Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 40
Valur Aston Villa eftir 17 daga 5 krónur eintakið SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 Búvöruverðsákvörðun: Sáttasemjari kallaður til Deilt um launaliðinn í búvöruverðinu IINÍFURINN stendur kyrfi- lega í kúnni við ákvörðun búvöruverðs hjá sexmanna- nefndinni til þess að reyna að miðia málum í deilu full- trúa neytenda og framleið- enda, var sáttasemjari, Guð- iauRur Þorvaldsson, kailaður til í Kær. Á að reyna til þrautar að fara samningaleið um búvöruverðsákvörðun í nefndinni, áður en til þess kemur að málinu verði skotið tii yfirnefndar. Gunnar Guðbjartsson, formaður sexmannanefndar- innar, sagði í samtali við Mbl. i gær, að ósamkomulagið væri varðandi launaliði og fleiri samtengda þætti. Deilan stæði sem sagt um verðlagsgrund- völlinn. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um stjórnmálaviðhorfið Geir Hallgrimsson svarar spurningum lesenda Mbl. DMRÆÐUR um stöðuna i stjórnmálum eru að fara i «ann á ný að loknum sumarleyfum. Alþinni kemur saman i október. nýir kjarasamninnar cru fram- undan. ok landsfundur Sjálf- sta-ðisflokksins verður haldinn um mánaðamótin október. nóv- ember. Af þvi tilefni hefur Morxunblaðið óskað eftir þvi við Geir IlallKrímsson. formann Sjálfsta-ðisflokksins. að hann svari spurninKum, sem lesend- ur hlaðsins kunna að vilja bera fram við hann um stjórnmála- ástandið almennt. framvindu þj(>ðmála ok Sjálfstæðisflokk- inn. ok hefur Geir IlallKrímsson orðið við þeirri ósk. Þeir lesendur Morgunblaðsins, sem hafa áhuga á að bera fram slíkar spurningar við formann Sjálfstæðisflokksins, eru beðnir um að hringja í síma 10100 klukkan 10 til 11 frá mánudegi til föstudags, og verður byrjað að taka við spurningum í fyrra- málið, það er mánudagsmorgun. Oskað er eftir að spurningar séu bornar fram undir fullu nafni. Morgunblaðið hvetur lesendur sína til þess að nota þetta tækifæri og bera fram spurn- ingar við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um ástand þjóðmála, og þá þætti þeirra sem þeir kunna að hafa áhuga á að fjalla um. Ljósm.: Ragnar Axelsson. Hópur nemenda úr Fellaskóla í Ðreiðholti og forráðamenn þeirra fóru i gær í skemmtiferÖ til Viðeyjar, og var þessi mynd tekin er einn hópurinn fór um borð í bát við Sundahöfnina, og greinilegt að mikil eftirvænting ríkti hjá börnunum, enda ekki á hverjum degi sem færi gefst á að sjá Viðey á annnan hátt en úr bílglugga á Skúlagötunni. Zaire byrjað að borga saltfisksskuld frá 1976 Á ÞESSU ári hafa verið að berast frá Afrikuríkinu Zaire greiðslur fyrir saltfisk, sem seldur var þangað árið 1976 en dregist hefur úr hömlu að greiða. Zairemenn áttu ógreidd 760 tonn en á þessu ári hefur Sölusambandi islenzkra fiskframleiðenda borizt greiðsla fyrir 75 tonn og kom hún i þrennu lagi. í byrjun ársins námu skuldir Zairemanna um 200 milljónum gkróna á verðlagi ársins 1976. ekkert verið selt þangað nema að fyrir lægju bankaábyrgðir ör- uggra banka í Evrópu. Saltfisksöl- ur til Zaire árin 1977 til 1980 að báðum árum meðtöldum námu 2100 tonnum. íslandsmótið í knattspyrnu: Verðlaun afhent þrátt fyrir kæru Akurnesinga FYRSTU og önnur verðlaun 1. deildar íslandsmótsins i knatt- spyrnu verða afhent að loknum leik Vikings og KR i dag, þrátt fyrir fram komna kæru ÍÁ vegna leiks liðsins við KR. Þetta er síðasti leikur 1. deildarinnar og hefst hann klukkan 14. í þvi máli mun ekki dæmt hjá dómstól KSÍ fyrr cn eftir helgi. Eins og kunnugt mun af frétt- um ráðast úrslit 1. deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu í dag, ef undan er skilin kæra ÍA og að sögn formanns KSÍ, Ellerts Scram, munu verðlaun verða af- hent samkvæmt því að loknum leik Víkings og KR, sem leikinn verður á Laugardalsvellinum í dag. Jón G. Tómasson, formaður dómstóls KSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið í gær skömmu fyrir hádegið, að sér hefði enn ekki borizt áfrýjun í A, en hann byggist við henni innan skamms. Sagði hann að ekki yrði mögulegt að dómstóllinn kæmi saman fyrr en eftir helgi, þannig að endanleg úrslit íslandsmótsins verða ekki ljós fyrr en úrskurður dómstólsins kemur fram. Eins og marga rekur eflaust minni til voru af og til fréttir í blöðunum árið 1977 um greiðslu- fall Zairemanna á saltfiski, sem þangað var seldur. Stjórnendur SÍF sögðust þá ekki óttast að greiðslur brygðust þó þær kynnu að dragast á langinn. Valgarð J. ólafsson fram- kvæmdastjóri SÍF tjáði Mbl. að saltfiskurinn, sem seldur var til Zaire hefði verið úrgangsfiskur og ekki hefði verið mögulegt að selja hann neitt annað. Þessi vara hefði haft takmarkað geymsluþol og það hefði aldrei komið til mála að taka þá áhættu að láta hana skemmast hér í húsum heldur hefði það ráð verið tekið að senda fiskinn úr landi í þeirri von að greiðslur fengjust þó seinna yrði. Öll skjöl varðandi saltfisksöl- urnar á árinu 1976 eru nú í öruggri geymslu þjóðbanka Zaire, samkvæmt því sem SÍF hefur kynnt sér. Nú um nokkra missera skeið hefur verið skortur á gjald- eyri í Zaire og því dróst að greiða erlendar skuldir, sem munu vera mjög miklar. Nú virðist eitthvað vera að rætast úr, samanber þær greiðslur sem SIF hefur fengið í ár. Hann kvaðst gera sér nokkrar vonir um áframhaldandi greiðslur þar sem skuldir vegna matvæla ættu að hafa forgang hjá Zaire- mönnum. Valgarð sagði að lokum að saltfisksölur til Zaire hefðu ekki fallið niður þótt greiðslufall hefði orðið árið 1976 en þaðan í frá hefði Samið um sölu 10,000 kassa af gaffalbitum til Sovétríkjanna: Siglósíld getur hafið framleiðsluna að nýju „ÞAÐ ER mjög mikilvægt að fá þetta, þó svo við hefðum gert okkur vonir um meira,“ sagði Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á nýgerðum viðskiptasamningi íslendinga og Sovétmanna, sem gerir ráð fyrir sölu 10.000 kassa af gaffalbitum. „Þetta hefur það m.a. annars í för með sér, að Siglósíld á Siglu- firði getur tekið til við framleiðslu á nýjan leik, en framleiðsla þar hefur legið niðri um nokkurt skeið," sagði Heimir Hannesson ennfremur. í rammasamningi þjóðanna er gert ráð fyrir sölu lagmetis fyrir 4—6,5 milljónir dollara, en með þessum samningi er salan komin upp í um 2 milljónir dollara, að sögn Heimis Hannessonar. „Verð- mæti þessara 10.000 kassa er liðlega hálf milljón dollara," sagði Heimir ennfremur. „Við gerum okkur hins vegar vonir um frekari sölu og munum óska eftir viðræðum við Sovét- menn mjög fljótlega. Hvort við náum að selja upp í rammann er ekki gott að segja, en þetta mjakast þó áfram,“ sagði Heimir Hannesson að síðustu. Skylt að nota bílbelti eftir 1. október nk. FRÁ og með 1. október nk. verður notkun bílbelta lög- lcidd hér á landi samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor. Fyrst um sinn verður engin refsing, þó að beltin verði ekki notuð, en síðar meir verður sektum beitt, ef ökumenn og farþegar í framsæti nota ekki bílbeltin. Samkvæmt lögunum eru ýmsar undanþágur veittar frá notkun beltanna. T.d. þarf ekki að nota beltin í leigubíl- um, þegar ekið er á bílastæð- um, þegar bakkað er, o.s.frv. Fékk glas í höf uðið UNGUR maður úr Borgamesi varð fyrir því á dansleik á Ilótel Akranesi á föstudagskvöldið, að ungur Skagamaður henti glasi sínu í höfuð hans. Skarst Borgnesingurinn tals- vert, og varð að flytja hann í sjúkrahús, þar sem taka varð nokkur saumspor á höfði hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.