir kunni að standast freistingar, að þeir geri sér grein fyrir því, að lítið þjóðfé- lag, sem okkar Islendinga getur ekki sætt sig við, að einn aðili verði of stór. í síðustu viku vöknuðu spurningar um það, hvort forráðamenn Sambands ísl. sam- vinnufélaga þekktu takmörk sín í þeim umsvifum, sem þeir hafa með höndum í atvinnulífinu. Suðureyri — Akureyri I byrjun september vöktu for- svarsmenn Sambandsverksmiðj- anna á Akureyri athygli á því, hversu alvarlegt ástandið væri orðið í iðnaðarrekstri hérlendis. Frá málflutningi þeirra var ræki- lega skýrt hér í Morgunblaðinu svo og sérstökum fundi, sem þeir efndu til með starfsmönnum verk- smiðjanna, þar sem þeim var skýrt frá stöðu mála. Ut af fyrir sig þurfti engum að koma á óvart að iðnaðarrekstur Sambandsins á Akureyri ætti undir högg að sækja. Núverandi ríkisstjórn hef- ur haldið þannig á málum at- vinnuveganna, að staða þeirra er mjög slæm og þá ekki sízt iðnað- arins. Ábendingum forráðamanna Sambandsins var því tekið með skilningi á opinberum vettvangi og um þær var fjallað rækilega í fjölmiðlum, m.a. hér í Morgun- blaðinu. Ljóst var af málflutningi for- svarsmanna Sambandsins, að hér var um mikla fjármuni að tefla. Tapið á SÍS-verksmiðjunum á sl. ári nam um einum milljarði gkr. og áætlað tap á þessu ári nemur um 1600 milljónum gkr. eða sam- tals tap á tveimur árum um 2,6 milljarða. Það er ekki hlaupið að því að halda atvinnufyrirtækjum gangandi í slíkum taprekstri. Það skilja forráðamenn Sambandsins, þótt pólitíkusar á borð við Tómas Árnason og Ingvar Gíslason skilji það ekki. Einmitt vegna þess, að for- svarsmenn Sambandsins höfðu þessa daga unnið að því að kynna almenningi í landinu erfiða stöðu iðnaðarins á Akureyri, vakti sú frétt sem Tíminn, málgagn Fram- sóknarflokksins, birti fyrstur blaða, mikla athygli, að SÍS væri að kaupa frystihús á Suðureyri við Súgandafjörð af nokkrum ein- staklingum, sem hafa rekið fisk- vinnslu þar með myndarbrag um árabil. Spurningin, sem brunnið hefur á vörum þorra almennings frá því að vitnaðist um fyrirhugað kaup á Suðureyri er þessi: hvernig getur það dæmi gengið upp, að á sama tíma og SÍS tapar 2,6 milljörðum á verksmiðjurekstri á Akureyri, hafi þessi viðskiptasam- steypa efni á að fjárfesta á Suðureyri við Súgandafjörð og taka á sig skuldbindingar, sem gætu numið svipuðum upphæðum og tapið á Akureyri? Fólkið, sem hefur atvinnu sína af iðnaðarrekstrinum á Akureyri hiýtur að spyrja sig þessarar spurningar. Stjórnvöld, sem hafa fengið beiðni frá SÍS um leiðrétt- ingu rekstrargrundvallar hljóta að spyrja þessarar spurningar og það gera margir fleiri. Þau svör, sem forráðamenn Sambandsins hafa gefið við þess- um spurningum eru ekki sannfær- andi. Þeir hafa sagt í fyrsta lagi: hér er um tvö óskyld mál að ræða. Hver atvinnugrein verður að standa fyrir sínu. Það dugar ekki, að taprekstur á iðnaði sé greiddur með gróða á sjávarútvegi. Auðvit- að er það rétt, að hver atvinnu- grein verður að standa fyrir sínu og atvinnuvegirnir hljóta að gera þá kröfu til stjórnvalda, að land- inu sé stjórnað með það markmið í huga. En hvert atvinnufyrirtæki verður líka að standa fyrir sínu. Ef um atvinnufyrirtæki í einka- eign væri að ræða mundi það aldrei verða liðið, að slíkt fyrir- tæki óskaði eftir Ieiðréttingu stjórnvalda vegna ákveðins starfssviðs en fjárfesti svo í gríð og erg á öðrum sviðum. Forráðamenn SÍS hafa líka sagt: fjármagnið, sem við notum til þess að kaupa frystihúsið á Suðureyri er ekki til ráðstöfunar í öðru skyni. Svarið við því er ósköp einfaldlega það, að þar er um að ræða reglur, sem þeir hafa sjálfir sett og geta þess vegna sjálfir breytt. Að kunna að standast freistingar Höfuðatriði þessa máls er þó kannski fyrst og fremst það, að Sambandið er orðið svo stór aðili í íslenzku atvinnulífi, að það verður að setja sér einhver takmörk. Jafnvel þótt það sé rétt, sem forráðamenn Sambandsins halda fram, að þeir hafi verið beðnir um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.